Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 1
áíemur út ýmist emu sirmi tvisTar í viku. Yerö árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjan.júlimkn. (erlend is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skriiieg) bundin vifv Aramót. ógild nema komm sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslustofa blabs- ins er í Austurstrœti H XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 23. júní 1894. 38. blað. Gufubáturinn ,,ELÍN“ fer þ. A. frá Reykjavík til Borgarness júní 25.; júli 3., '9., 18., 22. og 30.: sept. 4., 11..' 17., 22. og 29.; oktbr. 2. og 6. — frá Borgarnesi til Reykjavíkur júní 26.; júlí 4., 10., 19. og 30.; sept. 5, 12., 18., 22. og 30.; oktbr. 3. og 7. — frá Reykjavík <*7Keflavíkur júní 28.; júli 5.; -Agúst 9.; sept. 6. og 13.; oktbr. 4. og 9. — frá Keflavík til Reykjavíkur júli 1. og 6.; ágúst 12.; sept. 7. og 13.; oktbr. 5. og 10. Sjá að öðru leyti aðaláætlunina. Um frumvarp til laga um kirkjur. í ísafold XXI. árg. 22. blaði og Kirkju- 'blaðinu IV. 6. er rjettilega minnzt á frv. þetta sem það, er iikur sjeu til að ráðið verði til lykta á aukaþinginu í sumar, og, •eins og æskilegt var, gefnar bendingar um mál þetta. Jeg lýsi fyrst ánægju yfir því, að báðir hinir háttvirtu ritstjórar íallast á breytingu þá á gjaldstofninum, sem frv. fer fram á og telja hann vilja almennings. í>að er einkum hinn sameiginlegi sjóður, sem er þyrnir í augum þeirra, og virðist mjer, að honum sje fundið til saka það •sem er og ekki er. Jeg er reyndar engan veginn sjálfsagð- ur talsmaður hins sameiginlega sjóðs; því i hvorugu því frumvarpi, sem jeg flutti um þetta mál, var gert ráð fyrir honum •eða farið fram á hann. Eins og kunnugt ■er, tók nefnd sú, er kosin var i málið í fyrra í neðri deild, ákvæði um sameiginleg- an kirknasjóð inn í frv. fyrir hvatir frá hin- um hæstvirta landshöfðingja, er tók skýrt Tram þá kosti, sem hann hefði. Jeg bar fyrst upp frumvarp um þetta efni á þing- inu 1889. í nefnd þeirri, sem þá var kosin, fekk jeg ekki einn nefndarmann með mjer fil að fallast á, að breyta um gjöldin til 'kirkna, og þó jeg gerði ágreining og hjeldi fast við frv. mitt, hafði jeg svo sem ekkert fylgi í deildinni, og var allt, sem laut að breytingunni, sniðið framan af frumvarp- inu. Var frv. að síðustu orðið svo, að nærri lá, að jeg greiddi atkvæði á móti því, er það kom aptur í neðri deild úr efri deildinni, en rjeð þó af að greiða at- kvæði með því; en hjet þá, að koma bráð- um með annað. Frumvarpið náði sam- þykki og hefir verið lög síðan 1890. Árið 1891 hafði .jeg með mjer til þings nýtt frumvarp, en gat þá ekki flutt það sjálf- Tir, af því jeg var í forsetasæti, og fekk •engan í minni deild til að gerast flutnings- maður. Sneri jeg mjer þá til synodusar og bar málið þar upp, eðlilega í þeim til- gangi, að veita því meira álit, og kaus -synodus nefnd í það. Það sem mest þótti -að frumvarpinu* utan þings og innan, var breytingin á tekjum kirkna. Nú segir ísafold, að breytingin líki svo vel, »að varla nokkur maður finni að henni, hvorki * Á þingmálaíundi í Skaptafellssýslu var írv. kallað »vitiausa frumvarpið«, og víðar var því andmælt. á þingi nje utan þings«. Eptir því að dæma væri það ekki óliklegt. að sameig- inlegi sjóðurinn þyki ekki svo óheppileg- ur innan skamms. Frumv. var samþykkt með ekki miklum atkvæðamun í neðri deild og fellt með litlum atkvæðamun í efri deild. Hafl jeg skilið rjett þá, sem á móti voru, þá þótti þeim breytingin of stórkostleg til þess, að máiinu væri ráðið til lykta þá þegar; vildu bera það undir hjeraðsfundi, og jeg man ekki hvað marga. Jeg hjelt þá, að árangurinn af því mundi ekki verða mikill, en nú getur hann komið í ijós. Sá, sem mest mælti móti frv. í efri deild, sagði við mig : »Það getur vel ver- ið. að jeg samþykki frv. á næsta þingi«. ísafold ræður frá, að »hætta sjer út á hinn hála ís, er neðri deild hijóp út á í fyrra —, stofnun sameiginlegs ómagasjóðs fyrir allar kirkjur landsins, sem þær ættu jafnt tilka.ll til, eptir þörfum, hvort sem þær hefðu mikið eða lítið í hann lagt, og meira að segja kirkjuhaldarar mættu ganga í eptir gömlum kirkjuskuldum, en stipts- yfirvöldin áttu samt að halda utan um með því yfirnáttúrlegu afli, að sjóðurinn þokaðist aldrei niður úr 100,000 kr.