Ísafold - 28.07.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.07.1894, Blaðsíða 1
Koraar út ýmist eina sinni «oa tvisvar í viku. Verð árg (minnst 80arka)4 kr.. erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrirmiðjanjúliman. (erlend- is í'yrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin ytð Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroiðslustofa bla»«- ins er i Augturstrœti 9 XXI. árg. Reykjavik, laugardaginn 28. júli 1894. 47. blað. Útflutningur á fiski í ís. Mál þetta, er lengi hefir veriö á dagskrá, virðist nú komið góðum spöl nær í'ram- kvæmd en verið hefir. Englendingar eru búnir að vera nógu lengi einir um að veiða hjer við strenduriandsins og flytja á mark- að erlcndis í ís heilagfiski og kola svo mörg hundruð þúsundum króna nemur á ári. Virðist nú vera farinn að vakna almennur ahugi á, að yjer reynum sjálfir að hagnýta •oss þessa auðsuppsprettu betur en vjer höfum gert hingað til. Fyrirlestur Drechsels kapteins, er ágrip birtist af hjer í blaðinu, hefir orðið óbein- línis tilefni til þess. Nú þurfum vjer eigi í'ramar að staðnæmast við þá spurningu, hvort yjer getum haft til nógu mikið af fiski til þess að gufuskipsferðir í aminnztum erindum svari kostnaði. Sú fyrirstaða er nú úr sögunni að sinni. Eptir því sem Drechsel kapteinn sagði, tekur gufuskipa- fjelagið »Dan« á sig alla ábyrgð og áhættu af því, að láta fiskiflutningsgufuskip koma við í Reykjavík. Það er kostaboð, sem taka ber tveim höndum. Það sem nú ríður á, er, að afla svo mik- ils sem auðið er og reyna að varðveita aflann þangað til gufuskipið kemur og sækir hann. Til þess að varðveita aflann þarf íshús, og er þvi fyrsta skilyrði fyrir, að þessi nýlunda komi oss að haldi, að ishús (klakageymsluhús) komist upp í Reykjavík. Slíkt klakageymsluhús er og mjög mikils vert til að geyma bæði ðnn- xx matvæli í og síld til beitu. Það eru nú líkur til, að sliku húsi verði upp komið í vetur hjer í Reykjavík að tilhlutun eins hins ötulasta borgara bæjarins, Tryggva bankastjóra Gunnarssonar. Hafði hann undirbúið það mál löngu áður en Drech- sel kapteinn kom hingað og heflr skrifazt á við nokkra landa í Ameríku, er fengizt hafa í mörg ár við klakageymslu nærri Winnipeg. Auðvitað væri og mikið gott, að klakageymsluhús kæmust víðar upp, t. ¦d. á Hvítárvöllum, Akranesi, við Laxá í Kjós og víðar fram með flóanum sunnan- verðum. Guðbr. Finnbogason'konsúll hefir Sátið i Ijósi, að hann væri fús á að haga ferð- um gufubátsins »Elínar« þannig, að tekizt gætu fijótir og greiðir flutningar þar á milli •og gufuskipsins á Reykjavíkurhöfn. Fiskitegundir þær, er komið geta til greina til slíks flutnings, eru einkum lax, heilagflski og kolar. Með þorsk, ýsu og hrognkelsi ætti og að gera nokkrar tilraun- ir; en þó mun trauðlega við því að búast, að þær fiskitegundir geti haldizt óskemmd- •ar svo langa leið. Laxinn er sú fiskitegund, er flutnings- skipið sælist mest eptir. í fyrra var gerð tilraun ineð að flytja utan nýjan lax úr Élliðaánum, og má ætla á, að skipið fái einnig töluvert af laxi þaðan næsta ár. Auk þess er vonandi, að skipið geti fengið lax úr Hvítá og Laxá í Kjós. Heilagflski aflast á sumrum á opnum bAtum einkum á Akranesi. Mætti auka þá veiði að miklum mun. Auk þess heflr hinir mestu þilskipaútvegsmenn hjer til fiskiveiða, G. Zoéga & Co., látið í ljósi, að þeir mundu liklegast láta eitt eða tvö af sínum skipum stunda heilagfiskiveiðar að sumrinu. Það er og gott hljóð í öðrum útvegsmönnum hjer í þessu efni. Helgi kaupmaður Helgason heflr af eigin hvöt um þilskip í smíðum, þar sem er höfð í tjörn til að geyma í kola og heilagfiski lif'andi. Hann áformar að láta skipið sjálft reka veiðina með fram suðurströnd fióans, og þó jafnframt flytja lifandi kola inn til Reykjavíkur frá Vogavík og öðrum stöðum suður með sjó, ef einhver vill stunda þá veiði þar syðra. Hjer í Reykjavík má safna saman í klakageymsluhúsið miklu af ymis konar fiski, og gætu einkum unglingar haft af því góða aukaatvinnu. Þetta er allmikil nylunda, og auðvitað bágt að segja að svo komhu, hvort allt muni ganga að óskum. Þar eru margir örðugleikar