Ísafold - 08.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.08.1894, Blaðsíða 3
19') Brynjúlfs Jónssonar í fyrra sumar; nú væri | hann á rannsóknarferð fyrir fjelagið norð- ! ur í Húnavatnssýslu. I fjeiagina eru nú [ 44 æfiíjelagar og rúmlega 150 ársfjelagar. j Af útistandandi tillögum hefði talsvert greiðzt, og væri það sjerstakiega að þakka fjehirðinum, lector Þórhalli Bjarnarsyni. ■ Sjóður fjelagsins við nýár kr. 842,39. Um- sjónarmaður Forngripasafnsins hjelt fróð- iegan fyrirlestur um myndir þær af forn- gripum á safninu, er nú fylgja Arhók fje- j lagsins. Strandferðaskipið Thyra, yfirmaður Garde, kom hingað í gærmorgun norðan um land og austan, og með henni 60—70 farþegar, þar á meðal sýslumennirnir Lár- us K. Bjarnason og Páll Einarsson, hjer- aðsiæknir Davið Sch. Thorsteinsson, prest arnin Þorleifur Jónsson á Skinnastað, Arni Björnsson í Fagranesi og Páll E. Sivertsen á Stað í Aðalvík. Ennfremur yfirkennari H. Kr. Friðriksson heim aptur úr kynnis- för á Vestfjörðum. Gufuskipið Stamford kom í gær frá Newcastle með salt og kol til kaupmanna og pöntunarfjelaga. Brauð veitt. Giaumbær í Skagafirði veitti landshöfðingi 2. f. m. síra Hallgrími Tborlacius á Eíp, samkvæmt kosningu safnaðanna. Holdsveikislæknirinn, dr. med. Edv. Ehlers, kom hingað aptur úr ferð sinni austur um Árness- og Kangárvailasýslur 4. þ. m. Ætlar síðan með Thyra strand- lengis 14. þ. m. Alþingi 1894. m. Borgarlegt hjónaband. Frumv. um það er aptur fitjað upp i efri deild, af þeim Jóni Jakobssyni, Jóni Jónssyni (N.-M.) og Guttormi Vigfússyni, — um að þjóðkirkju- trúarmenn þurfi ekki að láta presta gefa sig í hjónaband, heldur megi veraldlegir valdsmenn gera það. Það komst með naumindum til 2. umr. í gær. Eitrun rjupna. Fyrir hið fallna frv. um eitrun rjúpa hafa þeir Björn Sigfússon og Þórhallur Bjarnarson boi'ið upp frumv. um, að rjúpur, sem eitraðar eru til eyð- ingar refa, skuli auðkenna þannig, að hægri vængurinn sje stýf'ður til hálfs, að við iögðum 20—200 kr. sektum, hálfum í landssjóð, hálfum til uppljóstrarmanns. Úrskurðarvald sáttanefnda. Frv. um það ber Þorleifur Jónsson nú upp apt- ur, samhljóða að mestu því, sem hann flutti á síðasta þingi. Niðurjöfnun hreppsgjalda. Þeir Þórður Guðmundsson og Þórhallur Bjarnar- son bera upp frumv. um að leyfa hrepps nefndum, er þess óska, að niðurjöfnun lireppsgjalda eptir efnum og ástæðum f'ari fram á tímabilinu 10.—30. júní, og sje ein- dagi á þeim gjöldum 31. ágúst. Botnvörpuveiðar. Bannið gcgn ólög- legum botnvörpuveiðum í f'rv. Guðl. Guð- muUdssonar vill nef'ndin í málinu (Bened. Sv., Guði. Guöm., JónJensson, Einar Jóns- son og Sighv. Árnason) herða þannig, að minnsta sekt sje 1000 kr. og að bæði veið- arfæri og afli sje upptækt. Segir nefndin sjer kunnugt vera, að botnvörpuveiðar út- lendra þjóða. undir ströndum landsins hafi á tveim síðastliðnum árum aukizt mjög stórkostlega, svo að óhætt muni að full- yrða, að tala skipanna hafi margfaldazt og yfirgangur þeirra vaxið að sama skapi. Sjerstaklega eigi það sjer stað við austur- og suðausturströnd landsins, að skip þessi hópist til veiða fast inn undir landi, að öliu leyti óttalaust og óhikað, því að hið danska strandgæzluskip muni sjaldan eða jafnvel, að því er mörg stór svæði snertir, aldrei hafa komið þar til eptirlits. Hindrun sandfoks. Þingmenn Kang- æinga vilja láta veita sýslunefndum sama samþykktarvald um hindrun sandfoks og um sandgræðslu, sem þeim er veitt með lögum 13. apríl þ. á. til að friða skóg og mel. Kirkjugjald. Frumvarp um það flyt- ur Sigurður Stefánsson, að mörgu leyti eins og það sem síðasta þing hafði til meðferð- ar, en án hins sameiginlega kirkjusjóðs. Oll hin eldri kirkjugjöld skulu afnumin, þar með skylduvinna við kirkjur og kirkju- garða, en í þess stað koma nefskattur á alla fermda menn, karla sem konur, ekki fastákveðinn þó fyrir allt land eða um aldur og æfi, heldur lireifanlegur, 60 aurar minnst og 120 aurar mest. Skal biskup ákveða gjaldið fyrir sókn hverja, innan þeirra takmarka, hið fyrsta ár sem lögin nýju koma til framkvæmda, en hjeraðs- fundir síðan, fyrir hvert ár. Falli hjeraðs- fundur niður, ákveður og biskup gjaldið í því prófastsdæmi í það sinn. Járnbrautarmálið. Eptir 3 stunda umræður um