Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 2
122 trúlega ófeilirm var bann, hinn virðulegi öldungur, vitandi þó, að öllum áheyrend- unum, um eða yflr 200 manna, var innan handar að gæta í alþingistíðindin þegar heim kæmi af fundinum og sannf'ærastum, að skýrslan var rjett, en að hann hafði íarið með mjög bíræfnisleg ósannindi, er hann bláþrætti fyrir hana og barði þar að gömlum vanda höfðinu við steininum, hugs- 'unar- og aðgæzlulaus með öllu um afieið- ingarnar. Nú er jafngott, þó að fieirum en fundar- mönnum í fyrra kveld veitist góður kost- ur á að heyra tjeða, stutta og greinilega skýrslu, lítið eitt fjölorðari þó en á fundin- um, en efnisatriðin ein og söm. — Fyrstu viku þingsins, er notuð var að vanda til að hefja umræður um mál og skipa nefndir í þau, sem þess þarfnast helzt, einkum hin meiri háttar mál, komst þingmaður Eeykvíkinga hvergi að ínokkra einustu nefnd. Þær voru þó settar 8 í deiidinni þá viku, þar á meðal t. d. fjár- laganefndirnar, vistarskyldunefndin, þjóð- jarðasölunefndin o. fl. Að því búnu og þeirri viku iiðinni kemst bann loks í nefnd, jafnvel í meiri háttar máli, kirknafrum- varpinu, — en, eptir því sem í almæli var, að minnsta kosti með fram af glettni/með því að menn vissu hann mjög ósamrýnd- an sjálfkjörnum aðaimanni í nefndinni. Og fam dögum síðar komst hann í nef'nd í smámáli einu, hjer um bil fyrir fram dauðadæmdu (nýbýlisfrv. þm. Borgf.}, en þó með fæstum atkvæðum, líklega fremur af tilviijun en fyrirhuguðu ráði þingmanna. Þá viku. 2. þingvikuna, voru 6—7 nefndir skipaðar í deildinni, meira eða minna merkilegar, og allt af gengið fram hjá honum að öðru leyti en því nú var greint. Þriðju þingvikuna kýs deildin enn 6nefnd- ir; þar kemst þingmaðurinn í eina, alveg óþarfa þó, með því að málið var örsmátt og mjög vandlega undirbúið af rjettum hlutaðeigendum; mátti hann heita og sjálf- kjörinn i þá nefnd, með því málið var reykvíkst og hann flutningsmaður þess; það var málið um breyting á byggingar- nefndarbn'efinu frá 1839. Um þær mundir voru nær fullskipaðar nefndir í neðri-deildarmál, enda komst hann aldrei í fieiri slíkar, — fieiri en þess- ar 3 sögulegu og merkilegu nefndir! Nokkrum tíma síðar, hjer um bil mánuð af þingi, fær hann svo inngöngu í nefndir i tveimur stjórnarfrumvörpum úr efri deild, allstórum að vísu, en svo rækilega gengið orðið frá þeim þá eða rjettara sagt fyrir þing, að það var svo sem ekkert við þau að gera frekara en að samþykkja þau orðalaust. Enda gerðu nefndir þær eigi nema sömdu örstutt álit, fáeínar línur hvort, efnislaus hjer um bil að öðru en því, að ráðið var eindregið til að samþykkja frumvörpin, annað alveg óbreytt, en hitt með 2 dag- setningarbreytingum; það var allt og sumt. Loks komst þingmaðurinn allra-síðustu þingvikuna eða rjett um það leyti í nefnd í 2 efri-deildarmálum, sem tímans vegna áttu þau forlög vís, að deyja eða daga uppi: málin um fjárforræði ómyndugra og úrskurðarvald sáttanefnda. Hann komst við illan leik í þessar nefndir, með harla fáum atkvæðum, enn þá færri en áður, í aðra þar að auki méð hlutkesti. Frá annari nefndinni kom svo ekkert álit, en hinni smrtgrein dálítil, þess efnis, að mál- ið skyldi fella. Þarna eru þá nefndirnar komnar allar <?; og sjá nú allir, hve mikið er í nefndar- afrekin spunnið. Þarf eigi fieiri blöðum um það að fletta. — Þessa skýrslu þrætti þingm. fyrv. fyrir hvað ofan í annað, sagði hana alveg ó- sanna. Það er ófeilið í meira lagi, jafn- hægt sem er að reka orð hans aptur hverj- um þeim, er þingtíðindin heflr í böndum. Vitaskuld voru nokkrir þingmenn kosn- ir í færri nefndir að tölunni til, en mjög fáir, ef nokkrir, í miður áriðandi eða árangursminni nefndir yfirleitt. Sumir voru í 12—14 nefndum, og þeim mjög erfiðum og vandasömum mörgum. Og hvernig er þá auðið að koma kjós- endum hjer á þá trú, að fulltrúi þeirra sje mikils metinn og vel látinn á þingi og því líklegur til að afreka þar mikið fram- vegis, — f'ram yfir áttræðisaldur, ef hann lifir það, bæði þeim og landinu til hagsbótar? Þingmaðurinn getur vitanlega borið það fyrir eða reynt að bera það fyrir, að það sje einhverju öðru að kenna, að þeír míklu þingmannshæflleikar, er hann telur sig hafa, eru eigi betur notaðir. Hann getur kennt það ástæðulausum ímugust annara þingmanna á sjer og því um líku. En það gerir hann ekki eða gerði ekki á fundinum; virðist því ekki vera þeirrar skoðunar sjálfur; því vanur er hann að tína til flest sjer til gildis og málsbóta, er hann leitar kosningar, nú sem fyr, og hikar eigi við að beita stundum æði-ljettvægum og jafnvel skoplegum röksemdum í því skyni,— svo sem því, að kjósendur hjer væri nærri því skyldir til að endurkjósa sig, af því að þeir hefðu kosið sig síðast og margsinnis áður(!); og að það sje skrítið að mæla með sjer í bæjarstjórn, en móti sjer til þingmennsku(í). 