Ísafold - 04.08.1894, Síða 1

Ísafold - 04.08.1894, Síða 1
X.eirmr út ýmist emu sinni •eða tvisvar í viku. Verð krg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlenflis 5 kr. eBa l1/* doll.; borgist fyrirmiBjan júlimím. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslustofa bla^s- ins er í Austurstrœti 8 Reykjavík, laugardaginn 4. ágúst 1894. XXI. árg. Landsbankinn 'veröur opinn frá 1. ágiist til 1. septem- ber þ. á. kl. ö3/. f. m. til kl. 123/4 e. m„ ■og stjórn bankans er til viðtals kl. lO’/a til kl. ll>/> f. m. Tr. Gunnarsson. Mikils háttar nýmæli. Það er járnbrautin íslenzka, og hitt ann- ■að, er henni fylgir. * Fyrirsögn hefði ]>að þótt fyrir nokkrum árum.fmeira að segja fyrir nbkkrum mðn- nðum,Jað alþingi 1894 hefði til meðferðar frumvarp um að leggja hjer járnbrautir, ■svo og svo miklar, um helztu bygðir landsins. Enginn hjerlendur maður hafði rjett til skamms tíma látið sjer verða það á, að hugsa svo hátt. Þeir sem lengst komust og glæsilegastar vonir gerðu sjer um framtíð landsins, hugsuðu sjer fyrstu tilraunir í þá átt eptir svo sem hálfa öld ■eða vel það. Vesturheimsblöðin íslenzku höfðu að vísu komið með einhverjar þess kyns bollaleggingar fyrir nokkrum árum, um járnbraut frá Eeykjavík norður á Ak- ureyri; en hjerna megin hafs mun hver ■einasta sál hafa skoðað það eins og lopt- kastala, eins og »vesturheimskan vind«, — talið slíkt allsendis óframkvæmanlegt, þótt af alvöru væri hugsað af þeim, sem upp kom með það og af velvildarhug til lands- ins. Sumir munu nú ef til vill skoða þessa ráðagerð, sem hjer er nú á prjónum og þegar komin á dagskrá alþingis, eins og framhald af þessum vesturheimska vindi og ekki annað, þar sem frumkvöðull hennar eg flutningsmaður við þingið erlandi einn frá Vesturheimi og hann nákominn helzta klaðinu þar. 'í annan stað mun eigi trútt nm, að einhverjir taki ráðagerð þessa alla eins og útflutningsbrellu, með þvi að á- xainnztur höfundur hennar og flutnings- maður hjer er við riðinn eina vesturflutn- ingalínuna hjeðan. En hvernig þeir fara að koma þvi heim, er þó ekki gott að sjá. Það mun þó vera að sjá vofur um há- bjartan dag. Því að þó að ráðgjörðar sjeu í sambandi við járnbrautina fyrirhuguðu tíðar og stöðugar gufuskipsferðir bæði kring um land og til Englands, þá greiðir það ekki mikið fyrir fólksflutningum til Ameríku. Það er skemmstur spottinn at' leiðinni. Fyrir þeim greiðir það mest, að regluleg fólksflutningaskip, meginhafsskip, gangi beina lcið milli íslands og Ameríku./ En hjer er ekki neitt slíkt í ráði. Það er mjög skiljanlegt og eðlilegt, að nýmæli þetta, sem nú er full alvara, komi frá löndum eða landa einum í Ameríku, manni, sem þar heflr alið mikinn kafla æfl sinnar, um eða yfir 20 ár, og kynnzt þar rækilega því sem hjer að lýtur eða yfir höfuð mikils háttar fyrirtækjum og fram- kvæmdum til samgöngubóta, og það í ó- bygðu eða háltbygðu landi, eins og hjer má segja að sje raunar í vissum skilningi. 'SIíkri þekkingu crum vjer gjörsamlega frá- sneiddirþjer á þessari afskcktu eyju/ nema lítils háttar af bókum, en hún dregur skammt. Það er og kunnugt um lan3a þennan, hr. Sigtrygg Jónasson, að hann er mikils metinn maður vestur þar, hefirver- ið talinn einhver hinn helzti og fremsti meðal íslenzkra leikmanna þar frá upp- hafl hinnar íslenzku nýlendu i Canada. Hr. Sigtr. Jónasson heflr nú komið ráða gerð þessari það lengra en bara á pap- pírinn, að hann hefir fengið enskan auð- mann í Liverpool til þess að leggja hug á hana og gefa kost á nægilegu fjárfram- lagi í þvi skyni, gegn tilteknum kvöðum af hendi þings og stjórnar hjer. Er þeim skilyrðum lauslega lýst í alþingisfrjettun- í þessu blaði. Því þó að fjelagið eigi í orði kveðnu að vera hlutafjelag, og það með mjög smáum hlutum, svo að jafnvel almenningur hjer á land gœti tekið þátt í því, þá er auðvitað svo sem ekki neitt á því byggt. Fyrst um sinn er nú ekki meira áform- að af járnbrautargerð en 50 enskra mílna stúfur eða 10’/2 danskra hjer austur á bóg- inn frá Keykjavik, eitthvað austur eptir Arnessýslu. Er það vitanlega vel til fallið að því leyti til, að