Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 2
Zöllner var 3vo einlægur, að hann rjeð mjer til, eins og jeg væri bróðir hans, að ganga að einhverri sátt við Rennie jafnvel þótt hún væri mögur, því málskostnaður væri þar svo mikill, eins og satt er. Zöllner talaði yfir höfuð fagurt. Jón Vídalín ljet í ljósi> að þessi Renuie, sem þeir þekktu þá hvorugur, hlyti að verða fá- tækur maður, ef hanu tapaði þessu máli, og Zöllner kvaðst gjarn- an vilja vera mitt vitni og styðja mig við málið á þann hátt. Við skildum svo, og þakkaði jeg Zöllner fyrir hans drengilega fyrirheit, og fjekb þá allt aðra hugmynd um hann en eg hafði áður. Sem sagt, jeg skoðaði hann á því augnabliki sem sómamann. Jeg fór svo aptur til Leith. Málfærslumenn mínir, sem áður voru búnir að finna Zöllner, fóru aptur í apríl til Newcastle til þess að taka ná- bvæman vitnisburð Zöllners og umboðsmanns hans Maughan, sem selur fjeð fyrir hann. Zöllner ljet skrifa upp allt sem hann gat sagt, og var það margt, því hann kom til Leith þegar »Alpha« lá þar með farminn, til þess að skoða fjeð og skipið. Allt sem Zöll- ner sagði var máli mínu mikið til stuðnings og mjög á móti Rennie, og töldu málsfærslumenn mínir hann mitt bezta vitni. Eptir að málsfærslumenn mínir voru búnir að skrifa upp vitnisburðinn og þeir voru komnir heim, sendu þeir Zöllner eptir sko^kum sið eptir- rit af því, sem þeir höfðu skrifað upp eptir honum, til þess að hann gæti gert athugasemdir, ef vitnisburðurinn ekki væri rjett skrifaður; en Zöllner fann enga ástæðu til að senda neina athugasemd til baka, eins og venja er til, ef vitnin samþykkja ekki það, sem máls- færslumenn hafa skrifað upp eptir þeim. I sama sinn sömdu málfærslumennirnir um borgun fyrir Zöller og Maughan fyrir að koma sem vitni til Edinborgar, er það 3 stunda ferð frá Newcastle. Báðir vildu vera mjög ódýrir. Zölln- er vildi gera það fyrir ekki neitt, að eins að hann fengi ferðakostn- aðinn borgaðan. Hann sýndi því hér sem fyr hina hárfínustu lip- urð. Og hann vildi líka sýna Islendingum, að hann væri ebki á móti samkeppni, að hann vildi ekki meina Islendingum að nota hvern sem þeir vildu fyrir umboðsmann, að hann væri vinur Is- lendinga, sem gæti unnt þeim að njóta sem beztrar verzlunar, að hann þyrfti ekki að óttast, að verzlun mín gæti sýnt, að hann gerði sjer meiri hag en hin umsömdu umboðslaun 2^g o. s. frv. f>egar að deginum kom, 16. maí, er prófið átti að halda yfir vitnunum og báðum málspörtum, sem einnig eru tekin þar í landi sem vitni, voru Zöllner ogMaughan sendir 50 sh. = 45 kr. hvorum í ferðakostnað, sem báðir tóku við. f>eir áttu að mæta 17. maí, af því að fyrst átti að leiða mig sem vitni þann 16. maí. En eptir- tektarvert var það, að Zöllner kom deginum fyrir, 16. maí, rjett eins og að hann ætti þar eitthvað að annast. f>ann dag, 16. maí, var eg leiddur sem vitni; spurði mál- færslumaður minn mig fyrst, og var þá að sjá á dómaranum, að hann leit svo á, að jeg hefði satt mál að sækja. ‘ því næst komu gagnspurningar mótpartsins, sem stóðu um stund. Sýndi hann mjer meðal annars ýms brjef, sem jeg hafði skrifað verjanda, og jeg samþykkti, af því þau voru rjett, og jeg þekkti þau. því næst kom fram háskólakennari, sem verjandi hafði við hönd sjer og tal- aði þýzku, og las upp niðurlag á brjefi í eptirriti á þýzku dags. 21. febr. þ. á., sem