Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 1
"Kemur út ýmist ©mu sinni •eða tvisvar i viku. Yerö árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlenrh’s B kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir mibjan j úlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vift áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreióslustofa blabs- ins er í Auiturstrœti 8 Reykjavík, miðvikudaginn 1. ágúst 1894. XXI. árg. Laiidsbankinii verður opinn frá 1. ágúst til 1. septem- ber þ. á. kl. 93/4 f. m. til kl. 123/4 e. m., og stjórn bankaus er til viðtals kl. 10'/n til kl. HVs f. m. Tr. Gunnarsson. Suðuramtsbunaðarfjelagið °g sveitabúnaðarfjelögin. Á fundi Búnaðarfjelags Suðuramtsins 5. j). m. stakk jeg upp á því, að reynt yrði .að koma fjelaginu í nánara samband við búnaðarfjelög sveitanna. í sambandi við j>etta stakk jeg upp á því, að hvert bún- aðarfjelag í sveit sendi fulltrúa, er það kysi, á aðalfund í Eeykjavík, og að þessir kjörnu fulltrúar búnaðarfjelaganna hefðu einir atkvæðisrjett á þessum aðalfundum. Uppástungur þessar mættu á fundinum talsverðri mótspyrnu, þótt það yrði ofan á að lokum, að nefnd væri kosin í málið. í>ví var jafnvel hreytt fram, að í þessu lægi tortryggni við stjórn Búnaðarfjelags 'Suðuramtsins, þá sem nú er. Þessu mót- mæli jeg öldungis, sem ástæðulausum get- •sökum. Því var líka hreift á fundinum, að nauð- ■syn bæri til að rita í blöðin um uppástung- ur þessar. Þetta álít jeg nú að vísu ekki, því mjer sýnast uppástungurnar báðar mjög einfaldar og auðskildar. En af því -að jeg stakk upp á þessu skal jeg þó í fám orðum skýra frá því, hvernig jeg heíi liugsað mjer breytingar þessar. Eins og allir hljóta að sjá, standa þessar uppástungur í nánu sambandi hver við •uðra, því sje því slegið föstu, að kjörnir menn frá búnaðarfjelögum sveitanna sjeu •sendir á aðalfund Búnaðarfjelags Suður- amtsins og að þessir kjörnu menn einir hafi atkvæðisi’jett, þá er tilganginum með fyrri uppástunguna náð; þá er komið það samband milli smærri fjelaganna og aðal- fjelagsins, sem jeg álít æskilegt. Á þennan hátt yrði Búnaðarfj'elag Suð- uramtsins í rauninni ekki sjerstakt fjelag, heldur yfirstjórn allra annara búnaðarfje- laga í amtinu, og áliti jeg það vel fara, en þó bezt, að þessi yfirstjórn næði yfir allt landið. í sambandi við þetta þyrfti óefað að gjöra ýmsar breytingar á núgildandi ílögum Búnaðarfjelagsins. Eins og kunnugt er, stóð Búnaðarfjelag ‘Suðuramtsins (húss- og bústjórnarfjelagið) lengi eitt uppi. Þá var ekki um önnur fjelög að ræða, og er enginn efi á því, aö það hefir komið miklu góðu til leiðar með starfsemi sinni. Nú er komin mikil breyt- ing í þessu efni. Smærri búnaðarfjelög ■eru komin á fót í fjöldamörgum sveitum, ■og þau fjelög fjölga árlega. Þetta virðist 'mjer draga úr þörfinni á stærra fjelagi, og •starfsemi þess er jafnvel eins og nú er ástatt til þess að tvístra kröptunum. Sam- eiginleg yfirstjórn allra hinna smærri fje- laga er aptur, að mínu áliti, mjög nauð- synleg, bæði til þess að koma sem líkustu skipulagi á öll hin smærri fjelög, beina framkvæmdum þeirra í rjetta átt og einnig vekja nauðsynlega samkeppni milli þeirra. Jeg ætlast til að yfirstjórnin hafi æði- mikið fje til umráða, iíkt og Búnaðarfjelag Suðuramtsins hefi nú. Fyrirkomulag yfirstjórnarinnar hugsa jeg mjer þannig. Þriggja manna stjórnarnefnd: f'ormaður, fjehirðir, gjaldkeri, sem hefir á hendi alla stjórn og framkvæmdir milli funda. Til stjórnarnefndar eru sendar allar styrkbeiðslur. Einn ársfundur, sem haldinn sje um mánaðamót júní og júlí. Hver meðlimur sjerhvers búnaðarfjelags, sem heyrir undir yfirstjórnina, getur sótt fnndinn og hefir þar fullt málfrelsi. At- kvæðisrjett hafa að eins kjörnir menn frá búnaðarfjelögunum. Ákveða þarf, hvað marga fulltrúa hvert búnaðarfjelag sendir á fundinn og er sú tala miðuð við tölu fjelagsmanna. Fundurinn ræðir þessi mál: Lög og lagabreytingar búnaðai’fjelaga í