Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.06.1894, Blaðsíða 4
162 íslenzkt smjör, tólg og sauð- skinn selur Björn Leví Guömundsson (Skólavöröiistíg 6). Kyennaskólinn í Reykjayík. Þeir sem vilja koma konfirmeruðum og efnilegum yngisstúlkum í kvennaskólann næsta vetur (1. okt. til 14. maí) eru beðn- ir að snúa sjer til undirritaðrar forstöðu- konu skólans eigi seinna en 31. dag á- gústm. þ. á. En sjerstaklega bið jeg þá. er ætlast til að stúlkur þeirra verði til heimilis i skólahúsinu, að láta mig vila það sem allra fyrst. Reykjavík 22. júní 1894. Thóra Melsteð. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá er til skulda telja í dánarbúi Páls bónda Ingimundarsonar, er andaðist að Mýratungu 11. apríl þ. á., og konu hans Ingunnar Bjarnadóttur, er and- aðist 17. s. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir oss undirrituðum erfingj- um hinna látnu innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fyrirvara er og skorað á alla þá, er skulda tjeðu dánarbúi, að borga skuldir sínar. p. t. Mýrartungu 7. júní 1894. Sigurður Pálsson. Jón Pálsson. P. Gíslason. Gufubáturinn „Elín“ fer sunnudaginn 24. júní þ. á. kl. 9 f. m. AUKAFERÐ og SKEMMTIFERÐ tll Maríuhafnar og Saurbæjar í Hvalfírði; kemur heim aptur sama dag. Viðstaða í Hvalfirði verður allt að 3 kl.stundum. Fargjald fram og aptur 2 kr. Tapazt hefir nýsilfurbúin skeiðahnífur á veginum frá Leirvogstungu til Reykjavíkur 20. þ. m.; á skaptinu öðru megin var grafið E. F., en hinumegin 1894. Fundarlaun borgast. Vel viljugan klárhest, ungan og helzt einlitan, sem er fótviss og sterkur, kaupir G. Zoéga kaupm. G. Sch. Thorsteinsson Aðalstræti 7. selur: Gamle Carlsberg-, Tuborg-, Wiener-, Munchener- Pilsneröl og Porter. Skum, Lemonade og sódavatn. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjermeð skorað á alla erfingja Hólmfríðar sál. Guðmunds- dóttur, er andaðist 22. mai þ. á. að heim- ili sínu Ásbjarnarnesi hjer í sýslu, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn fyrir undirrituðum erfingja innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Sömuleiðis aðvarast hjer með allir, sem skulda tjeðu dánarbúi, að gjöra skil fyrir skuldum sínum innan sama tíma. í umboði myndugra erfingja. Eyjólfsstöðum í Húnavatnssýslu 5. júní 1894. Bjarni Magnússon. Grá hryssa er í óskilum á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit með mark: sneitt aptan vinstra, biti framan. Eigandi gefi sig fram. Bann. Vjer undirskrifaðir búendur á Hól- um í Stokkseyrarhreppi og Tungu í Gaulverja- bæjarhreppi fyrirbjóðum hjermeð alla umferð með hesta yfir engjar vorar frá Arnarhóli, f'ram hjá Hólum og Tungu, þar sem að þessi umferð hefir svo farið í vöxt 2 næstliðin ár, að engjum jarðanna liggur við stórskemmdum. Verði þessu banni ekki hlýtt, neyðumst vjer til að leita rjettar vors á annan hátt, til þess að geta frijast við tjón það, sem hlýtur að leiða af þessari umferð, sje hún ekki algjör- lega lögð niður. Hólum og Tungu 18. maí 1894. Guðm. Hannesson. Hannes Magnússon. Sigurður Einarsson. Munið eptir tombólunni í Ártúni í dag 23. júní (ekki 28.) í Ártúni. Þeir sem telja til skuldar í dánarbúi Höskuldar sál. Jónssonar, sem andaðist á Hrauni í Grindavík 3. maí næstl., aðvar- ast hjer með að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir okkur undirskrifuðum inn- an 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýs- ingar. Einnig eru þeir, sem skulda búinu, aðvaraðir um, að borga þær skuldir eða semja um þær við okkur hið allra fyrsta. Skarði og Selfossi 7. júní 1894. Vegna myndugra erfingja búsins Jón Jónsson. Jóakim Jónsson. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR* fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 11 '/í-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12— útlán mánud., mvd. og Id. kl. 2—2 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9,10—2 og 3—8 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. 8 hverjun mánuði kl. 6—6. Veðurathuganir í Rvik, eptir Dr. J. Jónassen júní Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimot.) V eðurátt á nótt. um hd. fm. em. fm. ©m Ld. 16 + 7 + 9 741.7 734.1 A hv d Sv h d Sd. 17. + 6 + 8 736.6 749.3 Sv h d Sv h d Md. 18 + 6 + 11 749 3 749.3 V h d S h d Þd. 19. + 6 + 8 741.7 741.7 A hv d S hv d Mvd .20. + 6 + 9 746.8 746.8 S hv b S hv d Fd. 21. + 5 + 11 746.8 749.3 Sa h d Sa h b Fad 22 + 6 + 12 749.3 749.3 0 d S h d Ld. 23 + 5 749.3 V h b Hefir verið við austur-landsuður með mjög mikilli rigningu dag og nótt þar til h. 21. að stytti heldur upp og að morgni h. 21. hafði snjóað niðrímiðja Esju', mjög mikil rigning aðfaranótt h. 22. og þann dag allan með regn- skúrum en bjartur á milli. I morgun (23.) genginn í vestur-útnorður, bjart veður. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil PrentiunitiH ísafoldar 82 Það var upphaí ræðu hans, að hann neitaði því af- dráttarlaust, að dómarar þessir væri bærir um að dæma mál sitt. Hann væri Ungverji og ætti eigi aðrir það mál að dæma en sjer samlendir. Auk þess væri hann ráð- gjafi og hjer ætti að fjalla um ráðgjafastörf sín, en slíkt bæri undir ríkisdóm þjóðþingsins ungverska og aðra eigif Hann lýsti siðan athöfnum sínum með áhrifamiklum orðum og drengilegum. Varð honum lítið fyrir að leiða rök að því, að hann væri hvorki drottinssviki nje land- ráðamaður, að hann hefði beitt öllum kröptum sínum, öllu álíti sínu og áhrifum á aðra til þess að halda stjórn- arbótarviðleitni Ungverja innan endimarka laganna og afstýra því, að sundur drægi með þjóð og konungi, þrátt fyrir svikræði þau, er þjóðin hefði sífellt beitt verið. Hann spurði hvað til þess bæri, að hann væri sakaður um drottinsvik? Hvort sá væri glæpur sinn, að hann hefði verið ráðaneytisforseti, er misklíðin hófst með Ung- verjum og Austurríkismönnum ? Hann hefði eigi setið í þeim sess lengur en keisara líkaði. Eða þá hitt, að hann hefði gerzt síðan þingmaður á ríkisþingi þvi, er keisarinn hafði rjúfa látið? En þá yrði líka að lögsækja alla hina þingmennina. Hann talaði bæði snjallt og lengi. Hann minntist þess, hve mikla liðsemd forfeður sínir hefðu veitt Aust- urríkismönnum, allt frá þeim degi, er einn af langfeðg- 83 um sínum, samnefndur, sjer Batthyany, hefði barið áTyrkj- um við Mohacs (1687) og til þess er afi sinn hefði mælt hin frægu orð: »Deyjum fyrir drottning vora (konung vorn) Maríu Theresíu!*, en þau orð hefðu borgið keis- aradóm Habsborgarættar. En alit var það árangurslaust. Á svip dómara hans lýsti sjer ekki annað en tómlæti, og sumir þeirra hlógu spjehlátri; það voru binir óbreyttu liðsmenn. Hann sett- ist niður lafmóður og yflrkominn af hugraun og and- styggð á þvi, er gerðist fyrir augum honum. Ilann skildi það, að það var til ónýtis að vera að verja sig. Herdómararnir gengu út úr salnum og sátu á ráð- stefnu fjórðung stundar fyrir siðasakir, komu síðan inn aptur og las dómritarinn þegar upp dóminn. Tvo öldunga, hershöfðingjana Kiss og Schweidel, skyldi skjóta. Lúðvík Batthyany, Nagy-Lander, Danyanich og hina upphlaupsmennina skyldi hengja og eigur þeirra allar upptækar. Konur tvær voru í hóp bandingjanna, Esther Lazar og Adele Maderspack. Þær áræddu dómararnir hvorki að láta skjóta nje hengja, en dæmdu þær í þess stað til hýðingar í almennings augsýn, og var það raunar í þeirra augum hálfu verra en líflát. Þriggja daga frest fengu þau öll að vanda, til þess að beiðast griða af keisara.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.