Ísafold - 30.06.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.06.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu simii eða tvisvar í vikn.Verö Arp (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis B kr. eBa l'/» doll.i borgist fyrir mibjan júlimiin. (erlend is fyrir fram). ÍSAFOLD. Upps6gn(skrifleg) bundin vií> Aramót, ógild nema komin sj e til útgefanda fyrir 1. októ- b erm . Afgroióslustofa blaós- ins er L Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 30. júní 1894. 40. blað. Bráðasóttar-bólusetning. Hinn norski dýralícknir, Ivar Nielsen, ■er getið hefir verið um fyrir nokkrum inissirum að fundið hefði bráðasóttarbakt- críuna og reynt að bólusetja við veikinni, •skýrir í blaði, er hann gefur sjálfur út, »Landmandsvennen«, frá árangrinum af tilraunum sínum árið sem leið (1893) og lýsir bólusetningaraðferð sinni. Hann seg- ir, að það sje mikið af bakteríum þessum I bráðdauðum kindum, annaðhvort að eins i vinstrinni, er þá sje mjög rauðlituð, með Lláum blettum, eða um allan skrokkmn í •öllum líffærum skepnunnar, en einkum í nýrunum. Eru þá líffæri þessi (nýrun) -allmjög breytt frá því sem þau eiga vanda til, ekki föst fyrir og auðskorin sundur í ■sneiðar, heldur svo meyr, að þegar skorið ■er gat á nýrnahulstrið, vellur innihaldið út eins og þykkur grautur. Þannig út- leikin nýru kveðst hann hafa notað til bólusetningar, með því að þar er svo mik- •ið að bráðasóttarbakteríum og hægt að þurka þau og mylja mjölinu smærra. Til þess að nýrun sjeu góð til bólu- setningar þurfa þau því að vera svo meyr, að þau sjeu nærri því eins og renn- •andi lögur,og það þarf að taka þau undir •eins, í skepnunni nýdauðri; annars kvikna í þeim rotnunarbakteríur. Nýrnalegi þess- um er þá dreift þunnt á alveg hreina glerplötu og þetta þurkað hægt við jafnan hita, ckki of mikinn (ekki 40 stig á C.). Hafi verið »sporar« í nýrunum glæir blettir, sem eru aðalsóttkveikjan — getur bóluefni það, sem til er búið úr þeim, haldið sjer ódofnað ár frá ári. Þegar brúka á bóluefni, er nýrnaefnið þurkaða fyrst mulið mjög smátt og hrært síðan sundur í vatni, svo að úr verður þunnur vellingur (% gram af nýrnaefni í 20 gr. af vatni, eða eins og 1 á móti 27), sem er svo spýtt inn undir hörundið á ’kindinni á innanverðu lærinu með sára- pípu (sprautu), 1—IV2 teningscentimeter, þ. e. eins og { vænni fingurbjörg. Verður þá skepnan stundum dálítið lasin í 1—2 daga, en opt sjer ekkert á henni. Hvað á vinnst nú með þessari bólusetn- ing? Vjer vitum, að ýmsa næma veiki fá skepnur eigi nema einu sinni. Hafi þær fengið hana, kemur hún aldrei í þær aptur eða þá hjer um bil aldrei. Ei«s °g »1- kunnugt er, þá er svo háttað um bólu, skarlatssótt og mislinga á mönnum. Bráða- sótt drepur langhelzt ungt fje, en gamalt fær hana síður, og eru líkur til, að það sje af því, að það hafi raunar fengið hana •einhvern tíma, en svo væga, að lítið hefir á borið. Bólusetningin er nú einmitt til þess gerð, að skepnan fái sóttina, en svo væga, að hann verði lítiðmeint við og óhætt sje lífi hennar að minnsta kosti. En ein- mitt fyrir það fær hún eigi veikina seinna. Höf. segir nú, að tilraunir sínar hafi sýnt, að sje bráðafárs-sóttkveikjunni spýtt inn undir hörundið, verði skepnunni sjald- an svo meint við, að hún drepist af því, og enn vægar verki hún, hafi nýrnaefnið verið þurkað áður; þá sje það alveg hættu- laust, eptir sinni reynslu. En til þess að vita, hvort slík bólusetning verji svo skepnuna fyrir veikinni eptirleiðis, þurfi að reyna hana þar, sem fárið liggur i landi og hefir reynzt hvað skæðast. Það gerði höfundurinn. Hann bólusetti hjá bændum í nágrenni við Björgvin, þar sem bráðasótt var vön að ganga á hverju hausti og drepa 50—100% af lömbum og veturgömlu fje. Hann gerði það á 2 bæj um hvort haustið eptir annað, 1891 og 1892. Drapst þar engin bólusett kind úr bráða- sótt hvorugt haustið. Annað haustið dráp- ust 2 lömb áður en bólusett var, en síðan hætti veikin, er hitt fjeð á bænum var bólusett. í haust er var gerði hann meiri háttar tilraun en