Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 2
142 Svo sögðu Austfirðingar þeir, er h.jer voru á ferð um daginn með »Agli«, að í Noröur-Múlasýslu ætti þeir síra Einar Jóns- son í Kirkjubæ og Jón Jónsson í Bakka- gerði vísa endurkosningu, og síra Sigurð- ur próf. Gunnarsson í Suður-Múlasýslu, en óvíst um hitt þingmannssætið þar, hvort það hlyti heldur Guttormur búfræðingur aptur, eða síra Lárus Haildórsson. í Suð- ur-Þingeyjarsýsiu bauð Benidikt sýslumað- ur Sveinsson sig fram í móti Pjetri á Gaut- löndum Jónssyni, eptir aimennri áskorun, en síra Benidikt Kristjánsson á Grenjaðar- stað í Norður-Þingeyjarsýslu, með því á- formi, að sögn, að víkja þar fyrir nafna sínum, ef hann yrði undir í suððursýsl- unni. í Skagafirði Ólafur Briem vís, enó- víst hvor þeirra Jóhannesar sýslumanns eða Jóns á Víðimýri Jakobssonar hefði betur. Mál Jóns Jónssonar, fyrv. kaupmanns i Borgarnesi (frá Ökrum), við stórkaup- mann Johan Lange í Björgvin í Norvegi er á enda kljáð 24. f. mán. með sætt, svo lagaðri, að Johan Lange greiðir Jóni 11,000 kr., en Jón iætur allar kröfur og sakir á hendur J. Lange niður falla. Strandferðaskipið Thyra, kapt.Garde, iagði af stað hjeðan aðfaranótt hins 14. þ. m. vestur fyrir land og norður, og með henni talsvert af farþegum, þar á meðal Björn kaupmaður Sigurðsson til Flateyjar; kom með Laura um daginn. Ennfremur síra 0. V. Gíslason með konu og 7 börn, alfarinn til Vesturheims (Nýja-íslands), og 13 vesj;urfarar aðrir, og með þeim agent Sigfús Eymundsson til Skotlands. Póstskipið Laura, kapt. Christiansen, lagði af stað í nótt til Austfjarða áleiðis umhverfis land, með talsvert af farþegum, kaupafólki, er fekk nú farið til Seyðis- fjarðar fyrir 8 kr.; fyrir nokkrum árum kostaði það 18—20 kr. Wathne tók 10 kr. með »Agli«; en niðurfærsla gufuskipa- fjelagsins kom of seint til þess, að hún drægi neitt til muna frá honum. Landshöfðingi fór með Laura í nótt til Austfjarða embættisskoðunarferð; sömu- leiðis póstmeistarinn. Sigling. Júní 9. Nora (212, Sörensen), til Patersons konsúls, með kol frá Leith (Dysart). 12. Amarant (257, Eliassen) með kol frá Blyth til W. Christensen. Árna Magnússonar safnið. Katalog over den Arnamagnæanske haand- skriftsamling. 1889. 1894. I—II. 10-j-10 kr. Fyrir fáum vikum síðar er þessari merkilegu skrá yfir allt safn Árna gamla Magnússonar, skrif'abar og prentaðar bækur, lokið til fulls, og er það sannkallað fagnaðarefni öllum þeim, sem um víða veröld leggja nokkra stund á forn vísindi, ekki að eins Islands, heldur og allra Norðurlanda, og mætti jafnvel taka, dýpra í árinni. Aður en þessi skrá birtist á prenti (hún hefir verið prentuð í 4 heptum), var að eins til ein skrifuð handritaskrá og hún eptir Jón gamla Ólafsson [f 1775] og alls- endis ónóg í sjálfu sjer; Jón Sigurðsson var byrjaður á at'arstórri og nákvæmri lýsingu, en hún komst aldrei lengra en til arkarbókanna hreinskrifuð. Þab má því nærri geta, hvílík- um erfiðleikum það var bundið að nota Arna- saf'n til hlítar, enda hefir það fáum enzt (nema ef til vill Jóni Sigurðssyni og Guðbrandi); og þeir, sem heima áttu annarsstaðar en hjer í Höfn, höfðu ekkert að fara eptir, nema hand- ritalýsingar í formálum einstakra rita eða sagnabálka, sem út voru gefnar smámsaman; en allt var þetta ónógt, tvístrað, og rjett af hendingu, ef að gagni kom. Það var því engin furða, að hið fyrsta verk, sem lagt var fyrir nýjan bókavörð við safnið jafnskjótt og hann var skipaður einn og sjálf- stæbur, var og skyldi vera það, að búa til prentunar skrá yfir allt