«. Hjer virðist mjer sameiginlega sjóðnum fundið til saka það sem ekki er. Frumv. fer ekki fram á, að allar kirkjur eigi jafnt tilka.II til hans, eptir þörfum, hvort sem þær hafa lagt mikið eða lítið í hann. í 9. gr. frv. stendur þvert á móti: »Skal þá ('er stiptsyflrvöldin ávísa fje úr sjóðn- um til aðalviðgerðar eða byggingar) ávallt hafa tillit til þess, hve miklar tekjur kirkj- unnar eru«. Frumv. viðurkennir þannig fullkomlega þann rjett þeirra safnaða, sem hafa efnaðri kirkjur, að meira fje sje til þeirra lagt og þær sjeu skrautlegri en hin- ar, sem efnaminni eru, þótt það að hinu leytinu fari fram á, að ekki allar kirkjur, heldur þær, sem að áliti hjeraðsfundar 0g biskups eru nauðsynlegar, fái svo mikið fjárframlag, að »þær geti verið í sómasam- legu standi og hæíilegar til guðsþjónustu«. Getur kirkjustjórnin að sjálfsögðu gert það að skilyrði, að hlutaðeigandi söfnuður leggi hæfllegan styrk á móts við styrkinn úr kirk,jusjóðnum. Mætti bæta því inn í frum- varpið. Sjóðurinn þarf þannig engan veg- inn að verða »sameiginlegur ómagasjóður«, sízt svo, að til tjóns geti komið. Að því er snertir liitt, »að kirkjuhaldar- ar megi ganga í sjóðinn eptir gömlum skuldum«, þá er það eigi heldur rjett að öllu leyti, að þaö sje heimilað hverjum einum. í 12. gr. segir, að þær einar kirkj- ur, sem fengið hafa lán úr almennum sjóði með »samþykki kirkjustjörnarinjiar« fái það endurgoldið úr kirkjusjóðnum. í 7. gr. eru þau ákvæði, að allt það fje, sem kirkjur eiga i sjóði, þá er lögin öðlast gildi, skuli greiða í sjóðinn á 15 árum, y15 hlut á ári. í fullu samræmi við það eru í 12. gr. þau ákvæði, að það sem fjárhalds- maður heflr lánað kirkju, skuli endurborg- að honum á 15 árum, en vaxtalaust, yls á ári. Prestar. sern hafa haft þau hlunnindi, að hafa sjóði kirkna undir höndum vaxta- laust, þóttust hart leiknir, er þeir voru sviptir þeim hlunnindum, en öllum verður að finnast, að ákvæðin í niðurlagi 12. greinar sjeu í fullu samræmi við það og sanngjörn. Sízt get jeg skilið þau ummæli, að stipts- yfirvöldin þurfi að hafa yfirnáttúrlegt afl til þess, að sjóðurinn fari aldrei niður úr 100,000 kr. Mjer finnst það þvert í móti hægast af öllu fyrir stiptsyfirvöldin, og geta verið einfalt reikningsdæmi. Jeg hefi eigi í höndum yngri skýrslur um fjárhag kirkna en 1890. Voru þá sjóðir all'ra kirkna 221,977 kr. 62 a., en skuldir allra kirkna 80,172 kr. 10 a., eða sjóðir, að frá frá dregn- um skuldum, 141,805 kr. 52 a. Eru þá nær 42 þúsundir til að ganga í súginn, svo 100 þúsund kr. verði eptir, fyrir utan árs- vexti af minnst sömu upphæð. Að öðru leyti er jeg ísafold þakklát- ur fyrir undirtektir hennar og bendingar um þetta mál. Er jeg henni samdóma um, að hætt sje við, að hið ákveðna gjald, 75 aurar af hverjum fermdum manni, muni reynast í lægsta lagi, þegar allar skyldn- kvaðir og aukagjöld er af numin, og mun jeg víkja að því síðar. Kirkjublaðib talar um frumv. af líkum anda og ísafold, játar hina sömu kosti þess og hefir sama aggnúa á hinum sameigin- lega sjóði. Sjer þó þann kost við hann, að »hann yrði einn traustasti hlekkurinn hið ytra i væntanlegri fríkirkju*. Jeg er Kbl. fullkomlega samdóma um þetta, að það væri eitt af því fyrsta, sem gera þyrfti, ef stofna skyldi frikirkju, að stoína sam- eiginlegan kirkjusjóð. Að hinu leytinu flytur Kirkjubl. þessi spádómsorð : »Sam- eignin á eigi framar viðreisnarvon«. Tel- ur það »langstærsta annmarkann«, að i meðvitund safnaðanna verði »sóknarkirkj- an þá ekki lengur þeirra eign, sem þeir beri veg og vanda af«. Ef þessi meðvit- und myndast, þá er hún sprottin af mis- skilningi einum á frv. Samkvæmt frum- varpinu er að eins ávísuð viss fjárupphæð úr kirkjusjóði, yfirleitt að rjettri tiltölu við tekjur kirkjunnar. Þegar söfnuðirnir nú vita, að úr kirkjusjóði fæst ekki meira en ávísað er, hafa þeir þá engai hvatir til að við hafa alla »hagsýni« og »hæfilega spar- semi«? Verður þeim ekki að vera það ljöst, að sóknarkirkja þeirra er þeirra kirkja, sem þeir eiga að búa að og verð- ur þeim til ánægju, ef þeir byggja hana vel, en til óánægju, ef þeir byggja hana illa ? Þar næst standa þessi orð : »í ann- an stað dofnaði og eðlilega yfir mönnum að gefa fram yfir skyldu til kirkju sinnar, þar sem allt hið nauðsynlega væri sjdlf- fengið úr kirkjusjóðnum; það væri næst því sem einhver nú færi að gefa lands-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.