'Veit þó hver stájpaður unglingur, að/ það er hægra að fá 5 eða fleiri vel nýta menn í bæjarstjórn en 1 á þing, auk þess sem við bæjarstjórnarkosn- ingar má vel gera það og er opt gert, að láta þar komast að með brúklega menn, sem löngun hafa til þess, þótt kjósendum liki þeir eigi alls kostar, til þess að hllfa heldur hinum, sem þess eru ófúsir eða eiga mjög óhægt með það; það er sem sje skyldukvöð, að taka kosningu þangað (til sextugs), en ekki til þings. — Önnur hlið þingafrekamáls þessa er, hvern framgang mál þau höfðu, er full- trúi þessi var helzt við riðinn. Af' þess- um 7 nefndarmálum hans gengu þá að eins 3 fram: tvö af því, að það hafði enginn mað ur nokkra vítund við þau að athuga frá því er þau komu fyrst inn í þá deild, er fulltrúinn átti sæti í, nema fyrnefndar dag- setningar í öðru þeirra; það voru sem sje stjórnarfrumvörpin tvö frá efri deild, sem fyr er getið. Þriðja málið var bygging- arnefndarfrumvarpið reykvíkska, smámál, sem engan landsmann snertir nema Eeyk- víkinga eina og öðrum þingmönnum hlaut því að standa alveg á sama um, en frum- varpið fullsamið löngu fyrir fram af bæj- arstjórn Eeykjavíkur og samþykkt af bruna bótafjelaginu, sem bær þessi er vátryggð- ur í, en þeim málsaðilum kom það í ranrt og veru eingöngu við. Hin 4 ymist fjellu eða þau dagaöi uppi;—nákvæmar tiltekið- voru málin reyndar 5, þó að nefndirnar væru að eins 4; ein þeirra hafði 2 til með- ferðar, kirkjulegu málin bæði. Eitt þeirra kirkjumálið, fekk í nefndinni í neðri deild og með fulltrúans fullu fylgi hinn nafntog- aða »appendix« aptan við sig um lands- hreppskirknasjóðinn, er króknaði aumlega. út af í efri deild. Þakka mun hann sjer ótæpt, margnefnd- ur fulltrúi, framgang eins frumvarps á síð- asta þingi, sem nefnd var ekki í sett: um útfærslu lögsagnarumdæmis Eeykjavíkur. En það er saga af því að segja, Fyrst og fremst var klipið frá það sem raunar sízt mátti missa, Skildinganes (auk Bústaða), og í annan stað mega þeir vera mjög ó- kunnugir þinginu í f'yrra, sem ekki vita, að það var nokkrum sveita-þingmönnum mest að þakka, að frumvarpið náði fram að ganga, jafnvel svona meinlega halaklippt. Einkum var það Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson, er varði það svo miklu snjallara og öíluglegar en þingmaður Eeyk- víkinga, gegn átyllulausum og vanhugsuð- um ímugust ymissa þingmanna annara. Af fjármálum hafði þingmaðurinn nokk- ur afskipti, nefnilega með breytingarat- kvæðum við fjárlögin. Hvort þau hafa horft öll til mikilla landsheilla, skal ódæmt um að þessu sinni. Eitt af þeim var að snara í landlækni Schierbeck milli 2 og 3 þús. króna gjöf úr landssjóði. TJm það munu fiestir þingmenn hafa verið mjög svo samdóma, sem rjett er, að maður þessi er góðs maklegur af þjóðinni, og fúsir mundu þeir hafa verið að veita honum ríflega launahækkun gegn því að halda honum þá lengur hjer. En þar sem hann var þá einráðinn að fara, og hreytti jafn- framt hvatskeytlegum ónotum til þingsins- í bónarbrjefi til þess eða kröfu um stærri fúigu, 5—6 þús., virðist þeim þingmönnum hafa verið heldur mislagðar hendur, sem, vildu fara að brúka landssjóð til að lagða, hann með talsverðri peningagjöf, ekki frekar en hann er þess þurfandi og með' ekki minni launum. En sjerstaklega er slíkt tiltæki viðsjárvert til eptirdæmis síð- ar meir.—Fyrirspurn þar að lútandi flæmdi: og þingmanninn (fyrv.) af fundi; svo nauða- illa var honum við að svara henni. Út af því atviki, að yflrkennarinn stökk: burtu af fundinum í f'ússi, hefir hin fótfráa,, margtyngda frjettagyðja flutt þann orð- róm víðsvegar um borgina, að það hafi verið farið »skammarlega illa« með hann,. gamlan manninn, á fundinum eða fundun- um báðum, og ekki trútt um, að hinir fáu meðhaldsmenn hans til þingmennsku grípi. þann áburð fegins hendi/ til þess að afla. honum meðaumkunarfylgis fyrir það, er sannfæringarfylgið er eigi falt. En það munu hafa verið um eða yflr 200 manns. á fundinum í fyrra kveld, er allir geta um það borið, þeir er opin Iiafa haft eyr- un og vit og vilja hafa til að taka rjett: eptir og herma rjett frá, að það var á þeim fundi ekki nokkurt eitt áreitnisyrði till hans talað. Eofaður var hann ekki eða framkoma hans á þingi af neinum nema. sjálfum honum; það er satt; en hverjumi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.