Ísafold - 15.08.1894, Page 1

Ísafold - 15.08.1894, Page 1
Kemur út ýmiat emu sinni eða tvisvar í viku. Yerð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. e?)a VI* doll.; borgist fyrirmiðjanjúlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vl& áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm, Afgreibslustofa blabs- ins er i Auttuntrœti 8 Reykjavik, miðvikudaginn 15. ágúst 1894. XXI. árg. Útlendar frjettir. Kliðfn 4. ágúst 1894. Danmörk. í þrjá daga (27.—29. júlí) ■stóð silfurbrúðkaup Friðriks konungsefnis nieð stórkostlegu viðhafnarskrauti höfuð- borgarinnar og úthverfa hennar. Hjer til að telja : ljómadýrð húsanna og blómbúna 'kengisveigi á öllum höfuðstrætum, ásamt kynjatöfrum skoteldanna bæði í Tivoli og á mörgum öðrum stöðum vígsludagskveldið (28.). Fólkið naut fagnaðarins í svo mik- illi veðurblíðu sem á mátti kjósa. Eptir 'þessu var fagnaðardýrðin við hirðina og mikið þar um boð og gildi, sem tignir ■gestir sóttu og annað stórmenni. Af hin- um aðkomnu frá öðrum löndum skal nefna Dskar Svíakonung og Eugen prins, yngsta :son hans, Heinrich keisarabróðar frá Þýzkalandi ög Nikulás keisaraefni Rússa ásamt Georg prinsi frá Grikklandi. Oskar konungur kom á skrúðskipi sínu,sem »Drott« íieitir, og fylgdu því tvö herskip, annað þeirra frá Noregi. Heinrieh prins er æðsti nðmíráll Þjóðverja, og kom hann á bryn- ■dreka, er »Sachsen« heitir. Dýrindagjafirnar, sem bárust brúðhjón- unum, gætu fyllt sýningarsal7 og verða þær sýndar alþýðu; mætti þá síðar sumra geta. Mestur hlutinn heyrir til borðbún- •aðar og borðprýði. Tvær forkunnar-fagrar rnyndir skal nefna eptir myndameistarann Stefán Sinding. Önnur þeirra, úr marmara, er »móðirin fjötraða«, sem grúfir niður við Þrjóstið að barni sínu. Hún var færð silfurbrúðurinni, hin konungsefni, og hún úr silfri, en það var Heimdallur með al- væpni, blásandi í gjallarhorn. Friðrik konungsefni er vel máli farinn, ■og blöð vinstri manna hjuggu eptir því þegar, er hann i sumum svararæðum ljet sem bezt yfir lyktunum í vor á þinginu ■og innti þeim ljúfiegar þakkir, er þar að stóðu. Sum þeirra telja það líklegt, að sumir foringjar »liðhleypinganna« eigi hann að, þegar til ráðherra skiptanna kemur. — Sum blöð þykjast vita, að þeirra sje nú skammt að bíða, en þar um má •ekkert fullyrða. Frá Noregi. Þingi slitið 25. júlí. Þar íhöfðu nýmæli gengið fram, sem ákváðu hegningar þeim til handa, er ekki gegna, þegar þeim er stefnt fyrir þingið. Synjað um samþykki af stjórnarinnar hálfu. Veitt urðu útgjöldin til sendiherranna erlendis, en með því skilyrði, að erindareksturinn í Vín yrði af numinn fyrir Noreg. Stang tók þar þegar þvert fyrir um samþykki. í þinglolt nefnd kosin til að hafa gætur á Topnum hers og flota. England. Sem á horflst ætla menn að -afrek þingsins verði heldur rýr, fen mót- stöðumenn stjórnarinnar hafa staðið í of- langri streitu gegn fjárhagslögunum, sem loks eru um garð gengin. Greinir þeirra um ölfangaskattinn og vaxandi erfða-afgjald eptir stærðarhlutfalli hafa eflt vinsældir stjórnarinnar, en frumvörp hennar um út- færslu kosningarjettar, afnám ríkiskirkj- unnar í Wales og 8 stunda námavinnu verða víst að bíða lykta sinna á næsta þingi. Kallað vel takast til, ef liðveizlu- nýmælin við leiguliðana burtflæmdu á ír- landi komast í kring í þessari þingsetu. Gladstone gamla er enn erfltt um lestur, en með fram öðru hefst hann þó að við útgáfu þýðingu sinnar á hörpuljóðum Hórazar. Frakkland. Nú er hjer hvíld á þing- störfum, en lokið við umræðurnar stríðu um nýmælin, sem eiga að stemma stigu fyrir óaldarmönnum. Þau urðu þó harð- tækari en við var búizt, og er illa yfir þeim látið í blöðum hinna frektækari frels- isvina og fleiri þó. — Rannsóknum áfram haldið í morðsmálinu, en daglega fleiri og fleiri í höpt settir, þeir er grunur leikur á um mök við óaldarliða. — í kveld borið, aðCaserió sje til lifláts dæmdur.