það í fyrra dag, járnbrautar- og siglingafjelagsfrumvarpið, setti neðri deild það í 7 manna nefnd: Jens Pálsson, (form.), Yaltýr Guðmundsson (skrif.), Tr. Gunnarsson, Jón Jensson, Skúli Thorodd- sen, Jón Jónsson (þm. Eyf.) og Sig. Gunn- arsson. Þeir landshöfðingi og Tr. Gunn- arsson töldu frumvarpið allviðsjált að ýmsu leyti og vildu sízt láta hrapa að því að samþykkja jafnstórvægilegt nýmæii á þessu þingi. Við þær umræður sætti 2. þm. ísfirð- inga, Sk. Thoroddsen, tækifæri til að haga þannig orðum gagnvart landshöfðingja, að forseti varð að gefa honum alvarlega dminningu, og mun engum þingmanni hafa fundizt »þjóðhetja ísfirðinga« (!) vaxa af þeirri frammistöðu sinni, jafnvel ekki þeim 1—2, sem heitiðmunu nú geta bandamenn hans í deildinni alls og alls, nje heldur hitt, að þinginu væri fremdar- eða sæmd- arauki að því hátterni tjeðs þingmanns. Kosningarlög til alþingis. Sem nauðsynlegan dilk með stjórnarskránni bera þeir upp nýtt kosningarlagafrumvarp, Jón Jónsson (Þm. N.-M.) og Þorleifur Jóns- son. Er það yfirleitt samhljóða samkynja frumvarpi frá aukaþinginu 1886, nema um kosningar til efri deildai'. Þá átti að kjósa alla efrideildarmenn 12 með hlutfallskosn- ingum um land allt sem eitt kjördæmi. Nú er stungið upp á, að þeir sjeu kosnir í hverjum landsfjórðungi sem kjördæmi, af sýslunefndum og bæjarstjórnum; kjörstjórn sje amtmaður og 2 menn með honum, er amtsráðið kýs, annan úr sínum flokki, hinn utan þess. Kosningar skulu fram fara í júnímánuði til beggja deilda, og kjörskrár gilda frá fardögum til fardaga. Eldsvoðaábyrgð fyrir Reykjavík. Þeir Jón Jensson og Þórh. Bjarnarson flytja frumvarp til nýrra laga um það efni, í stað tilskip. frá 1874, þar sem ætlazt er til að hús í Reykjavík sjeu að öllu leyti vá- tryggð í hinu almenna brunabótafjelagi danskra kaupstaða, en ekki að eins að 2/3, eins og verið hefir. Útflutningslög. Þeir Guðlaugur Guð- mundsson og Einar Jónsson flytja frum- varp um viðauka við útflutningslögin frá 1876: »Engir aðrir en þeir, sem eru lög- giltir útflutningastjórar og mnboðsmenn þeirra, mega gjöra samninga við útfara, hvort heldur er munnlega eða skrifiega, um fiutning í aðrar heimsálfur, eða á nokkurn annan hátt starfa hjer á Jandi að slíkum útflutningi. Enginn má með ósönn- um fortölum tæla eða leitast við að tæla menn til útflutnings. Brot gegn ákvæðum þessarar greinar varða sektum 100—4000 kr., eða fangelsi«. Afnumin undanþága póstgufuskipanna frá eptirliti lögreglustjórn- arinnar. Síðari hluti frumvarpsins, 2 grein- ar, miða helzt til að afstýra stroki til annara heimsálfna. Nýr verzlunarstaður. Bæta vill Gutt- ormur Yigfússon Kirkjubólshöfn í Stöðvar- firði ítölu löggiltra verzlunarstaða á landinu. Hreppstjóralaun. Sig. Stefánsson flyt- ur frv. um þá breyting á hreppstjóralauna- lögunum frá 1882, að launin skuli vera 75 aurar fyrir hvern þann mann innan hrepps, sem telur fram til tiundar. Ráðgjafa-ábyrgð. Lagafrumvarp um það efni er einn stjórnarskrárdilkurinn, þ. e. á að ganga í gildi þegar stjórnarskráin er staðfest. Flutningsmaður er nú Benid. Sveinsson, og er það samhljóða samkynja frv. frá 1886. Afnám embætta. Frv. þar að lútandi frá þeim Sigurði Stefánssyni og Sigurði Jenssyni, er sömuleiðis stjórnarskrárdilk- ur: landshöfðingja-embættið, landritara, landfógeta og amtmanna leggist niður, og verzleg störf skulu greind frá biskupsem- bættinu. Landsstjörnarlaun. Um það flytja þeir frumv., Guttormur Yigfússon og Jón Jakobsson, sömuleiðis stjórnarskrárdilk. Landsstjóra ákveðin 10,000 kr. í laun og leigulaus bústaður; ráðgjafa hverjum 5,000 kr.; skrifstofustjórum 2,500 kr. hverjum; og til skrifstofukostnaðar á ráðgjafaskrifstof- unum ætlaðar alls 6,000 kr. árlega. Kjörvíti. (Leiðrjett.).^) Það heíir verið á rangri eptirtekt bygt, er hermt var í Isafold 1. þ. m., að kært hetði verið til landshöfðingja ylir kosningu Guttorms Yigfússonar í Suður- Múlasýsiu. Þar hafði að vísu verið kosið eptir rangri kjörskrá(,úr einum hreppi, og eins haiði kjörgengi hans verið mótmælt á kjör- fundi, með því að hann mundi eigi hata býli til löglegra umráða, en hvorugu var lengra fram haldið, enda mun síðari aðíinnslan eigi hafa verið á rökum bygð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.