Ísafold - 08.08.1894, Side 1

Ísafold - 08.08.1894, Side 1
Kemur út ýmist emu sinui eða tvisvar i viku. Verí) árg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlen^is 5 kr. eða 1 */a doll.; borgist fyrirmiðjan j úlimán. (erlend- is fyrir fram). fSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib- áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslustofa blabs- ins er í AusturBtrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. ágúst 1894. 50. blað. 2E£r~ Heiöraöir kaupendur Isa- foldar ininnist þess, að nú er gjalddagi fyrir blaðiö (15. júlí) löngu kominn. Um síldveiði á íslandi og toll á síld erlendis. v Þangað til Norðmenn nokkrir á sjöunda tugi þessarar aldar byrjuðu að reka síld- veiði hjer við iand, höfðu íslendingar lítið uf þeirri veiði að segja, þó síldin gengi nærri að kalla á land ailviða, einkumfyr- ir Norðurlandi við Eyjafjörð. Þar man jeg ■eptir að þá var til, þó nokkru áður en Norðmenn komu, lítil síldarvarpa, og nokk- ur svo kölluð hafsíldarnet; með þessu var veitt eitthvað dálítið, mest til beitu, ef til 'vill líka eitthvað dálítið til manneldis, en •ekki var síld þá höfð til manneldis heldur ■en nú að nokkrum mun. Þegar svo Norð- tmenn komu, var uppi fótur og fit, sem vonlegt var; þeir öfluðu hjer undir eins svo þúsundum tunna skipti, og ljetu vel ;yfir veiði sinni fyrstu árin, fluttu sig sjálf- ir út hingað ásamt öllum áhöldum til veið- -arinnar, og öfluðu opt bæði vetur og sumar. Tilefnið til, að Norðmenn byrjuðu þessa veiði hjer, var það, að síldarafli hafði brugðizt mjög hjá þeim árin áður en þeir ■sóttu hingað, en þetta var aðalatvinnpveg- ur margra stærri og minni bæja á vestur- strönd Noregs. Um sama leyti og þessu fórframmynd- u,ðist hjer líka innlend sildarveiði, og enda nokkrir Danir árjeðu að byrja síldveiði líka þegar þeir sáu aðfarir Norðmanna. Samt varð þessi veiði Norðmanna hjer skammvinn. Sildin kom aptur á gömlu miðin i Noregi, ogþáhættu margir Norðmenn að koma hingað, en sumir þeirra, er höfðu sezt hjer að og kostað miklu til Islands- ‘ferða, urðu gjaldþrota, bæði af þvi að sild- in fjell í verði, og aflinn hjer við land reyndist opt misjafn og lítill, einkum ept- ir árin 1883 og 84. Þegar Norðmenn svo aptur hurfu hjeð- ■an, urðu margir af þeim að láta hjer ept- ir bæði hús, báta og vörpur, sem lands menn fengu keypt, optast með mjög góðu verði. Þetta varð til þess að menn fóru almennt sjálflr að reyna að afla síld/bæði fyrir norðan og austan, og tókst veiðin aptur allvel; en nú var komin önnur iykkja á leiðina, sem ekki var öllu betri, og það var, að jeg ætla, hjer um bil 1885, að bezta síldmarkaðinum var því nær lokað, með svo afarháum tolli, að nálega ekkert mátti rönd við reisa. Á Þýzkalandi mun síldar- tollurinn vera nálægt 2 krónum á tunnu og álíka í Svíþjóð, en íRússlandi, sem um langan aldur hefir verið höfuðmarkaður fyrir saltaða síld, er liinn hækkaði tolluV nú 8 krónur til 8 krónur 50 aura á tunnu Ihverri. Þessi toliur er svo gífurlegur, að það má kalla óhugsandi, að nokkur síldartunna geti seizt þar. Norðmenn selja þar á stundum síld enn, sem þeir annars mundu út bera. Rússar eru ekki vöruvandir, en miklar síldarætur af gömlum vana; þeir kaupa því af Norðmönnum lökustu síld þeirra, fyrir svo sem 12 krónur tunnuna að tolli meðtöldum, en Norðmönnum þyk- ir betra að fá 4 krónur fyrir síldartunnu sína en fleygja henni á hauginn; betri sje hálfur skaði en allur. Ef mikið aflast, er Rússinn til taks, þegar fokið er í öll önn- ur skjól. Þenna háa toll á sild hafa Rússar lög- leitt til að koma upp síldfiski heima hjá sjer, bæði í Hvítahafi og víðar; en lítið kvað þeim hingað til hafa orðið ágengt með það. Hjer að framan hefl jeg stuttlcga farið yfir þessa síldveiðasögu seinustu árin. En tilgangui’inn með þessari grein minni er einkum sá, að sýna fram á, hvað óbætan- legt tjón það er fyrir íslendinga, að verða að hætta aptur þessari nýbyrjuðu góðu veiði, vegna innflutningstollanna erlendis, einkum í Rússlandi. Þegar vel hefir aflazt síld hjer á Aust- (jörðum og