Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.08.1894, Blaðsíða 2
202 forráðamaður vill afhenda hana, þó með samþykki hjeraðsfundar og biskups; sömu- leiðis, ef hjeraðsfundur og biskup álíta forráðamann kirkju óbæfan til að hafa á hendi umsjón hennar og fjárhald. Þilskipaábyrgðarsjóður. Þeir Ben. Sveinsson og Guðl. Guðmundsson vilja lát.i neðri deild skora á stjórnina að leggj i fyrir alþingi 1895 frumv. til laga um stofn- un almenns ábyrgðarfjelags fyrir fiskiveiða- þilskip á Islandi,þannig,aðlandssjóður leggi hæfllegan styrk til stofnunar fjelagsins og viðhalds þess fyrst um sinn, en að öðru leyti sje fjelagið bygt á innbyrðis ábyrgð. Stjómarskrármálið. Það er nú kom- ið í gegn um 2 umræður í neðri deild, báð- ar í einu hljóði (nema einstakar greinar frumvarpsins við 2. umr.). Flutningsmað- ur, Ben. Sveinsson, flutti ræðu fyrir því við 1. umr.; Tryggvi Gunnarsson andmælti honum lítils háttar. Aðrir töluðu eigi. Æfinleg erfingjarenta. Þeir Þór- hallur Bjarnarson og Olafur Briem flytja frumvarp um, að við skipti á hverju dán- arbúi, sem að skuldum frá dregnum nem- ur minnst 200 kr., skuli taka frá 1 % af hverjum erfðahluta og dánargjöf, er hverfa undir einstaka menn, til að setja það und- ir nafni hvers þeirra sem vaxtaeiganda á æfinlega erfingjarentu í Söfnunarsjóði ís- lands. Verðlagsskrár. Þeir Björn Sigfússon og Jón Jónsson, þm. A.-Skaptf., bera upp frumv. um öðru vísi lagaðan undirbúning verðlagsskráa en nú, gerist: að prestur og formaður skattanefndar og þriðji maður, kosinn af hreppsnefnd eða bæjarstjórn, skuli semja í samvinnu verðlagsskýrslu, er sendist prófasti, en hann semur eptir þeim eina aðalskjrrslu fyrir prófastsdæmið og sendir síðan sýslumanni, en sýslumað- ur endurskoðar skýrsluna, staðfestir og lætur prenta sem verðlagsskrá fyrir sýsl- unu. Búseta fastakaupmanna. Benedikt Sveinsson ber upp frumv. um það mál, samhljóða að mestu því, sem Sigurður Stefánsson var með í fyrra, en fellt var þá við 2. umr. í efri deild. Þó er það hert í viðlögunum, að sektir (í landssjóð) sjeu 200—5000 kr. og ólögleg verzlunarhús, skip, verzlunaráhöld og vörur upptækt gert og andvirðið renni í landssjóð. Sóttvarnir. Einar Jónsson ber upp frumvarp um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma á íslandi (innanlands). Lögreglu- stjóri má gefa út samgöngubann meðráði læknis, og gera aðrar nauðsynlegar ráð- stafanir til að afstýra því, að sýkin færist út. Kostnaður greiðist úr sýslusjóði, ef ekki fer fram úr 100 kr. á ári, en ella úr landssjóði. Höfuðkauptún á Austfjörðum. Áður en jeg fyrir fullt og allt skilst við þetta mál, er jeg hefi verið að reyna að skýra fyrir mönnum með hógværum orð um, skal jeg leyfa mjer að andmæla öllu, er ritstjóri »Austra« segir um þetta mál í 10. tbl. sínu þ. á. Hann heíir ráðizt á greinar mínar með mikilli ókurteisi og ó- merkum útúrsnúningum. Umsögn minni um ísalögin, dýpið, hafn- irnar og byggingarplássið á Reyðarflði og Seyðisfirði breyti jeg ekki, hvað svo sem ritstjórinn segir um hugsunarreglur mínar. Allt sem hann ber fram fyrir