Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 1
 £emur út ýmist eira sinni eoa tvisvar í viku. Vero árg <minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eoa 1»/» doll.i borgist fyrirmiojan júliman. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bnndin vift áramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroioslastofa blatis- ins er i Autturttrœti S XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 6. júni 1894. 33. blað. Nokkrar kosningaathugasemdir. Það er lalsverður erill á sunmm áhuga- miklum kosningaforkólfum hjer um bæinn núna, Þeir hafa margt og mikið um að iiugsa og við mörgu að snúast. Þeir þurfa ^ið halda utan að hópnum, sem þeir eru búnir að draga að sjer hver um sig, að ¦enginn villist þaðan, er verst gegnir, og Teyna þá heldur að bæta við, færa út kviarnar; ekki mun af veita. Einkum eru atkvæðaveiðimenn landrit- arans mikið ósporlatir og tungumjúkirJ Það hafa komið fram opinberlega svo •öflug rök gegn því að kjósa hann á þing, ¦að stoöirnar, sem þeir höfðu undir hann rennt í fyrstu, urðu alveg haldlausar. Þurfti því að hafa hraðann á og smíða nýj- ,ar. ' Það þurfti líka að miðla sem flestum hinum nyupphugsuðu meðmælingar-rökum fyrir hann. En það er seinlegt og örðugt, ;þegar ekkert blað fæst til að hafa þau fyrir lýðnum. Það er líka sá kostur við hina munnlegu undirróðursaðferð og undir 4 augu, að þar má, láta margt fjúka, er illa fleytist í heyranda hljóði, hvortheldur «r sinu þingmannsefni til gildis eða hin- um til hnekkis, og beita ymsum brellum, sem ónýtar eru, ef allir vita. En hví skyldi annars nokkur nauðsyn vera að hafa alla þá miklu fyrirhöfn til þess að afla einstökum þingmannaefnum fylgis? Hví má ekki láta sjer duga það sem um þá er þingað í heyranda hljóði, hvort heldur er á almennum mannfundum eða í blöðum, Og lofa síðan kjóscndum að ráða við sjálfa sig í næði, hverjum þeir vilja gefa atkvæði, eptir beztu samvizku •og beztu þekkingu á því, hverja nytilega þingmannshæfilegleika þeir hafa eða eru líklegir til að hafa? Eða er þessi laun- pukurs-undirróður til þess gerður mest, að laða eða veiða kjósendur til þess að kjósa eptir allt öðrum reglum og hvötum ? Til dæmis af gustuk, af vild og vináttu við þann eða þann, af fjandskap við einhvern annan óviðkomandi? Yfir höfuð af óvið- komandi ástæðum og hvötum. Viðkunnanlegast er, að gera ráð fyrir því, sem er, að kjósendur sjeu skynsemi gæddar verur, er ekki þurfi að láta veiða sig eða teyma í neinu bandi; menn, sem fari eptir því, sem skynsemi og samvizka segir þeim rjett vera og heillavænlegast landi og lýð. Kosningaveiðibrellurnar, sem beitt var hjer síðast (1892), sem sje að binda atkvæði kjósenda almennt fyrir fratn löngu með því að fá þá til að undirskrifa áskorun til eins þingmannsefnis um að gefa kost á sjer, voru svo harðlega víttar þá, að nú hefir enginn árætt að fitja upp á slíku, enda mundi lítið hafa orðið ágengt með það. Það er þó framför. En hins ætti líka að mega án vera, þessa eltingaleiks við einstaka kjósendur út um allar trissur, holt og hæðir, til þess að fá þá til að heita fyrir fram atkvæði sínu þvi þing- íuannsefni, er sá og sá atkvæðasmali berst fyrir. Kjósendur virðast einnig eiga rjett á að vera lausir við slíkt. Þeir eiga að fa að vera í friði með atkvæði sitt og hafa það óbundið til k.jördags. Þeir vita eng- an veginn ætíð um alla þá, er í kjöri kunna að verða, fyr en komið er fast að kosningu. Auk þess sem hætt er við, að við launpukursundirrðður slæðist stundum með miður vönduð ráð til að fá sínu fram- gengt. Annað mál er hitt og ekki nema alveg rjett, að ymsir flokkar kjósenda eða fjelög eigi fundi með sjer sjálfir til þess að bera saman ráð sín um kosninguna og fræðast hver af öðrum í þeim efnum. Það á mikið vel við og getur leitt til góðs, til rjettari skoðana á málinu og skynsamlegra sam- taka. — Nýjasta meðmælingarrröksemd með land- landritaranum mun vera sú, að það sje sama að hafa hann á þingi og ráðgjafa á þingum annarsstaðar. — Ja, flest þykir nú »fólkinu« boðlegt. Ábyrgðarlaus skrifari hjá ábyrgðarlausum landshöfðingja, það á að vera sama sem ráðgiafl konungs á þingi í þingstjórnarlandi! Enn hafa sumir, uppgefnir við að