Ísafold - 21.07.1894, Síða 1

Ísafold - 21.07.1894, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni -eða tvisvar í viku. Yerð árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis B kr. eöa 1V* doll.; borgist fyrirmibjan júlímíin. (erlend- is fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vift áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreiöslustofa blabs- ins er l Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 21. júlí 1894. 45. blað. Álit prófessors Konráðs Maurer’s um háskólamálið. Herra ritstjóri! Af því að jeg íminda mjer, að almenn- ingi muni þikja það nokkru skifta, hverj- um augum annar eins maður og prófessor Konr. Maurer lítur á hina firirhuguðu há skólastofnun, leifi jeg mjer að bjóða blaði ■iðar kafia úr tveimur brjefum hans til min, sem jeg hef þítt á íslenska tungu. Enginn getur efast um, að prótessor Maurer er manna færastur um að dæma um þetta mál. Hann hefur mestan hluta æfi sinnar verið prófessor við einn hinn besta háskóla ■& Þjóðverjalandi og er manna fróðastur um alt flrirkomulag háskóla eigi að eins -á Þjóðverjalandi heldur og á Norðurlönd- um og annars staðar. Þar að auki veit hann betur enn nokkur annar útlendingur, ■og jafnvelbetur enn margir innlendir, hvern- ig til hagar hjer á landi. Enn fremur er það öllum mönnum kunnugt, hversu mik- ið ástfóstur hann hefur lagt við land vort ■og þjóð, svo að enginn efi getur á leikið, að hann leggur það eitt til þessa máls, sem hann higgur landi voru firir bestu. Þess skal getið, aðjeghafði als ekki minst «inu orði á háskólamálið við hann að firra foragði. í brjefi til mín, dags. 30. maí þ. á., kemst liann svo að orði: »Að lokum leifi jcg mjer að leggja firir iður enn þá eina spurningu. Það er ní- lega orðið heirum kunnugt hjer hjá oss,. að menn hafa í higgju að setja á stofn há- skóla á íslandi, og það hefur jafnvel verið send út áskorun um að safna samskotum til þessa firirtækis. Hvernig lítst iður á iþessa firirætlun? Þjer vitið, aðjegergam- al! og triggur vinur lands iðar og fús til að stiðja að hagsmunum þess eftir megni. Enn jeg verð að játa, að mjer finst þessi firirætlun vera nokkuð glæfraleg (»schwin- •delhaft«). Háskóli er kostnaðarsöm stofn- •un. Ársútgjöld háskólans hjer í Míinchen •eru, sem stendur, 1227950 þísk mörk (eða sem næst 1105150 krónur) og ársútgjöld 'háskólans í Rostok — sem er ininsti háskóli á Þjóðverjalandi — eru þó ekki minni en ■332300 þísk mörk (hjer um bil 299070 krón- ur). Til að halda uppi öðrum eins há- skóla og þeim í Rostok mundi því þurfa stofnfje, er svaraði 8—9 miljónum þískra márka (7200000—8100000 kr.). Enn þar við mundi enn fremur bætast hinn afskap- legi kostnaður við hina firstu stolnun há- skólans, t. d. útvegun á bókasafni og öðp- um söfnum, húsabiggingar, áhaldakaup o. s. frv. Slíkum kostnaði getur landið als ■ekki risið undir, og samskot einstakra manna munu ekki nema miklu. Enn ef menn vilja takmarka kostnaðinn að mun, þá verður sú stofnun, sem á f'ót kemst, alveg ónóg og hefur ekki annað af há skóla enn nafnið tómt, enn gerir ekki neitt gagn í samanburði við það, sem háskólinn í Kaupmannahöfn gerir nú. Mjer firir mitt leiti þætti að eins æskilegt, að lagaskóli kæmist á; þó ætti sá skóli ekki að koma í staðinn firir laganámið við háskólann í Kaupmannahöfn, heldur að eins að bæta það upp, sem kenslunni þar er ábótavant, það er að segja: lagaskólinn íslenski ætti að gefa þeim lögfræðingum, sem próf hafa tekið í Ilöfn, færi á að kinna sjer betur íslensk lög, enn unt er í Kaupmannahöfn. Jeg erhræddur um, að hin firirhugaða há- skólastofnun mundi ekki verða vísindalegri mentun íslendinga til efiingar, heldur til niðurdreps. Vænt þætti mjer um að heira svar iðar«. Hið síðara brjef prófessors Maurer’s til mín er dags. 2. þ. m. Þar segist hann hafa fengið boðsbrjef og áskorun frá Leip- zig um samskot til hinnar firirhuguðu há- skólastofnunar og sldrir nákvæmar frá skoðunum sínum á þessa leið: »Þegar menn fóru árið 1863 að hugsa alvarlega um