Ísafold - 04.07.1894, Page 1

Ísafold - 04.07.1894, Page 1
Kemur út ýmifit emu sinni <e<!>a tvisvar i viltu. Verð fcrp (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l*/t doll.í borgist fyrirmibjan júlimkn. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin viT> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslastofa blabs- ins er í Austurstrœti 8 Reykjavik, miðvikudaginn 4. júli 1894. 41. blað. XXI. árg. ísafold kemur ekki út langardaff 7. þ. mán. Skepnudauðinn og hvalkjötið á Vestfjörðum. Örfáir menn, máske að eins tveir, hafa fundið út, að þetta tvennt stæði í sambandi hvort við annað. Eins og allir vita, má ^ætíð fá einhverja til að trúa eða látast trúa þess konar og í þessu tilfelli hefir J>að tekizt vouum framar. Hefði jeg að eins átt við þessa menn, skyldi jeg ekki hafa eytt einum dropa af bleki í því skyni að sannfæra þá. Jeg 'þekki mína raenn og veit, að sannanir og Tök eru þeim einkisvirði og að þeir í stað sannana færa fram á völlinn lítinn hóp af afvegaleiddum og auötrúa fáfræölingum, sem þeir með ýmsum meðulum hafa kló- fest og sem eru svo vel tamdir, að undir •eins og einn þeirra bendir og segir: þarna ■er draugur, hleypur allur hópurinn upp með ákafa og ærslum og hrópar: »sjáið •drauginn, dýrð sje þeim skygna«. En með því að vera má, að stykki þessu verði laumað í »Augíasarflór« þann, •er næsta þing á að hreinSa, og ekki er ó- hugsandi, að umbúðir um það verði svo ramgjörvar eða glæsilegar, að þingmenn eigi nenni að rífa þær af til þess að sjá, hvað innan í er, þá vildi jeg leiða athygli þeimi að þessu og vona að orð mín eigi verði »vatn hellt á gæsir«. Málið sjálft er þannig vaxið. Þangað til 1 fyrra haust var allur almenningur hjer vestra á einu máli um, að hvalket til skepnufóðurs og áburðar væri búbót mikil, og Árni bóndi leit enda öfundaraugum til •Bjarna nábúa síns, ef svo hittist á, að meiri guðsblessun af skepnufóðri, þ. e. hvalþjósum, rak á land hjá honum en Árna. Menn sóttu í harðæri heila bátsfarma og hestbyrðar af hvalkjöti til hvalastöðvanna, og björguðu með því skepnum sínum og sjálfum sjer frá hungri. Allir voru sam- mála um, að hvalkjöt hefði bjargað skepn- um svo þúsundum skiptir frá hungursneyð og veitt mörgum manni mettan kvið þegar að hefði þrengt. Og menn þar um slóðir voru glaðir yflr að vita af hvalstöðvunum sein fóðurforðabúrum, ef í hart skærist af •náttúrunnar völdum. Nú bar það til, sein hefir raunar borið opt við áður, að nokkrar skepnur drápust á ýmsum bæjum í Dýrafirði. Fyrir 50 árum kenndu inenn Gunnhildi og öðrum draugum um þess konar og hjetu á galdramenn og fjölkunnuga til aðstoðar. * En síðan »Þjóð- viljinn« kom og upplýsingin magnaðist, ■eru menn ekki lengur svo grænir. / Sig- •hvatur sá bakteríudrauginn undir eins og hann hafði roðið norðansmyrslunum á augu sjer og þurfti engin önnur vísindaverkfæri. Og »Þjóðviljinn« þarf ekki til Pasteurs, heldur bara til þingsins, til þess að kveða hann niður. Að draugur þessi hafi drepið feiknin öll af skepnum í Álptafirði, mun enginn þora að efa, og að hann magnist, ef hann er ekki kveðinn niður sem fyrst, liggur í augum uppi. Snjöllum og forvitr- um mönnum hefir nú hugkvæmzt, að senda blóð úr hinum dauðu dýrum til dýralæknis og mun eigi nógsamlega verða hrósað því vizkubragði. Því svo sagði Guðm. sál. norðlenzki mjer, og það vitum vjer allir Vestfirðingar, að Guðm. sál. var mörgum f'remri á sinni tíð og blóðtökumaður bezti, að aldrei hefði hann þurft annað en að sjá blóðið úr sjúklingnum, t.il þess að vita, hvort það var draugur, sending eða gjörn- ingar, sem að honum gekk. Það er í stuttu máli, að hinir skygnu eru fundnir. Draugurinn er fundinn. Fjeð hefir drepizt, og allt er í standi. Nú vant- ar bara lög og dómara til að dæma hinn seka svo hægt sje að grýta hann eða brenna áður en hann varar sig og ef til vill ldeyp- ur á brott með reitur sinar. »Þjóðv.