Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.05.1894, Blaðsíða 3
nvundi það meinað, er til þess treysti sjer? En samkvæmt því tilefni, er hann hafði sjálfur gefið ótæpt, einkum á fyrri fundin- um, var tekið greinilega fram, hvers vegna eigi þætti tiltækilegt að verða framar við hinni áköfn löngun hans til að verða enn endurkosinn á þing til 6 ára og hafna miklu álitlegri mönnum fyrir honum. Þetta var gert alveg áreitnislaust, og það var gert af því, að það var nauðsynlegt og sjálfsagt. Enda væri það aumi fulltrú- inn, hvort heldur er ungur eða gamall, sem eigi má við því að sagt sje hrein- skilnislega, hvort heldur kjósendum líkar við hann eða eigi, og hvers vegna; og aumu kjósendurnir, ef nokkrir væru, er eigi kynnu að gera greinarmun á sliku á- lits-atkvæði og á skömmum, þó að þetta álit sje ekki með manninum, heldur móti. Aptur á móti var það hann, þingmaðurinn (fyrv.), sem rauk óðara upp með illyrði í móti (brigzl um ósannindi, margitrekuð, og um »ósómasamlegar hvatir«). Fyrtjeður orðrómur heflr því alveg hausavixl á því, sem fram fór í raun og veru, gerir svart að hvítu og hvítt að svörtu. — Vitanlega hefir hinn virðulegi fyrv. þingm. hreytt fyrtjeðum orðum í reiði, og eru þau því ekki hjer tilfærö í því skyni að erfa þau við hann; er það því hægra, sem áminnzt mót- spyrna gegn þingmennsku hans var og er gersamlega laus við persónulegan kala, heldur samfara fullkominni viðurkenningu þess, hver merkis- og eæmdaimaður hann er i margan máta, hvað sem þingmennsk- unni liður, og því í rauninni leiðinlegt, að þurfa að hafa nokkurt stímabrak tilað koma því fram, sem iangbezt færi á að gengi öðru vísi: þannig, að hann hætti sjálfkrafa við að gefa kost á sjer til þing- mennsku, og munu jafnvel hans mestu alúðarvinir og vildaimenn vera þess eggj andi, hvað þá aðrir. 123 Sigling. Mai 26. Valdemar (87, Albert- sen) frá Dysart með salt til W. Fischers. 28. Anna (71, Easmussen) frá Khöfn með ýmsar vörur til H. Th. A. Thomsens. 29. Söormen (58, Muxoll) frá Khöfn með ýms- ar vörur til P. C. Knudtzons. Gufubáturinn »Elin« fór í vikunni sem leið hina fyrstu ferð sína til Vest- mannaeyja og Víkur m. m. Gekk mikið vel, eins og aðrar ferðir hennar í vor. Fi'á Vestmannaeyjum komu með henni 3 van- ir bjargmenn, er hún fór með í morgun ásamt fleirum til Eldeyjar, að reyna að komast þar upp ; heflr hr. Sigf. Eymunds- son og nokkra forgöngu þess fyrirtækis. Afli nokkur að tölu til bæði hjer og syðra, en smærð og ryrð söm og áður. Góður afli á Eyrarbakka og' Stokkseyri. Þingmálafundirnir reykvíksku, 26. og 28. þ. m., voru báðir vel sóttir, og gerðu þingmannaefnin öll þrjú grein fyrir skoð- unum sínum í ýmsum máium, ýmist að fyrra bragði eða svarandi fyrirspurnum H. Kr. Friðriksson tjáði sig sem fyrri mótfall- inn stjórnarskrdrmdlinu, bæði á aukaþing- inu í sumar og framvegis, en hinir báðir með að samþykkja frumv. frá 1893 í sum- ar óhreytt; eptirleiðis vildi Jón Jensson og halda því fram óbreyttu í aðalatriðum, þó engan veginn á hverju þingi, heldur mætti jafnvel líða 3—4 þing svo, að því væri ekki hreift, ef svo vildi verkast; en Hann- es Hafstein alveg mótfallin frumvörpun- um frá undanförnum þingum, en með »skynsamlegri stjórnarbót« (það orð má lengi teygja). Efling sjávarútvegs með styrk til þilskipaábyrgðar og frekari full- komnun stýrimannaskólans sagði H. Kr. Fr. ekkert ákveðið um, en hinir báðir með því einhuga; H. H. vildi auk þess veita fiskútflutnings verðlaun úr landssjóði, enJ. J. taldi það mál ihugunarvert. Hvað landbúnað snertir, þá vildi J. J. láta reyna að koma upp einum æðri búnaðarskóla við Miðiu á eða í stað smærri skólanna, en hinir fóru ekki út í það mál. Að því er kemur til samgöngvmála, þá vildi H. Kr. Fr. ekki gefa mikið fyrir þessar ak- brautir (nýsamþykktar þó með vegalögun- um, flutningabrautirnar), en hinir ljetu mik- ið vel yflr þeim; innanlands-strandferða- fyrirkomulagið frá síðasta þingi (Eandulffs- ferðirnar) áleit J. J. óhagfelt, of marga viðkomustaði, en vildi auka