Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1894, Blaðsíða 3
3 ekki verið til ætlazt, að það kæmist fyrir dagsins Ijós. þeir sögðu, að þetta brjefseptirrit hefðu þeir fengið frá LouÍS Zöllner í New- castle og Jóni nokkrum Vídalln- þó mátti þetta ekki fara hátt, heldur en sögur Gróu á Leiti. Atti því nú að fyrirbyggja með öllu móti, að þessir mínir nýju málfærslumenn hjeldu málinu á- fram, til þess að ekki þyrfti að láta uppi í heyranda hljóði fyrir rjettinum, hverir hjálpað hefðu um eptirritið. En það stoðaði ekki. Menn mínir hjeldu áfram að rannsaka ýmislegt um Zöllner og hanns verzlunaratferli. þ>eir fóru til yfirmanns tollgæzlunnar í Leitb, sem áður gat jeg um, og fenguað vita, að Zöllner í New- castle hefði, fyrir milligöngu þokkapiltsins Mackinnons, þjóns E. D. Slimous, gert tollgæzlunni viðvart um skipið »Alpha« áður en það kom, og að þeim hefði verið mjög annt um, að lögunum yrði stranglega fylgt að því er þennan farm snerti. |>etta bauðst hann til þess að votta fyrir rjettinum með eiði. þar með var gátan leyst, hverjum það var að kenna, að fjeð komst ekki á land í Leith og að eigendurnir töpuðu fjársendingunni. En það uppgötvaðist meir, sem sje það, að Zöllner hefði gjört alveg sama áður, áður en hann komst í samviunu við E. D. Slimon í Leith, er alveg eins stóð á, nefnilega að skipið »Livonia« kom frá utanríkishöfn og sótti fjárfarm til íslands. |>á var einnig sagt, að Zöllner hefði hallað sjer að sömu tollgæzlu fyrir milligöngu annars rranns, sem vildi ekki eiga við það, og þá þriðja manns, sem tók að sjer að gefa viðvörunina fyrir Zöllners hönd. J>essi framburður var einnig upp látinn að eiði viðlögðum. Jeg var þann- ig ekki sá fyrsti, sem Zöllner beitti þessari aðferð við Málfærslumenn mínir fóru því næst út af þessu til New- castle, að finna mitt dyggva vitni, Zöllner, og spurðu haun, hvort hann ætti þátt í þessu brjefseptirriti, og hvort hann hefði látið verjandann, Eennie, fá það; en vesalingsmaðurinn afsakaði sig á allan hátt og sagðist engin viðskipti eiga við þá menn, sem jeg skipti við(!!I) og að hann hefði neitað sömu mönnum á Islandi um viðskipti(!!) og að hann vissi ekkert um brjefseptirritið(Ul). Zöllner og verjandi málsins treystu því sem sje í lengstu lög, að jeg kæm- ist í þrot með peninga til þess að halda uppi málinu, og voru hafðar á því góðar gætur, þar sem farið var á bak við mig til manns þess, er jeg átti vist hjá, til þess að vita um, hvort jeg stæði þar í skilum, og hvort jeg hefði nokkra peninga milli handa. J>á mun einnig hafa verið leitað vitneskju hjá bankanum sem jeg skipti við. En fyrir framgöngu minna ötulu málfærslumanna komst málið svo langt, að verjandi varð að lýsa því yfir fyrir dómaran- um 1 rjettinum hver væru sín vitni um brjefseptirritið. Vitnin voru þeir Louis Zöllner i Newcastle, Jón Vída- lín og Winther nokkur í Hamborg, sem hvorki jeg nje verjandi þekkti. Nærri má geta, hvað Zöllner hefir orðið rótt við þessa fregD, að nafn hans skyldi lesið fyrir rjettinum. Vídalín var svo heppinn að vera kominn burtu til íslands. J>að var að heyra, að leiða ætti þennan Winther sem vitni í Hamburg; varð jeg því að fara þaDgað