Ísafold - 08.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1894, Blaðsíða 2
198 Útiendar frjettir. Khöfn 16. júll 1894. Veðrátta góð og blessnð, og heitir alstaðar mikilli frjósemi og rikulegri eptirtekju. Landskjálfti. Núbarhannað í Mikla- garði 10,—12. þ. m. og þar í grend, bæði á eyjunum í Marmarahaíi og hinumegin sundanna. Alstaðar stórkostlegt húsahrun, en um 200 manna hlutu bana og meir en 1000 liinalemstran. Kólera. Hennar kennir nú i mörgum löndum álfu vorrar, einkum hinum aust- lægu, en mest af sagt frá Rússlandi og Póllandi, þó minna sje af gert en að und- anförnu. í Pjetursborg dóu af henni 294 dagana 8.—14. þ. m. Á austanvert Prússa- veldi er hún komin, til Danzig, og á pest- varðarstöð, er Feian heitir, eyju nokkuð út frá Stokkhólmi, eru sjúkir menn, komn- ir þangað á skipum frá Rússlandi og Finn- landi. Danmörk. Byrjuð þingmálafundar- höldin, og spara vinstrimenn sízt stóryrðin, en liitt annað mál, hvort þau gegna meiru en fyr. í höfuðborginni mest talað um silfur- brúðkaup Friðriks konungsefnis 28. þ. m., hátíðarhald, sem stendur í þrjá daga og mun verða sótt af talsverðum fjöida út- lendra höfðingja. Noregur. Þar er nú að þinglokum komið. Ályktir að nýju samþykktar um skilnað við Svia í konsúlamálinu á kom- auda ári, en frá hinu horfið, að draga af launum konungsefnis. Búizt við harðri kosningabaráttu. England. I lávarðadeildinni bar Salis- bury nýlega frumvarp upp um samkomu- lag Englands við önnur ríki um ráðstaf- anir gegn óaldarmönnum, og kvað Eng- land þeim of hlynnandi, er þeir ætti hjer griðland víst svo sem lögum þess hagaði til. Rosebery svaraði hvasst og kallaði Eng- landi óvirðu gerða í að taka svo á ár-* vekni löggæzlunnar gagnvart tiltektum að- komumanna. Þýzkaland. Sambandsráð Þjóðverja hefir neikvætt vistarheimild Kristsmunka á Þýzkalandi, en fallizt á uppástungu frá Bayern, að leyfa »redemptóristum« aptur- komu, eða þeirri munkreglu, sem gengst fyrir um ýms líknarverk, aðhjúkrun sjúk- linga og sjer í lagi fræðafestu unglinga í kaþólskri trú. Annars er reglan almenn- vast taiin grein af Kristsmunkum. Frakkland og ítalia. í báðum lönd- unum sem kappsamlegast í mannveiðum staðið og dagsdaglega verða fleiri og fleiri höndlaðir af óaldarmönnum, og á Ítalíu mun nokkuð á annað þúsund í varðhöld komnir. Hjer eru og laganýmæli komin frá þinginu, sem eiga að hepta illræðin framvegis og þykja sum ákvæði þeirra heldur en ekki óþyrmileg. Lík nýmæli nú rædd á franska þinginu, en mun væg ari í flestum greinum. Rtissland. Þaðan er nýlega frjett bor- in um tvo stúdenta ásamt systur annars þeirra, sem voiu settir fastir, en i föggum þeirra fannst sprengivjel og önnur tæki, en áformið var að koma morðræði fram við keisarann. Annar stúdentanna er frá Póllandi. Frá Bandaríkjunum i Norður-Ame- ríku. Þar horfði fyrir skömmu til foráttu- vandræða af verkfalii, sem járnbrauta- og brautavagnasmiðir og aðrir í járnbrauta- þjónustu hófu í Chicago í byrjun þ. m. Orsökin var, sem optast