Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 1
 Kemur út ýmist einvt sinni 'eða tvisvar í viku. Verö arg (minnst 80arka)4 kr.. erlendis 5 kr. eí)a lx/« doll.; borgist fyrirmiðjanjúliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vir> áramót, ógild nema komin sje tíl útgefanda fyrir 1 .októ- berxn. Afgreioslastofa blaíís- ins er i Augturstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 25. júlí 1894. 46. blað. Dálítill ferðapistill. i. Þú vilt að jeg fari að segja þjer, vinur sæll, hvernig mjer hafl litizt á mig í sveit- "inni. Það er satt, að mjer var raunar nýtt ¦um varninginn að koma i sveit/ svo að heitið gæti. Jeg hafði í æðimörg ár mjög lítið hreift mig hjer, varla komizt meira «n sem svaraði dagl^ið frá höfuðstaðnum, og það örsjaldan. Það lá við að jeg hlakk- aði til eins og hálfvaxinn unglingur að ljetta mjer þetta upp og kanna_ fornar slóðir. Og gaman hafði jeg af ferðinni og gott, þó ekki væri lengri en þetta og tímann yrði jeg að skammta m]er nokkuð naumt. Það er hollt og notalegt að fá að hrista af sjer rykið hjerna af mölinni og anda að sjer hreinu og þýðu sveitalopti, um bezta tíma árs og skemmtilegasta. Eigi er og síður varið í þá andlegu hvíld og hressingu, að vera laus við daglegt stjá það og eril, er bæjarlíflnu fylgiiy samfara annsamri iðju, þótt laus sje við líkamlega 'áreynslu, en njóta í þess stað nokkurs konar áhyggjulausrar algleymisværðar, sem ekkert raskar annað en hin fjörgandi hreiflng & hestbaki og sífelld umbreyting á sjón- deildarhringnum og því sem er innan hans endimarka, eptir því sem maður færist yfir iandið. Hitta svo allt af þess á milli góð- kunningja og alúðarvini, þar sem manni er tekið tveim höndum, með hreinni og •óblandinni íslenzkri gestrisni á hæsta stigi, þessari hjartanlegu, óbrotnu alúð, sem allt vill gera komumanni til góðs og þæginda og ekkert er fjær skapi en að láta á sann- -ast málsháttinn,að »æ sjer gjöf til gjalda«. Til hvildar er vitanlega sjóferð betri en ferð á landi, og með góðu samferðafólki og í góðu veðri getur sióferðin verið mik- ið skemmtileg, þó að ekki sjái nema lopt og lög dag eptir dag. En tilbreyting sú, er landferðalaginu fylgir, bæði í »uniheimi og mannheimi*, sem síra Arnljótur mundi orða það, gerir það að verkum,að'flestir, þeir er engin vanheilsa bagar, vilja vinna til að vera stundum þreyttir að kveldi, held- ur en hitt, að liggja vembilfláka á skips- ;þiljum og aðgjörðalausir dag frá degi. II. Vestur að Ólafsdal var ferðinni svo sem "helzt heitið. Mjerhafði lengi leikið hugur á að koma þar, en ekki komið því við fyrri. Þar eru mikil umskipti orðin frá því jeg man fyrst eptir.fyrir 30 árum. Þá bjó þar Jón iBjarnason alþingismaður, Skagfirðingur að uppruna, sat áður höfuðbólið Reykhóla, og ekki meira en svo vel, því þeir þurfa mann á móti sjer, enda var Jón meiri af- skiptamaður út á við en búsýslumaður, þótt framfarahug hefði talsverðan. Hann þótti taka heldur niður fyrir sig, er hann :fluttist að Ólafsdal, smábýli, sem ekki var stórum ofar á metorðaskrá þá en að heita notasælt kot. Vel hafði mönnum samt bún- azt þar; landkostir þóttu vera þar mikið góðir. Jón áformaði þar ýmsar jarðabæt- ur, en varð lítið sem ekkert úr, nema nátt- haga gerði hann þar á eyrinni niður við sjóinn, sem enn er við íyði og heitir nú »Eyrartún«; hefir nú Torfi skólastjóri reist þar fjárhús með hlöðu, yfir hátt a 2. hundr- að ær. Torfi er upp alinn þar í sveitinni, Saurbænum, og var honum þvi kunnugt um, hve landgott er í Olafsdal, og þá hitt, að þó að heldur sje þar landþröngt, þá er túnstæði þar ákaflega mikið og gott; að öðrum kosti mundi hann eigi hafa kosið sjer jafnlítilfjörlega jörð til ábúðar og bún- aðarskólaseturs. Það sem komumaður veitir nú fyrst og fremst eptirtekt í Ólafsdal, er, hvað snyrti- mannlega og hugvitsamlega er frá öllu gengið, utan hússoginnan, ognákvæm röð og regla á öllum hlutum. Það er mikils- verður kostur hjer á landi, þar sem vönt- un slíks hefir löngum verið talin með þjóð- löstum vorum. Húsakynni munu vera veglegri og meiri háttar á stöku stöð- um hjer til sveita, en varla haganlegar fyrir komið nje betur um þau gengið, ef við ábúð eru notuð. Það þarf mikil húsa- kynni