telja fólki trú um, að landritarinn sje óhnður embættismaður, snúið við blaðinu og sagt, að það sje kostur a honum en ekki ókost- ur, er á þing kemur, ef hann verði þar á bandi með landshöfðingjanum, þvi að — hans (landshöfðingjans) skoðanír og stefna í þingmálum sje hyggilegri og betri en meiri hluta þingsins. Kann vera. Það kunna að vera um það mál skiptar skoð- anir. En þó mun heldur djarft farið að gera það að fastri reglu, að landshöfðingi, hver sem hann er, hafi jafnan betri mal- stað og rjettara fyrir sjer, heldur en meiri hluti þingsins, ef a milli ber. Ef þeir væri vissir um það, væri einlægara fyrir þá, að fara að eins og Suðurnesjastórbónd- inn í hitt eð fyrra, er vildi láta biðja kóng- inn að aftaka alþingi (af því það vildi ekki leggja útflutningstoll á sveitavöru). Hitt virðast þeir og eigi athuga eða muna eptir, að stjórnarskrá vor er þannig útbúin, að landshöfðingja brestur seint ráð til þess að koma fram sínum vilja eða stjórnarinn- ar í löggjafarmálum. Fyrst og frest getur hann valið eptir sínu höföi helming lög- gjafanna í annari þingdeildinni, og í ann- an stað getur hann, sje hann yfirmönnum sínum samhentur, fengið hverju því laga- frumvarpi, er horium líkar ekki, synjað staðfestingar. Hann mun þá vera sárþurf- andi fyrir þá hjástoð á þingi, er) sennilegast er að jafnan verði á hans bandi, ef máli skiptir? Þessi kenning, að snjallræði sje að hafa skrifara landshöfðingjans á þingi, hiytur að leiða til þess, að nái höfuðstaðurinn í hann, æðsta skrifarann, fyrir þingmann sinn. þá ætti öðrum kjördæmum að vera fullboðlegir hinir skrifararnir hans, þeir óæðri. Svo hafa líka amtmennirnir skrifara. Líki nú vel við þá, amtmennina, á þingi og utan þings, er þá ekki nauðsynlegt að fá líka á þing skrifarana þeirra? Þrjóti öll rök, er þriflð til þess síðasta óyndisúrræðis, að kveða svo að orði við kjósendur, að ísafold sje að skipa þeim, hvern þeir eigi að kjósa, og það sje lík- legt að þeir láti ekki fara með sig eins og ómyndug börn! Þetta bragð hefir það mest til síns ágætis, að það synir, hvílíkt traust þessir postular bera til eptirtektar, greindar og stillingar þeirra, sem þeir eiga tal við. ' Stillileg og hógværleg rök fyrir því, að eitt þingmannsefni sje öðrum frem- ur líklegt til þingmennsku, ætlast þeir til að hinir skilji eins og skipun um hvern kjósa skuli, og gætnin og stillingin hjá þoim ætlast þeir til að sje svo mikil/að þeir láti spana síg á þennan hátt til þess að gera þvert á móti því sem skynsemin segir þeim rjett vera, til þess að hefna sín fyrir »skipunina« (sem hvergi er til nema á vörum smalanna í það sinn)! Svo sem háttur er kappa af hennar tagi þorir Fj.konan engum að vera með af þingmannaefnunum hjer, meðan óvíst er, hver sigurinn muni vinna. En hins vegar hefir hún samt látið brúka sig í gærtilað hnoða saman aulalegu illkvittnisþvaðri út af því eða móti því, er ísafold hefir um kosningarmál þetta ritað. Af hvaða greind það er gert, má marka af því, að það á að vera herfileg mótsögn, er ísaf. telur yfirdómara Jóni Jenssyni það til gildis með öðru, að hann hefir verið landritari, en leggur á móti Hannesi Haf- stein, af því að hann sje landritari. Mun þó hjer um bil hver allsgdð mannskepna og ógeggjuð skilja það m.jög vel, að það er sitt hvað, að hafa verið landritari nður og vera nú í landsins óháðustu embættis- stöðu, eða vera nú landritari og þar með í landsins háðustu embættisstöðu. Þekk- ingar þeirrar, er landritarastaðan veitir sjerstaklega færi á, hafa báðir átt kost á að afla sjer; í því eiga báðir sammerkt; en hvorum þeirra kemur sú þekking frem- ur að haldi á þingi, hinum hAða eða hin- um óháða? Góðgirnin lýsir sjer í því, er uppgefast verður við að hrekja nokkurn skapaðan hlut af því, sem ísafold hefir sagt, að freista þá, hvort engir meðal kjósenda eru svo eptir- tektar- eða hugsunarlausir, að taka rök- studda meðmælingu með einu þingmanns- efni öðru fremur eins og skipanQ.) um að kjósa hann, reiðast af þvi, að það eigi að kúga(!) sig, og gera svo í hefndar skyni þvert á móti því, sem skynsemin segir þeim rjettast vera! Göfugmennska málgagnsins er að vanda óviðjafnanleg!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.