Norðurlandi, hefir sá afli kom- izt upp í margar þúsundir króna, á meðan hægt var að selja síldina fyrir viðunan- legt og sanngjarnt verð. Mjer er óhætt að segja, að síidaraflinn hafl komizt hátt upp í sama krónutal eins og allur útfluttur verkaður saltfiskur hjer frá Austfjörðum. Til dæmis um að þetta sje satt, skal jeg tilfæra,að eingöngu frá Reyðarfirði, Eski- flrði og Fáskrúðsfirði hafa 3—4 seinustu árin verið útfluttar um 100 þúsund tunnur af síld (25 þúsund tunnur á ári), mest þó frá Reyðarfirði; ef hver tunna er talin 10 króna virði, er þetta 1 miljón króna; hafl á sama tíinabili flutzt frá sömu stöðum um 10 þúsund skippund um árið eða á 3—4 árum 40 þúsund skippund af saltfiski á 35—40 krónur, er það um l1/* miljón. Þetta sýnir ljósast, hvers virði að síldar- aflinn er; jeg tala nú ekki um, ef hann yrði almennur, og gæti borgað sig ríflega. Því miður kunnum vjer íslendingar ekki að nota þessa fisktegund, sem þó heflr að geyma hina beztu og hollustu fæðu, bæði fyrir menn og skepnur; en einmitt af því, að þess verður of langt að bíða, að vjer lærum sjálfir að nota síldina, ættu menn nú að leggjast á eitt með að reyna að fá atíjett þessum ófagnaði með tollana er- lendis, einkum í Rússlandi. Flestum er víst kunnugt, að hvert land fyrir sig hefir að mestu sömu tolllög fyrir aðrar þjóðir; þó geta opt verið undantekn- ingar á þessu, t. d. að Þjóðverjar, að mig minnir, taka 2 krónur i toll af hverri mat- artunnu, er Rússar flytja til þeirra, en þar á móti tekur Danmörk við korni Rússá sem annara tolllaust. Þegar nú litið er á þetta, mætti virðast eðlilegt, að Danir fengju einhverja íviln- un hjá Rússum um síldartollinn. Síld sú, er Danir og íslendingar flyttu til Rúss- lands, mundi hvergi nærri ná sömu toll- upphæð sem þær mörgu þúsundir tunna af matvöru, sem Rússar flytja til þeirra, ef reiknað væri eptir þýzka tollinum, 2 krón- ur á tunnuna. Jeg get ekki imyndað mjer annað en að danska stjórnin gæti hjálpað oss eitt- hvað í þessa átt, ef hún vildi gjöra sjer annt um það; en þingið og allir þeir sem þetta mál snertir, ættu með elju að sinna þessu sem fyrst; hver veit hvert ómetan- legt gagn fyrir ísland síldveiðin kann að verða, ef fyrir síldina fengist sama verð og var, áður en tollurinn á Rússlandi komst á. Einmitt nú stendur svo á, að Rússar og Danir eru að gjöra nýjan toll- eða verzl- unarsamning sín á milli, og verður þvi líklega lokið á þessu ári. Mjer er kunnugt, að þess hefir verið far- ið á leit við dönsku stjórnina, að fá toll- inn í Rússlandi á síld afnuminn; en svarið var, að það mundi óhugsandi, að Danir fengju betri kjör en aðrir; þess konar til- raun frá einstökum manni heflr lítið að þýða. Alþingi þyrfti að undirbúa þetta mál og koma því vandlega undirbúnu til íslenzku stjórnarinnarí Kaupmannahöfn. Mikið má ávinna með alúð og kappi. Þetta síldar- tollsmál álít jeg mjög mikils varðandi fyr- ir ísland, einkum nú þegar fólk þj'kist stökkva úr landi sökum harðrjettis. Síld- araflinn er opt beztur á vetrum, þegar svo sem engu öðru er að sinna, og þá líka sjálfsagt kostnaðarininnstur. Jeg vil skora á alþingi, að það sinni þessu máli sem fyrst. Það mundi lítið skerða fjárhag Rússa, þó að tollur væri af tekinn á íslenzkri og danskri síld, þvf hún má heita sem dropi í haflð í saman- burði við þær mörgu miljónir tunná, sem Englendingar, Norðmenn og Hollendingar flytja víðsvegar. Allar þessar þjóðir eiga auk þess ólíkt hægra með að koma síld sinni á markaði en vjer, sem eigum yfir torsótt og löng höf að sækja; eingöngu hin langa leið frá okkur til útlanda liækkar verðið á síldinni að miklum mun; en feng- ist tollur Rússa afnutninn, mundu menn vel mega við una. Að endingu læt jeg þess getið, að jeg skrifaði í vor í apríl greinarkorn í »Dansk Fiskeriforenings Medlemsblad« út af þessu málefni, og leyft jeg mjer hjermeð að skírskota til þess sem þar stendur. Grein- in er í 17. tölubl. þessa tímarits, 26. april, og þar merkt X. Eskifirði, 20. júlímán. 1894. Jón Magnússon.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.