Ísafold - 20.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.06.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu síddí ®ða tTÍsrar í viku. Yerð árp (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendís 5 kr. eða l1/* doll.; borgisl fyrirmibjan júlimán. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Upp9ftgn(8krifieg)bundin yift Aramðt, ógild nema komin 8 je til útgefandu fyrir l.októ- berm. Afgroiðslustofa blabí- ins er i Austurttrœti S Reykjavík, miðvikudaginn 20. júni 1894. XXI. árg. Dauðamók og rænuleysl. Svefnmók og ræimleysi einkermir að mörgu ieyti kynslóð þá, sem nú liflr; verð- ur þó að játa, ef satt skal segja, að miklu lausara er soflð og að fremursjást lífsmörk 'með mönnum en áður var. í mörgu erum vjer orðnir úrkynja og ólíkir forfeðrum vor- um; þessi löstur varð þeim ekki á brýn borinn. Líf og fjör, kapp og áhugi, metn- aður og frægðargirni voru einkenni þeirra. Sá þótti að engu nýtur, sem ekki vildi sjer eitthvað til frægðar vinna; kom það löngum fyrir, að feður gengust ekki við sonum sínum fyrr en þeir höfðu unnið ■einhver frægðar- og afreksverk. Þeim þótti »heimskt heima-alið barn« og ekki frama- vænlegt að leggjast í öskustó, halda sig á palli hjá konum eða vilja ekki semja sig -að háttum frækinna og góðra drengja. Þá voru mannfundir tíðir, bæði nauðsynleg j)ing, alþing, leiðarþing, vorþing, haustþing; og enn fremur skemmtifundir, sem bæði miðuðu til að skemmta mönnum, efla og viðhalda fjöri, hreysti og þreki, vekja og -glæða metnaðar- og frægðargirnina hjá 'ungu mönnunum og sýna, að gömlu menn- Irnir væru ekki af baki dottnir, þótt þeim gránuðu hár í kolli. Þannig hjeldu þeir sumarfagnað, vetrarfagnað, sundfarir, knatt- ’ieiki og hestaþing (hestaat). Alla þessa mannfundi sóttu karlar og konúr, ungir og gamlir. Gömlu mennirnir til þess að starfa að þjóðmálum, gæta friðar og alls- Trerjarreglu; ungu mennirnir til þess að fylgja feðrum sínum, nema af höfðingjun- 'um prúða og drengilega háttsemi, venjast 'hluttöku í almennum málum og kynnast 'ungum og gömlum. Og konurnar til að sýna vænleik sinn, skemmta sjer við að hlýða á sókn og vörn snillinganna í stór- málum þjóðarinnar og hlýða á frásögur ur þeirra, sem að utan komu, er þeir sögðu frá frægðarverkum sínum og höfðingja þeirra, er þeir höfðu þjónað. Þá voru konurnar á ísiandi ekki áhugalitlar am- báttir. — Karlmennirnir riðu í litklæðum, girtir búnum sverðum, með, fagran skjöld á hlið og skygndan hjálm á höfði. Mátti sjá langar leiðir, er sólin skein á fægð vopnin og iitklæðin; má geta nærri, að 'konur hafa ekki að klæðnaði staðið að baki manna sinna. Já! það er satt, sem ■ skáldið kvað, að Þá riðu hetjur um hjeruð og skrautbúin skip fyrir laudi flutu með fegursta lið færandi varninginn heim. Erx — þvi miður er þessu nú fyrir .löngu snúið á annan og vei’ra veg. Vjer hálí-sváfum um mörg hundruð ár í öskustó eymdar og ómennsku; fjörið þvarr, áhug- inn rjenaði, dáð og dugur dvínaði og dauða- mók og rænulevsi lagðist sem þung mar- tröð yflr allt sálarlíf manna hjer á landi. Fyrir því ernúkomið sem komið er fyrir oss. Þetta. mók og rænulevsi birtist enn meira eða minna á öllum stigum þjóðfjelagsins; það bryddir á því í kirkjulífl, í stjórnmál- um, í flestu því, sem miðar þjóðlífinu til viðreisnar og þjóðinni til framfara, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. En mjög er þetta mismunandi. á einum staðnum meira, öðrum minna. Mönnum er svo hræðilega gjarnt til að láta staðar numið við umhugsunina urn munninn og magann á sjálfum sjer, en telja annað sjer óvið- komandi; þó er í þessu efni stór munur á mönnum. Menn eru ekki almennt nógsamiega vaknaðir til meðvitundar um nauðsyn þjóð- fjelagslegrar samvinnu; hvei’jum einstökum manni hættir of mjög við að vilja sofa í rúmi sínu, breiða feld yflr höfuð sjer og snúa sjer til veggjar. Þegar herhvöt til frelsis og framfara hljömar yfir höfðum manna, þá ljúka menn upp augunum og rumska, en að eins fáum af öllum fjöldanum verður það að vegi, að rísa