Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 1
Kernur 4t ýmist emu sinni -eða tvisvar í viku. Verð árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eoa l1/" doll.i boTgist fyrirniiojanjúlim&n. (erlend is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vift aramót. ógild noma komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreioslustofa blaog- ins er i Autturitrœti S XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 16. júní 1894. 36. blaÖ. „Sala á íslenzkum vörum". i. Hún er nú út komin 4 íslenzku, ferða- ¦skýrsla Ditl. Thomsens kaupmanns — »Sala á íslenzkum vörum í ýmsum löndum; skyrsla til landshöfðingjans yflr íslandi« — •og er mikið fróðlegt rit, með mikilli vand- virkni og nákvæmni samið, að því er virð- ist. Er þar yfirfarin hjer um bil öll kaup- staðarvara íslenzk. skýrt frá, hvar os; nvernig hún gengur út, hvernig hún þarf ;að vera verkuð, svo útgengileg sje, en því munar mikið eptir löndum og árstímum, ¦einkum þó hvað saltfiskinn snertir, og ráð lögð á ymsar tilbreytingar frá því sem nú tíðkast, er til bóta horfa. Heflr ekkert þess kyns rit út komið síðan »Varnings- bók« Jóns Sigurðssonar, fyrir meira en 30 árum, ágæt bók á sinni tið. en byggð þó nær eingöngu á. prentuðum ritum og skýrsl- um, fáanlegum í Kaupmannahöfn, þar sem þetta rit er aptur á móti byggt á sjón og raun höfundarins í löndum þeim ymsum, er hann fór um í því skyni í vetur, og bæði munnlegum og skriflegum skýrslum ?kunnugustu manna þar á hverjum stað. Til viðbótar ferðapistlum hr. D. Thom- sens hjer í blaðinu í vetur skal nú gerð stutt grein fyrir því, er helzt má græða á riti þessu, bæði fyrir verzlunarmenn og almenning. Meiri hluti ritsins er um saltfisk og mark- aðina fyrir hann. Telur höf. England mjðg mikilsvert sem sölustað fyrir hann, eink- "um Liverpool, en lítið neyti þeir, Engiend- ingar, sjálflr saltfisks, með því að þeir eigi .-svo hægt með að ná í ný.jan fisk. Hann nefnir þó fáeina bæi, þar sem saltfiskur er hafður til manneldis, mest Labradorfiskur, •öðruvísi verkaður en vanalegur íslenzkur saltfiskur. Exeter er einn af þeim bæjum; seldust þar í fyrra um 8000 skpd. af smá- fiski frá Labrador. Hyggur höf. íslenzkan fisk mundu seljast þar vel á sumrum, er Labradorfiskur kemur þar ekki, og velja til þess fisk, er legið hefir sex mánuði í salti (haustfisk), óþveginn, að eins strokið af honum lausasaltið með bursta. Bezt, að fiskurinn sje 12 þuml. á lengd. Þunnild- ishimnuna má ekki taka af. Hálfverkað- * an fisk telur hann óráð a4ð senda, þ. e. alþveginn og hálfþurkaðan; geymist hann mjög illa og sje alveg ólíkur Labradorfiski. ¦ SaJtfiskssala hjeðan til Liverpool segir höf. hafi aukizt mikið hin síðari árin, t. d. meira en 13,000 skpd. í fyrra, en það fari mestallt þaðan aptur til annara landa: málsflskur til írlands, Portúgals og Spán- ar, smáflskur til Genua -og jafnvel lengra austur, og ysa einkum til Smyrna í Litlu- Asíu; til þessara staða og annara eru miklar og góðar gufuskipaferðir frá Liv- erpool á öllum árstímum. Fiskur er þar •optast í hæstu verði á vorin, en lækkar «r líður fram á sumar og birgðirnar auk- ast. Á Skotlandi lítill markaður fyrir út- lendan flsk, og ekki eins góðar gufuskipa- ferðir £rá Leith og frá Liverpool; verð á saltfiski m.jög óstöðugt i Leith, mest á nyj- um saltfiski á vorin. — írar borða töluvert saltflsk. Þar selst ekkí nema málsfiskur. Kaupmenn þar kjósa helzt að fa smásend- ingar frá Englandi og Skotlandi með 3 mánaða borgunarfresti. Þó hefir á síðari árum verið sent nokkuð af fiski beina leið fra íslandi í umboð til írskra kaupmanna, á sunnanverðu írlandi. Frakkar eru skœðastir keppinautar fyr- ir ísl. saltfisk bæði á Spáni og ftalíu, með því þeir veiða sjálfir á ári sem svarar 300.000 skpd. af verkuðum fiski, þar af um 70,000 skpd. við ísland, en neyta að eins 170,000 skpd. í landinu sjálfu. Fyrir fám árum fór helmingur af afganginum til Spánar og lá við. að þá tæki þar fyrir alla saltíiskssölu hjeðan; en nú hefir þó stórum dregið úr því aptur, ekki nema x/s á við það sem" áður gerðist. Verð er injög hátt á Frakklandi (í Bordeaux) á blautum saltfiski, 17—18 a. pundið upp úr salti, en hjer 6—8 aurar. En því