hann spurði mig að hvort jeg hefði skrifað S. Stein í Hamborg. Mig minnti, að jeg hefði skrifað á þessa leið, og lýsti því yfir, að svo mundi hafa verið. Efni þessa brjefsniður- lags var, að íslendingar vildu ekki þiggja boð mitt í nóvember f. á., að taka hjá mjer borgun fyrir hið tapaða fje, og að íslending- ar mundu halda áfram á láta mig selja fje, þrátt fyrir skaða þenn- an, jafnvel í meira mæli en síðastliðið haust. jþar næst var brjefs- eptirritið allt lesið; byrjaði það líkt og jeg hafði skrifað, þó ekki eins, og voru ýmsir kaflar í þessu eptirriti, — sem var yfirskriftar- laust, undirskriftarlaust, og með hönd verjanda, — sem jeg aldrei hafði skrifað, þar á meðal kafli um það, að málfærslumenn mínir j hefðu varað mig við að leggja fram fyrir rjettinn brjef til Steins í Hamborg og Iade í Lúbeck dags. 24. ágúst f. á. út af leigunni á »Alpha«, sem hefði verið rjettarbrot samkvæmt skozkum lögum, en eptirrit af brjefum þessum hafði jeg gefið málfærslumönnum mín- um 27. nóvember f. á., samkvæmt málfærslureikningi þeirra, og frumritin fengin frá Hamborg 2. og 4. apríl þ. á. til framlagningar fyrir rjettinn. Voru frumritin lögð fyrir rjettinn fullum 3 vikum áður en prófið var haldið, 16. maí, eða um sama leyti og mótpart- urinn lagði fram sín brjef, sem snerta málið. Málfærslumenn mínir lýstu yfir þvf, að þessi brjef frá 24. ágúst, sem brjefseptirritið snerti, væru lögð fram í málinu, en gættu þess ekki, að mótmæla brjefseptirritinu jafnframt mjer, og dómarinn krafðist heldur ekki af verjanda að sýna frumritið af brjefinu, nje staðfest eptirrit af því þá þegar, sem talið var að við ! hefði átt, er svo stóð á. Næsta dag átti að halda prófinu áfram, en í staðinn fyrir að halda því áfram komu allir 3 málfærslumenn mínir og lýstuþví’ yfir fyrir dómaranum, að af því brjefseptirrit þetta gengi nærri; virðingu þeirra, þá gætu þeir ekki lengur haldið uppi málinu fyrir- mig, með öðrum orðum: áður en þeir höfðu fengið hinar minnstu líkur fyrir að jeg hefði skrifað brjefið, því síður sönnun. þennan dag. 17. maí, sem Zöllner átti að mæta, kom hann ekki upp t' rjettinn, en var þó í bænum, alveg eins og hann vissi af því, að jeg hlyti að missa málfærslumennina. Við næsta rjettarhald, 22. maí, lýsti málfærslumaður verjanda því yfir, að brjefeptirritið hefði verið ðdagsett, og að verjandi hefði sjálfur gizkað á dagsetninguna, og sett þar eptir dagsetningu á brjefseptirritið. þegar málfærslumenn mínir höfðu dregið sig í hlje, veitti dómarinn mjer frest til 22. maí eða í 5 daga (þar af einn dagur sunnudagur), til þess að útvega mjer nýja málfærslumenn, ef jeg, vildi halda málinu áfram. |>egar svona var komið, gat jeg ekki búizt við að fá nýja, góða málfærslumenn, með því líka að jeg hafði lítið af peningum milli handa, þar sem jeg varð að borga öllum vitunum, þó þau væru ekki leidd, samkvæmt venju og stöðu þeirra 18—63 kr. hverju, auk málfærslulaunanna til þriggja málfærslumanna. Tíminn, 5 dagar, var svo stuttur, að óhugsandi var að geta sent brjef til Hamborgar og að fá svar aptur, af því að helgur dagur var á þessu tímabili. Jeg fór því sama kveld með járnbraut til Hamborgar yfir London og Holland, sem er 36 stunda ferð, hitti 8. Stein og sagði honum frá tíðindunum, sem honum þótti kynleg. Hanö leitaði í brjefum mínum til sín og fann eitt brjef