Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 4
Normal-kaffi frá verksmiðjunni »Nörrejylland« er, að þeirra áliti, er reynt hafa, hið bezta Tcaffí, í sinni röð. Normal-kaffi er bragðgott, hollt og nærandi. Normal-kaffi er drýgra en venju- legt kaffi. Normal-kaffi er að öllu leyti eins gott og hið dýra brennda kaffi. Eitt pund af Normal-kaffi endist ámóti lx/2pd. af óbrenndu kaffi. Normal-kaffi fcest íflestum búðum. Einka-útsölu heíir: Thor E. Tulinius. Strandgade Nr. 12 Kjöbenhavn C. NB. Selur að eins Jcaupmönnum. Bann. Hreppsnefndin í Ölfushreppi bannar hjer með öllum að slá á þessu sumri í Ölfusafrjetti, sömuleiðis bannar hún utansveitarmönnum að reka fjenað í nefndan afrjett án leyfls hreppsnefndar- innar. Ölfushreppi 4. júní 1894. Jón Jónsson. Ólafur Ólafsson. St, Steindórsson. Jón Hdgason. E. Bjarnarson. Nýkomnar vörur í verzlun W. Fischers Þakpappi. Vasaúr. Trjáviður. Svuntudúkur. Borðviður ítalskar vörur, svo sem : Cement. Armbönd, Rokkar. Úrkeðjur, Saumavjelar. Brocher, Eldavjelar. Hálsbönd o. s. frv. Ljáblöð og margar aðrar vörutegundir. Fimmtudaginn 7., sunnudaginn 10. og miðvikudaginn 13. þ. m. gerir skólastjóri M. F. Bjarnason tímamerki klukkan 11 fyrir hádegi, eptir miðtíma Reykjavíkur, á þann hátt, að kúla er dregin upp á stöng 132 á Styrimannaskólanum, eins hátt og hún kemst, 5 mínútum áður en tíminn er kom- inn, og þegar klukkan er á sekúndunni ellefu, þá er hún látin falla niður. Þeir Reykjavíkurbúar, sem óska að hafa *rjetta tíð, ættu þá að setja úr sín. Tapazt helir 3. þ. m. rauður hestur, með stjörnu í enni, lítið eitt dekkri í fax og tagl marklaus; járnaöur með 6 boruðum skeifum pottuðum á hælum og tám, ný-affextur (skor- ið í miðju kaíi). Finnandi skili hestinum eða gjöri aðvart að Laugarnesi við Reykjavík. 6/o '94. Gisli Björnsson. Næsta föstudag, 8. júní, verður Lands- bankinn opinn frá kl. 10 f. m. til kl. 1. e. m. Bankastjórnina er að hitta þann dag frá kl. 11 til 12. Landsdankinn 5. júnf 1894. pr. Tr. Gunnarsson Eiríkur Briem. Lesið! Gjöfum þeim, er mönnum kynni að þóknast aö gefa til »tombólu« þeirrar til ágóða fyrír háskólasjóðinn, sem haldin verð- ur í haust og nákvæmar verður auglýst um síðar nær halda skuli, verður frá því í dag þakksamlega veitt móttaka af oss. Reykjavík 31. maí 1894. Forstöðunefnd Itvennfjelagsins. Tapazt heíir á götum bæjarins fínn ljós- leitur silkiklútur. Finnandi skili til rffcstj. Ljóðmæli eptir Einar Hjörleifsson. Kosta í bandi 75 a. Aðalútsölu heflr: Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8). Hannes Hafstein: Ýmisleg' ljóðmæli. Kosta í kápu 1 kr. 75 a., í bandi 2 kr. 75 a. Aðalútsölu hefir: Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8). Fyrir nokkrum árum var jeg mikið heilsubiluð orðin innvortis af magaveiki, með sárum þrýstingi fyrir brjóstinu, og gat ekki gengið að vinnu nema með höpp- um og glöppum. Jeg reyndi ýms meðul, bæði stór-skamta og smá-skamtameðul, að ráðum lækna, en það dugði ekki hót. Þá var jeg eggjuð á að reyna Kína-lífs-élixir frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn, og undir eins eptir fyrsta glasið, sem ,jeg keypti, fann jeg, að það var meðal, sem átti við veiki mína. Síðan hefi jeg keypt fleiri glös, og ætíð fundið góðan bata á