veldur hinn gífurlegi innflutningstollur á saltfiski á Frakklandi, rneira en 55 kr. á skpd., að ekki er samt hægt fyrir oss að ábatast á þeirri verzlun. Lægri er tollurinn á Spáni og í Portúgal, en þó allhár. En á ítalíu er hann ekki nema 7 kr. tæpar á skpd. af blautum saltfiski (5,67 á verkuðum flski), og hyggur höf. mjög vænlegan markað þar fyrir slíkan fisk hjeðan, þ. e. blautan saltfisk, er hann segir halda sjer jafnvel betur en alverkaðan saltfisk, og heitir frek- ari skýrslum um það síðar. Spánverjar kaupa að um 270,000 skpd. af saltfiski á ári, þar af um 20,000 skpd. af íslenzkum saltfiski. Þeir eta saltflsk allt árið um kríng, en mest um fösturnar fyrir jól og páska og á uppskerutímanum í júní—júlí og í september. Þeir verka alls engan saltflsk sjálflr. íslenzki fiskur- inn fer mestallur til Bilbao og Barcelona; lítið eitt til Santander og Tarragona. Hann kemur þangað nær eingöngu á haustin, í september og október, en varla neitt á öðrum tímum árs; en það gerir sölunni og verðinu míkinn hnekki. En Engiending- ar, Norðmenn og aðrar þjóðir, er fisk selja til Spánar, senda hann þangað á öll- um árstímum, og standa fyrir það miklu betur að vígi en vjer, — Bretar mest á sumrin, þegar verð er hæst, og það íslenzk- an fisk. Norðmenn hafa gufuskipsferðir til Spánar aðra hvora viku, með 75,000 króna stjórnarstyrk. Það eru umboðsmenn spænskra kaupmanna, er ísJenzka fiskinn kaupa í Kaupmannahöfn, og gefa auðvitað ekki úr sjer vitið, sem kallað er; en Norð- menn hafa söluumboðsmenn fyrir sig á Spáni, landa sína, sem þar hafast við. Höf. kom í ýmsar borgir aðrar á Spáni en nú voru nefndar og liyggur þar vera all- góða sölustaði fyrir íslenzkan fisk, svo sem Alicante, Carthagena, Malaga og Se- villa, þó með nokkuð frábrugðinni verkun. Af bæi'um í Portugal, er höf. kom í með sömu erindum, leizt honum einna bezt á Oporto sem markað fyrir íslenzkan fisk. I Lissabon er íslenzkur flskur bezt borg- aður. Þá er ítalía. Þar voru fyrir 100 árum aðalmarkaðir fyrir íslenzkan saltflsk í Genua og Livorno. Nú er sú verzlun apt- ur upp tekin fyrir hálfum mannsaldri, þó að eins við Genúa. Aðflutningstoll taka Jtalir af flsl<i, en margfalt minni en Spán- verjar, að eins 6—7 kr. af skpd; en þar við bætist gjald í bæjarsjóð, þar sem fisk- urinn er affermdur, stundum hærra en tollurinn í ríkissjóð. Það er að eins smá- flskur og ýsa, er þar selzt, rúm 12,000 skpd. 1893 frá íslandi og Færeyjum. Mjög hættir fiski við skemmdum á svo langri leið, einkum með seglskipum; höf. lízt því ráð, að senda hann á gufuskipum frá Khöfn, Liverpool eða Bergen, smámsaman eptir þörfum. Mundi hann þá fást mikið betur borgaður, er áhættan væri minni og vá- trygging vægari. Til að salta þann fisk ræður höf. til að hafa Trapani-salt, sem er meira en helmingi ódýrara en Liver- poolsalt og Norðmenn keyptu af 56,000 smálestir fyrir 2 árum. Til Livorno lizt höf. bezt á að senda blautan saltfisk; ætti að senda þangað duglegan mann, til þess að greiða fyrir sölunni og reyna að koma þar á góðum markaði. Alþingiskosningar. Dalamenn kusu 9. þ. m. kjörfundi að Hvammi sinn fyrri þingmann Jens Pálsson, prest að Útskálum, með 82 atkv. Keppi- nautur hans, Björn syslumaður Bjarnarson, hlaut 58 atkv. Meðmælendur sira Jens voru þeir Torfi í Ólafsdal skólastjóri og síra Kjartan í Hvauimi Helgason. Syslu- maður hafði fyrir meðmæJendur síra Jó- hannes Lynge Jóhannsson og Sigurð Jækni Sigurðsson. Kjörfundur var afbragðs- vel sóttur, 140 af 220 á kjörskrá, en marg- ir dauðir eða fatlaðir, þeir er á kjörskrá stóðu, frá því í fyrra vetur. Kom úr ein- um hrepp, Laxárdals, hver einasti kjósandi á kjörfund. Sýslumanni fjdgdu Miðdæling- ar helzt og Skarðstrendingar, kringum kaupstaðinn, svo og Fellsstj-öndin utanverð. Snæfellingar og Hnappdœlir kusu á kjör- fundi í Stykkishólmi 9. þ. máu. Eirík Gíslason, prest að Staðarstað. Atkvæðatala hefir eigi frjezt, nje hitt, hvort fleiri voru í kjöri í móti en dr. Jón Þorkelsson, er gert hafði harla víðreist um kjördæmið. Strandamenn heflr frjezt að kosið hafl sinn fyrri þingmann, Guðjón Guðlaugsson, búfræðing á Ljúfustöðum; þar voru eigi aðrir í kjöri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.