hvergi á landinu eru þó fremur líkindi til að járnbraut mundi svara kostnaði einhvern tíma. Arnessýsla er það hjerað landsins, er einna mestum búnaðarframförum ætti að geta tekið, og heflr þann kost að auki, að vera mjög nærri höfuðstaðnum. Flestir munu nú þykjast geta fullyrt, að mesta fjarstæða sje, að járnbraut þangað mundi svara kostnaði að svo stöddu. Mun og illt að rengja það, og sennilegt, að jafnvel frumkvöðlum þessa áforms detti það ekki i hug. Þó má þess geta, að hjer munu menn almennt enga hugmynd hafa um það, að járnbrautir eiga varla saman nema nafnið. Þær járnbrautir, er lengst hefir mátt lesa um í bókum og algengast- ar eru um hinn menntaða heim, kosta frá t/a—1 milj. króna hver míla dönsk, og jafnvel þaðan af meira. Yæri þess konar járnbraut tekiu í mál hjer, er hægur vandi að fullyrða, að hún mundi aldrei svara kostnaði, þar sem einfaldar rentur af frum- kostnaðinum til hennar, 10 mílna stúfs, yrðu allt að 400,000 kr. Nei. Hjer er átt við járnbraut, sem ekki á að kosta nema kring um 100,000 kr. mílan dönsk með öllu og öllu: vögnum og öðrum áhöldum, brautarskálum m. m. Eru slíkar brautir vitanlega mikium mun ófullkomnari og að öllu minni háttar en hinar, en eru sagðar vel duga að reynslunnar vitni í strjál- byggðum löndum með fábreytilegum at- vinnuvegum. Þá er og á hitt að líta, að sú spurning, hvort fyrirtækið muni svara kostnaði eða 49. blað. ekki, kemur þeim mest við, er ráðast vilja í það og hætta t.il þess miklu fje frá sjálf- um sjer. Hafl þeir þá sannfæringu, bygða vitanlega á margfalt meiri og betri þekk- ingu í slíkum efnum en vjer höfum, hvað er þá um að tala? Hið eina, sem þing og stjórn virðist þurfa um að hugsa og við sig að ráða i þessu efni, er þaö, hvort til þess sje leggj- andi út i að skuldbinda landið til þessa 50,000 króna árlega framlags úr lands- s.jóði í full 30 ár samfleytt. Hvort svo miklu sje fyrir að gangast, að það sje til vinnandi, og hvort landið sje þess megn- ugt, svo mörg horn sem það heflr í að líta. Það er mestur vandinn að leysa úr fyrra atriði spurningarinnar. Sje eingöngu á það litið, sem nefi er næst, þá er bersýnilega mikils til of mik- ið í la-gt, að verja 50,000 kr. á ári um heilan mannsaldur til þannig lagaðra sam- göngubóta milli höfuðstaðarins og 1—2 sýslna, umfram allt það mikla fje, er þeg- ar heflr varið verið úr landssjóði til vega- bóta og brúa einmitt á því sama svæði og verja verður eptirleiðis til framhalds þeim og viðhalds. En það er auðvitað ekki hið rjetta sjón- armið. Þetta fyrirtæki er að skoða eins og til- raun fyrir allt landið með vísi til þeirra samgöngutækja, er aðrar þjóðir hafa lengi haft og notað sjer til mikilla hagsbóta. Slíka tilraun verður að gera fyrst á ein- um stað, og væri heimskulegt að metast um það, þó að eitt hjerað eða fáein nytu beinna hagsmuna af því, en hin ekki. Sje það hjerað hyggilega og haganlega valið, er ekkert um það að segja frekar. Nú vill svo vel til, að umfram það, er þetta hjerað, Árnessýsla, heflr sjer til ágætis sem mjög Hklegt til mikilsháttar jarðabóta, þá hefir það, eins og kunnugt er, lang- mest aðdráttarafl á öllu landinu fyrir út- lenda íerðamenn; enda vakir það óefað fyrir frumkvöðlum járnbrautaráforms þessa, að brautin muni verða til þess að marg- falda aðstréymi þeirra hingað, einkum er henni fylgja tíðar, stöðugar og reglulegar gufuskipaferðir þaðan, sem mest er von skemmtiferðamanna og er einhver mesti siglingamiðdepill í heimi.----- Gufuskipaferðirnar, sem í boði eru frá sama stað, munu víðar fá góðan byr en járnbrautin. En þær standa að sögn ekki til boða öðru vísi en í sambandi við hana. Það væri og óneitanlega veruleg framför fi'á þvi sem nú gerist. Að fá gufuskip hingað frá Liverpool aðra hvora viku allt sumarið og á hverjum mánuði á vetrum I Mönnum mundi bregða við það. Ogjafn- framt strandferðir eins tíðar og regluleg- ar og tími og veður leyflr, án þeirrar taf- ar, er krókurinn til útlanda gerir, oghann alla leið til Kaupmannahafnar. En hvort- tveggja að eins lítið eitt dýrara en nú

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.