Ísafold - 13.06.1894, Page 1

Ísafold - 13.06.1894, Page 1
Kemur At ýmiat emu sinni «?>a trisTar í viku. Yerb krg (minnst 80 arkft) 4 kr.. erlendis 6 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skriflog) bundin vifv áramót, ógild nema konun a je til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. Afgreiöslustofa blabs- i ns er i Austurttrœti b Reykjavík, miðvikudaginn 13. júni 1894. 35. blað. XXI. árg. Fyrir tyær trínr fá nýir kaupendur síðara helming þessa árg. ÍSAPOLDAR, 1894, frá 1. júlí, minnst 40 blöð, og auk þess í kaupbæti þessar 3 bœkur: 1., Sögu- safn ísafoldar 1892, 270 bls., með 17 á- gætum skemmtisögum; 2., Sögusafn Isa- foldur 1893, 116 bls., með 13 ágætum skemmtisögum; 3,,Friður sje með yður, eptir H. Drummond, innb. (48 bls.). Ekkert íslenzkt blað lieflr nokkurn tíma ■boðið slík kjörkaup. Tilboðið stendur aö eins til 15. ágúst þ. á. ísafold er langstærst allra innlendra blaða, kemur langoptast út og hefir lang- flesta kaupendur. Auglýsingar í henni verða því langvíðlesnastar. Útlendar frjettir. Khöfn 2. júni 1894. Danmörk. Hjeðan er fátt tíðinda. Al- mennt lognmók yfir stjórnmálum; vinstri- menn leggja árar í bát, en hægrimenn og •einstöku miðlunarmenn fagna sigri. Einn n,f helztu foringjuni vinstrimanna, Hörup ritstjóri, hjelt nýlega fund með fyrverandi kjósendum sínum, og kvaðst eigi mundi bjóða sig fram til þings fyrst um sinn, 'Úr því svo hefði faríð. »Stóra norræna málþráðarfje 1 agið« held- ur nú 25 ára afmæli sitt. Það er eflaust eitthvert hið stórkostlegasta og þarflegasta fyrirtæki, er um langan aldur hefir fram komið á íiorðurlöndum. Aðalforkólfur þess fjelags er hinn alkunni dugnaðarmaður Tietgen. Moe prestur, er hjelt hina alræmdu líkræðu yfir sjómönnunum, er drukknuðu við Har- boöre í vetur, hefir nú fengið miklar á- vítur fyrir þessa ræðu sína hjá Rípa- 'biskupi. Konungur og drottning eru á ferð í út- löndum. Konungur farinn til Wiesbaden, ■drottning til Gmunden að heimsækja Þyri -dóttur sína. Af látnu merkisfólki má neína Wolfhagen kammerherra, sem í 7 ár var Sljes'víkur- ráðgjafi. Norvegur og Svíþjóð. í Norvegi standa deilurnar enn sem ákafast. Norð- menn eru búnir að yfa upp í vopnamálinu alkunna frá 1884, þegar byssur Norðmanna- hers vorn ónýttar flestallar af foringjum liðsins. Frá Svíþjóð eru engin sjerleg stjórnmála- nýmæli aö frjetta. Stúdentar frá Lundi og stúdentar frá Kaupmannahöfn hafa haldið skemmtisamkomur með sjer, bæði í Sví- þjóð og Danmörku. Enn fremur hjeldu danskir og sænskir stúdentar stóra sam- söngva bæði í Lundi og Kaupmannahöfn, og fór það allt mjög vel. Talað er um, að halda slíkum samkomum milli danskra og sænskra nemenda áfram næstu ár. Austurríki og Ungverjaland. Við kolanámana í Frankenau og Ostran varð stórt verkfall. Komu þar upp óeirðir og sló í bardaga með lögregluliðinu og verk- mönnum. Voru ýmsir verkmenn drepnir og margir særðir. Út af þessu urðu mjög harðar og æstar umræður á þingi Austur- ríkismanna. í bænum Hod Mezö Vasarhely á Ung- verjalandi gerðu jafnaðarmenn stórt upp- hlaup. Herliðið og lögreglan unnu loks sigur eptir snarpa orrustu og mikið mann- jfa.ll. A þingi Ungverja eru miklar deilur um borgaralegt hjónaband. Stjórnin hafði lagt frumvarp um það fyrir þingið; var það samþykkt í neðri málstofunni, en í efri málstofunni, þar sem klerkar og aðals- menn sitja, var því hafnað, en þó með fremur litlum atkvæðamun. Stjórnin held- ur samt frumvarpinu fast fram og hefir lagt það á ný fyrir þingið; ueðri málstof- an hefir samþykkt það aptur og afgreitt það til efri málstofunnar. Talið líklegt, að stjórnin vinni sigur nú. Óeirðir miklar í Siebenbúrgen milliUng- verja og Rúmena. Rúmenum líltar illa, að standa undir stjórn Ungverja og vilja sam- einast löndum sínum í Rúmeníu. Ymsir foringjar þeirra hafa verið handteknir og móti sumum þeirra hefir verið höfðað land- ráðamál. Þýzkalnd. Eptir