Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.06.1894, Blaðsíða 4
144 Hjer með skora jeg á alla þá, er skulda við fyrrverandi verzlun Guðmundar ísleifs- sonar á Eyrarbakka, að greiða skuldir sín- ar til mín eða semja um greiðslu þeirsa innan júlímánaðarloka þ. á.; ella neyðist jeg til að ná ínn skuldunum með lögsókn á kostnað skuldunauta. Jafnframt gef'st Vesturskaptfellingum til kynna, að þeir mega greiða ofangreindar skuldir sínar við verzlun J. P. T. Brydes í Vík í Mýrdal. Eyrarbakka 14. júní 1894. Ólafur Árnason. Kolafarmur er væntanlegur til Eeykja- víkur um næstu mánaðarmót og verða kolin til sölu með mjög vægu verði, ef nógir verða kaupendur; geta þeir sem kaupa vilja, snúið sjer til Helga Helga- sonar, Pósthússtræti 2. Síðari ársfundur Búnaðarfjelaffs Suður- amtsins verður haldinn fimmtudaginn 5. dag næsta júlímánaðar kl. 5 e. m. í leik- íimishúsi barnaskólans hjer í Reykjavík; verður þar skýrt frá fjárhag og aðgjörðum fjelagsins þetta ár, og rædd önnur málefni fjelagsins og kosnir embættismenn. Reykjavífc 16. d. júnimán. 1894. H. Kr.-Friðriksson. Verzlunarhús til sölu í Hafnarfirði: Sölubúð með áföstu íbúðarhúsi, pakkhúsi og fleiri hús ásamt bryggju og verzlunar- áhöldum. Um kaupin má semja við W. Fischers verzlun í Reykjavík eða Jón Bjarnason í Hafnarfirði. Hálft steinhúsið Bræðrahorg í Reykjavík fæst keypt með mjög aðgengi- legum skilmálum. Lysthafendur sem.ji við Geir Zoega & Co. Verzlun G. Zoega & Co Nýkomið : Fataefni—Svuntuefni—Tvisttau Flonelet—Tilbúin millipils—Millipilsatau og margt fleira. Taugaveiklun. Jeg undirrituð, sem í mörg ár hef leg" ið rúmföst sökum taugaveiklunar og ýmissa þar af leiðandi sjúkdóma, hef leitað ráða hjá ýmsum læknum og reynt margskonar meðöl, við þessum sjúkdómi, en árangurs- laust. En 2 næstliðin ár hef jeg stöðugt brúkað Kína-lífs-Elixir herra Waldemars Petersens i Frederikshavn, Danmörk, og hef nú náð þeirri heilsu, að jeg optast nær get verið á fótum, og jeg efast eigi uin, að jeg með því að brúka þennan heilsusamlega bitter stöðugt muni verða albata eða ná nokkurn veginn heilsu. Baugstöðum 18. okt. 1893. Elín Magnúsdóttir, ekkja. Kína-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. 3 og eldhús í björtum og loptgóðumkjallara í miðj- um bænum fæst til leigu nú þegar. í ensku verzluninni fæst: Hveitimjöl (Extra Flormel) pd. 9x/t a. Overheadsmjöl ágætt pd. l1/^ e. í heilum sekkjum. Rúsinur — Hollenzkur ostur — Niðursoðið kjöt — Ananas — Perur og Ferskener í dósum — Allskonar matvörur — Whisky — Lemonade — Export Ale — Allskonar tóbak — Steinolía — Kol — Ensk smíðatól ágæt — Gólf-vaxdúkur — Margskonar áinarvörur. Brjóstsykur og margt fleiri. Allt gott og ódýrt. Kauðskjóttur strokhestur afrakaöur með mark: gagnbitað bæði, hefir verið tekinn fast- ur á Lækjarbotnum. Fjármark Þórðar Magnússonar i Gunnars- holti á Rangárvöllum er: sýlt gagnbitað h. hvatrifað v. Keykt kjöt verður keypt í verzlun Jóns Þórðarsonar. I Herra Schellhass Söhne frá Bremen, sem hingað ætlar að koma í sumar til vísindalegra tilrauna við fiski- veiðar hjer við land, hefir beðið mig að útvega sjer 3 æfða sjómenn og kunnuga fiskimiðum, sem skilja dálítið ensku; hann lofar góðu kaupi. Geta því þeir, sem vil.ja sinna þessu, snúið sjer til mín fyrir lok þessa mánaðar. Reykjavík 14. júní 1894. Tr. Guimarsson. Yerzlun H. Th. A. Thomsens. Með skipunuin »Önnu«, » Venus«, »Thyru« og »Lauru« hefir nú aptur komið húsfyllir af alls konar þarflegum og hentugum varn- ingi. Of langt yrði að telja upp allar vör- urnar; mikið úrval er af öllum tegundum, og eiga menn því optast kost á að afla sjer ekki einungis nýtra hluta, heldur hvers þess hlutar, sem hentugasfwr er í það og það skipti. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.ll-J 2 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 11 ‘/a-^þs Landsbótcasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12— útlán mánud , mvd. og ld. kl. 2—2 Málþrdðarst'öðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 8— 8 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. 3 hverjun mánuði kl. 5—6. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J Jónasse*- júní Hiti (á Celsiua) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt á nótt. | um hd. fm. em. fm. | em. Ld. 9 + 9 +11 762.0 751.8 A hv d Ahvd Sd. 10. + 7 +15 7518 759.5 Ahv b A h b Md. 11. + 7 + 12 762.0 762.0 0 d 0 d >d. 12. + 7 + 15 764.5 762.0 0 d A h d Mvd.13. + 9 + 12 759.5 756.9 íáahvd S h b Fd. 14. + 7 + 10 751.8 749.3 S h d Sa h d Psd. 15 Ld. 16. + 6 + 7 +10 749.3 741.7 746.7 Sa h d Sa h d S h d Hvass á suðaustan h. 9. einkum fyrri part dags; rigning ura kvöldið og nokkuð hvass á austan daginn eptir; logn og dimmur h. 11. og 12.; hvass á suðaustan með regni h. 13.; birti upp og hægði síðari part dags; heíir síðan verið við suður, fremur kaldur og með regn- skúrum við og við. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmitija Isafoldar. 74 Hún hafði þvi eigi önnur úrræði en að lypta fótunum á sjer gætilega upp í rúmið og leggjast fyrir við hliðina á honum. Hún heyrði, að hann var farinn að draga and- ann reglulega og vissi því, að hann var sofnaður. Hún hjúfraði andlitið á sjer fast við sveininn, sem hafði kallað hana móður. Hún kenndi sjer einhverrar undarlegrar og innilegrar sælutilflnningar innanbrjósts. Hún var lje- magna af þreytu og vökum, og sotnaði sjálf sætt og vært fyr en varði, með sveininn í faðmi sjer. Hún vaknaði ekki fyrr en sólin skein inn um glugg- ann um morguninn. Maður hennar stóð við rúmstokkinn og laut oían yfir þau mæðginin nýju. Hún rauk upp með andfælum. »Jeg hef þó ekki sofið, vænti jeg?« mælti hún. »Jú, það hefir þú gert«, anzaði maður hennar. »En líttu á hjerna!« bætti hann við og benti á sveininn, er lá í fastasvefni og værðarlegum, með svitadögg á enni. »Honum er borgið, og það á hann þjer að þakka«. Læknisfiúin grjet feginstárum. »Hættan er úti« mælti maður hennar enn fremur. »Nú, þegar herziuhríðin er búin, batnar honum skjótt. Það getur verið, að eptir 14 daga verði hann orðinn svo frískur, að þá megi láta hann fara til hins nýja heim- kynnis síns«. »ímyndarðu þjer, að jeg fari nú að sleppa honum ?« 75 spurði kona læknisins hljóðlega og innilega. »Hann kall- aði mig mömmu, og þó að hann gerði það í óráði, þá vil jeg samt vera honum móðir. Hann er minn«. »Þú vilt þá máske heldur láta yngra bróðurinn fara í munaðarleysingjastofnunina?« »Nei, það vil jeg ekkj«. »Eða þá telpuna?« »Ekki heldur«. »Já, en þau minnstu tvö viltu ekki missa ?«, »Jeg vil halda þeim öllum fimm !« »Öllum fimm?« Það var eins og lækninum fataðist rómur. »Þú lætur hjartagæzkuna fara með þig. fÞú veizt, að það er hættuspil að taka að sjer ókunnug börn. Það er aldrei hægt að vita, hvað í þeim býr«. »Það er heldur ekki hægt að vita um þau börn, sem maður á sjálfur«. «Það sem við erum góð við þau, taka þau eins og sjálfskyldu«. »Það eiga þau líka að gera«. »Og þegar þau eru orðin stór, minnast þau þess allt í einu, að þau eru ekki okkar börn í raun og veru«. »Nei, ekki ef við höfum verið þeim sannir foreldrar«. »Og svo öll fyrirhöfnin og stritið, sem hafa verður fyrir þeim!« »Það gengst jeg glöð undir. En« —hún leit upp á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.