Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.07.1894, Blaðsíða 4
184 W. CHRISTENSEN’S verzlun Mixed Pickles Agurker Perlulauk Asparges Lemonasier Hvítkál í dósum Súpujurtir Flesk, saltað og reykt SELUR: Ekta ágætan hollenzkan ost, 80 a. pd. Ágætan Mejeri-ost, 30 a. pd. ATnch°WÍS Hindbærsaft fx , ,, Kirsebærsaft do. í olíu Sardinur Humrar »Marineret« síld í 3 pd. dósum: 1,25 Caviar 0sters Morbærsaft Jordbærsaft Solbærsaft Syltede Blommer. Glasmoreller Ribs Reynið enskt bökunarpúlver í dósum á 0,45 Cocoa & Condensed Milk í dósum á 1,00, ágætt í ferðalagi. Syltað engifer í krukkum á 1,20, ágætt við kvefi. Mousserende Rhinskvin. Vermouth Absinth Gienever Chartreuse Benedictinerlikör Tappatogara, selvskruende, svensk Patent. Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er til skulda tefja í dán- arbúi Guðmundar lausamanns Jónssonar frá Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi, sem and- aðist 13. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Árnessýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og sanna erfða- rjett sinn. Skrifstofu Árnessýslu, 10. júií 1894. Sigurður Ólafsson. Fornleifafjelagið. Ársfundur Fornleifafjelagsins verður haldinn fimmtudaginn 2. ágúst næstkom- andi kl. 8 e. m. í leikfimishúsi barnaskól- ans. Hannevigs gigtáburður. Þetta ágæta og einhlíta gigtarmeðalj ef rjett er brúkað, fæst einungis hjá W. 0. Breiðfjörð í Reykjavík,, sem hefir á því aðal- útsölu-umboð fyrir ísland. Prentuð brúk- unar-fyrirsögn fylgir hverri flösku. Undirskrifaður kaupir einlita hesta(ekki hvíta) 3—8 vetra, til 23. ágúst næstkom- andi Eyþór Felixson. Hvergi hjer á landi eru eins miklar og margbreyttar fatabirgðir, eins og hjá W. 0. Breiðfjörð í Reykjavík. W. O. Breiðfjörð kaupir 60—70 hesta af góðu hestaheyi fyrir vörur með peninga- verði. Þar sem við höfnm komizt að raun um, að ýmsir hafa gjört sjer rangar ímyndanir um tiiefni til máls þess, er okkur hefur verið í millum, báðum okkur til niðrunar, þá viljum við hjer með skýra fyrir almenn- ingi tildrög til máls þessa. Árið 1886 seldi jeg 0. A. Ólafsson fyrir hönd systur minnar, ekkjufrúr Chr. Duus, herra Þ. J. Thoroddsen hús, standandi hjer á Keflavíkurlóð, eptir skilmálum, sem teknir eru fram í afsalsbrjefi, og af mjer O. A. Ólafsson nánar er skýrt í yfirlýs- ingu, sem jeg lagði fram undir rekstri málsins. Samsumars borgaði jeg Þ. J. Thor- oddsen herra Ólafsson 3000 kr. í peningum. Hjelt jeg því fram undir rekstri máisins, að þessi 3000 króna borgun væri eingöngu að skoða sem borgun upp í kaupverð' hússins samkvæmt afsalsbrjefinu, sem hljóðandi upp á 4000 kr., en jeg Ó. Á. Ólafsson hafði álitið, að 1000 krónur af þessari upphæð væri borgun til mín sjálfs upp í skuld, er jeg Þ. J. Thorodd- sen átti honum að greiða, auk þeirra 4000 króna, er kaupbrjefið ræðir um, og reis málið út af því. Ekkert annað en þetta var tilefni máls- ins og var það hvorki byrjað nje því haldið áfram frá hvorugs okkar hlið í þeim til- gangi, að hafa fje hvor af öðrum, eins og sumir hafa viljað gjöra sjer í hugarlund. Keflavík, 21. júlí 1894. 