Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 1
Kemoi _t ýmist wra sinni •eoa tTÍsvar i viku. Vero arg ¦ímmnst 80 arka) 4 kr„ erlendis 5 kr. eoa 1'/« doll.; borgist fyrirmiojanjúlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)b_ndin vift Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktð- berm. Afgroioslastofa blaos- ins er i Austurttrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 19. mai 1894. 28. blað. GUFUBÁT. ,ELÍN' fer á morgun (sunnu- dag) SKEMMTIFERÐ upp 1 Borgarnes, _ fyrir niðursett verð; keraur við á Akranesi bað- ar leiðir. _____ Hverju fleygjum vjer? Hvers vegna erum vjer fátækir? ii. (Niom-lag). Opt heyrist talað mn fátæktina b.jer á landi, og margir virðast hafa þa skoðun, •að landið geti ckki átt annað en eymd og niðurlægingu fyrir höndum, svo ramlega *je um hnútana búið af náttúrunnar hálfu. En hvar í heiminum er það land, sem ekki er hægt að fieygja svo miklu af »i sjóinn«, að íbúarnir verði fátækir? »Tívergi«, munu allir svara. En hvað gjörtim vjer? Það er ekki til neins að draga blæju yflr. það, að yjer fleygjum árlega mörgum þús- undum króna »í sjóinn«, af því fje, sem •oss berst upp í hendurnar, og þar að auki förum vjer sjálfsagt á mis við mörg hundr- uð þúsund kr., af því yjer höfum ekki -dugnað í oss til að rjetta hendurnar eptir því. Þetta væri auðvelt að sanna, en til !þess þarf meira en stutta blaðagrein. ¦ Það blandast víst engum hugur um, að ¦ekkert gefur landbændum að jafnaði, meiri arð, en túnin, jafnvel þó þau sjeu víða naumast hálf-ræktuð; en þrátt fyrir þennan mikla arð, sem þau gefa, hafa þau þó allt undir þennan tíma ekki verið hirt svo, að þau hafl einu sinni staðið í stað, heldur er víst óhætt að fullyrða, að þeim hefir í margar aldir, smátt og smátt, farið aptur, að minnsta kosti hvað girðingar snertir. Eptir að landið var nokkurn veg- inn orðið albyggt, hafa að líkindum ekki liðið nema fáir áratugir, þar til túnræktin var komin á líkt stig og hún er á, en svo hefir liðið ein öldin eptir aðra, að ekkert heflr verið gjört til að halda því verki -áfram, sem hinir framgjörnu forfeður vorir byrjuðu á, nfl.: að rækta landið. Áhuginn ¦hefir legið í dái, og þarf ekki að spyrja að framkvæmdunum. Þótt áhuginn hafl nú á fáum árum dálítið rumskað aptur, þá er hann þó ekki enn orðinn svo fjör- Ugur, sem hann var fyrir nærfelt 1000 ár- um; eða hver hefir nú þann áhuga á jarða- bótum, að hann kaupi dálitla Iækjarsprænu fyrir stórfje, til að veita henni á engi sín, eins og Grínmr kögur gerði, er bjó á Brekku á Ingjaldssandi, er hann keypti lækinn Ósóma að Ljóti spaka, og þó verð- ur alls ekki sjeð, að honum hafl orðið hleypt á svo mikið land, að það þætti miklu kostandi til annars eins nú á dögum. Áhuginn er í sannleika lítill ennþá. Það «ru flestir allvel ánægðir, ef þeir fá eins mikil hey, »eins og vant er«. Það er ekki sjaldgæft að heyra bændur segja, þegar fer að hausta: »Jeg fer nú að hætta, jeg er búinn að fá fullar allar heystæðurnar«, eða: »Jeg er búinn að fá eins marga hesta ¦og i fyrra*. Þar eð túnin — að allra skynsamra manna dómi — eru arðsamasti höfuðstóllinn, sem landsbændur hafa til umraða, er það mjög tilflnnanlegt, að hver einstakur bóndi skuli ekki reyna að »kljúfa þrítugan ham- arinn«, til að aukaþennan höfuðstól, bæði með því; að bæta túnin og stækka þau. Það virðist vera hugmynd margra, að þessir blettir, sem nú eiga að heita tún, hafl verið og sjeu þeir einu, er hægt sje að rækta, en slíkt er svo augljós fjarstæða, að það þarf ekki sönnunar við; það er enginn efi á því, að margur úthagaskikinn er ekki ver fallinn til ræktunar, en tún- blettirnir voru, áður en farið var að rækta þá. Það hagar víða svo til, að rjett fyr- ir utan túnin er jörðin ekkert ver fallin til ræktunar en túnin sjálf, og þar sem svo stendur á, kostar túnaukinn ekkert annað en að hirða dálítið betur áburðinn — dá- lítið meiri áhuga, framkvæmd og reglu- semi. Þeir sem ekki hafa — eða látast ekki hafa — trú á glæsilegri framtíð þessa lands eru ósparir á, að útmála fátæktina. Þeir leita að orsökunum til