safnið. Sá maður. sem fyrstur var skipaður bókavörbur við safnib, var Dr. Kr. Kálund, sem alkunnur er oröinn á Islandi fyrir hina ágætu Islandslýsingu sína; það er víst um það, ab safnið og skrá- in hefði ekki getaö lent í höndum þarfara og ötulla manns en hans. Með óþreytandi elju og iðni hefir honum hlotnazt að ljúka vib verk sitt, sem tekiö hefir yfir 10 ár. Fyrsta örk skrárinnar sjálfrar er prentuð 11. desember 1886. en hið síðasta 11. f'ebrúar 1893, og eru þá ekki meb taldar registurs-arkirnar (um 7 arkir) eða formáli (vib 2. bindib); en auðvitaö er, ab verkib þurfti langan undirbúning og mikinn. I öllu safninu eru nú um 2830 tal- merkt bindi, þar af 2572 í Árna safni sjáifu, hitt eru söfn R. Rasks, M. Stephensens, St. Eiríkssonar, L. Kriegers og Konráðs Gíslason- ar; viðaukasaf'nið (f'yrir nýja viöauka) rekur lestina. Fyrra bindið er rúmar 770 bl.siður, síðara 766 og þar að auk 26 bl.síðna f'ormáli. Þessi formáli er einkar-fróðlegur og vel sam- inn ; þar er skýrt frá sögu safnsins frá upp- hafi, svo nákvæmlega, sem föng eru til og hægt er i svo stuttu máli. Höf. endar formálann með þessuro fögru og maklegu orbum : »Meb þessum hætti vann Árni Magnússon; hann var svo lángefinn, að hann allt í frá æsku þekkti sina köllun, og henni fylgdi hann án nokkurrar veggirni f'yrir sig sjálfan, »til nytsemdar fyrir niðja vora«, eins og hann komst sjálíur að orbi. Með f’ylgi og þoli allt til dánardægurs ástundaði hann að stof'na safn, er orðiö gæti öruggur grundvöllur þeirrar námsgreinar, sem hann unni, og þar að auk meb f'jestyrk, er við það væri bundinn, gæti orðið góð stoð hans eigin löndum; þeirra kjör og allur hagur var það, sem honum ár og síð var annast um. Yjer getum ekki annað sagt, en að hann hafi náb marki sínu, þrátt fyrir allar hættur, og það enda betur, en hann kann sjálíur ab hafa gert sjer í hugarlund undir lok æfi sinnar. Safn hans er reyndar meira en þau bandrit, sem hann sjálf'ur safnabi og fann á Islandi, en það er víst, ab með því, sem hann hefir flutt þaðan og varnað við tor- tímingu. hefir hann gert ættjörðu sinni. hinum norrænu ríkjum og vísindunum yfir höfuð þann greiða, sem aldrei verður metinn til fulls; hefbi svo sem 50 ár liðið lengur, hefði eyb- ing handrita að öllum líkindum orðið fullkom in, ef dæma skal eptir því, hvað margar skinn- bækur hafa glatazt á íslandi á síbara helm- ingi 17. aldarc [þegar Árni sjálfur liföi; hann dó 1730]. Handritum Árna er skipt eptir stærð í ark- arbækur, fjögra og 8-blaða bækur og þaðan af minna. Hverjum flokki er svo raðað eptir efni, að svo miklu leyti sem unnt var, því ab opt kennir í sömu bókinni margra grasa; en registrið við alla shrána bætir fullkomlega úr þeim erfibleikum, sem annars væri á ab finna hverja einstaka sögu, kvæði, æfintýri o. s. frv., og með því að registrið mun vera að öllu leyti áreiðanlegt, þá er varla hætt við, að ekki finnist allt það sem leitað er að og til er í safninu. Lýsing hvers handrits er mjög nákvæm. Fyrst er sagt frá, hvaða efni (skinn eða papp- ír) sje í bókinni, stærb hennar og blaðatal og aldur, að svo miklu leyti, sem hann verb- ur sagður með nokkurn veginn vissu; þegar um skinnbækur er að ræða, er nær allt slíkt byggt á getgátum, reyndar all-sennilegum, og það mun sjaldnast skakka miklu frá því sem rjett er. Þá er bókinni lýst, stutt og kjarn- yrt, letri og upphafsstöfum, ástandi hennar nú (hvort heilleg sje eða brot, skýr og ó- skemmd eða slitin og máð o. s. frv.) í bandi o. fl. Svo kemur nákvæm upptalning alls þess, sem í bókinni er, og hver