—»Óstjórnin lifi!« æpti hann, sem fleiri á undan hafa gert, þegar hann heyrði dóminn. Ítalía. Hjer er og þingi slitið, en úrslit höfuðmálsins um fjárhagsbæturnar bíða næstu þingsetu (með haustinu). Eitt mál þykir hjer og víðar ódæmum gegna, en það er, að fyrir skömmu voru þeir allir dæmdir sýknir saka, sem fje- prjettir þóttu upp um komnir og fullsann- aðir í bankamálinu, er varðaði »Banca Romana«, eða forstöðumann bankans, Taulongo, og allt það stórmenni, sem hjer kom fjebrögðum fram og falsi, á líkan hátt og tókst í Panamafjelaginu á Frakklandi. Af þessu úlfaþytur um allt land og dóms- valdinu bölvað í sand og ösku, en minnzt á, hve óvægilega það fór að í vetur á Sikiley í uppþotamáli lýðsins. Frá Massaua við Rauðahaf hefir herlið ítala haldið vestur eptir Núbíu, og stökkt þar opt undan sjer liðsveitum falsspá- mannsins á ránsferðum þeirra um þau lönd, er ítalir kalla liggja innan ráðasviðs síns í Afríku. Vestast á þessu sviði er bærinn Kassala — miðleiðis milli Chai'tum og Rauðahafs — og hann sóttu þeir fyrir skömmu (17. júli) og ráku þaðan falsspá- mannsliða. Af þeim höfðu bæjarmenn mátt lengi þola þungar búsifjar. Tfir þeim atburði vel látið í Evrópu, því hann þykir vita á, að riki falsspámannsins fari þverrandi, og að þjóðmenntun Evrópu opnist aptur þær leiðir í Afríku, sem lukt- ust við fall Gordons í Chartum. 52. blað. Qrikkland. Ríkið f illum fjárkröggum og ekki fjarri gjaldþroti. Sagt er, að þeir menn, sem gjaldheimtendur hafa sent til Aþenuborgar, sje nú þaðan á förum eptir langt stapp við Trikupis, forseta ráðaneyt- isins, hvað sem svo tekur við eptir þá er- indisleysu. Bolgaraland. Rússneskur blaðamaðnr átti fyrir nokkru tal við Ferdínand fur- sta, og hefir það eptir honum, að landinu riði sem mest á að ná fullum sáttum og samkomulagi við Rússland. Serbía. Hjeðan nú borið, að flokkam- ir láti mun spaklegar en fyr, en því má og við bæta, að Milan konungur er farinn á burt frá Belgrad til baðvistar á Þýzka- landi — að því sagt er. Frá Miklagarði. Það þykir nú sann- að, að hjer hafi meir en 1000 manna beðið líftjón i landsk.jálftunum, og i einu hverfi borgarinnar eru 110 hús óbyggjandi kölluð og brotin niður. FráBandarikjunumi Norður-Amer- iku. Brauta -og vagnaspellin í verkafalls- róstunum eru nú metin 17 milj. króna. Til málsóknakostnaðar í þeim sökum, sem af þeim hafa hlotizt, hefir stjórnin í Washing- ton kraflzt af þinginu 956,250 króna. í Washington hefir slegið í harða rimmu með þingdeildunum út af breytingum toll- laganna, eða niðurfærslu tollanna, þar sem fulltrúadeildin fylgir Cleveland forseta i flestum greinum, en hin þverskallast. Þvi er líka nú borið frumvarp upp í fulltrúa- deildinni til nýmæla um kosningar til öld- ungadeildarinnar, og eptir þeim skulu þeir kosnir af lýðnum, en ekki löggjafarþing- um ríkjanna. Óvíst talið, að frumvarpið nái framgöngu, en hitt vart að ugga, að Cleveland láti undan. Nú er samþykkt, að Utah, Mormónaland- ið, komist í ríkja tölu næsta ár eða frá 1. jan. 1896. Það verður hið 45. í ríkjatölunni. Sagt er af ofurhita sólar í Bandaríkjun- um. Þann seinasta dag júlímánaðar náði hann 30 Reaumur-stigum og þann dag voru af honum bráðlostnir um miðmunda 30 manna, og margir af þeim til bana. Frá Sandwich eða Hawaji-eyjum. Þar er nú þjóðveldi í lög leitt. Forsetinn heitir Dole, kosinn fyrir 6 ár. Drottning- in og hennar flokkur mótmælir, en það mun fyrir lítið koma. Frá Austur-Asiu. Það reyndist flugu- fregn ein, að deila Japansmanna og Kín- verja um rjettarkvaðir á Kóreu væri kom- in í gerðardóm Englendinga, þó bæði stjórn þeirra og fleiri hafl lagt gott til um sættir. Nú eiga vopnin ap skera úr deilunni. Hjer

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.