hennar, og þykjast svo náttúrlega optast finna þær að mestu hjá náttúrunni, og þá kenna þeir auðvitað, að eina ráðið sje að »segja skilið við kóng og prest«, og Jeita hamingjunnar annars- staðar. Hitt ber sjaldnar við, að orsak- irnar sjeu fundnar þar sem þær einmitt að mestu leyti eru, hjá landsmönnum. sjálf- um. Það sem oss einkum vantar til að geta lifað finnst mjer alls ekki vera betra land, heldur miklu fremur meiri ættjarð- arást, meiri framfaralöngun, dugnaður og sparsemi. Þetta var það sem mest hjálp- aði gömlu íslendíngunum; þeir höfðu góða trú á framtíð landsins, og óbilandi hvöt til að hlynna að hinum nýja bústað sín- um; en nú virðist hvötin vera að miklu leyti horfin, og þó kemur hún allt af við og við fram, hjá einstökum mönnum. Þannig þekkjum vjer t. d. marga bænd- ur, sem í mörg ár hafa allt af búið að lík- um efnum, þar til einhver óvanaleg fjár- útlát hafa komið fyrir þá, t. d. mikill skaði á heyjum eða búpeningi; áður langt hefir liðið, hafa þeir vanalega reist efni sín við aptur, ef ekki hefir þá »hvert ólánið rek- ið annað«, og svo hafa þeir aptur haldið áfram sínu gamla búskaparstriti, án þess teljandi að græða eður tapa. Það er nú ,svo sem auðvitað, að bóndanum veitir ekki ljettara að auka efni sín, þegar höf- uðstóll hans hefir minnkað, en á ineðan hann var óskertur. En hvað hefir þá hjáip- að honum til þess? Einmitc hvötin til að auka aptur efni sín, og vera ekki fátæk- ari en hann var; en þegar hann aptur heflr komizt í gamla horflð, þá missir hann hvöt- ina, og þá hættir hann að græða. Það er því augljóst, að búskapurinn gœti verið blómlegri en hann er, til þess liggja marg- ir vegir, og svo framarlega sem vjer hag- nýtum oss þessa vegi, er það sannfæring mín, að hagur landsins muni smámsaman blómgast. Kr. G. Þingmál í sumar. v. (Sioasta grein). 7. Urskurðarvald sdttanefnda. Það var nýmæli á síðasta þingi, tekið eptir því sem í lögum hefir verið í Norvegi i meira en 20 ár og þar hefir þótt mikið vel gefast, og með hliðsjón af löggjöf nokkurra annara landa. Sáttanefndum veitt úrskurðarvald í minni háttar skuldamálum, allt að 100 kr., með ýmsum skilyrðum, því helztu, að skuldunautur viðurkenni skuldina. Má segja líkt um þá rjettarbót og hið fyrirhugaða varnarþing í skulda- málum, að þó að hún virðist í fyrst og fremst gerð í þágu skuldheimtumanna, til stórmikils flýtis fvrir malalokum, kostnað- arsparnaðar og fyrirhafnar, þá koma þau blunnindi einnig niður á skuldunautum, með því að á þeim lendir þó að lokum hinn mikli kostnaður af langvinnum og fyrirhafnarmiklum málarekstri, og gjalda verða þeir yflrleitt viðskipta-erfiðleika þeirra, er stafa af hinni gömlu, flóknu, tafsömu og kostnaðarmiklu aðferð til að ná rjetti sínum á þeim, um hvað lítið sem er að tefla. Frumvai-p þetta á siðasta þingi veitti einnig sáttanefndum vatd til að kveða upp gerð í smáskuldamálum, ef málsaðilar æsk.ja þess. Þar eru og fyrirmæli um hraðan gang slikra mála, er þau koma fyrir rjett á eptir, og um aukið fógetavald hrepp- stjóra í þeim. Það var samþykkt í einu hljóði við 3. umr. í efri deild, en dagaði uppi í nefnd í neðri, eptir að landshöfðingi hafði sýnt mjög glögglega fram á ýmsa stórgalla á frumvarpinu, er auðsjáanlega gera það hjer um bil gagnslaust, eins og frá því var gengið af efri deild, en virtist þó vera til- gangi þess fyllilega hlynntur, og er þá von um að málið hafi góðan byr næst, að lóguðum þessum göllum. Aðalgallinn á frumvarpinu var sá, að fara má samkvæmt því með málið fyrir dómstólana — alla rjetti — eptir sem áð- ur, þó að sáttanefnd hafi upp kveðið úr- skurð í því. Það þarf endilega að vera fullnaðarúrskurður, sem nefndin kveður upp, jafngildur sátt eða hæstarjettardómi; að öðrum kosti virðist lítil eða engin rjett- arbót í þessu ný^mæli, eða að það sje raunar öllu heldur til að auka vafninga og tíma- töf. Enda virðist ætti að geta verið alveg áhættulaust, að veitasáttanefndum fullnað- arúrskurðarvald í skýlausum smáskulda- málum, þar sem skuldunautur viðurkennir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.