Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.08.1894, Blaðsíða 3
191 yfirdómara Pjeturssonar) úr Reykjavfk ásamt stórkaupmanni A. Lefolii, cand. Geir Sæmunds- syni, organistum tveim Jóni Pálssyni og Sig- urði Eiríkssyni báðum á Eyrarbakka og Sig- fúsi skólapilti Einarssyni unnu að samsöng þessum, sem að allra viðstaddra dómi fór á- gætlega úr hendi, eins og vænta mátti, þar sem svo æfðir söngmenn og hljóðfæraleikarar sýndu list sína. Cand. Geir Sæmundsson söng bæði »solosöngva og duetta (með frú Lefolii) og er naumast þörf að geta þess að hin fögru og miklu sönghljóð hans brifu alla tilheyrend- ur. J'Frú Lefolii, sem er mjög fullkomin í söngiist allri og hljóðfæraslætti, söng og soio- söng og ljek jafnframt á fortepiano, en maður hennar ljek undir á fiðlu (violin), sem hann að dómi þeirri, er vit hafa á, leikur mjög vel á. Frú Nielsen og Sigfús skólapiltur Einarsson sungn og mjög fagran »duet« og þótti takast ágætlega. Þeir karlmennirnir 4 sungu og fjór- raddað hin afbragðsfögru lög: »Guð hæst í hæð« og »Hátið öllum hærri stuud er sú« og tókst það mætavei, og mun fjölda tilheyrand- anna hafa þótt einna mest til þeirra koma, eigi eingöngu vegna þess hve fögur þau eru og hve vel þau voru sungin, heldur einnig vegna þess, að þau lög eru almenningi kunn og textinn á eigin máli voru, en hin eðlilega á útlendum málum og flestum ókunn. Þau hjón, herra Lefolii og frú hans, ljeku og saman á fortepiano og fiðlu, en fröken Sigríður studd- sólosöngva Geirs með hljóðfæraslætti. Sami söngurinn byrjaði með því að organisti Jón Pálsson ljek sorgarsöng á hljóðfæri kirkjunn- ar, en endaði með því, að allir, sem unnu að samsöng þessum, sungu hinn fagra sálm: >Amen raabe hver en tunge«, fjórraddað. Sönglögin voru öll mjög vel valin og áttu vel við þann stað er samgöngurinn var haldinn á. Eúmlega 100 manns voru viðstaddir samsöng þennan, en ágóðinn af þessu lofsverða fyrir- tæki rann til kvennfjelagsins á Eyrarbakka, sem hefir það fyrir mark sitt og mið að veita fátækum sjúklingum ókeypis fæði og hjúkrun og opt hefir rjett drjúga hjálparhönd á sjúk- dóms- og sorgartímum og er því allrar góðrar viðurkenningar maklegt. Fjelagi þessu veitir frú E. Nielsen forstöðu, og eru í því um 20 konur á Eyrarbakka og þar í grenndinni. Það eru því eigi að eins áheyrendur þeir, sem áttu kost á að heyra svo ágæta sönglist og hljóðfæraslátt, heldur einnig fátækling- ar og sjúklingar á Eyrarbakka, sem mega vera söngflokki þessum sjerlega þakklátir fyr- ir þessa hollu og góðu skemmtun, og jeg, sem rita línur þessar— jeg hef tekið mjer penna i hönd og ritað um söng þenna, ekki af því að jeg þykist bær að dæma um sönglist— og sízt svo góða og fullkomna sönglist, sem þessi var — heldur af því aö jeg, í tölu hinna þakk- látu, er 1 af 18. Biskupsvisitazía. Herra Hallgrímur biskup Sveinsson kom heim aptur í fyrra dag úr yfirreið sinni um Vestur Skapta- fellsprófastsdæmi og Rangárvalla; hafði visiterað hverja kirkju í þeim tveimur sýslum. Gufuskipið Vágen (O. Wathnes) kom hingað í nótt af Seyðisfirði sunnan um land, með Benidikt sýslumann Sveinsson til alþingis; hafði komið frá Höfn þangað til Austfjarða. Enn fremur var með Vág- en hingað frú Soffía Einarsdóttir, kona Sigurðar prófasts Gunnarssonar, með þeirra skyidulið á búferlaferð til Stykkishólms — hann var kominn hingað áður landveg til alþingis; sömuleiðis frú Guðríður Kjerúlf með 2 börnum og nokkuð fleiri farþegar. Tíðarfar er að frjetta gott af Aust- fjörðum, ekki óþurrkasamt, eins og hjer, heldur töður hirtar þar að mestu m. m. Hjer hefir verið sífelld þokumolla frá því á helgi, vætulaust og þerrilaust. Aflabrögð eru afbragðsgóð hjer í Reykja- vik og hafa verið um hríð undanf'arið, á síld, jafnvel hátt á annað hundrað í hlut í róðri stundum, mest ýsa, en þó þorsk- vart innan um. óveitt brauð. Ríp í Skagaf., 721,79 kr., augl. 4. júlí. Prestskosning. Kjörfundur á Val- þjófsstað 10. f. mán. og kosinn sira Þ ó r- a r i n n Þórarinsson í Mýrdalsþing- um með öllum þorra atkvæða. Kjörfundur að Stað í Grindavík seint í f. mán. varð ógildur, með því að ekki kom helmingur kjósenda, að eins 23 af53. Umsækjendur eru síra Brynjúlfur Gunnars- son í Kirkjuvogi og prestaskólakand. Björn