Ísafold - 11.07.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.07.1894, Blaðsíða 2
166 er þar voru í borginui, voru þegar þangað komnir. Meðan þeir voru að kanna sárið, raknaði Carnot við litla stund og kveinaði: »En hvað þið meíðið mig«. Fjórðungi stundar eptir miðnætti, aðfaranótt hins 25., var hann örendur. Morðinginn var þegar handsamaður. Hann hafði stigið upp á vagnskörina og notað tækifærið, að myrða forsetann, er hann var að taka á móti fagnaðarópi lýðs- ins. Fjell morðingínn niður á götuna og var þegar fluttur á lögregluskrifstofuna. Hann meðgekk að eins að hann væri 22 ára gainall, ítaiskur að þjóðerni og hjeti Cesare Giovanni Sunto, og af ferðabók þeirri, er hann bar á sjer, og hafði sýnt í Paris 20. s. m., sást að hann var fæddur í Monte Virponti í fylkinu Milano. Frakkn- esku kunni hann lítt og hafði hann þó dvalið heilt missiri í borginni Cette á Frakklandi og þaðan kom hann morgun- inn áður en hann framdi morðið. Meira var hann ekki búinn að meðganga, og hafði neitað að gefa fleiri upplýsingar. Marie Fran§ois Sadi Carnot, forseti hins frakkneska þjóðveldis, var fæddur í Limoges í ágústmán. 1837. Var hann sonarsonur Carnot hins fræga hermálaráðherra á stjórn- arbyltingartímunum, og hafði lært verk- vjelafræði. Tvítugur að aldri gekk hann á fjölfræðisskólann (École Polyteehnique) og síðan á annan skóla, þar sem einkum var kennd brúa- og vegagjörð. Meðan stóð á umsátrinu um Paris í jan. 1871, varð hann fylkisstjóri í Seine Inférieure og tók þá mjög mikinn þátt í vörnum fylk- isins. Mánuði síðar var hann kjörinn þing- maður á þjóðþingið í Versailles fyrir kjör- dæmið Cóte d’Or og tók hann sjer sæti á bekk hinna vinstri þjóðveldismanna og fylgdi þeim jafnan að málum. Hinn 16. mai 1877 var hann í flokki þeirra þing- manna, er lýstu vantrausti sínu á Broglie- ráðaneytinu. Hann var kjörinn á þing ár frá ári, fyrst fyrir Cóte d’Or og síðar fyrir kjördæmið Beaune. Arið 1886 varð hann fjármálaráðherra í Brisson-ráðaneytinu og tókst aptur þann starfa áhendur er Freycinet stofnaði ráðaneytið i janúarmán. 1887. Þeg- ar Grévy valt úr forsetatigninni 2. des. 1887, var Carnot kjörinn forseti þjóðveldisins, og átti því ekki eptir nema rúma 5 mánuði að sitja í forsetasætinu. Voðalegur vábrestur varð í kola- námu einni á Englandi 23. júní síðarihluta dags og fórust þar um 250 verkmanna. Þorp það, er náma þessi lá hjá, heitir Cilfynydd í dal þeim, er Taíf Valiey nefn ist í Wales. — Kl. 3s/4 heyrðist í þorpinu Cilfynydd ógurlegur brestur. Fólkið hljóp út úr húsum sínum hundruðum saman, og átti lögregluliðið fullt í fangi með að varna fóikinu að námuopinu, en upp úr því gaus sífeld reykjarstroka. Um miðaptan tók reykurinn að rjena, og varð þá vart við að nokkrir mundu enn vera á lífí niðri í námunni. Er sögð hræðileg sjón að sjá líkami hinna dauðu og særðu, — höfuð og bolir lágu sitt í hverju lagi, allt sundur slitið. Á kolanámu þessari var byrjað 1884. Voru alls við hana 1600 verkmanna, en að eins rúml. 260 voru niðri í henni er slysið varð. Er talið að 251 hafi dáið, 15 náðst lifandi, en 3 þeirra sje svo skaddaðir að þeir muni aldrei komast