Ísafold


Ísafold - 09.06.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 09.06.1894, Qupperneq 1
Kemur út ýmiat eirna sinni eða tvisvar í viku. Yerb árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1V* doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(8krifleg) bundin vit> áramót, ógild nema komin a je til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. Afgreiöslustofa blaba- ins er í Auiturstrœti flt XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. júni 1894. 34. blað. Aflraunlr, leikir, íþróttir. ii. í fyrri kafla greinar þessarar (26. f. mán.) var greinilega sýnt frana á og rakið, hversu lesa má úr þær þjóðir, er temja sjer lík- amlegar íþróttir og aflraunir öðrum fram- ar, hversu þær skara fram úr að þrekí og tápi, atorku og allsháttaðri atgervi, bæði líkamlegri og andlegri. Sömuleiðis, að lesa má úr þá kafla í æfiferli ýmissa þjóða, «r þær hafa stundað af kappi líkamlegar íþróttir; þau tímabil hafa verið fyrirboði mikils uppgangs þeirrar þjóðar og honum samfara. En hafl áhugi á því sofnað og slíkt lagzt niður að miklu eða öllu leyti, heflr því fylgt almenn apturför, fjörleysi ■og deyfð. Spegilinn höfum vjer sjálflr fyrir oss þar sem eru forfeður vorir á söguöldinni. Gullöld landsins var hún, svo sem allir vita. En hve voru þá eigi líkamlegar í- þróttir og aflraunir á hávegum hafðar og rækilega stundaðar af ungum og gömlurn? Dáumst vjer eigi enn í dag að íþróttum Kjartans Ólafssonar, Ólafs konungs 'Tryggvasonar, Gunnars á Hlíðarenda? Eða sundi Grettis, Helgu jarlsdóttur o. fl.? Heyrum vjer þess eigi getið yflrleitt um Kesta hina ágætu sögukappa vora, að þeir hafi í æsku verið jafnaðarlega að leikjum með öðrum sveinum, ekki síður vetur en sumar, og tamið sjer margs kyns líkam- legar listir og íþi'óttir ? En svo margt og mikið gott sem kristn- inni fylgdi og kristnum siðum, hafði hún í för með sjer þann mikla ókost víða, bæði hjer og annarsstaðar, — eins og hún var rangskilin og afbökuð af kennivaldinu —, -að menn hættu að hirða um þrótt og fjör líkamans, í þeirri heimskulegu ímyndun, að því meir sem hann væri hafður á hak- anum og jafnvel pyndaður, því fullkomn- ari yrði sálin. Sú héimska leiddi margt og mikið illt af sjer, og eimir enn eptir af henni í hugsunarhætti manna, í uppeldis- siðum vorum og einkum skólafyrirkomu- lagi öllu. Ef vjer þekktum vorn vitjunartima, mundi það vera vort eitt hið mesta fram- fara- og áhngamál nú á tímum, að fá gagngerðri breytingu á komið í þeim efn- um. Það mundi hrinda þjóðinni stórum betur fram á leið en hinn mesti sægur af algengum framfara-Iaganýmælum. Margur mun hugsa og svara svo, að barátta vor við óblíða náttúru veiti svo nógsamlegt tækifæri til þess að herða lík- amann og afla honum sæmilegs þroska. En það er bæði markleysa og misskilning- ur. Hið sífellda raus um óblíðu náttúr- unnar hjer er hjegómi. Hún er fyrst og fremst ekki meiri en víða gerist annars- staðar, þar sem engum manni dettur í hug að látá hana einhlíta um að afla kynslóð- inni líkamlegrar hreysti og atgervi, og í annan stað göngum vjer að mörgu leyti hvergi nærri eins vasklega út í hina marg- umræddu baráttu við náttúruna eins og títt er um aðrar þjóðir. Loks er þess að gæta, að slík nauðungarbarátta heflr alls eigi þau uppeldisáhrif á kynslóðina, sem hún þarfnast. Það sem hún þarfnast er líkamleg stæling, fjör ug fimleiki, en það fæst ekki nema með þar til löguðu upp- eldi frá barnæsku. Það fæst eigi nema með því að að hætta hinum öfuga, klaust- urlifnaðarlega miðaldarsið, að hneppa æskulýðinn inni í húsum frá morgni til kvelds við bóklestur, sje hann ekki not- aður til stritvinnu óðara en vetling getur valdið, heldur láta hann í þess stað verja að staðaldri töluverðum tíma dags til þess að temja sjer líkamlegar íþróttir og leiki und- ir berum himni þegar fært er. Á þetta einkum við skólalýð allan og alla hina uppvaxandi kynslóð í kaupstöðum og sjó- þorpum, þótt óþarft sje eigi heldur til sveita. Englendingar geta tæplega hugsað sjer lærðan