strandferðir milli aðalhafna og að landssjóður styrki að öllu innfjarða-gufubátana, eins og hann kostaði einn akbrautir á landi; þau atriði mun H. H. lítið hafa á minnzt, en H. Kr. Fr. sagðist hafa talað móti strandferðun- um (E.) á síðasta þingi, en gaf að öðru leyti ekkert út á þessi atriði. lollum vildi hvorugur þeirru H. H. ogj. J. hreifa við að sinni, en sjerstaklega mótfallnir smjörlíkistolli báðir; H. Kr. Fr. sagði ekk- ert um það. Báðir þeir H. H. og J. J. með föstu þing- fararkaupi, með kirkjicgjaldinu fyrirhug- aða, með úrskurðarvaldi sáttanefnda (H. H. allt að 50 kr.), hinn í hugsun frum- varpsins (á siðasta þingi). Stofnun bruna- bótasjóðs innlends J. J. mótfallinn, ísjár- vert bæði fyrir landssjóð og Eeykjavík, en H. H. gott fyrir aðra en Evík; J. J. með skvLláamAla-varnarþingsfrv. í aðalatrið- um, en H. H. vill heldur dómþing hjá sýslu- manni í hverjum V2 mánuði; amtmanna- málið áleit J. J. ekkert við að gera að sinni, vegna meðferðar þess á þingi í fyrra, en biði annars stjórnarskrárbreytingarinn- ar. Um háskólamdlið sagði H. H. ekki neitt, en J. J. tjáði sig vera með laga- skólahugmyndinni. Lögþvingaða peninga- borgun á verkalaunum álitu öll þingmanna- efnin ótiltækilega. Endurskoðun eptirlauna- laganna (ef nú væri synjað um staðfest.) áleit J. J. nauðsynlegt að láta vera sam- fara almennri launalagaendurskoðun; H. H. tjáði sig með lækkun eptirlauna í hærri embættunum. »Almannafriðnum« fræga var H. H. eindregið með (vitanlega!). — 60 mjúkum feldinuro, en læknistrúin lá á hnjánum fyrir fram- an þau og hafði gætur á, að þau yltu eigi af feldinum út á hart trjególfið og meiddust. Hún hló svo mikið af að horfa á þetta, að hún táraðist. »Þau eru bara dæmalaus!« sagði hún við mann sinn, er þau sátu saman eptir borðun og voru að drekka kaff- ið. »Og þau eru farin að hænast að mjer. Þau eru allt af á hælunum á mjer. Ef jeg gef öðru þeirra eitthvað, þá rekur hitt óðara upp ginið sitt litla. Ef jeg set ann- að þeirra í keltu mjer, kallar hitt: »Mi ika, fú ækn!« »Já, þau eru mjög samrýnd« anzaði læknirinn; »það yrði ekki gott að skilja þau«. Læknisfrúin sat hugsi og hrærði með skeiðinni í kaffibollanum. ».]eg vænti það muni mega til að láta þau skilja?« mælti hún og leit efin framan f mann sinn. »Já, hvað annað? Þú hugsar þó ekki til að halda þeim báðum?« »Því ekki það? Geti jeg tekið annað þeirra, þá get jeg held jeg eins tekið hitt«. »Ja, bara að það baki þjer ekki of mikla fyrirhöfn«. »Fyrirhöfn ? 0, það þýðir ekki mikið. Og svo verð- ur líka eldri telpan fyrst í stað. Hún hjálpar svo fyrir- taks-vel með þau. Þú getur ekki ímyndað þjer, hvað hún er skynsöm og hugsunarsöm«. — 57 svo vel áður. Þau reyndu að borða það sem þeim var fengið, en hinum stærri veitti auðsjáanlega örðugt að fá tára bundizt við bvern munnbita, og hin minni áttu jafn- bágt með að halda sjer vakandi; það var löngu kominn háttatíminn þeirra. Það lifnaði yfir þeim öllum, er lækn- irinn sagði loksins: »Þið eruð þreytt, börn; það er bezt að þið farið nú að hátta og sofið eins og þið getið. Á morgun verður allt öðru vísi hjer fyrir ykkar augum«. Nú gengu börnin hvert á fætur öðru til læknisins og konu hans og rjettu þeim hendina og buðu góðar nætur; fóru síðan inn í svefnherbergið, er þeim hafði verið til vísað. Læknisfrúin ætlaði að fara með þeim, en maður hennar hjelt henni aptur og mælti: »Því meir sem þau eru látin eiga slg ein, því fljótar komast þau upp á að átta sig og una sjer«. Þau hjónin heyrðu nú bórnin tala í hálfum hljóðum inni hjá sjer og labba um gólfið til og frá, meðan þau voru að hátta. Síðau sló í þögn og heyrðist þá jaí'nskjótt til elzta drengsins, að hann fór að lesa bænirnar sínar. Hann hafði fyrst yfir hið gamla alkunna barnavers: »Nú legg jeg augun aptur«, hjelt síðan áfram á þessa leið: »Guð minn góður! láttu mig verða gott barn, og láttu hann pabba« — »hitta mig á himnum* ætlaði hann að segja, eins og hann hafði verið vanur að enda bænina

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.