« virð- ist ekki bera fullt traust til þeirra dóm- stóla, sem nú eru í þessu efni, heldur ræð-^ ur til að ráða þar á garðinn, sem þingið er. Skyldi því svo fara, að þingið fyndi böggulinn í fiórnum og snaraði honum ekki umhugsunarlaust út á haug, þá vil jeg leyfa mjer að vekja athygli þingsins áþví: 1., að algjörlega er ósannað, að nokkur skepna hafi drepizt af hvaláti eða að skepn- ur drepist fremur af því en kornáti; 2., að margsannað er, að ótal skepnum hefir verið bjargað frá hungri og fóður- urskorti með hvalkjöti; 3., að búhnykkur sá, að færa ábyrgð á bráðapestarrollum bænda yfir á óviðkom- andi menn, er ekki svo glæsilegur sem hann í fljótu bragði kann að sýnast. Allar bráða- pestarrollar sveitanna eru ekki eins mikils virði og styrkur sá, er þær hafa af kjöti þessu til skepnufóðurs og áburðar. Enda er ekki rjett, að taka not þau, er þeir, sem ekki trúa á draug þenna, nú hafa af kjöti þessu, af þeim án endurgjalds. Heil- brigðisnefndii' sveitanna virðast hafa nóg vald í þessu efni; 4., að trúin á draug þenna er alls ekki eins mögnuð eins og »Þjóðviljinn« virðist vilja. Dýrfirðingar, sem urðu svo frægir, að finna draug þenna fyrstir, sýndu í vor með því að sækja hvern bátsfarm á fætur öðruin af hvalkjöti frá hvalveiðastöðinni á Framnesi, til þess að bjarga skepnum sín- um, að hjá þeim er þessi »Þjóðviija«-villa ekki brennandi. Enda munu bæði þeir og allir ísafjarðarsýslubúar svo greindir, að þeir sjái, að sveitum þeirra stendur meiri heill af því, að nota fóðurtegund þessa sem bezt meðan hún fæst, heldur en af því, að fylgja óhlutvöndum mönnum í barnaskap þeim, sem fólginn er í að þjóna illri lundu bæði í tíma og ótíma. Hið ýtrasta, sem gerandi er í þessu efni, eins og málið er nú vaxið, væri það, að nefnd greindra og valinkunnra manna væri látin rannsaka mál þetta heima í hjeraði. Og að nefnd sú, ef hún kæmist að þeirri niðurstöðu að málið væri þess virði, að löggjafarvaldi þyrfti að beita, semdi laga- frumvarp, sem ekki væri farið í launkofa með, og lagt vær síðan fyrir næsta þing. Af reynslu býst jeg við að einn eða fleiri hinna alþekktu hlaupi á mig nafn- laust, út af því að jeg skuli hafa hreift þessari hlið máls þessa. En jeg vara þá fyrirfram við, að jeg geng með marghleypu i vasanum hlaðna gögnum og sönnunum þessu máli og öðrum viðvíkjandi, og að það er fullur ásetningur minn, að spara púðrið minna en síðast, ef jeg þarf að verjast persónulegum árásum. Á f'erð í Englandi 5. maí 1894. P. J. Torfason. Þjörsárbrúin. Það meiri háttar mann- virki hefir nú tekið að sjer að öllu leyti Englendingur sá, er Ölfusárbrúna smíðaði, Mr. Vaughan frá Newcastle, fyrir 67,500 kr. Er þar í fólgið allt sem þar að lýtur, þar á meðal flutningur á brúarefni, stöpla- hleðsla m. m. Mr. Vaughan kom hjer um daginn (12. f. m.) með Laura og fór aust- ur til þess að gera nánari mæling á brú- arstæðinu, undirbúa stöplahleðslu m. m. Ætlar hann að láta brúarsporðana ná nokk- uð upp á land beggja vegna, og kemst þannig af með minni stöpla en ella, en lengri verður brúin sjálf og meira hafið jafnvel en á Ölfusárbrúnni. Öll stöpla- hleðsla á að vera búin 1. sept. i sumar, og brúin á komin og fullger til umferðar 1. sept. að ári (1895), eptir nýlega gerðum samningi við ráðgjafann. Skip kemur með brúna sjálfa, járnbrú, nú á áliðnu sumri, til þess að veturinn megi nota til að koma henni að brúarstæðinu. Eins og kunnugt er, voru veittar allt að 75,000, kr. og spar- ast þá 7x/2 þús. kr. af þeirri fjárveitingu, nema ef einhverju þarf að kosta til um- sjónar verkfræðings með brúarsmíðinu. Frá embætti hefir landshöfðingi vikið um stundarsakir sýslumanninum í Norður- Múlasýslu, Einari Thorlacius á Seyðisfirði, fyrir einhverjar misfellur í embættisrekstri, er vitnazt hafa við rannsókn landshöfð- ingja í f. m. Settan hefir landshöfðingi fyrir sýsluna frá 1. þ. mán. cand. juris Axel Tulinius. Stúdenta-afmæli. Tiu af þrettán stúd- entum frá Reykjavíkur lærða skóla frá ár-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.