Ísafold - 11.07.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 11.07.1894, Blaðsíða 4
168 Hús til sölu. Húsið nr. 3 í Þingholtsstræti fæst keypt með gððum kjörum, bæði hvað verð og borgunarskilmála snertir. Lysthafendur semji við undirskrifaðan. Beykjavík 11. júlí 1894. Hjálmar Sigurðarson. Nýtt nautakjöt fæst í dag og á morg- un í E. Felixsonar verzlun. Islenzkt smjör er keypt háu verði í verzlun G. Zoega & Co. Stór vel viljugur og þægilegur klárhestur, ungur og helzt einlitur, ósk- ast keyptur. Geir Zoega kaupm. Samkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla, sem telja til skuldar í dánarbúi Niku- lásar Sigvaldasonar, sem andaðist hjer í bænum 28. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðand- anum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar inn- köllunar. Bæjarfógetinn i Reykjavík 6. júlí 1894. Halldór Daníelsson. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Hjartar læknis Jónssonar, sem andaðist i Stykkishólmi 16. apríl þ. á., að koraa fram með kröfur sínur og sanna þær fyrir skipta- ráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Snæfellsn.- og Hnappad.sýslu 14. júní 1894. Sigurður Briem settur. Kennsla í ylirsetukvennafæði byrjar í haust 1. október og í vetur 1. marz. Rvík 9/7 ’94. í fjarveru landlæknis. J. Jónassen. Nýkomið til W. Christensens verzlunar: Galv. járnplötur, Kalk, Steinolía, Bollapör úr Fajance & Porcelain, Jurtapottaundirskálar, Mixed Pickles, Agurkur, Gjærpúlver í dósum. Humrar, Lax. Stór og góð jörð með miklum túnum og slæjum, nærri Reykjavík, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Ritstj. vísar á. Ómissandi meðal. í mörg ár hef jeg þjáðst af krampa fyrir brjóstinu og taugaveiklun. Jeg hef leitað ráða bæði til allópaþa og homópaþa, og varið til þess miklu fje án þess að fá bót meina minna. Þegar allar þessar til- raunir urðu að engu liði, var mjer ráðlagt að reyna 1 glas af Kina-lifs elixtr herra Waldemars Petersens í Friðrikshöfn, og þegar er jeg hafði brúkað þetta eina glas fann jeg sýnan bata, og því meira sem jeg brúkaði af þessum ágæta bitter, því heilsúbetri er jeg orðin. Jeg er þess vegna öldungis sannfærð um, áð jeg get eigi verið án þessa lyfs, og jeg vil því ráða hverjum þeim, sem þjáist af sams konar veiki að útvega sjer í tíma þetta ágæta og heilsusamlega lyf. Hörgsholti, 26. jan. 1894. Guðríður Einarsdóttir. Kína-lífs-elixirinn fæst hjá fiestum kaupmönnum á Islandi. Lántakendum í Búnaðarfjelagi Suður- amtsins, sem enn eiga ógreidda vexti sína, gjörist aðvart um, að vaxtagjalddagi var 11. júní. Reykjavík 10. júlí 1894. G. Zoega p. t. gjaldkeri. Mánudaginn 9. þ. m. var, eins og til stóð, dregið um púfif það, er Thorvaldsensfje- lagið hjelt lotterí um, og kom út nr. 1017, eign ungfrú Guðrúnar Benidiktsdóttur frá Skálholtskoti. Forstöðunefndin. Jeg undirritaður Þórður Magnússon frá Auðsholti. apturkalla hjer með, sem daub og marklaus, öll þau ærumeiðandi ummæli, er jeg hefi hatt um bræðurna Guðjón Erlendsson í Sviðholti og Magnús Erlendsson í Gróf, bæði í Reykjavík og austur í Árnessýslu, ýmist ölvaður eða ódrukkinn, og játa jeg hjer með og viðurkenni, að öll þessi svíviröilegu um- mæli mín voru með öllu ástæðulaus og á eng- um rökum byggð, og hef því fúslega beðið þá að fyrirgefa mjer þetta ófyrirsynju »glapp- æði« mitt. Staddur í Svibholti 6. júlí 1894. Þórður Magnússon frá Auösholti. Vottar: Magnús Þorgilsson Gísli Þorgilsson. Gráskjóttur liestur óaífextur og ójárnað- ur, mark: tveir bitar aptan hægra, hefir verið í óskilum siban um hvítasunnu á Þyrli á Hval- fjarðarströnd. Eigandi vitji til Halldórs Þor- kelssonar. Saumur af mörgum stærðum fæst í verzl- un Jóns Þórðarsonar, og er mjög ódýr. I Klausturhólum fæst nú þegar keypt ung kýr — tímalaus — fyrir peninga. Tapazt hefir nálægt Árbæ grár ullartrefill með kögri. Finnandi er beðinn að skila til verkstjórans vib vegavinnuna á Mosfellsheiði. Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassurance Compagni for Bygninger, Varer, Effecter, Creaturer og Höe &c., stiftet 1798 i Kjobenhavn, modtager Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler- ne Isafjord, B/irdastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier &c. Islandske Huse (bæir) op- tages ogsaa i Assurance. N. Chr. Gram. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Frentsmitja Isafoldar. 98 Hann var maður á sextugsaldri, fölur og gulur í framan, andlitið allt eins og höggvið væri út úr kletti; það var alltaf í sömu skorðum eins og marmaralíkneski. Honum sást aldrei bregða, hvað sem á dundi og hvort sem hon- um bljes með eða móti. Nema hvað það er þó sumra manna sögn, að alls einu sinni hafi vottað fyrir brosi á andlitinu á honum. Það var þegar mesti keppinautur hans og skæðasti óvin- ur varð gjaldþrota. Hann hafði, þessi keppinautur Smarts, fengið njósn af því tveimur klukkustundum á undan Smart, að í ráði væri að leggja járnbraut að smáþorpi einu 100 mílur í vestur frá New-York. Þessi keppinautur hans brá óðara við og keypti land nærri þorpinu fyrir 10 milj- ónir dollara. Járnbrautin var lögð, eins og til stóð. Þá var landið, sem hinn hafði keypt, orðið 15 miljón dollara virði. Þá keypti Jenkin Smart alla járnbrautina, eins og hún var, en ljet ekki nokkra einustu lest fara eptir henni í 3 ár samfleytt, ekki einn einasta vagn. Fjórða árið var landið ekki orðið 1 miljónar virði, hvað þá heldur 15 miljóna. Það reið keppinaut Smarts að fullu. Hann varð gjaldþrota. Þá þóttust glöggskygnir menn eygt hafa ofurlítinn brosbjarma líða rjett sem snöggvast yfir ásjónu Jenkins Smarts. En þar er þá til máls að taka, er áður var frá horfið 99 og jeg var staddur inni hjá Smart. Hann leit á mig og mælti: »Hvað er yður á höndum?« »Mjer leikur hugur á að ganga að eiga hana dóttur yðar«. »Það er svo. Hvað eruð þjer«. ».Teg er hugvitsmaður«. »Hvað hafið þjer þá hugsað upp?« ».Teg hefi ekki hugsað neitt upp enn, er jeg geti sýnt. Mig skortir fje til að smíða sýnishornin«. »Hvers kyns eru þessi hugvitssmíðasýnishorn þá?« »Það er rafmagnstól«. »Það er svo«. I sama bili varð mjer litið á gríðarstóran peninga- skáp þar í herberginu, sem stóð opinn. »Haldið þjer að peningaskápurinn þessi sje þjófheld- ur, herra Smart«, spyr jeg. »Nei, ekki held jeg það. Að minnsta kosti ekki með- an smiðurinn liíir, sem smiðað hefir skrána fyrir hann. Skráin kostaði 6 þúsund dollara. Og þegar öllu er á botninn hvolft, kemur það mjer líklegast ekki að neinu haldi. Það hefir verið gert innbrot hjá mjer ekki færri en 4 sinnum. »Þjer eruð þá í rauninni aldrei óhræddur um yður«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.