til fullrar heilsu aptur. — Náma þessi er um 1730 feta djúp og fengust um 10,000 tons kola úr henni á viku hverri. Ekki eru menn á eitt sáttir um, hvort kviknað hefur i gasblönduðu kolaryki eða kolaryki eingöngu. Fyrir utan mennina, er unnu í námunni, voru þar 120 hestar, er siysið varð, og fundust að eins 2 þeirra lifandi. Hið islenzka nátturufræðisfjelag átti með sjer ársfund hinn 2. þ. m., og var kosin hin sama stjörn og endurskoð- unarmenn. Formaðurinn skýrði frá því, sem gert hafði verið náttúrusafninu til efl- ingar, bæði smíðum og náttúrugripum, þar á meðal uppsetningu fugla. Fjehirðir lagði fram reikning fjelagsins endurskoðaðan, og skýrði frá að margir hefðu sagt sig úr fjelaginu, þegar þeir voru krafðir um til- lagið, sagzt aldrei hafa gengið í það, eða þá enga ástæðu gefið. í skýrslunni, sem væntanleg er seinna hluta sumarsins, mun nájcværnar verða skýrt frá ástandi safnsins. Synödus var haldin 4. júlí undir for- sæti stiptsyfirvaldanna. Fundinn sóttu 4 prófastar, 10 prestar og 2 prestaskólakenn- arar. Síra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli stje í stólinn og lagði út af 1. Mósb. IV. 9.—10. Því næst var fundurinn settur í efri deildarsal alþingis og haldinn í heyranda hljóði, eins og samþykkt var í fyrra. Var fyrst úthlutaö fje til 8 uppgjafa- presta og 79 prestaekkna, samtals að upp- hæð 3581 kr. 40 a. Biskup lagði fram reikning yfir tekjur og gjöld prestaekknasjóðsins árið 1893. Sjóðurinn var í árslok 19734 kr. 75 a. Höfðu gefizt til hans á árinu 188 kr. úr 14 prófastsdæmum. — Samþykkt var sú tillaga biskups, að næsta ár yrði úthlutað 600 kr. úr sjóðnum. Síra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn hreifði því máli, að prestar mættu svo sem þrem sinnum á ári láta messur falla niður hjá sjer, til þess að hlusta á nágranna- presta sína, sem gæfi þá prestum jafnframt betra tækifæri en nú til samfunda og kynningar. Biskup andmælti því, að fjjölg- að væri messuföllum, og voru aliir fund- armenn, sem tóku til máls, honum samdóma um það. Sira Ólafur Helgason skýrði frá samkomum presta í Danmörku á virkum dögum, þar sem nágrannaprestar koma saman, til skiptis hver hjá öðrum, til að ræða um andleg málefni. Biskup og fleiri tjáðu sig mjög hlynnta þeirri nýjung, sem bezt kæmist á, eptir frjálsu samkomulagi prestanna. Ennfremur var vakið máls á því, að nágrannaprestar í viðlögum hefðu kirkjuskipti á helgum dögum og flyttu messur, hver hjá öðrum. Biskup skýrði frá aðgjörðum Handbók- arnefndarinnar. Hún hefði komið sjer saman um undirstöðuatriði í flestum grein- um málsins og skipt með sjer verkum til að orðfæra í heild og skipulagi hina ein- stöku kafla Handbókarinnar, samkvæmt þeim grundvelli, sem nú væri lagður í nef'ndinni. Málið væri þannig nú á góðum vegi til væntanlegra fullnaðarúrslita. Biskup vakti máls á söiu Biflíunnar og Nýja-testamentisins frá hinu brezka og er- lenda biflíufjelagi, er svo höfðinglega legði stórfje árlega í sölurnar til útbreiðslu heil- agrar ritningar hjer á landi, og óskaði góðs fylgis fundarmanna til þess að hinn góði tilgangur fjeiagsins kæmi að sem mestum notum. Biskup