er vant, rýring kaupsins, þó mesti auðkýfingur borgarinn- ar ætti í hlut, sem Pullman heitir. Þegar allrar tilhliðrunar var synjað, tepptu verk- mennirnir allar ferðir og flutninga á járn- brautunum, og bráðum var vögnum þeirra hleypt í bál, og því eytt öllu, sem lestirn- ar færðu til borgarinnar. Því fylgdu og brennur ótal verksmiðja og annara húsa, en borgarskríll og atvinnuleysingjar slóg- ust í atfylgi með verkmönnum, og kom þá til atvíga og drápa, er löggæzlu- og borg- araliðið rjeð til atgöngu og mótspyrnu.j Sem dæmi um spellvirkin má nefna, að fyrir einu járnbrautafjelaginu voru á fám dögum hús og munir í eldi eyddir á 4'/2 miijón króna. Alls voru á sama tíma brenndir 1000 vagnar og í fyrstu viku mánaðarins voru taldar 340 húsbrennur. í fleirum löndum vestra voru ófagnaðarúr- ræðin sem skjótast upp tekin, og sem rannn- legast í Kaliforníu. Þar urðu ávíg með meira móti á sumum stöðum. Þann 9. þ. m. ljet Cleveiand ríkisforseti til sinna kasta koma og lýsti fyrst Iilinois og borgina Chieago í liervörzlu, og síðar í annari boð un hvert bandaríki í sömu höptum, þar sem verkföllum eða mótþróa og illræðum yrði áfram haldið. í Chicago var sem bráðast að undið og herliðið skundaði þar til aðgöngu. er þurfa þótti, en þá brá svo í annað horf', að þyrpingarnar dreifðust mótstöðulaust, og verkmönnum fjellst all- ur ketill í eld. Forstjóri þeirra, Debs að nafni, rjeð þeim nú til að hætta verkfall- inu og kvað ekki annað líkara til úrræða, þar sem þeir stæðu bjargræðislausir. E]ú- ir þessu breytt á öðrum stöðum, þó nokk- uð stæði fyrir í Kaliforníu, er síðast frjett- ist. — Seinustu fregnir bera, að bana hafi beðið í óeirðum þessum að einsl7manns, en eignamissirinn er talinn til 4 miljóna dollara. Frá Asíu. Kínverjar og Japansmenn hafa nú falið ensku stjórninni á hendur að leggja gerðardóm á misklíðir þeirra. Eptirmæli. Gunnar hreppstjóri Halldórsson í Skála- vik, fyrrum alþingismaður ísflrðinga (1880 — 1891), andaðist 12. f. mán., eptir langa legu í brjóstveiki, 57 ára að aldri. »Hann var einn með helztu bændum þar í sýslu’ dugnaðarmaður bæði á sjó og landi, sat jörð sína prýðilega, reisti þar sterkt og vandað íbúðarhús og gerði þar miklar og kostnaðarsamar jarðabætur. Hann var drengur hinn bezti, hreinskilinn og fölskva laus, hafði góða og farsæla greind, og var fremur vel að sjer«. Dáinn er Björn Oddson, er síðast bjó á Hofi í Vatnsdal. Hann dó á Hjaltastað hjá syni sínum Magnúsi presti Bjarnarsyni, 80. júní, nálega 83 ára gamali, úr inflúenzu, Hann var tvígiptur, átti ekki börn með fyrri kon- unni, en með hinni síðari, Rannveigu Sigurð- ardóttur, sem enn lifir, átti hann 6 börn. Af þeim lifa að eins 2 synir: síra Magnús, og Oddur, prentari i Kaupmannahöfn. Hann bjó á Leysingjastöðum í Þingi og Hofl í Vatns- dal, og var jafnan við heldur góð efni, enda var hann hinn mesti dugnaðarmaður og mynd- armaður. Vert er að geta þess, að hann var einn af þeim fáu núlifandi mönnum, sem kunni hinn gamla islenzka