Ísafold


Ísafold - 27.06.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 27.06.1894, Qupperneq 1
Xemur út ýmiat einv sinni ‘eða tyisrar í viku. Verö árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 */* doll.; borgist fyrirmiðjan júlímán. (erlend is fyrir fram). fSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1 .októ- berm. Afgroiöslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 27. júní 1894. 39. blað. Kosninga-yfirlit. Svo sem eðlilegt er, þegar svo skammt líður milli almennra kosninga til alþingis, liefir miklu óvíðar verið skipt um þing- menn í þetta sinn en tíðast gerist. Síðast, 1892, var eigi endurkosinn nema helmingur hinna þjóðkjörnu þingmanna, en nú vel þrír fjórðu, eða 23 af 30. Hefir skipzt um 4 þingmenn í Sunnlendingafjórðungi, 1 vcstan, 2 nyrðra, — um annan þeirra sjálf- gert, vegna fráfalls hins fyrra þingmanns, — -en engan í Austfirðingafjórðungi. Þessir 7 nýju þingmenn eru: Tryggvi Gunnarsson (íst. fyrir BogaMelsted) Jón Jensson (í st. fyrir H. Kr. Friðrikss.) Þórhallur Bjarnarson (íst. f.Björn Björnss.) Valtýr Guðmundsson (í st. f. Sigfús Árnas.) Halldór Danielsson (íst. f. Benid. Kristjá.nss.) Eiríkur Gíslason (í st. fyrir Jón Þorkelss.) Pjetur Jónsson (í st. f. Einar sál. Ásmundss.). Það er full ástæða til að láta vel yfir mmskiptum þessum yfirleitt. Einn hinna nýju þingmanna, sem raunar er gamall á þingi, er afbragðsþingmaður (Tr. G.), og •enginn hinna nýju og. óreyndu ólíklegur til að verða góður þingmaður, en sumir mjög líkiegir. Eigi er hitt síður gleðilegt, hve lánlega sumar endurkosningar tókust, svo sem ■einkum í Árnessýslu, Vestur-Skaptafells- sýslu og Dalasýslu. Þau kjördæmi mega sannarlega hrósa happi, að ekki tókust fyrirhuguð umskipti þar og þau mjög frekjulega sótt í 2 þeirra. Það er hvorttveggja, að þetta brot, tæp- mr x/4 hluti nýr af hinu þjóðkjörna þing- liði, getur naumlega mikilli stefnubreyt- ingu valdið á þingi, enda litlar líkur til mikillar viðleitni í þá átt, utan þeirrar, sem allajafna er ákjósanleg: að þingið taki sjer fram' um að verða þjóðinni að sem mestu og beztu liði. Stórmál það, er svo mikið hefir látið á sjer bera á dagskrá þingsins hin síðari árin, stjórnarskrármálið, munu hinir nýju þingmenn flestir ef eigi allir hugsa sjer að styðja í s\amar á auka- þinginu, þó ekki væri til annars en þess að halda uppi sóma þings og þjóðar, og meiri hlutinn sjálfsagt einráðinn að halda tryggð við það áfram, þó lengra líði. Hvað Qárstjórn landsins snertir, samgöngumál og verklegar framkvæmdir, þá má gjöra sjer öllu betri vonir um þetta þing heldur en eins og það var skipað síðast. Stjettabreyting á þingi verður varla sagt að kosningar þessar hafl valdið, enda er raunar hjegómamál að tala um stjettaskipt- ing hjá þessari þjóð, er má heita að sje eintómur almúgi. Fimm hinna nýkjörnu eru embættismenn, og tveir bændur; af hinum, er sæti viku fyrir þeim, voru líka 2 bændur, en hinir embættismenn - eða sýslunarmenn og embættísmannaefni (em- bættislausir menntamenn). Svo er enn sem á undanförnum þingum hinum siðari, að enginn er þar verzlunarstjettarmaður, enþó einn maður nú ágætlega verzlunarfróður, er telst samt með embættismönnum. Sam- anburð við fyrri alþingiskosningar má sjá á þessu yfirliti: Bændur............ Andl. stjettar menn . Sýslumenn . . . . Aðrir embættismenn Embættisl. menntam. Kaupmenn . . . . 1880 1886 1892 1894 11 10 11 10 7 9 8 9 2 3 3 4 4 3 2 4 4 5 5 3 4 » » » Amtsráðsfundir. Fyrir vesturamtið var fundurinn haldinn i Stykkishólmi dag- ana 6.