stofnun lagaskóla á íslandi, þótti mjer vænt um það, og lísti einnig ifir þeirri skoðun minni í niðurlagi ritdóms míns um Kirkjurjett Jóns Pjeturssonar (Kri- tische Yierteljahrschrift ffir Gesetzgebung und Rechtswissenschaft VII. b. 558. bls. og þar á eftir; 1865). Enn í dag þikir mjer slík stofnun æskileg. Þó væri mjer kær- ara, að tilgangur skólans væri ekki, eins og þá var farið fram á, að gera lcensl- una við Kaupmannahafnarháskóla óþarfa firir þá, sem sættu um hin óæðri embætti landsins, heldur ætti skólinn að filla í skörð- in, þar sem háskólakenslan væri ónóg, og ætti að heimta af öllum lögfræðingum, sem próf hefðu tekið í Höfn, að leisa af hendi próf við iagaskólann sem skilirði firir því, að þeir gætu fengið nokkurt lögfræðislegt embætti á íslandi. Það sem hjer er farið fram á, er því ekki annað enn það að bæta upp háskólakennsluna, að því er snertir þau lög, sem sjerstök eru firir ísland, því að þar er henni mjög svo ábótavant, að svo miklu leiti sem mjer er kunnugt að fornu fari, og væri hægðarleikur að koma þessu í verk án mikils kostnaðar, ef með- limum ifirdómsins, sem ekki hafa sjerlega miklar annir, væri falin kenslan sem auka- verk. Islenskur lagaskóli gæti að minni higgju aldrei orðið fullkomið ígildi há- skólans, enn hitt virðist ekki ráðlegt, að setja á stofn hálft ígildi hans með því að búa til sjerstaka tegund af dönskum júr- istum«. Ef' menn vilja gera eitthvað meira, enn hingað til hefur verið gert til að efla vís- indanám ungra íslendinga, þá væri að minni higgju rjettast að sjá um, að mann- vænlegir ungir námsmenn gætu f'engið ríflegan ferðastirk til að halda áfram námi sinu við útlenda háskóla, t. d. í Noregi eða Svíþjóð eða á Þjóðverjalandi, Englandi eða Frakklandi, svo að þeir kæmust vel inn í straum vísinda-iðkananna. Enn ifir höfuð að tala held jeg, að það sje als ekki holt firir ísland að laða efni- lega unga menn of einstrengingslega að vísindaiðkunum. Hitt ætti að sitja í firir- rúmi firir öllu öðru, að koma efnahag landsins í gott horf með þvi að efla sem mest landbúnað og sjávarútveg, verslun og atvinnuvegi. Jafnvel þó að nóg efni væru flrir höndum, svo að ekki þirfti að taka neitt tillit til kostnaðarins, mundi iðnskóli (»technische lehranstalt«) nú sem stendur vera miklu nauðsinlegri firir ísiand enn háskóli, að minni ætlun. Sjálfum mjer stendur háskóli miklu nær enn iðnskóli, og mjer ætti að þikja vænst um, að sem flest góð mannsefni hneigðust eingöngu að námi íslenskrar tungu, íslenskra bók- menta, sögu íslands og lögfræði, enn þessar þjóðlegu vísindagreinir mundu vafa- laust sitja í firirrúmi firir öðrum við þjóð- legan íslenskan háskóla. Enn firir landið sjálft er nú annað þarfara. Mjer þikir lcitt að verða að ganga á móti mínum kæru vinum, er jeg kintist á árunum 1857 —1858. Enu jeg get ekki betur sjeð, enn að stofnun sannarlegs háskóla á íslandi sje óframkvæmanleg, enn stofnun háskóla, sem ekki væri meira enn nafnið tómt, mundi beinlínis verða landinu til óhamingju, — eigi að eins af því, að slíkt kák (»stiimperei«) mundi verða haft að athlægi í útlöndum, heldur og miklu framar af því að háskólanafnið mundi villa sjónir firir hinum ungu námsmönnum, svo að þeir tækju ekki eftir, hversu ónógt firirkomulag skólans væri, og mundi það verða til þess, að þeir síður leituðu til annara menta- stofnana, sem gætu haft hollari áhrif á þá, af því að þær eru betur efnum búnar og Hggja betur við straumi visindanna. Það vildi svo til í gær, að til mín kom maður, sem einnig er kunnugur iður, herra Willard Fiske frá Florenz. Hann er hinn mesti íslandsvinur, eins og þjer vitið, og auðvitað bárust viðræður okkar brátt að háskólamálinu. Hann lísti einnig þegar i stað hiklaust ifir þeirri skoöun sinni, að ógjörningur væri að stofna háskóla á ís- landi. Jeg held varla, að nokkur útlend- ingur, sem þekkir nokkurn veginn til á Islandi, muni fara öðrum orðum um þetta mál«. Reykjavík 20. júli 1894. Björn M. Ólsen.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.