upp, setjast framan á og verða við áskoruninni um líf, fjör og framkvæmdir. Samtök og fjelagsskapur er víða hjer á landi meira í orði en á borði, áhugi á al- mennum málum og öllu því, sem snertir sameiginlega heill, daufur og fjörlítill, og mannfundir til hvers, sem þeir miða, eru flestir sumstaðar sóttir bæði seint og illa. Störf þau, sem snerta almenningsheill og engin laun fylgja, vilja fáir óneyddir hafa á hendi; kemur það af þeim tveim orsök- um, að þeir eru of fáir, sem í raun og sannleika skilst, að mönnum ber að leggja eitthvað í sölurnar fyrir velfarnan þess fjelags, sem menn lifa í, ogafþví, að þeim mönnum er opt búin vanþökk og aðkast óviturra inanna. Allur almenningur játar, að nauðsynlegt sje, að þing vort sje skip- að góðum og nýtum mönnum; en á kjör- þingin, er fulltrúana skal kjósa, kemur opt ekki nema x/6 hluti kjósenda. Menn hirða ekki að nota þessi dýrustu og helgustu rjettindi hverrar þjóðar, heldur hýrast heima og láta sem það mál korni þeim ekki við. A hreppaskilaþingum eiga menn að telja fram fjenað sinn, en þar eiga menn lika að ræða nauðsynjamál sveitar- innar, ræða um það og ráðgjöra það, sem þörf er á að framkvæma hverri sveit til gagns og hagsældar. Þar er sveitabænd- um kostur á fremur en annarstaðar að kynnast hver öðrum, heyra skoðanir hvers annars, ráðgjöra og ráðast í samtök og fje- lagsskap sveitarfjelaginu til eflingar og við- reisnar. En hvernig er þetta mögulegt, þar sem 37. blað. ekki sækir þessa fundi nema ’/4, l/a eða helmingur allra sveitarbænda ? Hinir sitja heima, og dæmi til að þeir hlæja að þeim, er fundinn sækja. Á þessum þingum eru líka kosnir hreppsnefndarmennirnir, þeir menn, sem fjárhagur og velfarnan hverrar sveitar er mest undir kornin. En er kjósa á þessa menn, koma sumstaðar ekki nema fáar hræður, optast sömu mennirnir. Hinir sitja heima í gamla islenzka rænuleysinu og gjöra sjer alls enga hugsun um rjett- indi sín eða skyldur. En mókið og rænu- leysið fer seinna af' þessum mönnum ; þvi þegar gjörðir hreppsnefndarmannanna fara að verða mönnum kunnar, þá eru þessir menn allra manna tannhvassastir og tungu- lengstir til að níða hreppsnefndarmennina-- fyrir framkvæmdir þeirra, kalla þá rang- láta harðstjóra og meira að segja leggja stundum á bakið á þeim ærumeiðandi sakargiptir; en niðui’lagsorð dómsins eru æ liin sömu: »Já! ekki kaus jeg hann«. Nei! Þessir menn kjósa ekki einn nje neinn; þeir kjósa einungis þann kost, að vera og sýna sig áhugalausa og skeyt- ingarlausa um hag og heill þess fjelags, sem þeir lifa í. En svo er líka annað atiúði þessu ná- tengt eða skylt; og það er, hve menn eru ósjálfstæðir í hugsunum og beinlínis kunna ekki að nota kosningari’jettinn, þótt þeir vilji. Kjörstjóri spyr : »Jón í Koti! Hverja kýs þú«? »0! þá sömu, sem hinir«. »Já! hverjir eru það ?« »Ja ! bara þeir sömu, sem hann Pjetur kaus; jeg er ekkert að breyta til með það; nei, ekki er jeg að því, það situr ekki á mjer«. »En þú verð- ur að nefna þá með nafni*. »Jæja! verð jeg að gjöra það. Ja, hverjir voru það nú Pjetur minn, sem þú kaust; jeg er nú búinn að gleyma því aptur; svona er nú minnið mitt orðið«. Þessa leiðinlegu kosningaraðferð: að kjósa þá, »sem hinn kaus«, eða þá, »sem voru áður«, rekur maðui' sig stundum á; en sjaldgæfara er það að verða, sem betur f'er. Mókið og rænuleysið kemur fram í fleiru en hluttekningu eða rjettara sagt hlut- tekningarleysi almennings í opinberum og almennum málum; það kemur líka fram í mörgum samtaka- og fjelagsskapartil- raunum. Um það eru ásamt mörgu öðru kaupf'jelögin talandi vottur nú á síðustu tímum. Allir kvarta yflr ólagi vei’zlunar- innar og segja, að lífsnauðsynlegt sje, að ráða bót á því ; en hvað gjöra þeir svo? Margir eru vitanlega með í þeim samtök- um; en jeg hef líka talað við menn, sem" segja: »Kaupfjelagið er gott, það gjörir mikið gagn; en ekki get jeg verið að ganga í það; þeir gjöra það hinir«. En hvernig gæti nokkur fjelagsskapur til orðið,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.