Ísafold - 27.06.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.06.1894, Blaðsíða 4
156 Verzlun W. O. Breiðfjörðs helir stórt úrval af eptirfylgjandi vörum : Allavega lit sjöl. Herðasjöl. Slipsi. Svuntutau úr ull og silki. Margbreytt sirz. Tvisttau. Millumskirtutau. Ljerept. Allavega lita dúka. Plyds í ýmsum litum. Karlmannshatta, harða og lina. Oturskinnshúfur. Jieiðhatta. Barna- húfur og hatta. Jerseylíf. Prjónafatnað. Hiö stærsta úrval hjer á landi af karl- manns-fataefnum. Þunnt dömuklœði. Reið- fataefni, vatnshelt. Hanzka. Plyds á stóla. Vaxdúk á gólf. Alls konar leirvara. Emaill- eraðar kaffikönnur og katlar. Yms eldhús- gögn. BolLa og brauðbakka. Yms járnvara til' bygginga. Smiðatól. Plettvara. Saumavjel- ar. Harmoníkur. Albúm. Skrifmöppur. Pen- ingábuddur. Stórt úrval af karlmannshálstaui og öllu þar til heyrandi. Saumakassar. Alls konar bustar. Speglar. Myndarammar. Alla- vega litt vefjargarn. Alls konar húsfarfi, fernis og gljáfernis. Rjól. Skro. Reyktóbák. Hannevigs gigtáburð. Margbreytt vínvara, iRáhbeksz-bjórinn, extra góður, smakkar nú betur en Gamle Carlsberg. Margt, margt fieira; sjá hina nýju vöruskrá frá Breiðfjörð. DeN, der elsker Sport og en god Sundhed, skulde kjöbe sig en Cycle (hjól- hest) af Sylvester Hvids anerkjendte Cycle- fabrikat i Kjöbenhavn. Undertegnede er eneberettiget til her at modtage Bestillin- ger paa nævnte Fabrikat, og kan Lystha- vende f'aa alle mulige nöjagtige Oplysnin- ger hos mig. Priscurant haves saavel for Herre- som Daine-Cycler med Angivelse af Kvalitet m. M. Paa 3 Timer kan enhver lœre at kjöre paa en Cycle. Paagjældende Fabrikant har udgivet en uundværlig Bog til Yeiiedning for Cycleryttere, Pris 1.50. Lysthavende, som vil bestille en Cycle nu med Laura, bedes melde dem snarest. Kvik 26/6 1894 (16 Aðalstræti 16). H. Andersen. Að Neðra-Hálsi er í óskilum brúugrá hryssa, með mark á eyrum: biti fr. h., biti a. v. 2S/e 94. Þórður Guðmundsson. í ensku verzluninni fást: Stór Baðker, úr járni, emailleruð og máluð, af fullri mannsstœrð. Góð skozk ofnkol — Steinolía, mjög ódýr Hveitimjöl og alls konar matvörur — Allt gott og ódýrt. Stykkishólmur. Hjá undirskrifuðum fást margs konar ágætar vörur fyrir gott verð, og þar jeg ætla mjer að borga meira fyrir ull og dún en algengt verður hjer í Stykkishólmi nú í sumar, skal jeg skora á menn að nota tækifærið til að fá góð kaup. Stykkishólmí 24. júní 1894. Hagbart Thejll. Kristján Þorgrímsson selur sauð- skinn lituð og vel verkuð fyrir 80 a.—1 kr. Lesið: Stúlkur og piltar eldri en 10—12 ára geta fengið tilsögn hjá mjer næst- komandi vetur í ýmsum fræðigreinum, nauðsynlegum hverjum manni, og svo og í ensku og dönsku, ef um er heðið. Kennslan verður talsvert ódýrari en almennt gerist hjer í bænum, og því ódýrari sem fleiri eru. Þeir sem vilja nota þetta tækifæri, láti mig vita þaö hið fyrsta. Klapparstig nr. 3, 24. júní 1894. Glsli Helgason (realstúd.) Þeir sem ekki hafa samið við mig um greiðslu á útistandandi skuldum hra kaupm. Þorl. Ó. Johnsons fyrir 1. júlí næstkomandi, verða tafarlaust lögsóttir til greiðslu skuldanna, allt upp á þeirra kostnað. Keykjavík 25. júní 1894. Kristján Þorgrímsson. Hvalsrengi er til sölu; semja má við und- irskrifaðan áður Laura fer. Rafn Sigurðsson. Jeg get útvegað þeim er þess óska, d- byrgð á vörum, sem þeir senda með póst- skipunum gegn 5/s% ábyrgðargjaldi til 1. sept.; eptir þann tíma hækkar gjaldið. Tr. Gunnai'sson. Ársbækur Þjóðvinafjelagsins fyrir árið 1894 eru nú sendar með strand- ferðaskipunum víðsvegar um landið. I lausasölu kostar »Andvari« 2,50, »For. eldrar og börn« 1,00, Almanakið 0,50 a. eður samtals 4 kr,, en fjelagsmenn fá allar bæk- urnar gegn 2 kr. árgjaldi. I »Andvara,« er auk æflsögu, ferðasaga eptir Þorv. Thoroddsen, og ritgjörð um verzlun eptir D. Thomsen. í