áður og bólusetti nokkuð á ann- að hundrað fjár. Þá misheppnuðist bólu- setningin nokkuö á einum stað, drápust 3 kindur úr bráðasótt af 9 bólusettum. En þar hafði sprautan, sem brúkuð var, verið eitthvað gölluð, og því ekki spýtzt inn nema lítið eitt af bóluefninu. Af hinum 98 drápust að eins 3, eða hjer um bil 3 af hundraði, og er það ólíkt því sem vandi er til; því um þær slóðir drápust annars 50—100%. En það haustaði venju fyr að, með miklum kalsa, og viðraði því illa fyrir sóttina, enda var hún með skæðasta móti á öðrum bæjum, þar sem ekki var bólu- sett. Hjá einum bónda, er l.jet bólusetja hjá sjer, vantaði þá eitt lamb og var ekki bólusett; það drapst seinna úr bráðasótt.— Yerði farið að gera tilraunir í þessa átt hjer í haust, sem liklegt er að mönnum kynni að lítast ráð, ríður á, að hafa að- ferðina rjetta, eins og hjer er hún kennd, og ekki öðruvísi. Hinn sameiginlegi kirkjusjóður. Enn skal, vonandi í síðasta sinni, farið fáeinum orðum um þá margumræddu, fyr- irhuguðu stofnun, til þess að binda enda á heitið síðast, erbirt var hjer íblaðinu hin rækilega vörn fyrir henni frá höfundi þar að lútandi frumvarps á síðasta þingi, lierra prófasti Þórarni Böðvarssyni. Áhugi hans, alúð og atorka sem kirkju- löggjafa eru svo mikils verð, að manni liggur við að óska honum í umbunar skyni einnig sigurs með þessa kirkjusjóðsstofn- un. En sú freisting hverfur aptur, er at- hugað er, hve afarviðsjál stofnun þessi er í margan máta. Kosti hefir hún sjálfsagt nokkra, sem þessi mikils háttar formælandi hennar hefir til tínt. En annmarkarnir, hinir miklu annmarkar, virðast óhaggaðir fyrir alla vörn hans. Þessi samsteypa 0g samdráttur á kirkju- fjárhaldi fyrir allt landið fer í þveröfuga átt við það sem ella þykir affarasælast i líkum efnum og ráðið hefir stefnunni hing- að til af landsstjórnar hálfu hvað snertir umsjón og fjárhald kirkna. Það þykir vera margreynt, að affarasæiast verði, að hver ráði sínu sem mest,—að hver hafi veg 0g vanda af því sem honum er nákomnast, en það eru kirkjurnar sjálfum söfnuðunum. Fyrir þvi hefir landsstjórnin hingað til gert sjer far um, ekki að seilast til afskipta af sem flestum af kirkjum landsins, heldur að fækka tölu þeirra kirkna, er hún þyrfti sjálf að hafa beinlínis hönd yfir. Hún hefir einmitt kostað kapps um að koma þeim af höndum sjer á söfnuðina. Hún hefir sjeð, að sín afskipti væru svo miklum örð- ugleikum bundin, útdráttarsöm o. s. frv., að snjallast væri að hafa það hins vegar. Þessu fer nú kirkjusjóðshugmyndin fram á að umhverfa. Hún fer fram á að draga valdið úr höndum hinna nánustu náunga kirknanna, ef svo mætti að orði kveða, safnaða og kirkjuhaldara, í hendur sameig- inlegri, fjarlægri yfirstjórn, sem hætt er við að reynast múni, er til framkvæmd- anna kemur, óhandhæg og ávaxtalítil pappírsgagnsstjórn. Það er hægt að sjá 1 hendi sjer, hve vel það mundi bless- ast, að þeir, sem framkvæma ættu eða standa fyrir kirkjsmíðum víðs vegar um land, yrðu að sækja flestar fyrirskipnir þar að lútandi til háyfirvaldanna í Reykjavik. Ætli mundi eigi dofna áhuginn sumra, ef lengi þyrfti að elta þær ólar, og ráð þeirra, á kunnugleika byggð 0g þeirri hugsun, að sjálfs sje höndin hollust, yrði að lúta fyrir valdboði frá höfuðstaðnum, samanteknu af ókunnugum eptir ýmsum skýrslum og skrifum eða eptir einhverju óhagganlegu fyrirmyndarsniði ? Frekleg ágengni við hinn sameiginlega sjóð er fyrirsjáanleg, og stjórn lians langt of vaxið að afstýra henni til hlítar eða svo vel fari. Viðleitni hennar í þá átt mundi eðlilega koma fram í því, að klipa af því, sem kirkjuhaldarar teldu sig þurfa á að halda hvort heldur væri til að smíða kirkju af nýju eða til verulegrar viðgerð- ar; en þá er við búið, að afleiðingin yrði sú, að smíðin eða viðgerðin yrði óhæfilegt kák, er leiddi til margfalds kostnaðar er stundir líða, eða þá að verkinu yrði að hætta í miðju kafi, nema bætt væri við fjárframlagið eins miklu og fram á var farið i upphafi eða meiru. Það er ólík

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.