Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat emn sinni eða tvisvar í viku. Verð arg (minnst 80arka)4kr.. erlendis B kr. eoa l'/s doll.i borgist fyrirmiojan júliman. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Utii)5ögn(skriileg,i bundin vlö Araraót. ogild nema komin aje tilútgefanda fyrir t.októ- berm. AfgroioslustofH bl»r.t- ins er í Autturatrœti » XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 30. mai 1894. 31. blað. Þingmennskan fyrir Reykjavík. Vilji kjósendnr hjer hafa á þingi næst álitlegan fulltrúa, er líkur sjeu til aðmnni liafa það að þýða þar, sem höfuðstaðar- kjördæmið getur ætlazt til, hl.jóta þeir að taka hiklaust annanhvorn hinna nýju, ungu pingmannaefna, sem nú eru hjer í hoöi. Það virðist'sannarlega ekki á miklum hygg- 'indum byggt, að ætla enn að hafa á þingi í 6 ár mann, sem er nú þegar kominn Tít úr tímanum, á ekki framar samleið við þá kynslóð, er thnans stefnu ræður ð þingi og utan þings hvað landsmál snertir, get- ur svo sem erigin áhrif haf't ;i þingmál, seni reynslan og synir frá hinum síðari þingum, en glöggast í fyrra, erhafðurþar út undan o. s. f'rv., — sjá greinina þar að iútandi hjer síðar, — og loks er ekki sýni- legt að vilji mikið verulegt á þing annað ¦en bara að eiga þar sæti. Hvað hina tvo snertir, þá kann ýmsum að þykja nokkur vandi um þá að velja. Þeir segja, sem satt er, að báðir sjeu þeir mikið efnilegir menn og álitlegir, báðir greindar- ojf skarpleikamenn, báðir mikið góðir lagamenn o. s. frv., og loks, að skoð- anamunur þeirra í milli í helztu landsmál- um s.je harla lítill eða miður verulegur, eptir því sem upp kváðu þeir hvor um sig a þar til stofnuðum þingmálafundum. Þeir, sem halda vilja fram hinum yngra, landritaranum, munu vilja telja honum það til gildis, að honum sje liðugra um mal. Látum vera að svo sje, sem lítt virðist þó reynt vera, eptir þessa tvo þingmðlafundi. En það er hvorttveggja, að mikil van- íhyggja er, svo sem margsinnis hefir verið synt fram á, að miða þingmannskosti mest ^við það eitt; enda er þá lika upp talið það, er nokkur tiltök eru að mæla honum til gildis fram yfir hinn. Yfirdómari Jón Jensson er nokkuð til muna eldri maður, þroskaðri og ráðsettari, einn af landsins beztu lagamönnum, hefir verið bæði í æðstu umboðsstjórn landsins í Khöfn og hjer og síðan mörg ár einn meðal æðstu dómara landsins innanlands, en hvorttveggja saman lagt er ágætur undirbúningsskóli undir lög- gjafarstarfið. Loks er dómarastaðan hjer einhver hin sjálfstæðasta staða, sem til er. Vita og kunnugir það um yfirdómara J. J., að hann er einnig mjög sjalfstæður maður að »upplagi«, sem kallaður er, stefnufast- ur og einbeittur, áhugamaður mikill um ]>að, er hann hefir fyrir stafni, samvizku- samur og vandvirkur. Hvað landritarann snertir, þá er það ein- 'mitt staða hans, sem er sá Akkilleshæll, er valda hiytur falli hans á kjörþingi and- spænis yfirdómara J. J., ef kjósendur neyta kosningarrjettar síns með hæfilegri greind •>og fyrirhyggju. Formælendur hans munu hafa látið sjer um munn fara, að annað- hvort sjeu allir umboðslegir embættismenn landst.iórninni ot haðir til þess að vera þjóðkjörnir þingmenn, eða þá enginn, og landritarinn alls eigi öðrum fremur. En þeir hafa rangt fyrir sjer. »Háður« er að vísu miður við eigandi orð, sje það tekið í þeirri merkingu, að embættismönnum sje einbver verulegur haski búinn, ef þeir gera eigi að sitja og standa hjer um bil eins og þeirra yfirmönnum þóknast, hvort heldur á þingi eða utan þings, það er að segi'a í þeim malum, er tjeðum yfirmönnum þykir nokkru um skipta. Sú tíð er iöngu úti. En landritarastaðan er, eins og allir sjá, nákomnari iandshöfðingjastöðunni en nokk- urt embætti annað, svo nákomin einmitt þeim eina lið í yfirstjórn landsins, er nokk- ur persónuleg mök hefir við þingið, að það virðist horfa mjög öfugt við, að land- ritarinn hafi aðra stefnu í meiri háttar landsstjórnarmálum en þessi yfirmaður hans, en því verður ráð fyrir að gera, að hann kunni að þurfa að hafa bæði samkvæmt