Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 3
firði hefir gefið neí'ndum sjóði 5Q krónnr af andvirði þvíer honum bar fyrir skotmanns- hlut úr hvalfiski þeirn, er í fyrra var róinn upp á Skagann. Enn fremur hafa siðan 8/e—93 gefið þessum i peningum: sýslum. Sigurður þórðarson 10 kr.; Halldór hreppstjóri í Langholti 1 kr.; Sig- urður bóndi í Elínarhöfða 1 kr.; Hallgrimur Jónsson 2 kr.; og í innskriptum: Arhi Guð- mundsson, Sólmundarhöfða, 4 kr.; Björn Ol afsson, Rjettarhúsum 1 kr.; Einnhogi kaupm Kringlu 2 kr.; Sigurður Jónsson lausam. Mels- húsum 17 pd. af blautuni fiski. Þrátt fyrir tilmæli við alla presta og hrepp- stjóra í sýslunni og áminningar við sjómenn á Akranesi um að hlutast til að efla þenna sjóð, sem hefir þann tilgang, að lina þörf og einstæðingsskap drukknaðra manna ekkna; þrátt fyrir hinn góða fiskiafla sem var á Akra- nesi árið sem leið; og þrátt tyrir hið voða- lega nýorðna manntjón þar hafa ekki getað dregizt saman meiri samskot en hjer er sagt, síðan augl. var í Isafold f. á. bls. 118. sl/5—94. H. J. ÓþokkafolÖð styðja aldrei neinn ærleg- an málstað. Óþokkablöð hafa aldrei neina sannfæringu aðra en þá, að fylgja því er þau hyggja ábata- vænlegast í það og það skipti. Óþokkablöð eru föl hverjum sem vill til mannorðsþjófnaðar við nýtustu menn þjóð- fjelagsins. Óþokkablöð sá eitri lyga, rógs og trúarníðs hvar sem þau geta. Óþokkablöð eru morðtól í höndum óhlnt- vandra manna á það sem gott er og horfir til almenningsheilla. Leiðarvísir ísafoldar. 1386. Er það ekki ólöglegt, þá tekin er út jörð, að viðtakandi sje ekkert aðvaraður á undan, og eigandinn og tráfarandi að eins fá- um kl.stundum áður ? Sv.: Jú, sbr. lög 12. jan. 1881, 30. gr. 1387. Er það ekki sanngjarnt, að hlutað- eigendur tjebrar jarðar álíti þetta sama sem enga úttekt, og álíti sjer heimilt að kreíjast úttektar að nýju án yfirúttektar? 131 Sv.: Jú, sbr. lög 12. jan. 1884, 30 gr. Jú það er þeim heimilt, en sje ekki neitt veru- legt athugavert við úttektina, sem matsgjörð, er þýðingarlaust að krefjast yfirúttektar. 1388. Hverjum ber ómerkingar þeir sem koma fyrir á haustin af afrjetti, sem hafa villzt undan og eru móðurlausir? Sv.: Hlutaðeigandi fátækrasjóði. 1389. Eiga ekki börn kaup hjá foreldrum sínum, eptir að þau hafa aldur til að ráða sig í vist hjá öðrum ? Sv.: Jú, ef svo er umsamið 1390. Ef foreldrarnir eru svo fátæk, að þau geta ekki goldið þeim, en þurfa samt að hafa yinnu þeirra, ber þeim þá skylda til að vinna hjá þeim máske svo tugum ára skiptir fyrir alls ekki neitt? Sv.: Nei. 1391. Nú lætur hreppsnefndin skrifa upp bú hjá fátækum hjónum, sem hafa þegið styrk af sveit, en börn þeirra uppkomin unnið hjá þeim mörg ár og hafnað öðrum vistum, af því að foreldrarnir gátu ekki án þeirra verið en ekki getað goldið þeim kaup; geta þau þá ekki fengið það borgað úr búi foreldranna? Sv.: Jú, ef foreldrarnir hafa lofað greiða þeim kaup og búið endist til þess. 1392. Hvílir nokkur skylda A mjer að ann- ast uppeldi systkina minna sem eru í ómegð þegar jeg er svo fátækur, að jeg naumast kemst af með þá sem jeg þarf að sjá um? Sv.: Nei, engin lagaskylda, hvort sem spyrj- andi væri ríkur eða fátækur. 139H. Eru skuldir fallnar hjá þeim manni er bú hans hefir verið tekið og selt sem þrota- bú? Sv.: Nei, hann er skyldur að borga þær eins eptir sem áður, nema hann haíi gert samn- ing (akkorð; um að vera laus við að greiða nema tiltekinn part (°/o) af skuldunum. 