til þess að leita mjer upp- lýsingar um hann og til þess að útvega mjer þar málfæulumann. Um þennan Winther fjekk jeg vitneskju á ýmsum stöðum, sem báru vott um, að hann væri blandinn mjög, að hann hefði 1886 sætt ákæru og hegningu fyrir svik í Hamborg, að hann skipti við Louis Zöllner, seldi fyrir hann æðardún og ræki aðra verzlun við hann o. s. frv. Brjef frá áreiðanlegum almennum upplýsingastað hefi jeg fyrir þessu. Málskostnaðurinn frá þvi síðari málfærslumenn mínir tóku við málinu 21. maí með tveim ferðum mínum til Hamborgar til 23. júní nam £ 140 sterling eða 2520 kr., sem stafaði eingöDgu af rannsókn brjefseptirritsins. Af því að það eru lög á Skotlandi, að vitni, sem þar eru leidd í máli, verða annaðhvort að mæta sjálf í rjettinum þar, hvar sem þau eiga heima, eða að senda verður enskan dómara á kostnað þess, sem vill leiða vitnin, til þess lands, þar sem vitnin eru, þá er ómögulegt að leiða þar erlend vitni nema með ærnum kostnaði. Til þess að geta verið viss um að vinna brjefeptirritsmálið, þurfti jeg að taka vitni frá Hamborg, þar á meðal S. Stein, sem bauðst til að koma fyrir ákveðna borgun fyrir fram, en háa, til þess að mótmæla persónulega brjefseptirritinu og til þess að kannast við og samþykkja frumritið samkvæmt því, sem hanu hafði gjört í brjefi til málfærslumanna minna. Og svo þurfti jeg einnig að geta leitt tvö vitni um það frá Hamborg, að Winther þessi væri sá sami maður, sem árið 1886 var dæmdur í Hamborg fyrir svik, af því ekki var unnt að fá eptirrit af dóminum yfir honum, og hefði jeg einnig orðið að borga það allt fyrir fram. Kostnaður sá, sem leitt hefði af því að rannsaka til fulls brjefseptirritið, fullnægjandi fyrir hinn skozka rjett, mundi hafa numið minnst £ 160 = 2880 kr. f viðbót við það, sem jeg hafði greitt, en það sá jeg mjer ekki fært, að leggja út í svipinn. Jeg hætti því við málið 23. júní, af þessum ástæðum: 1. að jeg hafði ekki fje fyrir hendi til þess að reka málið áfram; 2. að jeg sá fram á, að ef jeg verði meiru fje til málsins, en jeg hafði þegar gjört, þá kæmi það í bága við þá menn, sem jeg skipti við og veitt höfðu mjer lánstraust; 3. að jeg sá fram á, að ef nokkuð bæri út af, er lengra væri haldið, þá hlyti málið að steypa heimili mínu í of örðugar kringumstæður; 4. að jeg gat ekki búizt við, að bankinn í Beykjavík mundi að neinu leyti styðja mig eða fjelögin með peningahjálp, eins og bankar almennt mundu gjöra, er líkt stæði á, til þess að reisa mig eða fjelögin við aptur, ef út af bæri, eptir framkomu bankastjórans í málinu, þegar hann var leiddur sem vitDÍ í Eeykjavík; 5. að jeg hafði sem vitni á móti mjer í þessu brjefseptirritsmálr menn, sem auðsjáanlega leituðust við á mjög ískyggilegan hátt. að eyðileggja fjelag mitt og framtíð mína, og jeg gat því ekki búizt við að kæmu fram sem óvilhöll vitni í brjefseptirrits- málinu; 6. að enskur rjettur hefir leyfi til að taka gild óstaðfest eptirrit eptir brjefum sem lögð eru fyrir rjettinn, eins og frumrit væru, ef 2 menn, sem ekki hafa hegningu sætt, vinna eið að því, að eptirritið sje samhljóða frumriti, er þeir hafi sjeð, og þurfti því ekki annað til þess, að jeg tapaði málinn; 