dags. 22. febrúar, sem að upphafi og niðurlagi líktist því, sem í brjefseptirritinu stóð, sjerstaklega niðurlagið, sem var alveg eins,. nema eitt orð, og svo var nokkuð fellt burt af því, upphafið var talsvert öðruvísi, og miðkaflinn alls ekki í brjefi þessu, sem í ept-- irritinu stóð. Jeg bað Stein að skrifa málfærslumönnum mínum um það' að hann fyndi ekkert brjef með því innihaldi, sem í brjefseptirrit- inu stóð, nefnilega að málfærslumenn mínir hefðu ráðið mjer til að halda brjefum fyrir utan málið, sðm þeir líka aldrei gjörðu, ogmjer því ekki gat dottið í hug að skrifa um. Stein skrifaði því undirmálfærslumanni mínum, sem þá var farinn frá, brjef, þar sem hann vottaði og bauðst að sverja að jeg hefði ekki skrifað neitt brjef, er hljóðaði eins og brjefseptirritið, eða viki að því að málfærslumenn mínir hefðu ráðið mjer til eða haft áhrif á, að jeg hjeldi aptur bjefum frá 24. ágúst f. á., og þessu til sannindamerkis ljeði hann einnig brjefið frá 22. febrúar, í frumriti, og fór jeg samdægurs með það aptur til Edinborgar og afhenti. bæði brjefin málfærslumanni mínum hinn 21. maí, þegar er jeg kom beint af járnbrautarstöðinni. Nú var eptir að fá nýja mál- færslumenn fyrir morgundaginn, og var það naumur tími. Samt fjekk jeg um kveldið þrjá nýja góða menn, sem tóku að sjér að> halda uppi vörn fyrir mig næsta dag að sinni. þeir komu svo í rjettinn 22. maí og lásu upp brjef S. Steins til fyrri málfærslu- manna minna, og báðu um hjer um bil viku frest til þess að geta athugað öll mín skjöl og bækur, sem brjefseptirritsmálið snertu, svo þeir gætu sagt til, hvort þeim þætti tiltækilegt að taka málið að sjer. Viku þessa notuðu þeir svo til þess að rannsaka málsskjölin, bækur mínar og annað, sem málið varðaði, og af því tíminn var svo stuttur, sem jeg notaði til Hamborgarferðarinnar, dró mót- parturinn efa á, að jeg hefði komið þar. Menn mínir sendu því málþráðarfyrirspurn til S. Steins um það, hvort jeg hefði komið þar, og hvort jeg hefði skrifað hið margumrædda brjef, og fengu sama dag málþráðarsvar um, að jeg hefði ekki skrifað það, sem í brjefseptirritinu var fundið mjer til saka, og að jeg hefði komið þar þá í vikunni. þegar vikan var liðin, voru málfærslumenn mín- j ir ánægðir og tóku að sjer að sækja málið, ef jeg gæti borgað það sem það kostaði, en það var nokkuð örðugt fyrir mig, þar sem all- ur málskostnaður var þegar á mig fallinn, sem lent hefði á mjer út af aðalmálinu, hefði málið getað haldið fram viðstöðulaust 17. maí, og því þá verið lokið daginn eptir, eins og orðið hefði, ef brögðum hefði eigi beitt verið. þegar hinir nýju málfærslumenn ' mínir mættu næst í rjettinum og tóku að sjer að halda uppi mál- inu, lýstu þeir því yfir fyrir dómaranum, að þeir hefðu rannsakað skjöl mín og bækur, svo og fengið vissu sína frá Hamborg með þráðarskeyti um, að jeg hefði komið þar, og að jeg hefði ekki skrif- að hinn áminnzta brjefkafla. Dómarinn ákvað, að brjefseptirritið og brjefið skyldi prófað 13. júlí, en þeim tíma var síðan breytt í 28. júní. Daginn eptir voru málfærslumenn verjanda nötrandi yfir því, að efasamt væri, hvort þeir gætu sannað, að brjefseptirritið væri rjett, þar sem þeir höfðu ekkert frumrit. Komst þess vegna upp, hver hefði hjálpað þeim um þetta eptirrit, og hefir sjálfsagt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.