Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.05.1894, Blaðsíða 3
119 þess haf'a getið verið í blaði einu sem rausn- ardæmis við ísl, háskólastofnunina fyrirhug- uðu, að »hetðarkona ein ónefnd,« i höfuðstað íslands hafi lagt í háskólasjóðinn — 4 kr.! Leiðarvísir ísafoldar. 1380. Jeg er þurrabúðarmaður í sveit og mœti á gangi og skemmdum bæði á húsnro, kálgarði og túnbletti, sem jeg hefi, af fjenaði nábúa míns, sem ekki er minn landsdrottinn, Hverju varðar það, ef hann ekki hiröir skepnur sínar eða stemmir stig fyrir þeim, þó jeg tilsegi honum þær? Sv.: Spyrjandi verður sjálfur að verja garða sína og tún. 1381. Er mjer ekki leyfilegt að setja tjeðar skepnur inn. ef tjeður eigandi hirðir þær ekki þó jeg hafi tilsagt honum þær, og láta hann kaupa þær út? Sv.: Nei. 1382. Jeg er stefnuvottur og jeg á að birta stefnu á næsta bæ hinumegin við á, sem ferja verður yfir; vegurinn er svo stuttur, að mjer bera ekki mílupeningar. Eerjutollurinn er 33 aurar fyrir hvern vott til og frá. Hver a að borga hann ? Sv. Steínandi á að greiða allan þann kostn- að, sem löglega leiðir af birtingunni. 1383. Má jeg eigi gefa mínum heimilishrepp minn part af fátækrahlut, sem tekinn er af því skipi, sem jeg ræ á í öörum hreppi ? Sv.: Nei, fátækrahluturinn fellur óskiptur til þess hrepps, þar sem veiðistöðin er. 1384. Jeg, sem hef verið fluttur þurfamanna- flutningi á mina sveit, með konu og 2 börn- um, er jeg skyldugur að vinna í þeim hreppi fremur en öðrum, þar sem mjer býðst mikið hærra kaup ? Sv.: Úr þvi spyrjandi er ósjálfbjarga og kominn upp k sína sveit, verður hann að hlíta forsjá sveitarstjórnarinnar, að því er atvinnu snertir, þangað til hann verður fær um að sjá fyrir sjer sjálfur. 1385. Land ábúðarjarðar minnar liggur við afrjett og verður fyrir svo miklum ágangi af afrjettarfje, aö jeg hef eigi hálf not af mál- nytupening, engjum nje beitilandi. Lands- drottinn hótar mjer útbyggingu, ef jeg verji eigi landið, og fjallskilareglugjörð bannar mjer aðra vörn en rekstur á tjenu til afrjettar apt- ur, en það er mjer ókleyft. Hvernig á jeg að fara að ? Sv.: Spyrjanda er að eins heimilt að verja land sitt með því, að reka úr þvi, eða með löggarði. Annars er það ókostur á leigujörð spyrjanda, að hún verður fyrir slíkum ágangi af afrjettart'je, og á því landsdrottinn etlaust að taka einhvern þátt í því tjóni, sem af því leiðir. Almemmr safnaðarfundur fyrir Reykjavíkurprestakall verður haldinn í Good-Templarahúsinu miðvikudaginn 30. þ. m. ki. 5 e. h., til þess að ræða kirkju- leg mál safnaðarins, svo og kjósa safnað- arfulltrúa og 5 menn í sóknarnefnd sam- kv. lögum 16. sept. 1893. Jóhann Þorkelsson. Samkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skor- að á alla þá, er telja til skuldar í dánar- búi fyrverandi sýslumanns Eggert Briems, sem andaðist 11. marz þ. á. hjer í bænum, að lýSa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavik áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllanar. Bæjarfógetinn i Reykjavík 18. maí 1894. Halldór Danielsson. Samkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skor- að á alla þá, sem telja til skuldar í dán- arbúi Guðmundar Einarssonar tómthús- manns frá Bala hjer í bænum, sem andað- ist 5. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innltöllunar. Bæjarfógetinn i Reykjavik 18. maí 1894. Halldór Daníelsson. Uppboðsaug'lýsing. Þriöjudaginn 29. þ. m. verða ýmsir munir, svo sem stofugögn, borðbúnaður, sængur- fatnaður, eldhúsgögn o. fl., allt tilheyrandi dánarbúi fyrv. sýslumanns Eggerts Briem, seldir við opmbert uppboð, sem haldið verður í húsinu nr. 6 í Lækjargötu og byrjar kl. 11 f. hád. Söluskilmálar verða birtir á undan upp- boðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavik 22. maí 1894. ________Halldór Daníelsson.