eptir, og hafa þjáningarnar jafnan sefazt, þegar jeg hefl tekið Elixirinn inn; en því veldur fátækt mín, að jeg get ekki haft þetta ágæta heilsumeðal til að staðaldri. Samt er jeg orðin mikið betri, og er jeg viss um, að mjer batnar alveg, haldi jeg áfram að brúka þetta ágæta meðal. Jeg ræð því öllum, er líkt gengur að og mjer, að brúka þetta blessaða meðal. Litla-Dunhaga, 30. júní 1893. Vitundarvottar: Sigurbjörg Magnúsdóttir. Ólafur Jónsson. Jón Arnflnnsson. Kina-lífs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kina-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir VP að líta vel eptir því, að -^r' standi á flösk- nnum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðjju (Austurstræti 8) hefir til sölu allar nýlegar íslenzk- ar bækur, útgefnar hjer á landi. Nærsveitamenn eru beðnir aö vitja „ISAFOLDAR" á afgreiöslustofu hennar (i Austurstræti 8). Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil Prentsmifija ísafoldar. 66 »Hann gerði það heldur ekki viljandi«. »Hann? Hv'aða hann? Það hefir þá ekki verið hún Stína? Það heflr þó vænti jeg ekki verið strákurinn, ha?« Hún gerði ekki nema kinkaði kolli. »Þú hefir þá líklega lumbrað á honum«. »Það ætlaði jeg að gera fyrst, því mjer varð svo gramt í geði, en hann aptraði því«. »Hann hefír þó ekki farið að taka á móti ?« spurði læknirinn og hnyklaði brýrnar. »Nei, það var öðru nær. En hann var svo sundur- knosaður af harmi og iðrun og hjelt sjer í mig dauða- haldi, svo að jeg hefði orðið að meiða hann, ef jeg hefði átt að losa hann við mig«. »0g þá tókstu heldur það ráð að fyrirgefa honum og gafst honum ef til vill nokkra aura til þess að bæta fyrir það, sem hann varð svo hræddur, ha?« »Nei, ekki nema nokkrar svezkjur«, anzaði kona hans í hálfum hljóðum. »Ja, kvennþjóðin, kvennþjóðin!« mælti læknirinn. »Þær eru löngum hver annari líkar. En bíðum við; í munaðarleysingjahúsinu er ekki verið að gefa svezkjur, ef bolli er brotinn. Það er sagt, að nýi forstöðumaðurinn sje harður og refsingasamur«. »í munaðarleysingjahúsinu?« spurði kona'hans felmts- full. 67 »Ja, jeg hefi heyrt í dag, að það sje hjer um bil á- reiðanlegt, að báðir drengirnir stálpuðu verði teknir þar. Næstu viku beldur forstöðunefndin fund og þá fullgerist það«. Læknisfrúin hellti aptur í kaffibollann hjá manni sín- um og segir svo hægt: »Og hann á þá að fara í munaðarleysingjahúsið, svona laglegur drengur?« »Heldurðu, að þar sjeu ekki teknir nema ólaglegir drengir?« »Svona kátur og fjörugur drengur!« »Hún verður víst vanin af honum þar, ofsakætin«. »Já, með vendinum. Það er enginn galdur að gera barn, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sjer, dauft og ístöðulaust. En þó að barnið sje með því móti gert að rolu, það hirðir enginn um. Ja, ef hann væri eins seinfara og hæglátur eins og hann bróðir hans, getur verið að hann kynni að þrifast i munaðarleysingjahúsinu; en með lundinni hans! Nei, góði minn«, mælti hún og hallaði sjer upp að manni sínum, »láttu hann ekki fara, lofaðu houm að vera. Hvort það er einu barninu fleira eða færra, þá veit maður ekkert af því. Heyrðu, þú gerir þetta fyrir mig!« »Hvað mig snertir, þá er mjer það ekki neitt í móti skapi, en . . . «

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.