6. Á. Ólafsson. Þórður J. Thoroddsen. Apturbati. Jeg hef um mörg ár þjáðzt af þrýstingi fyrir brjósti, ropa og yfirliðum, er jeg, þrátt fyrir mikla og margbreytta meðalabrúkun, fekk enga bót á. Jeg fór því að reyna Kína-lífs-elixír hr. Waldemars Petersens í Friðrikshöfn, og get ekki látið vera að geta þess, að jeg þegar, áður en jeg var búinn með úr fyrsta glasinu, varð var við hin heilsusamlegu áhrif þessa bitters, og hefir mjer farið æ batnandi eptir því sem jeg hef brúkað meira af honum; hefi jeg nú örugga von um fullkominn bata. Skarði 15. febr. 1894. Jón Jónsson (jun.). Kína-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prent.smiSia tsafoldar 110 En þó að Hertha greifadóttir hjeldi sig þannig nokkuð einmana, var hún samt ekkert dauf eða fálát. Hún söng eins og næturgali, er hún gekk sjer til skemmtunar í skóginum nærri hallargarðinum, eða hún ljek sjer við Hektor, hundinn sinn stóra, eða gaf hænsnunum og dúf- unum. Stundum bar og við, að það datt i hana að hugsa um búskapinn, og var hún þá með stúlkunum í eldhús- inu eða mjólkurskálanum. En hún hafði vanizt öðru lífi, og því komu leiðindin yfir hana. Hún hafði til þessa sneitt algerlega hjá að leggja leið sína þeim meginn um hallargarðinn, er að mylnu- læknum vissi, því þar stóð rjett hinum megin við lækinn þessi andstyggilega verksmiðja, er ætlaði þar að auki að fara alveg með eyrun á henni með sífeldum klið og skarkala. En einn góðan veðurdag, er hún var í stand- andi vandræðum um, hvernig hún ætti að láta tímann líða, flaug henni í hug, að fara með Hektor út að lækn- um og láta hann synda þar til þess að lauga sig. Hún tók einn stafinn hans föður síns, fór út að lækn- um rjett fyrir neðan fossinn, sem sneri mylnunni, fleygði stafnum þar út í og ljet Hektor sækja hann. Þau höfðu jafngaman af þeim leik bæði tvö, Hektor og hin unga húsmóðir hans. Þá sýndist henni allt í einu eins og skugga bæri lll fyrir hinum megin á bakkanum. Hún var blóðrjóð í kinnum af áreynslunni af leiknum, augun tindruðu; en er hún leit yfir um, lá við að hún yrði skclkuð. Hann stóð þar, hinn laglegi verksmiðjustjóri. Hann tók ofan kurteislega. Það var svo að sjá, að hann hefði horft á hana. Fyrst var henni næst skapi að skoða það eins og móðgun við sig; en svo hugsaði hún sig betur um. Hann var þó maður líka, hugsaði hún; því skyldi hann eigi mega dást að henni í fjarlægð. Hann gat þó raunar ekki að því gert, að hann hafði þessa vandræðastöðu, og hún þóttist vita, að honum fjelli sjálfum illa, að hann hlyti að vera með allt sitt sí og æ til skapraunar nábúum sínum, greifafólkinu. Þannig hugsaði Hertha og tók þvf allþýðlega kveðju hans. En hún hafði sig þó jafnframt til vegar heim af bakkanum við lækinn hjá mylnunni. Dagana á eptir flaug henni opt í hug þessi stund, er þau hittust við lækinn. Hún kenndi í brjósti um aum- ingja manninn, hann sem bauð svo góðan þokka af sjer. Það var merkilegt, hversu henni stóð allt útlit hans glöggt fyrir hugskotssjónum. Það hlýtur að vera auma æfin, hugsaði hún, að ala allan aldur sinn innan um eintóma katla, sem ætla að kæfa mann, tilfinningarlausa verka- menn og ef til vill þrjózkufulla, og skröltandi gangvjel- /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.