harðar og langar umræður var loksins samþykkt á ríkis- þinginu að nema úr gildi lög þau er bönn- uðu Kristmunkum landsvist. Jafnaðar- menn greiddu atkvæði með lögunum, þó þeir annars sjeu ekki miklir vinir Krist- munka. Á þingi voru ákafar deilur um landbúnaðarmál. Þingi slitið 19. apríl. Námumannafundur frá öllum þjóðum var haldinn í Berlín. Þar kom upp sundur- þykkja milli ensku sendimannanna og sendimanna hinna þjóðanna. Gengu Eng- lendingar af fundi; síðar komnst þó nokk- urn veginn sættir á, en þó eigi að fullu, og voru flestir óánægðir með fundinn, er honum lauk. Rússland. Nikulás keisaraefni heíir fastuað sjer Alix prinsessu af Hessen. Hún verður að taka grísk-kaþólska trú til að geta gipzt honum , og fárast klerkablöð á Þýzkalandi mjög yfir því. Nýlega er orðið uppvíst stórt samsæri gegn keisaranum og einveldinu. í því var fjöldi fólks af öllum stjettum, margir hinir æðri embættismenn og klerkar þar á meðal. Fjöldi fólks hefir verið handtek- inn og bíður dóms síns ívarðhaldi. Stjórn- in beitir mikilli grimmd og hörkn. Einn hinna helztu er handteknir hafa verið er hinn nafntogaði gjöreyðendaforingi Krap- otkin fursti. Vcrzlunarsamningur hefir verið gjörður við Austurríki. Rússakeisari hefir gefiö út lög, sem banna rððgjöfum, jörlum og öðrum æðri embættismönnum að veita embætti og svipta menn embættum. Til að rannsaka mál út af embættisfærslu á að setja sjerstakar nefndir, sem standa undir umsjón keisarans sjálfs, eins og tíðkaðist á dögum Niknlásar I. Þetta er auðvitað gjört til að reyna að koma í veg fyrir mútnr og embættasölu og annað þess háttar, en þótt keisarinn ætli sjer að gjöra gott með lögum þessum, eru menn þó liræddir um að þau muni eigi koma að miklu liði. Ráðgjafar keisara hafa talað um að segja af sjer embættum sínum, þar sem lög þessi sýni, að keisarinn beri ekki traust til þeirra. Líklegast verður þó ekk- ert úr því. Frakkland. Stjórnleysingjar hafa vað- ið uppi og reynt að gjöra þau spillvirki, sem þeir hafa getað. Einn af þeim, Emile Henry, ungur maður af góðum ættum, kastaði sprengikúlu á veitingastað í Par- isarburg og drap marga og særði. Hann hefir nú verið tekinn af lífi. Toussaint þingmaður af flokki jafnaðarmanna >var við verkmannafund einn og eggjaði þar til óeirða. Þingið samþykkti að draga mætti hann fyrir lög og dóm vegna þessara æs- inga sinna; flokksmenn hans urðu fárreið- ir við og hafa sent út áskorun með verstu skömmum yflr þinginu og gorti yflr sjálf- um sjer. Ráðaneyti Casimir-Périer’s vjek úr völd- um 22. maí. Stjórnin hafði bannað verk- mönnum við járnbrautir ríkisins að taka þátt í verkmannafjelögum og fundumjafn- aðarmanna. Nokkrir jafnaðarmenn á þingi undu því illa og korau fram með rökstudda dagskrá þess efnis, að slíkt yrði leyft fram- vegis og þóttust þeir finna lög fyrir að svo mætti vera. Ráðaneytið veitti þessu mótstöðu, en vai ð undir við atkvæða- greiðsluna og vjek þvínæst úr völdum. Frönsk blöð segja að Casimir Périer myndi hafa getað sigrað hefði hann viljað, en hann hafl ekki viljað vera lengur ráða- neytisforseti, þar eð hann með því móti var hræddur við að missa hylli þjóðarinn- ar, því sú staða er bæði vandasöm og ó- vinsæl á Frakklandi, en Casimir-Périer ætlar að bjóða sig fram við ríkisforseta- kosningar í haust og þarf því á vinsæld- um að halda. Það gekk illa að koma saman nýju ráðaneytí; Carnot forseti bauð ýmsum að taka að sjer forustu þess, en þeir vildu ekki. Loks fjekkst Dupuy for- seti neðri deildar til þess; hann heflr ver- ið áður ráðaneytisforseti og hefir hann nú komiðálegg alveg nýju ráðaneyti, sem kvað ætla að fylgja hjerumbil söinu stefnu i stjórnmálum sem Casimir-Périer. Látinn er Ferron hershöfðingi, einn af duglegri foringjum Frakka. England. Yeikari er frjálslyndi flokk- urinn orðinn að mun, síðan Gladstone

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.