Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.05.1894, Blaðsíða 3
111 Sv. Nei. 1370. Getur sá, sem fer frá jörð flutt með hrís af húsum, er hanri hefur höggvið sjer i landi jarðarinnar ? Sv. Nei. Styrktarsjóður W. Fiseliers. Þeir, sem viija sækja um styrk úr þess- um sjóði, geta fengið sjer eyðublöð í verzl- un W- Fischers i Eeykjavík og Keflavík. Styrkurinn er ætlaður ekkjum og börn- um, er misst hafa forsjámenn sina í sjóinn, og ungum íslendingum, sem í tvö ár hafa verið í förum á verzlunar- eða fiskiskipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru verðir þess, að þeim sje kennd sjómannafræði og þurta styrk til þess. Um ekkjur er það haft að skilyrði fyrir styrkveitingu, að þær hafi verið búsettar tvö síðustu árin í Keykjavik eða Gullbringu- sýslu, og um sjómenn og börn, að vera fæddir og að nokkru leyti upp aldir þar. Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjórn- enda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðu- manns Fischersverzlunar í Reykjavík) fyrir 16. júlí þessa árs, útfyllt með upplýsing- um þeim, sem heimtaðar eru. Kjörþing fyrir Mýrasýslu, til þess að kjósa alþingis- mann fyrir kjördæmið til næstu 6 ára, samkvæmt opnu brjefi 29. sept. f. á., verð- ur haldið i Galtarholti í Borgarhreppi mánudag 4. júní næstk. og byrjar á há- degi. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 15. maí 1894. Sigurður Þórðarson. Kjörþiiiii' fyrir Borgarfjarðarsýslu, til þess að kjósa aiþingismann fyrir kjördæmið til næstu 6 ára, samkvæmt opnu brjefi 29. sept. f. á., verður haldið að Leirá fimmtudag 7. júní næstk. og byrjar á hádegi. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 15. maí 1894. Sigurður Þórðarson. Fundizt hefir peningahudda meö nokkru af peningum í. Ritstj. vísar á. Kúahagl í Kringlumýri handa 40 kúm stendur bæj- arbúum til boða, gegn 4 kr. hagatolli yfir sumarið fyrir hverja kú. Þeir, sem vilja sæta þessu, gjöri svo vel að rita sig á lista hjer á skrifstofunni fyrir lok þessa mán- aðar. Fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Bæjarfógetinn í Reykjavik 18. maí 1894. Halldór Daníelsson. Strokhestur var hirtur á Mosfellsheiði 14. þ. m., brúnn að lit; mark: hálft af apt. h., vetr- arafrakaður, klipptur með faxi og í nárum, al- járnaður með sexboruðum flatskeifum. Hests- ins má vitja til undirskrifaðs og borga jafn- framt hirðingu á honum og þessa auglýsingu. Kárastöðum 15. maí 1894. Kr. Ámundason. Herra kaupm. Geir Zo'éga og Co., sem í vor gaf mjer nýjan alklæðnað m. m. og annan í fyrra, votta jeg hjer með mitt innilegasta þakklæti. Reykjavík 17. maí 1894. Sigurður J. Jóhannesson (skólapiltur). Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Tómasar Eggertssonar frá Ingjaldshóli, sem dó 27. desember f. á., að koma fram með kröfur . ínar og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu innan 5 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýs- ingar. Sömuleiðis er skorað á þá, sem skulda dánarbúinu, að gjöra skil fyrir skuldum sínum hið fyrsta. Skripstofu Snæf.- og Hnappad.s. 25. april 1894_ Sigurður Briem, settur. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Bxport Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Uppboösauglýsing. Laugardaginn 26. þ. m. kl. lí fyrir há- degi, verður opinbert uppboð sett og hald- ið að Mýrarhúsum, og þar seldir ýmsir lausafjármunir tilheyrandi ekkjunni Önnu Björnsdóttur. Það sem selt verður er: skipa- stóll, skinnklæði, net, netakúlur, kistur, sængur og rúmfatnaður; enn fremur: kýr og hross og fleira. Skilmálar fyrir sölunni verða birtir á undan uppboðinu. Seltjarnarneshrepp, 11. maí 1894. Ingjaldur Sigurðsson. í Reykjavíkurapóteki fæst: Akvavit fl. 1,00, Cognac fl. 1,25, Whisky fl. 1,90, Sherry fl. 1,50, Portvin, hvítt, fl. 2,00, do. rautt fl. 1,65, Madeira fl. 2,00, Malaga fl. 2,00, Pedro Ximenes fl. 3,00, Rínarvín fl. 2,00, Champagne fl. 4,00. Vindlar: Renomé 1 hndr. 4,50, Nordenskiöld 1 hndr. 5,50, Donna Maria 1 hndr. 6,50, Brazil Flower 1. hndr. 7,40. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Veiðibann. Hjermeð fyrirbýð jeg öll- um, útlendum sem inniendum, að veiða silung í Soginu og Þingvallavatni fyrir Kaldárhöfðalandi í júní, júlí og ágúst mán- uðum, nema þeir hafi aðgöngumiða frá mjer, sem fást keyptir á hótelunum »ís- land« og »Reykjavík«. Reykjavík, 4. maí 1894. Guðm. Thorgrimsen. Fjárniark undirritaðs er miðhlutað í stúf hægra, hvatt vinstra. Brennimark er Asgeir. Skyldi einhver í nærsveitunum eiga þetta mark, er hann vinsamlega beðinn að gjöra mjer að- vart um það sem fyrst. Kóranesi í apr. 1894. Ásgeir Eyþórsson. 48 hinnar aðframkomnu ekkju, stóðst hann eigi mátið. Hann laut niður að henni og hvíslaði 2—3 orðum að henni. í sömu andrá reis hún við og þreif utan um báðar hendur læknisins. Á svip hennar lýsti sjer þrennt í senn : að henni hafði komið mjög á óvart það sem hún heyrði, að hún var alveg forviða á því, og að hún var frá sjer numin af fögnuði yfir þvi. Hún spurði með mjög veikum rómi: »011 fimm ?« »011 fimm, svo sannarlega hjálpi mjer Guð!« anzaði læknirinn alvarlega og hátíðlega. Þá hvarf allt í einu kvíðinn og angistin af yfirbragði hennar og rann þar upp í þess stað óumræðileg rósemi og friður, og var eins og brygði fyrir brosi á vörum henn- ar. Fingurnir röknuðu hægt úr höndum læknisins. »Komið þið hjerna, börn, ef þið viljið kyssa hana mömmu ykkar f hinnsta sinn!« mælti læknirinn. Sveinarnir stærstu kysstu grátandi ásjónu móð- ur sinnar i andarslitrunum, en telpan elzta þreif í snatri tvö minnstu systkinin sín úr rúmunum þeirra, til þess að þau gætu líka kysst hana, áður en hún skildi við. Þegar yngsta barnið og síðasta hafði borið rósrauð- an munninn sinn litla að nábleikum vörum móður sinnar, hneig höfuðið niður á koddann. Frá brjósti hennar leið hægt andvarp og kipptist hún örlítið við um leið. Hún var liðin,— sofnuð svefninum væra, er aldrei þrýtur. 45 »Nú, nú! Geturðu ekki varað þig?« kallaði hann í illu skapi og þreif í piltinn. »Hvað er um að vera?« Pilturinn kom engu orði upp. Hann stóð á öndinni. Læknirinn gerði sjer lítið fyrir, tók um höfuðið á honum og sneri honum í birtuna. »Ha! Er það þú?« segir hann og varð felmt við. Hann sá, að það var drengurinn, sem hafði elt hann með eplið, þegar hann gekk út frá ekkjunni þá um daginn. »Það er þó vonandi ekkert slys orðið heima hjá þjer?« »Hún mamma!« stundi sveinninn upp; meira gat hann ekki sagt. Læknirinn spurði ha’nn ekki framar. Hann mun hafa fræðzt nóg á því, að sjá, hve óttasleginn pilturinn var. »Hm, það hefir ekki staðið á því«, tautaði hann. »Bíddu svo lítið við, drengur minn; jeg kem með þjer að vörmu spori. Stína! Yfirfrakkann minn og stígvjelin mín!« Hann færði sig aptur í yfirfrakkann deigan og var að vörmu spori kominn af stað og leiddi drenginn við hönd sjer. Hann hafði hvorki gefið sjer tíma til að kveðja konuna sína nje renna einu sinni auga á borðið með kveldmatnum. Þeir hröðuðu sjer út að húsinu ekkj- unnar í ófærðinni og hrakviðrinu. Það stóð þá enginn barnaþyrping umhverfis eldstóna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.