1394. Hvað þurfa skuldir að vera gamlar til að missa rjett sinn? Sv.: Engin lögákveðin takmörk eru fyrir því. 1395. Heiir hreppsnefndaroddviti vald til að lækka sveitarútsvar við einstaka menn, eptir niðurjöínunarfund og án vitundar annara hinna sveitarnefndarmanna ? Sv.: Nei. 1396. Er kaupmönnum leyfilegt að halda þjónum sínum í vinnu (ýmsa innanbúðarvinnu) á hátíðar- og helgidögum? Sv.: Nei. 1397. Hafa kaupmenn leyfi til að selja vín- föng og aðra munaðarvöru á helgidögum, jafn- framt því, að þeir afhenda salt, þegar nauð- sýn krefur? Sv.: Nei. 1398. Er leyfilegt að selja vinföng á þeim stað, sem ekki er löggild höfn? Sv.: Nei. Veðrátta. í veðurskýrslunni i síðasta bl. stendur, að þá viku hafi verið »opt rigningi. En það er misprentun, átti að vera »opt rjett lognt. TTppboðsauglýsiiig. Við 3 opinber uppboð, sem haldin verða fimmtudagana hinn 14. og 28. júní og 12. júlí næstkom. kl. 12 á hádegi, verður hús- eignin Laugaland, tilheyrandi dánarbúi Jóns Guðnasonar, hoðin upp og seld hæst- bjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Húsið sem er úr timbri með járnþaki, er virt á 3665 kr. Það er veðsett landsbankanum fyrir 1500 kr. láni. Húsinu fylgir útmæld landspilda óræktuð og óumgirt, hjer um bil 4 dagsláttur að stærð. Hin 2 fyrstu uppboðin verða haldin lijer á skiifstofunni, en hið síðasta í hiisinu sjálfa. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Skrifst. Kjósar- og Gullbringus. 26. maí 1894. __________Franz Siemsen._______ Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Bxport Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst bjá kaupmönnum. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYKGÐAE* fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja iíf sitt, ailar nauðsynleg ar upplýsingar. 6S »Hann verður þá kyrr! Hvað þú ert vænn, maður- inn minn! En heyrðu, bíddu við! Mjer heyrðist jeg hoyra til drengsins frammi i stiganum. Hann er nú sjálfsagt að renna sjer niður stigariðið; hann verður þang- að til að, að hann hálsbrotnar þar. Ja, það er skárra ónæðið sem maður hefir af svona strák«. Hún var rokin, en læknirinn horfði brosandi á eptir henni. — .— Nú liðu nokkrir dagar. Læknirinn hafði beðið konu sína að láta ekki á neinu bera við börnin fyr en full- ráðið væri um þau öll, hvað af þeim yrði. »Mjer þykir raunar leitt, að hann einn skuli eiga að fara« mælti læknisfrúin, er hún sat við eitt kvöld og var að aðgæta það sem drengurinn elzti átti að hafa með sjer í munaðarleysingjahúsið, en maðurinn hennar sat þar bjá henni. »En þú verður að játa sjálfur, að jeg get þó ekki haldið þeim öllum. Hann er þeirra elztur og auk þess svo hægur og skynsamur; hann unir sjer sjálfsagt dável í munaðarleysingjahúsinu. Jeg held að honum muni heldur ekki verða svo mjög þungt um að skilja við systkinin sín. Það er ekki að sjá, að hann sje mjög viðkvæmur í sjer«. »Nema svo sje, að hann láti ekki á því bera. Hann var augusteinnin hennar móður sinnar«. 65 »0g þú gerir þjer það að góðu allt saman, og lætur það eptir honum ?« »Ja, hvað á jeg að gera, þegar hann þrábiður mig og tekur allt til bragðs ? Honum dettur svo margt skrítið i hug! Það var núna í dag, að hann fór að leika dýra- sýningu,, og þá datt honum allt i einu í hug, að hann þyrfti að halda á krókódíl, og þá biður hanngmig^að gera það fyrir sig að skríða ofurlitið á fjórumgfótum; jeg gæti verið svo ljómandi góður krókódill. Þú getur nærri, að mig langaði ekki til þess. En þú skalt ekki halda, að hann ljeti undan að biðja. Hann hætti ekki fyr en jeg hafði engin sköpuð ráð önnur en. . .« »Að láta eptir honutn og gera þig að krókódíl« greip læknirinn fram i. »0, kona mín góða, að jeg skyldi ekki vera nærri staddur. Viltu ekki sýna mjer, hvernig þú fórst að þvi?« En hún var samt ófáanleg til þess. »Hvers vegna drekkurðu ekki núna úr bollanum, sem þú ert vön að drekka úr?« spurði læknirinn konu sína forviða, er þau fóru að drekka kaffið seinna um daginn. Hún roðnaði og svaraði í vandræðum: »Bollinn sá . .. Hann, hann — brotnaði«. »Bollinn? Bollinn, sem þú hefir drukkið úr síðan þú varst ung stúlka og þjer þótti svo vænt um. Nú, það var samtgott, að það var ekki jeg, sem braut hannc.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.