skóla öðru vísi en að honum fýlgi stór og hentugur leikvöilur; í þeirra aug- um er hann hjer um bil jafnáríðandi og skólahúsið sjálft. En frá lærðu skólnnum heflr það fyrirkomulag færzt út til annara skóla, æðri sem lægri. Hafa aðrar þjóðir nú almennt tekið það eptir, eða eru sem óðast að því, hafl þær eigi gert það fyrir löngu, svo sem frændur þeirra í Ameríku hafa auðvitað gert. En auk þess er alsiða í enskum borgum og amerískum, að þar eru afmarkaðir mikiir reitir inni í miðjum borgunum sjálfum til leikvallar fyrir al- menning, og það á mörgum stöðum, ef borgin er stór. Þess var t. d. getið í ein- hverju tímariti nýlega, að útlendar bæjar- stjórnir í ýmsum borgum í Bandaríkjun- um í Ameríku hefðu varið samtals 2 milj. dollara til slíkra leikvalla. í miðri Lun- dúnaborg er frægur garður, Hyde Park, ætlaður mestmegnis til leikja fyrir almenn- ing, nær hálf míla dönsk á lengd og fjórð- ungur mílu á breidd; ^er þó land þar eða húsalóðir í því geypiverði, að /opt kemst í mörg hundruð kr. fyrir hverja ferhyrn- ingsalin. Og þó eru að sögn'til slíkir leikvalla-reitir svo tugum skiptir í Lundún- um aðrir en Hyde Park, og eigi stórum minni margir hverjir. Það er hvorutveggja, að Englendingar eru fyrirmyndarþjóð í þessari grein, enda eru það ógrynni fjár, er þessir reitir kosta, margir tugir miljóna, ef í peninga væri varið. En heilsa og fjör lýðsins er svo margfalt ábatameiri, segja þeir. Enda er manndauði minni í Lund- únum en flestum stórborgum öðrum, og loptslag þó óvíða óhollara. Því það er eitt harla mikilsvert atriði í þessu máli, hve heilsustyrking fylgír miklu íþróttalífi. — Læknar og lífeðlisfræðingar vita það og brýna opt fyrir mönnum, aÍL fjölda inargir algengir kvillar nú átímum, bæði hjer og annarsstaðar, stafa beinlínis af því, að líkamskraptanna er ýmist of lítið neytt eða þá óhentuglega fyrir heilsu íjör mannsins, en ekkert bætir betur úr þeim annmarka en frjálsir leikir og þó reglubundir, og reglubundnar aflraunir og íþróttir. Það er eigi að orsakalausu, hvað Englendingar verða yfirleitt langlíflr, eða hvað þeir eru opt íturvaxnir og hreysti- mannlegir, karlar og konur. Kvennþjóðina ensku má telja með nú orðið; hún er þegar fyrir löngu tekin til að temja sjer al- menna leiki og íþróttir í líkum mæli og karlþjóðin. Alþingiskosningar. Rangvellingar kusu 5. þ. mán. á kjör- fundi að Stórólfshvoli sína fyrverandi þing- menn báða í einu hljóði (72 atkv.): Sighvat Árnason, og Þórð Guðmundsson. Vestmannaeyingar hafa kosið 2. þ. m. dr. phil. Valtý Guðmundsson í Kaupmannahöfn. Þar voru í kjöri 2 aðrir: Sigfús Árnason, er þingmaður var fyrir eyjarnar 1893, og Sigurður Sigur- finnsson. Var tvíkosið, og gaf Sigfús sig frá á undan síðari kosningunni, með því hann hafði fengið langfæst atkvæði. í síðari kosningunni skorti Sigurð að sögn að eins 1—2 atkv. á við dr. Valtý. Fór Sigurður samdægurs upp i Landeyjar áleið- is austur í Vestur-Skaptafellssýslu, að bjóða sig þar til þings. Guðlaugur sýslumaður gefur ekki kost á sjer. Kjósar- og Gullbringusýslubúar endur- kusu í gær á kjörfundi í Hafnarfirði sína fyrv. þingmenn báða Þórarinn Böðvarsson, prófast, og Jón Þórarinsson, skólastjóra. Auk þeirra var í kjöri trjesmiður Magn- ús Th. S. Blöndal i Hafnarfirði, er hlaut 17 atkv. Prófastur mun hafa verið kosinn í einu hljóði (82 atkv.), en Jón skólastj. með 65 atkv. Reykvíkingar kusu í gær til þings Jón Jensson yíirdómara, eptir allharða kosningarbaráttu. Var tvi- kosið, með því enginn þeirra 3, er í kjöri voru, hlaut helming atkvæða við fyrri kosninguna: Jón Jensson 86, Hannes Haf- stein landritari 68 og H. Kr. Friðriksson yfirkennari 25. Við síðari kosninguna hlaut Jón Jensson aptur 86, og Hannes Hafstein 70, en H. Kr. Friðriksson að eins 13. Kom þannig að eins 10 atkvæðum færra fram við síðari kosninguna, og mátti það heita mikið vel stunduð kosning, ept- ir því sem hjer gerist. Landritarann kaus 1 andshöfðinginn sjálfur og nokkrir af em-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.