________ Styrktarsjóður W. Fiscliers. Þeir, sem vilja sækja um styrk úr þess- um sjóði, geta fengið sjer eyðublöð í verzl- un W. Fischers í Reykjavík og Keflavík. Styrkurinn er ætlaður ekkjum og börn- um, er misst hafa forsjámenn sína í sjóinn, og ungum íslendingum, sem í tvö ár hafa verið í förum á verzlunar- eða fiskiskipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru verðir þess, að þeim sje kennd sjómannafræði og þurfa styrk til þess. Um ekkjur er það haft að skilyrði fyrir styrkveitingu, að þær hafi verið búsettar tvö síðustu árin í Reykjavík eða Gullbringu- sýslu, og um sjómenn og börn, að vera fæddir og að nokkru leyti upp aldir þar. Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjórn- enda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðu- manns Fischersverzlunar í Reykjavík) fyrir 16. júlí þessa árs, útfyllt með upplýsing- um þeim, sem heimtaðar eru. í Reykjavíkurapóteki fæst: Akvavit fl. 1,00, Cognac fl. 1,25, Whisky fl. 1,90, Sherry fl. 1,50, Portvín, hvítt, fl. 2,00, do. rautt fl. 1,65, Madeira fl. 2,00, Malaga fl. 2,00, Pedro Ximenes fl. 3,00, Rínarvín fl. 2,00, Champagne fl. 4,00. Vindlar: Renomé 1 hndr. 4,50, Nordenskiöld 1 hndr. 5,50, Donna Maria 1 hndr. 6,50, Brazil FJowor 1. hndr. 7,40. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐ AR« fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem viJja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. . Bókbands verkstofa ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8) — bókbindari Þór. B. Þorláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vœgu verði. 56 inn eptir. Hún var allt af að hugsa um, hvernig þau mundu vera og hvort hún mundi geta látið sjer þykja vænt um þau. Hana-nú! Þar komu þau. Þau stóðu fram við dyr öll í hnapp, eins og fjúkhnoðrar, er vindurinn hefði þyrl- að þangað. Hin stærri 3, tveir drengir níu og sjö ára, og sex vetra telpa, stóðu aptan til, en hin minnstu tvö fyrir framan, dálítill drengkútur þrevetur, og tvævetur telpa með rós- rauðar kinnar; hjeldu þau bæði í feimni í pils systur sinnar eldri, og telpan litla horfði bláum augum, skírum og uppburðarlitlum, fram undan glóbjörtum lokkunum, sem löfðu niður yfir ennið. Læknisfrúin renndi skjótum augum yfir hópinn litla og ljetti henni þegar fyrir brjósti. Hún hafði hálf-búizt við, að þetta væru volaðir aumingjar og ljelega til fara. En þessi börn voru vel búin, sjeleg og vel siðuð, af góðu fólki komin. Þau voru voru alveg laus við að ver nokkra vitund álfaleg eða klunnaleg, svo sem umkomulausir munaðarleysingjar eru opt og tiðum. Raunar gekk samtalið ekki vel lipurt fyrst í stað. Börnin svöruðu skýrt og skilmerkilega og viðstöðulaust öllum spurningum; en það var auðsjeð, að þeim var þungt niðri fyrir, og þeim ljetti ekki heldur yfir borðum um kveldið, þó að læknirinn væri þá með, sem þau þekktu 53 »Það hefir þó opt hvarflað í huga þinn áður, að við ættum að taka barn að okkur«. »Já, það man jeg. En þú veizt, hvernig fór í hvert skipti, sem átti að reyna það. Láuaðist okkur svo sem nokkurn tíma að finna barn, sem væri heilbrigt á sál og líkama, öðru vísi en heill hópur ágjarnra ættingja loddi við það eins og fiskur við skel ? Við höfum held jeg reynt það nokkrum sinnum! Og jeg skal segja þjer, að mjer þykir raunar vænt um, að það varð aldrei neitt úr þvi. Það er þó jafnan nokkur áhætta, þetta að taka að sjer annara börn. Maður veit aldrei, hvað i þeim kann að búa. Og svo vanþakklætið, sem maður fær hjá að- fengnum börnum! Það sem maður er góður við þau, það heimta þau eins og sjálfskyldu. Meðan þau eru ung, gera þau manni ekki annað en armæðu og áhyggjur; en þeg- ar þau eru orðin stór og þarfnast okkar ekki framar, minnast þau þess allt í einu, að þau eru eigi okkar börn. Nei, góði minn; það er betra að hafa það eins og er«. Læknirinn gekk þegjandi um gólf stundarkorn. Slð- an mælti hann: »Eg sem var að hugsa um að biðja þig að taka hingað heim til okkar ekki eitt, heldur fimm börn«. »Fimm börn ?« Kona læknisins hneig aptur á bak í stólinn svo felmts- full 1 útliti, að maður hennar flýtti sjer að bæta við: ■

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.