lesendur sína til að svara mjer, er svo lagað, að þar kemst engin skynsemi að; eða hverju á að svara manni, sem leyíir sjer að bera saro- an Reyðarfjörð og Skjálfandaflóa sem hafn ir? Ilingað til hefir á íslenzku verið gjörð- ur mismunur á flóa og firði. Að svo mæltu vil jeg fara nokkrum orð- um u;n grein þft, er maðurinn, sem lagði veginn á Fjarðarheiði í fyrra, hefir ritað í 18. tbl. ísafoldar þ. á. út af umsögn minni og »Austra« um veginn. Það getur verið, að jeg hafi tekið of djúpt í árinni, eða haft of víðtækt orð, nefnilega að segja, að vegurinn hafi verið orðinn illfær eptir fyrstu rigningu; en þetta sagði jeg af því, að þá var þetta almanna- rómur í hjeraðinu. Jeg heyrði marga segja það; en ekki fór jeg veginn sjálfur. Þetta ár er enn ekkert hægt að segja um, hvernig vegurinn hefir staðizt. Hann var enn mestmegnis ókominn upp úr snjó um fráfærur, 26. f. mán. Síðan heflr verið bezta tíð, og vonandi er, að heiðin hafi nú um miðjan þennan mánuð verið að mestu runnin. En hvaða vit er í að kosta miklu fje til þar, sem landslagi er svo háttað, að aldrei verður lagður vegur, sem stenzt til langframa? Fjarðarheiði er optast einung- is snjólaus eða máske snjólítil frá miðjum júlí til októbermánaðar; ef illa viðrar, eru þar opt komnar ófærur og snjór löngu fyr- ir þennan tíma. Árlegt viðhald á Fjarðar- heiðarvegi fyrir 4—5000 kr. kefi jeg aldrei talið sem sjálfsagt; mín hugsun, ef hún væri rjett skilin, var sú, að vegurinn gæti aldrei staðið nema með miklum árlegum kostnaði, og það munu líka allir skynber- andi menn játa; góðan veg verður aldrei hægt að leggja þar, sem er samfara bratti, og snjóþyngsli fram á sumar. Að lokum skal jeg enn einu sinni bera það fram, að enginn vegur úr Hjeraði til Fjarða mun verða jafn-góður og kostnað- arlítill og Fagradalsvegurinn til Búðareyr- ar. Þessu til sönnunar skal jeg geta þess, að Fagridalur var runninn tæpum hálfum mánuði fyrir krossmessu. Sama var að segja um Þórdalsheiði og Eskifjarðarheiði; en yíir þær er óhentugra að leggja veg, vegna afstöðunnar við Búðareyri; svo eru þar og bæði gil, klappir og vond vatns- föll yfir að fara. Um fram allt er vonandi, að landshöfðingi, amtsráð og sýslunefndir leggist á eitt með að athuga vel framveg- is, hvar fjallvegi (sem aðra vegi) skuli leggja um landið með sem minnstum kostn- aði, en til afnota fyrir sem flesta. Það fer illa á því, að hver sveitin og kaupstaður- inn keppist við annan um að ná í sem mesta peninga til að laga til hjá sjer, en engum dettur i hug að tala um, að koma sjer saman um með óhlutdrægni, hvað gagnlegast væri fyrir fleiri sveitir og sý-sl- nr, en í því tilliti ætti stjórn og þing að koma vitinu fyrir menn, ef unnt er. Jeg vona, herra ritstjóri, að jeg þurfi ekki optar að ónáða yður; jeg ætla nú, hvað sem tautar, að hætta að togast á við ritstjóra »Austra« út af þessu máli. Ritað í júlímánuði 1894. Austurlandsvinur. Heiðursdoktor við Khafnarháskóla er nú adjunkt Þorvaldur Ihoroddsen orðinn,. ásamt ýmsum dönskum vísindamönnum, í minningu brúðkaups-afmælishatíðarinnar Friðriks