skrautvefnað, og óf hann nieð snilld. Hann var hinn vandað- asti maður og hinn háttprúðasti, guðrækinn og tállaus. Hann var skynsamur og einarður og fastur í lund, og kom jafnan fram sem áreiðanlegur og gagnlegur maður. Honum var eiginlegt og ljúft að hjálpa þeim, sem liðsinnis þurftu, í orði og verki. Þannig tók hann 6 börn vandalaus til fósturs og ól þau upp, sum aö öllu leyti, en sum að mestu leyti. Siðustu 6 ár æfl sinnar var hann á Hjaltastað í Norðurmúlasýslu hjá síra Magn- úsi syni sínum. E. J. Hinn 4. þ. m. andaðist á heimili sinu að- Melshúsum á Seltjarnarnesi Pdll Guðmunds- son, sem lengi bjó rausnarbúi á Nesi, 74 ára gamall. Holdsveikisrannsóknir. Háttvirti hr. ritstjóri! Samkvæmt loforði mínu hefi jeg hjer með þá ánægju ac> skýra yður frá árangri þeim, er jeg í fljótu bragði hefl fengið við rannsókn mína áhrærandi holdsveikina á íslandi. Jeg hefi nú sem stendur sjálfur skoðati 49 sjúklinga, er þjáðust af svo kallaðri holdsveiki, og auk þess fengið vitneskju um 4 aðra. Enn fremur hefi jeg skoðati 20—30 börn holdsveikra foréldra, en þau hafa samt öll verið heilbrigð, sem er ein- mitt í samræmi við þá skoðun, er á síðustu tímum heflr rutt sjer til rúms, að veikin sje ekki arfgeng, heldur eingöngu sóttnæm (þ. e. færist af veikum á heilbrigða). Fyrir skoðun þessari, sem jeg eindregið held fram, hefi jeg auk þess fundið mörg rök meðal sjúklinga þeirra, er jeg hefi rannsakað. Um tegundir veikinnar og tölu sjúkl- inganna hagar svo til, sem hjer segir: Si)8la Í1 %% í> 'arla 1 'tí s0 03 r ■ m e8*>> a g ~3 holds- veiki Konur , « ! 1-3 i §' a 3: F-a | Sh ' Samtala1 Mýra .... 2 » » 1 * » » 2 (0) Borgarfjarð. 5 » i ! i » » 7 (3) Gullbringu . 2 1 3 í í 1 9l(14] Reykjavík. . » » » 3 » 1 Arness .... 2 » i 2 í 1 7 (72) Rangárvalla 5 2 4 6 í 3 21 (5) V.-Skaptat'. . 1 » » 1 í » 3 (0) 17 3 9 14 4 6 53 (29) 1) Svigatölurnar eru þær sem fengust þegar stjórnin ljet telja hjer holdsveika 1887. , 2) Vegna illviðris gat jeg ekki hitt 5 sjúklinga i Arnessýslu, og eru þeir ekki taldir meÖ hjer. Samkvæmt þessum árangri rannsóknar minnar á Suðurlandi, getur þcgar skoðast sem fullsannað, er jeg haíði ætlað: 1. Að holdsveiki er að minnsta kosti helmingi tíðari en áður liefir verið talið. 2. Að hinar eitlalausu tegundir veikinn- ar (limafallssýki) eru að minnsta kosti jafnalmennar hjer á íslandi og í öðr- um löndum (31 með eitlum, 7 sam- bland af báðum tégundum, 15 eitla- lausir). í Rangárvallarsýslu er veikin t. d. tví- mælalaust að færast í vöxt, sem eingöngu hlýtur að vera því að kenna, að menn skortir alla þekkingu á sóttnæmi veikinn- ar og nauðsynlega varkárni í umgengni við hina veiku. En á það mun jeg síðar minnast nánar. Með alúðar þakklæti fyrir liðveizlu blaðs yðar. Yðar skuldbundinn Edw. Ehlers. Ársfundur fornleifafjelagsins var haldinn 2. þ. mán.. Formaður skýrði frá, ab verið væri að prenta Árbók fjelagsins og væri þar skýrsla um rannsóknarferðir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.