við að fást, og mun minnzt á suma síðar. En málið er þess vert, að allir leggist á eitt að styðja það. Það er mikið unnið, ef tilraunin heppnast; en tak- ist miður til og lítið verði t. d. úr hinum fyrirhuguðu guf'uskipsferðum í þessu skyni, þá er samt ekki beinlínis neinu tjóni til að dreifa. Áhættan er mest fyrir gufu- skipafjelagið »Dan«, og eiga þeir, sem fyr- ir þvi fjelagi ráða, miklar þakkir skilið fyrir tilboð sitt. D. T. Dálítill ferðapistill. IV. Það er mikið mein, að það skuli fylgt hafa hinum margítrekuðu vegagerðarrjett- arbótum um síðasta mannsaldur, að lagzt hefir mjög niður að* ryðja vegi. Hefir á því timabili öll áherzlan verið lögð á að gera vegi af nyju, svo Htil mynd sem á því hefir þó verið til skamms tíma og er enn víðast þar sem landssjóður kemur ekki nærri, en hætt að hugsa um að halda hinum eldri vegum nokkurn veginn færum með ruðningum. Hefir niðurstaðan orðið sú, að það er mörg dagleið ógreiðari nú og seinfarnari en fyrir 30—40 árum, bœði sakir þess, að hinir gömlu vegir eptir hesta- fæturna eru nú látnir óruddir, og að við het- ir bætzt ný torfæra, sem þá var óvíða til að dreifa, en það eru vegarbrýr yfir fen og flóa, af þeirri list og kunnáttu gerðar, að brautin sú er, þegar frá liður, versta ófæran þar, og verða ferðamenn að fara á sig krók til að lesa sig áfram yfir myrina einhversstað- ar fjarri veginum; er slikt býsna-algengt, og heldur vitaskuld áfram, meðan sú fásinna viðgengst, að þeir eru látnir vinna að slíku, sem ekki kunna. Þarf ekki lengri ferð en þessa til þess að reka sig á nóg dæmi þess. — Vegurinn yflr Svínadal, milli Saurbæjar og Dala, er afleitur fyrir ruðn- ingarleysi; sömuleiðis eptir Bjarnadal og einkum upp a Bröttubrekku að sunnan, meðfram skemmdur þar með vegagerðar- kákí »upp á gamla móðinn«; að norðan hefir hann aptur á móti verið mikið vel ruddur í vor, alla leið niður á móts við Breiðabólsstað. Er það líklegast einn hinn fyrsti árangur af vorum allranýjustu vega- lögum, er svo mæla fyrir, í 8. gr.: »A þjóðvegum skal svo bæta torfærur með vegaruðning og brúargjörð, að þeir sje greiðir yfirferðar«. Jeg man ekki eptir ruddum vegarspotta annarsstaðar þar vestra nema við Gilsfjörð sunnanverðan; þeir höfðu rutt þar á sinn kostnað sína hlíða hvor, fyrir utan og inn- an Ólafsdal, nábúarnir tveir, Torfi í Ólafs- dal og Eggert bóndi á Kleifum Jónsson, — alkunnur sæmdarmaður, snyrtimaður i bændaröð, prýðilega greindur og vel að sjer, kominn nú hátt á sjötugsaldur. Jeg hitti hann í Ólafsdal. Við höfðum eigi sjezt fram undir 30 ár. Jeg hafði ánægju af að finna Eggert að máli, og þá líka Guðbrand gamla í Hvita- dal Sturlaugsson, sem hefir nú þrjá um sjötugt, en ber prýðilega ellina, enda haft mikinn mann að má. Hann er og hefir lengi verið einhver gildastur bóndi vestur þar; hann hefir óvenjumikinn töðuvöll, al- sljettan hjer um bil,íenda mun hann vera elztur túnbótamaður þar um slóðir, annar en Indriði gamli frá Hvoli Gísla- son. Eggert á Kleifum átti fyrrum afbragðs- mjólkurkúakyn, kyr, sem komust í 20 og jafnvel 24 merkur i mál. Hann sagði mjer, að það væri nú farið að ganga held- ur úr sjer; »og kenni jeg því um«, sagði hann, »að jeg hefi ekki æxlað það að«. Er það bending fyrir aðra búmenn. Fjár- kyn heflr hann og gert sjer far um að bæta, og hafa menn keypt hrúta hjá hon- um úr fjarlægum sveitum dýru verði. Hann mun hafa orðið ef til vill fyrstur manna þar um sveitir að veita því eptir- tekt, að skaði er að hafa fje hyrnt; »það leggur talsvert til hornanna«; vilja nú góð- ir búmenn hafa fje sitt helzt allt kollótt; af l1/! hundrað ám i kvíum í Ólafsdal ætla jeg varla hafa verið meira en 10 hyrndar. Jeg get ekki skilizt svo við Gilsfjörðinn, að minnast ekki álptahrunsins þar. Fyrr- um var þar á sumrum, eins og á fleirum fjörðum vestra, krökt af álptum, þessu fríða og veglega fuglakyni, sem er ein- hver hin mesta náttúrupryði lands vors, enda er hinum fagra og hljómmikla svanasöng alstaðar viðbrugðið. Þessi mikli álptasæg- ur felldi og fjaðrir þar í fjörðunum, en þær voru góð kaupstaðarvara, og var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.