Almanakinu er meðal annars »Leiðbeining fyrir lánták- endur við Landsbankann« og um »Burð- areyrirv, fyrir brjef og böggla með póst- um, sem er þægilegt fyrir marga að hafa við hendina. Fyrir hvert expl. af Þjóðvfjl.almanakinu árið 1878 gefur stjórn Þvfl. 1 kr., og 75 a. fyrir almanakið árið 1875. Tr. Gunnarsson. Tapazt heflr á götum bæjarins 23. þ. mán. brjefaveski með sendibrjefum og peningum í. Finnandi er beðinn að skila til Árna Nikulás- sonar Vesturgötu 17. Þann 26. þ. m. tapaðist frá Kaplaskjóli, grár hestur 8 vetra affextur í vetur, járnaður með 6 boruðum skaflaskeifum gömlum; mark: sýlt hægra, einkenni á vinstra eyra: að blá- broddur er svolítið brettur upp, snærisþætti litlum var hnítt í taglið, sprunga í hófnum á hægra apturfæti að mig minnir; hesturinn er vakur og vel viljugur; óskast skilað að Bakka- bæ við Reykjavík, eða Öndverðarnesi í Gríms- nesi mót borgun. p. t. Bakkabæ 27. júní 1894. Ólafur Gunnlaugsson. Kristján Þorgrímsson selur vandaða bókaskápa af ýmsum stærðum. Brúkuð vatnsstígvjel nýsóluð, eru til sölu, kosta aðeins 8 kr. Ritstj. vísar á. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Frentsmtðja ísafoldar 86 á að láta að orðum mínum, strengi jeg þess heit, að fá keisarann til að veita honum líf og síðan fullt frelsi. Daginn eptir náði hún fundi Lúðvíks Batthyany. Hún hafði engar sveiflur á því, heldur vakti þegar máls á erindinu. »Lúðvík greifi*, mælti hún við hann. »Jeg veit af konu, sem borin er við hásætisskör hátígnarinnar, með konunglegt blóð í æðum, og tignuð og elskuð af heilli þjóð, en er þó boðin og búin til fyrir yðar sakir, hins seka skógarmanns og af lífi dæmda, að stíga niður úr hásæti sínu og afsala sjer allri lögtign sinni, af því að hún ber ástarhug til yðar og hann enn heitari og ákafari en ella mundi fyrir það, að hún er af æskuskeiði. Það sem hún ætlast til á móti af yður, er dálítil alúð og það heit, að skilja ekki við hana meðan lífið endist, og fara með henni til þeirrar afskekktu hallar eða þess fjarlæga lands, er hún flýr til. Minnizt þess áður en þjer svarið, að kona þessi veitir yður það sem hún á dýrmætast í heimi þessum, þar sem hún er boðin og búin til þess að jeggja sæmd sína í sölur gegn drengskaparheiti yðar einu saman. Bandingjanum brá hvergi. Hann svaraði hægt og stillt, og kvaðst þekkja konu þá, er hún ætti við. »Segið henni«, mælti hann, »að 87 drengskaparheit það, er hún ætlst til af mjer, muni jeg ekki vinna, af því að mjer virðist jeg enga heimild hafa til þess að yfirgefa þá, er við sömu hrelling eiga nú að búa, þá, sem verið hafa lagsmenn mínir í bardagan- um og brátt munu einnig verða förunautar mínir til helj- ar. En úr því að kona þessi er svo hátt sett, að keisar- inn hlýðir máli hennar, vil jeg mælast til þess greiða af hennar hálfu, að hún fari á fund keisara og flytji honum þau orð eins þjóns lians, er áður var, að honum skjátl- ist, ef hann ímyndi sjer, að ófriður sá, er Ungverjar hafu átt við tvö hin voldugustu ríki hjer í álfu, hafi ekki verið annað en hjegómlegur þjóðerniskritur. Nei. Vita skal hann það, að það var óþrotleg barátta, hjaðningavig, er til skarar mun þó skríða um síðir. Það var barátta frels- isins gegn einveldi og harðstjórn. Og sigur sá, er þessi þjóð vann hvað eptir annað á herliði hans, það var ekki neinn vafurlogi á feigs manns götu, heldur fyrirboði sjálfs- forræðis heillar þjóðar«. Erkihertogadóttirin ljet eigi hugfallast að heldur. Hún mælti lengi við hann, ýmist sannfærandi eða með innilegum bænarorðum. En hann sat jafnfastur við sinn keip. Og er hún hafði talið og tínt öll rök fyrir sínum málstað og vakti enn máls á ást sinni til hans, þessari stjórnlausu og vonlausu ást, játaði bandinginn loks fyrir henni, hvað ríkast bjó undir mótspyrnu hans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.