kafli fyrir sig. með þeim fyrirsögnum, sem eru í hand- ritinu eða öbrum, ef ekki eru til í því sjálfu, einkum skinnbókabrotanna. Á eptir þessari nákvæmu lýsingu koma tveir kaflar meb- smærra letri; í öðrum er alls þess getið, sem með vissu verður sagt um >uppruna og sögu« handritsins, og er þar margt fróðlegt og gam- ansamt 1; i hinum er getib allra þeirra bóka og ritgjörba, er höfundar þeirra hafa notab handritin að einhverju leyti, eba þar sem þeim er lýst. Til þess að ekki verbi kvartaö yfir, að hjer vanti ýmislegt af nýjustu bókum i, hefir dr. Kálund látið prenta aptan á hverri örk dags- og árs tal það, er hún var prentuö, og er svo sneitt hjá öllum misskilningi. Jeg þarf ekki að fjölyrða meira um þetta mikla verk ; jeg vil með þessum línum ab eina benda löndum mínum á það.1 Og jegvil lykta meb því ab segja, ab/ eins og það er ódauð- legur heiður fyrir Árna, að hann safnaði isL handritum, eins er það mesti sómi fyrir stjórn, Arnasafnsins að hafa gengiztíyrir samningu rits- ins og svo prýðilegri útgáfu, sem bókin er, en, sá frágangur, sem á henni er, frá höfundarins. dr. K&lunds, hélfu, verður seint metinn sem vert er; og manni verður það ósjált'rátt að segja: Þab var gott, að það var ekki gert fyr. Khöfn 1. júní 1894. Finnur Jónsson. Fjárliagur ítala. Um 2688 milj. krónur hafa ríkisskuldir Italíu aukizt síðan 1870, ab Róm var unnin og gerðist stjórnarsetur. Þ4 voru leigur af ríkisskuldum 10 kr. á mann, en nú nær 14 kr., eins ög á Englandi, en sá er munurinn, að Englendingar eru þeim mun efn- aðri, að þar telst til að hvert mannsbarn eigi 4720 kr., en á Ítalíu ekki nema 1850 kr. Öll landssjóðsgjöld Itala eru 36 kr. á mann. Þá eru sveitarlán 870 milj. kr., og veðlán 11,483 milj. kr., eða 370 ^r. á mann,—víðar eru menn skuldugir en á Islandi! Rafmagnssporbrautlr voru orðnar 1560> mílur danskar að lengd í fyrra í Bandaríkj- unum í Norður-Ameríku, og gengu ept- ir þeim 17,243 vagnar. Að því skapi fækkar ár frá ári spor'brautum þeim, er gufa knýr vagnana áfram eða hestar eða seila. Stórskipaskurð er nú ráðgert að grafa milli Glasgow og Edinborgar. Franskur Geysir. Skammt frá St. Etienne- á Frakklandi var í vetur seint einu sinni)ver- ið ab grafa með jarðnafri um 80 álnir í jörð niður. Hittist þar á heita uppsprettu, ergaus vatni nær 20 álnir í lopt upp. Segja menn þab vera áþekkt því, er Strokkur gýs og vatn- ib viðlíka heitt og í houum. Tóbak viö kóleru. Því hafa menn veitt eptirtekt, ab þeir, sem vinna í tóbaksverksmiðj- um, fá ekki kóleru. Hafa nú bakteríufræð- ingar gert rannsóknir og tilraunir þar ab lút- andi, og komizt að þeirri niðurstöðu, ab kóleru- bakterían drepst r tóbaksreyk eptir hálf'a stund. Krúpp fallbyssusmiður í Essen á Þýzka- landi hefir 71/2 milj- kr. í árstekjur og greiðir 270,000 kr. í skatt um árið. Telefón yflr Atlanzliaf telur dr. Preece^ enskur rafmagnsfræðingur frægur, engan veg- inn ótiltækilegan, þó að fyrir fám árum væri haldið ómögulegt að leggja málþráð (telefón) í sjó lengra en 20 mílur danskar. Nær suður heimskauti hefir ekkert skip, komizt en norskur hvalveiðari, >Jason«, er sneri vib á 68° 10' suðurbreiddar 6. september í haust. Á heimléiðinni sigldi þaö fram hjá ábur ókunnum eyjaklasa, og voru eldfjöll að gjósa þar á tveimur eyjunum. Inll úenzasóttin, er hjer gekk um álfuna. veturinn 1889—90; og hjer um land þá um sumarir (1890), kom upp í Turkestan i júní- mánuði 1889, barst inn á Rússland austanvertr í miðjum október um haustið, var komin tiL

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.