konungsefnis 28. f. mán. Er það allmikill frami, og mun mjög fágætt f Danmörku jafnvel, að hann hlotnaðist jafn- ungum mönnum. Sýnir það, að vísindaleg starfsemi hr. Þorv. Thoroddsen er eigi höfð. í lágum metum erlendis. Stúdentspróf hefir einn íslenzkur piltur tekið í sumar (10. júlí) í Kiupmannahöfn,. Agúst Bjarnason, kaupmanns H:'ikonar sáL Bjarnasonar frá Bíldudal, með I. einkunn (99 stig), eptir að eins 2y2 árs námstíma* Hann útskrifaðist frá »Efterslægtselskabets Skole«. Brjefkafli úr ísafj.sýslu, 21. júlí: »Nú er öllu málaferlavastri slegið í logn hjer. Jeg held það hafi kafnað seinast í inflúenza-land- f'arsóttinni. Súrt þykir þeim í broti, er orðið hafa fyrir stórútlátum út af' kærumálunum í f'yrra (um hinn setta sýslumann, L. K. Bjarnason) og mun nú fjöldi kœrenda fyrirverða sig f'yrir það flan —, að haf'a gerzt þau afleit ginn- ingarfífl, að láta hafa sig til hundruðum saman að undirskrifa margar og miklar sakargiptir,. sem rannsókn hefir sýnt að enginn fótur var fyrir. Nú f'er að verða bver síðastur fyrir honum, þessum millibilssýslumanni okkar, hr. Lárusi K. Bjarnason. Jeg held hver sanngjarn maður og óhlutdrægur hljóti að kannast við, að hann hafl staðið yíir höfuð vel í sinni vandasömu stöðu. Hafa menn almennt fongið því meiri mæturáhonum, sem þeir hafa kynnzt honum betur. Hann er gegn og ötull embættismaður,.' viðmótsgóður og yfirlætislaus, gerii- sjer engan mannamun, og hefir mörgum brugðið við það eptir fyrirrennara bans. Samtökin í f'yrra með að sækja ekki manntalsþing hjá honum urðu endaslepp; voru þau á sumum stöðum betur sótt í vor en gerzt hafði lengi áðum. Brynhlífin skothelda, eptir skraddarann þýzka, Dowe, var reynd rækilega í vor í' Lundúnum í viðurvist fjölda-margra meiri háttar liðsforingja. Fyrst var skotið með- ýmiss konar enskum og þýzkum hermanna- byssum með reyklausu púðri á álnar langan eikarbút langsetis í 30 álna fjarska. Skotið fór alla leið gegnum eikarbútinn langsetið og langt inn í annan bút bak við haun. Síðan var reynt með þýzkri byssu við tí þumlunga. lengri bút at' harðari við, og fór á sömu leið. Nokkur skot með enskri byssu fóru ekki alla leið í gegn, en þó nærri því. Sá litli munur stafaði af því, að þýzka púðrið reyklausa er miklu aflmeira en hitt. Að því búnu var tekið til við brynblíf Dowes skraddara, með sömu byssunum og sama púðri. Hlífin hjekk laus. Hún hreifðist varla, þegar skotin komu á hana. Kúlurnar hurf'u inn á milli f'óðra í benni og sá ekkert votta fyrir að innau. Þegar búið var að reyna þetta nokkrum sinnum, vildi Dowe láta. skjóta á sjálfan sig í hlífinni. Það var ekki leylt, en fenginn hestur og brynjan lögð á .bann. Hesturinn kipptist við lítið eitt, er hann heyrði skothljóðið, en hitt var auðsjeð, að hann vissi alls eigi af, þegar skotin riðu á hlífinni; honum brá ekki hót við það. Voru allir, sem á þetta horf'ðu, mjög forviða, og dáðust mjög að jafnstórnytsamlegri hugvits- smíð. Kynleg erfðaskrá. Pólskur jarðeigandi stórauðugur andaðist 1889 og haf'ði ráðstafað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.