Bjarnarson. Jarðarför frú Valgerðar Ólafsdóttur (frá Hofi) fer fram föstudag 3. þ. m. Alþingi 1894. Alþingi, aukaþing, var sett í dag, af herra landshöfðingja Magnúsi Step- hensen, í umboði konungs. Guðsþjón- usta var flutt á undan í dómkirkjunni að vanda og stje hr. lector theol. síra Þ ó r - hallur Bjarnarson i stólinn; lagði út af rjettlæti og kærleika sem undirstöðu- atriði kristindómsins. Þingmenn allir komnir, nema Klemens sýslumaður Jónsson, 1. þm. Eyfirðinga, er eigi hefir fengið fararleyfi til þings, með því að hann er settur amtmaður. Prófun kjörbrjefa og forsetakosningu í sameinuðu þingi stýrði Sighvatur Arnason sem aldurstorseti. Kærur höfðu landshöfðingja verið sendar út af 2 kosningum: í Mýrasýslu og á 2. þm. Suð- ur-Múlasýslu, Guttormi Vigfússyni. Kosn- ing Guttorms var tekin gild orðalaust, en úrskurði frestað um hinn (Halldór Daníels- son,þm. Mýramanna),til þess er þingmönnum hefði veizt færi á að kynna sjer skjölmálsins. Þá var kosinn forseti í sameinuðu þingi Benidikt Sveinsson, með 20 atkv. (af 32). Honum næst hlaut Tr. Gunnarsson 8 atkv. Varaforsetakosn- ingu í sameinuðu þingi varð að þrítaka og dugði þó eigi. flöfðu þeir Tr. Gunn- arsson og Sighvatur Árnason jöfn atkvæði, 16 hvor, við 3. kosningu, en þá rjeð lilut- kesti því,að Tryggvi Gunnarson varð varaforseti í sameinuðu þingi. Þá voru kosnir skrifarar i sameinuðu þingi þeir Þorleifur Jónsson og Sigurður Stefánsson. Til þess að eiga sæti í efri deild þetta kjörtímabil, 6 ár, voru kosnir: Guttormur Vigfússon, Jón Jakobsson, Jón Jónsson, 2. þm. N Múl., Sigurður Jensson, Sigurður Stefdnsson, Þorleifur Jónsson. Efri deild kaus sjer forseta Árna Thorsteinsson landfógeta með 10 atkv., en varaforseta Lárus E. Sveinb jörnsson og skrif- ara Jón A. Hjaltalín og Þorleifur Jó n s s on. Neðri deild kaus sjer forseta Þórarinn Böðvarsson prófast með 15 atkv. af 21, varaforseta Ó I a f B r i e m með 14 atkv., skrifara Einar Jónsson og GuðlaugGuð- mundsson. 120 Hún reis upp. Hesturinn fyrir vagninum stóð kyrr eins og þúfa, og Jacob laut bölvandi ofan yfir vagnstöng- ina, sem hafði brotnað. Henni þótti þetta allt svo skop- legt að sjá, að henni vöknaði um augu af hlátri. Hún hafði aldrei hlegið meir á æfi sinni. »Nú, guði sje lof« heyrði hún sagt allt í einu fyrir aptan sig. Hún hrökk við og leit upp, en gat ekki enn ráðið við hláturinn í sjer. Wolters stóð þar. »Er það áreiðanlegt, að þjer hafið ekki meitt yður?» spurði hann og laut ofan yfir hana. . »Nei, það lítur bara svo út« mælti hún. En nú barð- ist í henni hjartað örara en fyr, og henni fannst þetta ekki eins skoplegt og áður. Hún vildi bara sem fyrst á brott. Hún mælti eigi orð, en rjetti þegjandi hendina upp í móti honum og hann hjálpaði henni á fætur. Síðan hjálp- aði hann lika til þess að reisa við vagninn. Hertha horfði á. En hvað hann tók vel á og fór sjer þó hægt að! Það var auðsjeð að hann var karlmenni. Það þykir kvenn- fólki ekki siður í varið en andlega atgerfi. Hún ætlaði að ganga heim það sem eptir var. »Má jeg fylgja yður heim að hliðinu hjá yður?« spurði hann. 117 hliðinu, hneigði förunautur hennar sig kurteislega og kvaddi. Sagði hann, að sjer þætti illt, að hann hefði ekki haft neitt skemmtilegra að sýna henni. Hún skundaði á brott og hitti Jakob gamla við hliðið á hallargarðinum, en Hektor hljóp í móti henni með miklum feginslátum. »Þessi vjelaófögnuður fer versnandi dag frá degi«, sagði garnli Kobbi og liristi höfuðið. »Góðu, gömlu tím- arnir eru frá fvrir fullt og allt«. Greifadóttirin þagði og var hugsi. »Jeg þakkaði honum ekki einu sinni fyrir ómakið og hvað hann var þægilegur«, hugsaði hún. Um kveldið sagði Hertha greifadóttir við föður sinn: »Verksmiðjustjórinn þessi er reyndar mikið liðlegur og laglegur maður«. »Já, það er sagt, að hann kunni mikið vel til þess sem hann á að gera«, anzaði greifinn. »Hann sýndi mjer það í dag og útskýrði fyrir mjer allt saman af einstakri lipurð. Sýnist þjer ekki, faðir minn, að við ættum einhvern tíma að bjóða honum til miðdegisverðar ?« Greifinn horfði forviða á dóttur sína og spurði: »Til miðdagsverðar? Með hvaða yfirskini?« Hertha stokkroðnaði. Hún þóttist sjá, að hjer hefði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.