sveitunum. Styrkbeiðslur þær, sem til stjórnarnefndar hafa komið, og sker fund- ui’inn úr því með atkvæðafjölda, hvort þær eru teknar til greina og að hve miklu leyti. En fremur í'æðir fundurinn hvert það málefni, sem þar er borið upp og að bún- aði lítur, t. d. um fjenaðarhirðing, kynbætur, áburðardrýgindi, mcðfcrð heyja og ásetn- ing o. fl. o. íf. Jeg tel engan efa á því, að nóg yrði umræðuefnið, þegar nýtustn og hyggnustu búmenn úr ýmsum sveitum, og jafnvel fjórðungum, hittust og færu að bera ráð sín saman. Fnndai’gjörðirnar, eða glöggvan útdrátt úr þeim, ætti svo árlega að prenta í bún- aðarriti, sem stjórnarnefndin sæi nm út- gáfu á. I búnaðarritinu ætti líka að birta glöggt yfirlit yfir búnaðarframkvæmdir hvers búnaðarfjelags ár hvert, og mundi þetta glæða samkeppni og áhuga hjá fje- lögunum. Jeg get búizt við, að menn hafi það í móti þessu fyrii’komulagi, að þaö muni verða of dýrt. Þessari mótbáru svara jeg því fyrst, að jeg ætlast ekki til að fund- armenn ferðist eins fínt eða dýrt og höfðingjar og alþingismenn. Jeg ætlast til að hinir kjörnn menn fái í þókn- un 2 kr. á dag eða máske rúmlega það. Þetta er nóg, einkum þegar á það er lit- ið, að við ferðina má jafnan urn það leyti árs sameina ýmsar útvegur í heimilisþai’fir. Rjettast álít jeg að laun hinna kosnu manna sjeu tekin af fje því, sem yfirstjórn- in hefir til umráða, því að öðrum kosti kæmi kostnaður þessi, þó lítill sje, mis- jafnt niður á hinar ýmsu deildir eða bún- aðarfjelög sveitanna eptir mismunandi fjar- 48. blað. lægð frá fundarstaðnum, sem sjálfsagt ætti að vera Reykjavík, og þar ætti stjórnar- nefndin helzt að eiga aðsetur. Jeg fel þetta mál öllum þeim til ná- kvæmrar athugunar, sem láta sjer annt um framfarir í búnaði. Breytingar tel jeg víst að verði gerðar við þessar uppástungur nxínar, og gleður það mig, ef þær fremur miða til framfai’a. Mosfelli 25. júlí 1894. St. Stephensen. Brennivínsskatturinn. Því er almennt haldið fram, að drykkju- skapur og brennivínskaup fari stórum minnkandi hjer á landi eða sje nálega að hverfa sumstaðar. Það er því all-fróðlegt að fá sem nýjastar skýrslur um, hve mikið af áfengum drykkjum heflr flutzt inn í hvei’ja sýslu fyrir sig á landinu, og gera eptir því áætlun um, hve miklu hver sýsla eyðir í áfenga drykki, eða með öðrum oi'ðum, hve háan brennivtnsskatt hver sýsla geldur. í þetta sinn skal lijer að eins gjörð á- ætlun um tvær sýslur á suðui’landi. Ái’ið sem leið (1893) fluttu verzlunar- staðirnir í Árnessýslu til landsins brenni- vín og »önnur vínföng« fyrir 25,500 kr. að minnsta kosti. Þetta er sá brennivínsskattur, sem tjeðir vei’zlunarstaðir hafa lagt á landið síðastl. ár, og þennan skatt greiðá Árnesingar og Rangæingar. Það er á þessar 2 sýslur og þær einar, sem þessum skatti ber að jafna, og þó eigi að jöfnum hlutum á báðar sýslurnar, held- ur nokkru meira á Árnessýslu, með þvi að hún er fjölmennari og ölföngin flutt inn í hana. En er þettaþáallur brennivínsskatturinn, sem þessar 2 sýslur hafa greitt árið sem leið? Nei, hjer eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Það sem á vantar að Rang- æingar beri helmxng af nefndum skatti, það bæta þeir sjer upp með brennivínsað- dráttum utan úr Vestmannaeyjum og ef til vill anstan úr Mýrdal, þótt lítið sje, þvi þar fæst sopinn líka, svo er fyrir að þakka hinum skilyrðislausu löggildingum alþingis. Þá eru þó enn ótalin öll þau ölföng, sem flutt hafa verið á ái’inu í þessar 2 sýslur úr kaupstöðunum við Faxaflóa, einkum Reykjavík. Þegar allt þetta er lagt saman, mun óhætt að fullyrða, að þessar 2 sýslur hafi greitt í brennivínsskatt árið sem leið alls og alls 32—34 þús. krónur,eða til jafnar 16—17,000 kr. hvor sýslan. Þungur skattur mundi það hafa þótt, ef eitthvað annað enn »blessað brennivínið« hefði lagt hann á sýslubúa. Og þrátt fyrir þennan gífurlega brenni- vínsskatt er því haldið fram, að drykkju

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.