sinni sannfæringu og vilja kjósendanna. Daglega samvinnu milli landshöfðingja og landritara er ekki gott að hugsa sjer öðru- vísi en mikið óviðfeldna fyrir annanhvorn þeirra eða báða, er svo ber undir. Eða hvernig mundi þykja á því fara, ef sá, sem næstur gengur yfirmanninum á stóru skipi og honum er við hönd daglega, gengi i berhögg við hann í mikilvægum atriðum? Tökum líka dæmið, er hjer kom fyrir í tíð fyrirrennara landshöfðingjans, scm nú er, Fensmarksmálið. Hver mundi hafa getað ætlazt til, að landritarinn væri þá annað á þingi en algerlega á bandi með sinum yfir- manni og samverkamanni bæði hvað af- skipti af því máli og öðru snertir? Nei, landritarastaðan er mjög svo ósamríman- leg þjóðfulltrúamennsku á þingi. Enda allsendis þarflaust að vera að freista neins í þá átt, eins og hi'er á stendur í þetta sinn, þar sem i boði er maður Iandritaran- um jafnsnjall í minnsta lagi og að ýmsu þó snjallari að flestra dómi. Dæmi Jóns heit. ritara sem þingmanns er mjög veilt fyrir íormælendur landritar- ans sem nú er. Það var í fyrsta lagi mað- ur í margan máta frábreytilegur því sem almennt gerist, var í öðru lagi þjóðkunnur fyrir sinn eldheita ðhuga á þingmálum löngu áður en til þingmennskunnar kæmi fyrir hann, og var loks meira við ýmislegt annað riðinn en landritarastöðuna, — lá við að það væri samkomulagábáðarhliðar, hans og frænda hans, landshöfðingjans sem þá var, að hann væri nokkurs konar landsins lausamaður fremur en fastur í fylkingu í embættismannaliði hans. Það virðist því, að öllum málavöxtum rjett athuguðum, að af þeim þremur þing- mannaefnum, er Reykvíkingum standa nú til boða, eigi þeir áhorfslaust að taka yfir- dómara Jón Jenssonjhann og engan ann- an. AfrekþingmannsReykvíkinga 1893. Hann hafði verið æði-drjúgur af þeim a laugardags-þingmálafundinum bjer núna. Það er nú í sjálfu sjer fyrirgefanlegt manni, sem kominn er á hans aldur, hins virðu- lega yfirkennara (H. Kr. Fr.), og þarf engum að vera eptirsjá í gullhömrunum, sem hann slær sjálfum sjer. Það er hon- um vitanlega góð skemmtun og meinlaus í aðra röndina að minnsta kosti. En það er minni skemmtun »fyrir fólkið« og hvergi nærri meinlaus heldur fyrir það, þegar úr áminnztum gullhamraslætti við sjálfan sig verður mjög veil og villandi frásögn um það, sem því ríður á að vita rjett. til þess að getaneytt vel og skynsamlega alþingis- kosningarrjettar síns. Meðal annars, sem hann taldi sjer til á- gætis þá, var, að hann hefði verið í fjölda, mörgum nefndum »út um allt land« — mun hafa átt að vera nefndum í málum, sem snerta allt landið,—og afrekað þar svo og svo mikið. Áttu áheyrendur vitanlega af því að sannfærast um, að hann hefði verið einn meðal hinna mest metnu og mikilhæfustu þingmanna 1893; því slikir eru að sjálfsögðu notaðir mest í nefndir. Tölu nefndanna, er hann hafði í verið, gerði hann þá 7, en á mánudags fundin- um voru þær orðnar 8 hjá honum. Það er eina atriðið í þessu sjálfshóli, sem til sanns vegar má færast, þessar töl- ur. Enda mun enginn hirða hót um að rengja þær. Nefndirnar voru 7, og upp i 8 má teygja þær með þvi að telja með eitt innanþingsmál, málið um þinghússgarðinn (skrautgarðinn). En á síðari fundinum, í fyrra dag, tók sig maður til og sýndi fram á skýrt og ó- rækt, að einmitt hlutdeild þingmannsins í nefndum og neíndastörfum A tjeðu þingi hefði sýnt hvað greinilegast, hve lítils gengis og trausts hann hefði notið þá með- al samþingmanna sinna; taldi hann upp nefndirnar og gaf nauðsynlegar skýringar þar að lútandi, svo að hver maður gat sjeð, að það var síður en eigi tilefni til fyrir hinn fyrv. þingmann að stæra sig af þvi atriði. Yfirkennarinn stóðst eigi reiðari, erhann ^fekk þessa skýrsla fram borna yfir höföi sjer. Hún þeytti sem sje svo hlífðarlaust um koll fordildar-loptkastala þeim, er hann hafði smíðað sjer og sýnt sig í »fynr fólkinu« 2 dögum áður. Hann hafði í móti svæsnis-illyrði og lýsti alla skýrsl- una ósanna frá upphafi til enda. Svo ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.