skýrði frá því að einkar smekk- vís máiari, Anker Lund í Khöfn, málaði fagrar og ódýrar altaristöflur, hentugar fyrir litlar kirkjur, og hefði hann verið miliigöngumaður til að útvega fáeinum kirlcjum altaristöflur frá þessum manni, og- væri fús til að útvega fleiri framvegis. Biskup taldi það heppilegt að ungir- guðfræðingar byðu fram prestsþjónustu sína meðal landa í Yesturheimi, þar sem- nú væri loks fullslcipað í andlegrar stjettar embætti hjer á landi. Eptir nokkrar um- ræður var samþykkt í einu hljóði svolát- andi uppástunga frá biskupi: »Synódus; iýsir yfir því, að nú, þegar viðunanlega er bætt úr prestaíæðinni á íslandi, sje það æskilegt, að nokkur prestaefni, sem þvi gætu við komið, vildu helga starfsemi sína andlegum þörfum landa vorra í Vestur- heimi«. Biskup hreifði samskotum til trúboða Runólfs Runólfssonar í Spanish Fork og- ráðgjörði að skrifa um það mál í prófasts- dæmin sunnanlands. Sira Jens Pálsson minnti á samþykkt synódusar síðastliðið ár, um samskot til skólastofnunar hins evangeliska lúterska kirkjufjelags íslendinga í Vesturheimi. Einu eða tveimur máluin öðrum var að> eins hreift. Búnaðarfjelag Suðuramtsins. Síðarii ársfundur þess var haldinn 5. þ. m. Lagð- ur var fram og samþykktur endurskoðað- ur reikningur fjelagsins fyrir næstliðið ár- Forseti skýrði frá störfum búfræðinga í vor. Samþykkt að fjelagsstjórnin mættii verja allt að 100 kr. fram yfir fje það,. sem veitt var til búfræðinga í vetur. Fellt að veita Njarðvíkingum 100 kr. styrk til verkfærakaupa. Frestað að gjöra út um beiðni síra Steindórs Bríem í Iiruna um styrk til vatnsveitinga. Beiðni Einars. Helgasonar um 200 kr. styrk til að læra garðyrkju var samþykkt í fullu trausti þess, að hann framvegis notaði kunnáttu sína hjer á landi. Eptir uppástungu síra Stefáns Stephensen á Mosfelli í Grímsnest var kosin 3 manna nefnd til að íhuga,. hvernig samband gæti komizt á milli búnaðarfjelaganna i sveitunuin og bún- aðaríjelags Suðuramtsins og hvort ekki væri heppilegt að kosnir fulltrúar hefðu, einir atkvæði á fundum. Nefndarmenn urðu: síra Þórhallur Bjarnarson, síra E._ Briem og bankastjóri Tryggvi Gunnarsson^ Loks var kosin fjelagsstjórn: forseti H. Kr. Friðriksson, skrifari síra E. Bríem, fje- hirðir G. Zoega kaupmaður, en varforseti- Trýggvi Gunnarsson, varaskrifari Jón Jens- son, varafjehirðir síra Þórhallur Bjarnarson.. Bókmenntafjelagsfundur, ársfund- ur, var haldinn hjer í Reykjavíkurdeild- inni 9. þ. m. Fjehirðir fjeiagsins, síra E._ Briem, stýrði fundinum með því að forseti og varaforseti voru báðir fjarverandi. Frarn var Jagður og samþykktur endurskoðaður reikningur deildarinnar fyrir næstliðið ár. Skýrt frá bókaútgáfu fjelagsins í ár. Frá þessari deild að eins ókomið: Timarit 1894 og Skírnir um árið 1893, (innlendar og útlendar frjettir, skýrsl- ur og reikningar,og bókaskrá). Frá Hafnard. von á Ártíðaskrám II. og Þjóðsagnasafni (vikivakakvæðum ísl.) sem 5. hepti af rit- inu »gátur og þulur« o. s. frv. Stjórninni falið að útvega Skírnisritara næst. Þá var- kosin stjórn fjelagsins. Forseti varð Dr.i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.