fyrir um og yfir 40 manns í heimili, eins og er í Ólafsdal, ofan á mjög mik- inn gestagang, — með öllum búsáhöldum, eigi allt að geta litið þokkalega út. Ó- kunnugir furða sig á, að hægt sje að kom- ast af með ekki stærra ibúðarhús, 25 álna langt og 9—10 álna breitt, þar sem í því þurfa og að vera og eru 2 skólastofur. En rúmið er vel notað og af mikilii hagsýni, og geymslupláss mikið utan húss, þar á meðal lengja með endilangri húshliðinni að norðan. Læk er veitt heim í túnið og um það þvert og endilangt, rjett fram hjá ibúðarhúsi, fjósi og fleirum húsum (mjólk- urhúsi o. fl.), en rennur úr læknum inn, svo vatn þarf hvergi að sækja, og er það mikill verkasparnaður. Öðrum megin við fjósið er hús jafnstórt því, 20 álna langt og eitthvað 7 álna breitt; það er sjðlfsagt hlaðan, hugsa ókunnugir, en það er — áburðarhús; þar er geymd myk.jan undan kúnum, — sem blandað er saman við í flórn- um afrakstriaf túninu, — svo hvorki kemst vinduraðnjerigning, og segirskólastjóri sjer ekkert hús þarfara á jörðinni. Heyhlaðan kúnna er hinum megin fjóssins. Fjósið er haft nærri túnjaðri og stígur heim að því afgirtur, svo að ekki geti kýrnar komizt í túnið, þegar þær eru látnar út eða inn. Þúfa er nú engin i öllu Ólafsdalstúni og er það þó orðið framt að 30 dagsláttum. Það er um 18 dagslattur, sem sl.jettaðar hafa verið síðan kennslustofnunin komst þar á stofn. Útgræðslan man jeg ekki glöggt, hvað er mikil. En fullar 100 dag- sláttur eru enn utan túns, áfastarvið það, sem auðgerðar eru að túni, ef áburður fæst; það eru algrónir móar og flatir, sumt votlent, er ræsa þarf fram áður. Má af því marka, að eigi muni þrjóta verkefni fyrir búnaðarlærisveina, þótt skólinn standi nokkuð enn. Utan túns eru 3 vel girtir nátthagar, auk Eyrartúnsins, er fyr var getið. Töðufall er nú orðið á heimajörðinni 4— 500 hestar, og útheyskapur þar um 500, að með töldum nátthögunum. Útheysslægj- urnar eru ekki meiri en það. En sumar- hagar eru ágætir, bæði í dalnum sjálfum, þótt lítill sje, og á hlíðunum beggja vegna, fram með Gilsfirði; fyrirtaks-kjarngott gras. Til þess að auka bú sitt hefir þvi Torfi skóiastjóri orðið að hafa með jarðir úti i Saurbæ, heldur tvær en eina, Belgs- dal og Staðarhól, og þó þrjár raunar nú orðið (Stóra-Múla). Það er mest útheys- skapurinn, sem hann notar þar, en leigir túnin að mestu húsfólki og leiguliðum. Hefir heyskapur verið þar um 1100 hest- ar síðari árin, og er hafður fjenaður þar út frá á nokkru af heyjunum, en sumt flutt heim að Ólafsdal; er það langur heybands- vegur, en þó ekki ókleyfur; má fara 2—3 ferðir á dag. Nú er verið að reisa fjárhús og heyhlöðumikla úti á árbökkunum hjá Múla, til þess að geta haft þar sem mest af fjen- aðinum, nema ær og kýr. Meðal jarða- bóta þar út frá, er Torfi hefir gera látið, á eignarjörð sinni Belgsdal, er 700 faðma langur vatnsveitingaskurður, til að ná Hvolsá upp á engjarnar, og hefir vel tek- izt. Örðugleikar eru talsverðir á þessum bú- skap. Þó gera aðrir meira orð á því en Torfi skólastjóri sjálfur. »Hann fer með sig, hann Torfi minn«, segja nágrannarnir; »það er hóflaust, bvað hann leggur á sig, bæði fyrirsjálfan sigogaðra«. Það er allt af »hann Torfi minn« í hverju orði, þegar á hann er minazt. Allir unna þeir hon- um eins og bezta vin og bróður; góðsemi hans, hjálpfýsi og gestrisni er takmarka- laus, að beggja vilja samhuga, bónda og húsfreyju. Varla getur alúðlegri sambúð kennara og lærisveina og látlausari en þar í Olafsdal, og þó laust við agaleysi. Heim- ilisbragurinn er að sjá og reyna einkar- viðfeldinn og ánægjulegur. Það þarf gott lag til að hafa góða stjórn yfir 12 læri- sveinum og 12 börnum (þar af 3 tökubörn- um), auk verkafólks. III. Hvort sem það er Ólafsdalsskóianum að þakka eða nokkurs konar almennri stefnu tímans hin síðari árin, þá virðist vera mikill munur á áhuga á jarðabótum í Dala- sýslu nú og áður, eins og víðar, þótt miklu almennari þyrfti hann samt og ætti að vera. Hinn nýi sýslumaður Dalamanna, er bú setti saman á höfuðbólinu Sauða- felli fyrir 2—3 árum, er hinn mesti jarða- bótaforkur. Hann er þegar búinn að sljetta þar í túninu nær 6 dagsláttur, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.