Ísafold - 04.07.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.07.1894, Blaðsíða 4
164 ; Proclama. Samkvæmt opnu brjefl 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Stefáns búfræðings Pjeturssonar frá Bildu- dal, er andaðist að Haukabergi í Barða- strandarhreppi 26. marz þ. á., að bera fram skuldakröfur sínar, og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu skiptaráðandans í Snæ- fellsnessýslu verða 20 hndr. úr jörðinni Siglunesi í Barðastrandarhreppi, tilheyr- andi dánarbúi Eiríks Kulds í Stykkishóimi, seld við 3 opinber uppboð 6. og 20. sept. og 3. okt. þ. á. kl. 12 á hád. Tvö hin fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofú sýslunnar að Geirseyri við Patreksfjörð, en hið þriðja á Siglunesi. Söiuskilmálarnir verða til sýnis á skrif- stofu sýslunnar 14 næstu dagana fyrir 1. uppboðið og birtir á uppboðsstaðnum fyr- ir hvert uppboð. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu skiptaráðandans í Snæ- fellsnessýslu verða 2115/16 hndr. úr Hval- látrum í Flateyjarhreppi tilheyrandi dán- arbúi Eiríks Kulds í Stykkishólmi seld við 3 opinber uppboð 6. og 20. sept. og 6. okt. þ. á. kl. 12 á hád. Tvö hin fyrstu upp- boðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar að Geirseyri við Patreksfjörð, en hið þriðja í Hvallátrum. Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu sýslunnar 14 næstu dagana fyrir 1. upp- boðið og birtir á uppboðsstaðnum fyrir hvert uppboð. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjermeð skorað á alla þá, er teija til skuida í dánarbúi Hafliða Eyjólfssonar í Svefneyjum, er and- aðist 5. apríl þ. á., að bera fram skulda- kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrit- uðum skiptaráðanda áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu skiptaráðandans í Snæ- fellsnessýslu verða 10 hndr. f. m. úr jörð- inni Flatey í Flateyjarhreppi, tilheyrandi dánarbúi Eiríks Kulds í Stykkishólmi, seld við 3 opinber uppboð 6. og 20. sept. og 9. okt. ]n á. kl. 12 á hád. Tvö hin fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýsl- unnar að Geirseyri við Patreksfjörð, en hið 3. í FlatOy. Söluskilmálarnir verðu til sýnis á skrif stofu sýslunnar 14 næstu dagana fyrir 1. uppboðið og birtir á uppboðsstaðnum fyrir hvert uppboð. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu skiptaráðandans í Snæ- fellsnessýslu verða 20 hndr. f. m. í Svefn- eyjum í Flateyjarhreppi, tilheyrandi dán- arbúi Eiríks Kulds í Stykkishólmi, seld við 3 opinbei' uppboð 6. og 20. sept. og 8. okt. þ. á. kl. 12 á hád. Tvö hin fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýsl- unnar að Geirseyri við Patreksfjörð, en hið þriðja í Svefneyjum. Söluskilmálarnir verða til sýnis á skrif- stof'u sýslunnar 14 næstu dagana fyrir 1. uppboðið og verða birtir á uppboðsstaðn- um fyrir hvert uppboð. Skrifstofu Barðastrandars. 23. júní 1894. Páll Einarsson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefl 4. janúar 1861 er hjet með skorað á alla þá, jer telja til skulda í dánarbúi Hjartar læknis Jónssonar, sem andaðist i Stykkishólmi 16. april þ. á., að koraa fram með kröfur sínur og sanna þær fyrir skipta- ráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Snæfellsn.- og Hnappad.sýslu 14. júní 1894. Sigurður Briem settur. Skektan (sexmannafar) »Sigurður«, smíðuð af Sigurði Eiríkssyni, hefir verið brúkuð eina vertíð í Garði og reyndist mjög vel, er nú til sölu. Semja má við verzluu Eyþórs Felixsonar i Reykjavík, eða Ásmund Árnason í Hábæ í Vogum, þar sem skektan er til sýnis. Með því að handhafi að lotteríseðli Thorvaldsensfjelagsins nr. 525, sem hljóta átti púff það sem dregið var um 10. des. f. á., heflr ekki geflð sig fram fyrir frest þann, er ákveðinn var í auglýsingu í Isa- fold XX. árg. 78 bls., þá verður enn á ný dregið um, hver hljóta skuli nefnt púff. Drátturinn fer fram á skrifstofu bæjarfó- getans í Reykjavík 9. þ. m. kl. 12 á hád., og verður síðar auglýst, hver hlotið hafi. Forstoðunefnd Thorvaldsensfjelagsins. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjermeð skorað á alla erflngja Hólmfríðar sál. Guðmunds- dóttur, er andaðist 22. maí þ. á. að heim- ili sínu Ásbjarnarnesi hjer í sýslu, að gefa sig fram og sanna erfðarjett sinn fyrir undirrituðum erfingja innan 12 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar augiýsingar. Sömuleiðis aðvarast hjer með allir, sem skulda tjeðu dánarbúi, að gjöra skil fyrir skuldum sínum innan sama tíma. í umboði myndugra erfingja Eyjólfsstöðum í Húnavatnssýslu 5. júní 1894. Bjarni Magnússon. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiöja fsafoldar 94 izt þess, að láta hástöfum í ljósi, hve mikið þeim fannst um að sjá hinn fræga, sára bandingja bera sig svo prúð- mannlega. Nú voru aftökurnar byrjaðar. Nagy-Sander var f'yrst- ur. Hann stje upp á aftökupallinn, lagði snöruna um háls sjer, blíndi framan í böðulinn og hrópaði með þrum- andi rödd: »í dag mjer, Ungverjanum; á morgun þjer, Austur- rfkismanninum«. Síðan var hann upp festur. Öldungurinn Danyanick, er stóð við hlið Batthyany, tók að gerast órór. Hann hafði verið færður þangað á kerru, með því að mulinn var á honum annar fóturinn og gat hann því eigi gengið. Hann horfði á fjelaga sína upp festa í gálg- ann hvern á fætur öðrum. »Það er skrítið«, mælti hann, »að jeg, sem jafnan var fremstur í förum í móti óvinum vorum, skuli nú verða að labba á eptir hinum öllum«. Loks var komið að Batthyany. Ekki hvikaði honum hót, heldur gekk hann hnarreist- ur, gleinn og óstuddur, að staurnum, er skjóta átti hann upp við. Liðsf'oringinn skipaði mönnum sínum umhverfis hann og hrópaði: 95 »Miðið þið!« Batthyany hreifði hvorki legg nje lið, en einblíndi á dularblæuna hvítu. Honum fannst eins og liann sæi í gegnum hana tvö hrafnsvört augu, er tindruðu í móti honum. Það var hin hinnsta hrellingarstund. »Hleypið af«, skipaði liðsforinginn. Skothvellurinn gall við og líkaminn skall til jarðar. í sömu andrá fjell hvíta andlitsblæan. Hafði önnur svört verið bak við hana. Edison og' frjettasnatinn. Edison var einu sinni á ferð í suðurrikjum Bandafylkj- auna. Honum var haldin viðhafnarveizla þar í einhverri meiri háttar borg. í veizlunni var meðal annara Mr. Penniback, frjettasnati frá helzta blaðinu þar í bænum. Oðara en staðið var upp frá borðum var Mr. Penny- back búinn að einangra Edison út 1 eitt hornið á veizlu-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.