Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 3
151 þótt húsfyllir væri á hver.ju kveldi, sem leikiö er. Satt að segja er og gefandi tals- vert meira fyrir hin ágætu (betri) sæti sjálf, þar sem nú er leikið, heldur en bera og baklausa bekki. En hitt er vitanlega mest um vert, að hjer eiga þeir, sem slikt kunna sæmilega að meta, víst að fara eigi ónýtisför, ef þá langar til að stytta sjer eina kveldstund; þeir mega jafnan ganga að því vísu, að þeim leiðist ekki. -s Á morgun verður fernt leikið, þar á meðal eitt allfrægt og mjög vinsælt: »Store Bededagsaften«. Eimlestahraðinn. Sex og hálfa mílu danska á blukkustundinni vita menn mestan flýti á veðhlaupahesti. íAlgengur flughraði fugla er um 5 mílur(eða 1 þingmannaleið á klukkustundinní| þó komast stærstu farfuglar 2 þingmannaleiðir og vel það. Hraði eimlesta er nú miklu meiri en fyrnefndur meðalfiug- hraði íugla og meiri en flýtir fljótustu veð- hlaupahesta. Eptir hinum afarlöngu Kyrra- hafshrautum í Ameríku renna þær að jafnaði fast að 9 mílum dönskum á klukkustundinni eða 65 rastir (km.), dag eptir dag og nótt eptir nótt. Jafnvel upp í 10—12 mílur komast þær, og dæmi til 17 mílna hraða (128 rasta) á stutt- um kafla, er mikið hefir legið á. í>að er sama sem 6,800 fet á sekúndunni! Með níu mílna hraða verður flýtirinn 3,600 fet á mínútunni, en 60 f'et á sekúndunni. Steinolía á Englandi. I Somersetskíri á Englandi var verið í vetur einu sinnp að bora fyrir vatni með jarðnafri. Þar kom upp olía, og reyndist jarðfræðingum það vera á- gæt steinolía. Á nú að gera stórkostlegar leitir í jörðu eptir steinolíu viðar um landí það er ætlun jarðfræðinga, að það sje mikið af henni þar. Lagleg afmselisgjöf. Auðkýfingurinn George Gould í New Tork, sonur hins alræmda «járnbrautakóngs« Jay Goulds heitins, gaf konu sinni í vetur í afmælisdagsgjöf marm- arahöll þá, er þau hjón búa i, með öllum hús- gögnum og öðrum útbúnaði. Er gjöfin talin 8 miljón króna virði. Leiðarvísir ísafoldar. 1417. Jeg á inni hjá kaupmanni vinnulaun, en hefi ekkert skírteini í höndum íyrir því frá honum; þegar jeg ætla að taka út á vinnu- launin, er mjer sagt að búið sje að taka þau út og kvitta fyrir í bókinni. Jeg hafði eng- um gefið heimild til að taka út á vinnulaunin, enda gat hvorki kaupmaður nje þjónar hans gert grein fyrir, hverjum hann hafi borgað þau út, eða í hverju eða með hvaða heimild það var gert, en þverneitaði að jeg f'engi þau út- borguð. Er ekki kaupmaðurinn skyldur að borga mjer vinnuna? og ef svo er, hvernig er mjer hægt að ná rjetti minum? Sv.: Geti kaupmaður eigi sannað neina heimild frá yður til að greiða öðrum vinnu- launin, en kannast þó við vinnu yðar hjá sjer, verður hann að svara yður þeim út. Tregð- ist hann, er ekki önnur leið til að ná rjetti yðar en að lögsækja hann (kæra hann fyrir sáttanefnd o. s. t'rv.). 1418. Jeg er búandi maður í sveit, og borga þau gjöld til sveitarþarfa, er mjer ber. Á tima- bili því, er niðurjöfnunarskrá sveitarútsvara á frammi að liggja, fer jeg til hreppstjóra, og beiðist að fá að sjá hana, en hann neitar mjer um það. Eru slíkt eigi lögvarðandi órjettindi. 8v.: Jú. Sjálfsagt að kæra það f'yrir sýslu- manni. 1419. Hefir hreppsnefnd vald til að kaupa jörð upp á hreppinn, án þess að hún hafi lát- ið það ganga til atkvæða við hreppsmenn eð- ur það hafi verið samþykkt, og leggja svo peningagjald á þá til aö borga með jörðina? Sv.: Hreppsbúar hafa að lögum ekkert at- kvæði um það mál; þar á móti þarf sam- þykki sýslunefndar til þess að jarðakaup hreppsnefndar sjeu gild. Öllum hinnm mBrgn, er fylgdu mann- inum mínum sáluga, Lárusi sýslumanni Blöndal, til grafar í gær, votta jeg hjer með fyrir mina eigin og barna minna hönd innilegasta þakklæti. Einnig kann jeg kærar þakltir þeim, er sorg- arklæddu kirkjuna, og yflr höfuð öil- um, er hafa sýnt mjer sanna liluttekn- ingu við þetta tækifæri. Kornsá í Vatnsdal 2. júni 1894. Kristin Blöndal. Verzlunarhús til sölu í Hafnarflrði: Sölubúð mcð áföstu ibúðarhúsi, pakkhúsi og fleiri hús ásamt bryggju og verzlunar- áhöldum. Um kaupin má semja við W. Fischers verzlun i Keykjavík eða Jón Bjarnason í Hafnarflrði. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Skektan (sexmannafar) »Sigurður«, smíðuð af Sigurði Eiríkssyni, heflr verið brúkuð eina vertíð í Garði og reyndist mjög vel, er nú til sölu. Semja má við verzlun Eyþórs Felixsonar í Reykjavik, eða Ásmund Árnason í Hábæ i Yogum, þar sem skektan er nú til sýnis. Á sýslufundi Árnessýslu vorið 1893, var samþykkt að veita af' sýsluvegasjóði, fje til að brúa Baugstaðasýki (ytri kvísl þess) og var mjer falin framkvæmd á verkinu, sem jeg svo lauk sumarið 1893. Sama sumar byggði jeg svo aðra minni brú á Eystri-kvísl Baug- staðasýkis, sem jeg átti sjálfur, og einungis ætlaði mjer til afnota, einkum til flutninga að og f'rá sjóbúðum þeim, sem jeg á, á miili brúnna. Eptir að þessi síðarnefnda brú var fullger, hafa lestamenn jafnt notað báðar brýrnar og gjört mjer með því skaða, einkum áhrærar.di skemmdir á engjum, sem liggja fast að sýkinu að heimanverðu. Þetta álít jeg að hafi koin- ið til af' ókunnugleik. og að menn hafi ætlað báðar brýrnar jafn-frjálsar til umferðar; en til að fyrirbyggja þenna misskilning fyrirbýð jeg hjermeð lestamönnum alla umf'erð um eystri brúna, enda hefi jeg nú í hyggju að láta læsa henni sem fyrst. Tungu 18. maí 1894. Guðm. Hannesson. 84 Þau vissu, að sú ívilnun var sarna sem að gera háð að þeim. Það var eins og þeim flygi öllum hið sama í hug; þau spruttu á fætur, föl á brá, en augun þó ljóm- andi af kynlegum eldi, og hrópuðu einum rómi: »Lifl fósturjörðin!« Móðir Batthyany, Elsa de Batthyany greifafrú, átti heima í Vín. Henni brá lítt, er hún heyrði dauðadóm sonar síns. Hún hafði þolað 2 mánuði undanfarna alla þá harma og raunir, er hrellt geta viðkvæmt konuhjarta og móður. Bræður henpar tveir höfðu fallið á vígvelli fyrir fósturjörð slna, annar við Komorn, en hinn hjá Villagos. Eldri sonur hennar, Casimir, hafði orðið að fara huldu höfði og flýja land sitt, með því að fje var lagt til höfuðs honum, og nú átti hinn, Lúðvfk, að deyja, hann, sem jafnan hafði verið augasteinninn hennar. Hún var göfuglyndari en svo, að hún kenndi nokk- urs haturs, og kjarkmeiri en svo, að hún Ijeti hugfallast. Hún ásetti sjer því, að freista alls þess, er mannlegur máttur fengi áorkað, til þess að forða lífl sonar sins, hversu hart aðgöngu sem það væri fyrir þjóðernistilfinn- ingu hennar. Hún hikaði sjer ekki við, að leita á fund kei-sarans og biðja hann griða til handa elskuðum syni sínum, er hann hafði yfir stigið. Hún hjelt þegar til keisaraballarinnar og kom að 81 Bandingjarnir voru leiddir fram. Þeir voru ellefu í fyrsta hópnum, 9 karlmenn og 2 konar, og voru öll sökuð um að hafa átt þátt i uppreistinni hin síðustu missiri. Sakborningar þessir voru spurðir að heiti og yflr- heyrði í snatri, og spurðu síðan, hvort þeir hefðu nokk- uð fyrir sig að bera sjer til málsbóta. Flestir þeirra feng- ustu ekki til að svara neinu; þeir litu fyrirlitningaraug- um á dómara sina og luku ekki upp munni; þeim duld- ist eigi, að dómarar þessir svonefndir voru eigi til þess skipaðir, að dæma mál þeirra, heldur að eins til þess að sakfella þá. Með þessum hætti var því lokið á fám.mínútum, að yfirheyra tíu hina fyrstu bandingjana. Þá var hinn ellefti eptir. Það var ungur maður, hár vexti og karlmannlegur, svipmikill og göfugmannlegur, með Ijósleitt vangaskegg og þjett. Maður þessi vár Batthyanyi greifl, fyrrum ráðaneyt- isforseti Ungverja hjá Áustorrikiskeisara, önnur hönd Kossuths, lærisveinn hans og aldavin. Það heyrðist forvitnis-ys mikill um allan salinn, er dómritarinn nefndi nafn hans. Jafnvel dómararnir sjálfir gátu eigi að sjer gjört, að láta sjer bregða. Batthyany hóf varnarræðu sína með snjöllum róm og karlmannlegum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.