7. að enda þótt brjefseptirritsmálið væri unnið, þá var var eptir að geta rekið aðal-málið, sem kostað hefði að minnsta kosti annað eins, þar sem jeg hefði þurft að stefna öllum vitnum mínum á ný, og að hinir nýju málsfærslumenn hefðu einnig þurft langan tima til þess, að kynna sjer til hlítar aðal-málið, en það höfðu þeir ekki gjört þá; 8. að jeg gat búizt við að mega hýrast allt að einu ári í viðbót á Skotlandi, ef jeg hjeldi málinu til lykta, sém alveg hefði fyrirbyggt, að jeg gæti haldið áfram verzlun minni. 9. Loksins var ekki óhugsandi, að keppinautar mínir fyndu upp á nýju ráði til þess, að draga málið á langinn, ef þessi hnikkur dyggði ekki til þess að eyðileggja það, og að fyrirbyggja að jeg gæti fiutt út fje aptur þetta ár. J>ar með voru þessir keppinautar mínir búnir að fyrirbyggja í annað sinn, að bændurnir hjer fengju fjeð borgað. Jpegar þess er gætt, aðíbrjefi mínu 22. febrúar var tekið fram, að bændurnir á íslandi hefðu neitað að þiggja boð mitt, að borga þeim sauðina, sem jeg fjekk að víta um í janúar þ. á., og að þeir ætluðu að halda áfram fjársölunni fyrir mÍDa forgöngu, þrátt fyrir óhapp þetta, þá er það augljóst, að keypinautar mínir voru hjer ekki einungis að vinna á móti mjer, heldur á móti íslenzkum bændum, vinna á móti sínum eigin viðskiptamönnum, Arnesingum, vinna að því að gjöra þá kjarklausa, svo að þeir þyrðu ekki að senda nokkra kind til útlanda, nema fyrir milligöDgu þeirra, rjett eins og þeir væru hinir einu menn, sem gætu látið aðra selja fje á. Englandi; sjálfir selja þessir herrar ekki fjeð, sem þeir taka við frá íslandi. Og þegar þess er eun fremur gætt, að jeg þegar í janúar- mánuði þ. á. fjekk vitneskju um, að fjelög þau, sem jeg skipti við, vildu ekki taka við neinni borgun fyrir kindatapið úr mínum vasa, og að þeir ætluðu að halda áfram fjárverzluninni fyrir mína for- gÖDgu, þá er það augljóst, að jeg var ekki að eyða tíma mínum og hætta fje mínu og þar af leiðaudi framtíð minni fyrir sjálfan mig, heldur af skyldurcekui, samvizkusemi og sterkum vilja til að vernda rjett fjelaganna, sem jeg vann fyrir. Fyrir pað eitt tapaði jeg fje og tíma, sem jeg aldrei sje eptir, því mikið var unnið, þar sem umboðsmennirnir sjálfir sönnuðu með framkomu sinni í þessu máli það rjett að vera, sem jeg hefi sagt um útlenda umboðs- menn yfir höfuð, og að allt komst fram í dagsbirtuna, sem þessir menn gjörðu í pukri, þrátt fyrir alla viðleitni til að halda þessum svikamylnu tilraunum leyndum. Ekki get jeg enn þá staðhæft hver eða hverjir hafa klætt brjefseptirritið í búning siun; það liggur á milli hluta. Svo er það heldur ekki upplýst, hvað Winther hafi fengið fyrir að stela eptir- ritinu upphaflega af brjefi mínu 22. febrúar þ. á., en ólíklegt er, að hann hafi gert það, fyrir ekki neitt, þar sem hann hvorki þekkti mig nje Bennie. Winther hefir kannazt við, að hafa stolið eptir- ritinu af þessu brjefi, eða tekið það án Steins vitundar, og fengiðt það í hendur mönnum á Englandi. Eitt er víst og það er það, að úr því Winther gat komizt yfir brjef mitt 22. febrúar þ. á. frumritað, til þess að stela eptírriti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.