—7. þ. mán., af settum amtmanni, Kristjáni yfirdómara Jónssyni, ásamt öllum amtsráðsmönnunum, nema þeim úr ísa- fjarðarsýslu. Gerðist þar harla fátt tíðinda. Reikningar endurskoðaðir. Ólafsdalsskóla ákveðinn venjulegur styrkur, 3,858 kr., þar af meðgjöf pilta 2400 kr., og laun forstöðu- manns 800kr.; variðtil þess landssjóðsstyrkn- um (2500kr.), búnaðarskólagjaldi(634kr.) og vöxtum af búnaðarskólasjóði(350)og búnað- arsjóðivesturamtsins(374kr.). Jafnaöarsjóðs- gjald næsta ár (1895) gert 1720kr.; þar af ætl- að til bólusetninga 500 kr., til kostnaðar við amtsráðið 800 kr. og til heyrnar- og málleysingja 320 kr. Frestað að sam- þykkja ísafjarðarsýsluskiptinguna. Sam- þykkt stofnun nokkurra nýrra yfirsetu- kvennadæma (í Geiradalshreppi, í Reyk- hólahreppi allt að Berufjarðarbotni, og í Haukadalshreppi og Miðdalahreppi norðan Miðár). Mælt með, að póstur gangi frá Bíldudal út að Selárdal, og með nýrri brjef- hirðing á Kleifum í Gilsfirði. Fyrir suðuramtið var amtsráðsfundur haldinn dagana 21.—23. þ. mán., af fyr- nefndum settum amtmanni og öllum hinum reglulegu amtsráðsmönnum. Með því að Austur-Skaptafellssýsla er nú sameinuð austuramtinu, mætir hennar fulltrúi á fundi í þvi amti. Ráðgert jafnaðarsjóðsgjald næsta ár(1895) 3083 kr.; þar af ætlað til heyrnar- og mál- leysingja 1100 kr., til bólusetningar 500 kr., til amtsráðskostnaöar 500 kr., til afborg- unar og vaxtagreiðslu af Ölfusárbrúarlán- inu 483 kr. Amtsráðið staðfesti viðauka, er sýslu- nefnd Kjósar- og Gullbringusýslu hafði gert við reglugjörð fyrir sýsluna 30. júlí 1891 um grenjaleitir og refaveiðar, svo lát- andi: »Eigi má eitra rjúpur fyrir refl nema því að eins, að báðir vængir sjeu áður af stýfðir af henni, og skulu hreppsnefndir og sýslunefndarmenn sjá um, að þessa sje vandlega gætt«. Hvanneyrarskólareikningar voru fram lagðir og endurskoðaðir, en fjárhagsyfirlit skólans birtist síöar á prenti. Ný lántaka, allt að 3000 kr., var samþykkt, til þess að lengja skólahúsið um 9 álnir, með kjallara og lopti. Enn fremur skyldu keypt ýms vantandi áhöld til skólans, gert við pen- ingshús o. fl. Af Vestfjörðum, 24. júni: Hvað tíð- ina snertir hjer á Vestfjörðum, þá hefur hún verið fremur köld, frá því um hvíta- sunnu, og þar af leiðandi fremur gróður- lítið. En nú með júnímán. skipti um til hins betra, og hefur verið grasveður þessa dagana sem af honum eru, þykkt lopt og smárigniug, en frostlaust um nætur. Þess er vert að geta, að Yestfirðir eiga nú margan dugandi og góðan dreng, og framfarir í sumum atvinnuvegum vorum eru þar á hærra stigi en annarsstaðar. Hvað þilskipa-útveginn snertir, þá skara þeir langt fram úr öðrum, Pjetur J. Ihor- steinsson kaupmaður á Bíldudal, og Ásgeir Asgeirsson, kaupmaður á ísafirði, er þannig afla íjölda fólks atvinnu með honum. Kaupm. P. J. Th. á Bildudal heflr gjört þar á skömmum tíma stórkostlegar um- bætur bæði á sjávarútveg og landbúnaði, svo sem með því, að láta smíða þilskip, og kaupa þau líka frá útlöndum, byggja upp bæði íbúðarhús og vöruhús, græða stórt tún, þar sem áður var óræktaður skriðuhryggur, láta gera bryggju, sem gufuskipum má leggja við, leggja sporveg 4—500 faðma langan með fram öllum fiskverkunarreitum sínum og verzlunar- húsum, ásamt mörgu fleiru. Önnur eins starfsemi eptir einn mann mun rjett eins dæmi hjer á landi. Svo er að minnast á hina framtakssömu Norðmenn, sem hafa tekið sjer bústað á vorri afskekktu eyju og einmitt valið til þess Vestfirði, því þeir hafa kunnað að meta kosti þeirra ef til vill öðrum fremur. Nafnkenndastir eru þeir Ellefsen á Önund- arfirði og Berg á Dýrafirði. Við báða þessa menn átti jeg tal, sá húsbyggingar þeirra og verksmiðjur, og hversu þær voru knúöar áfram af náttúrukröptunum til að franileiða vinnuna. Jeg man það vel, að þessar setningar flugu 1 huga minn, þá sem fyr: Gott er að hafa til fje, geta stjórnað því, og verið starfandi maður. — Báðir þessir Norðmenn hafa hlotið almenn- ings hylli, og sjerhver óhlutdrægur maður, sem einhver kynni hefir af þeim, getur ekki annað en lokið á þá lofsorði fyrir höfðingsskap þeirra. Auk þess eru þeir sveitarfjelagi sinu sönn stoð og stytta, og óskandi væri, að aðrir eins dugnaðarmenn væru sem víðast. Það er því vonandi, að löggjafarvaldið fari varlega í það, að semja

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.