Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 3
207 vatn, eins og þeir eerðu í Skotiands há- j lendi. ÞA kœmu þar og víðar upp gisti- ; skálar. Útlendingar þyrftu margs með I hjá iandsmönnum og mundu skapast af þvi j mikil viðskipti og arðsöm. Laxár kæmust þá í miklu hærra verð (leigu), vegna sam- keppni, sem nú væri engin, með því þeir sem þær reyndu hjer og leigðu, bæru j þeim illa söguna, er heim kæmi, til þess að fæla aðra frá þeim. Hvað bændur snertir, þá mundi þeim bregða við að geta komið jafnóðum og í snatri frá sjer á góðan markað hvers kon- ar afurðum, er þeir gætu fram leitt á bú- um sínum, og eins dregið að sjer á sama hátt hvaða þungavöru sem væri. Mundi það meðal annars leiða til mikilla húsa- bóta, en góð húsakynni bættu heilsu þjóð- arinnar og efldu fjör hennar. Þar með mundi og skapast hagfelid sundurskipting atvinnuveganna, er reynslan sýndi að hverri þjóð horfði til farsældar. Járnbrautir væri þjóðvegir þessarar ald- ar; þær ryddu sjer alstaðar til rúms, jafn- vel hversu stjáibygt sem væri og hvað vel sem sjórinn lægi við til flutninga. Til dæmis ætluðu Norðmenn nú að verja 64 milj. kr. til að leggja járnbraut strand- lengismilliKristjaníu ogBjörgvinar,svo mik- ið sem væri þó um gufuskipaferðir þar með ströndum fram. Á Newfoundlandi, hrjóstr- ugu landi og strjálbygðu með jöklum og öræfum, eins og hjer, væri járnbrautir lagðar víðs vegar um land. Sumir ímynduðu sjer, að ekki væri hægt að leggja járnbrautir nema á jafnsljettu. En það væri nú löngu sannað með re3rnslu, að mikil fjöll og flrnindi stæðu alls eigi fyrir, svo sem Hamrafjöilin í Ameriku o. fl. Hjer væri ekki nema barnaspi! að leggja járnbrautir fyrir þvi. Fannir þyrfti og eigi að óttast framar hjer en svo víða annarsstaðar, og væri mönnum eigi vand- ara um hjer en þar, þó að ferðir tepptust stöku sinnum í bili sakir snjóa. Er ísland fært um að bera járnbrautir? f>ví þá síður en önnur lönd jafnstrjálbygð? Hjer ættu að vera 200 mílur enskar af fulldýrum og kostnaðarsömum járnbraut- um, miðað við það sem er í Canada eptir fólksfjölda og landrými, en 400 af hinum. Lægi járnbraut norður í Eyjafjörð, væri það samt ekki nema á 3. hundr. mílur enskar, en til hennar næði meiri hluti lands. Eptir viðhaldskostnaði og gagni mundu vegir (akbrautir) dýrari að lok- um en járnbrautir. ' Gufufærum hefði verið líkt við líf- æðarnar í líkama manns, en frjettaþráðun- um við taugarnar. Þau lönd væri því eins og dauðir iimir á þjóðlíkama mannkyns- ins, er vantaði þetta tvennt. En England væri verzlunarhjarta heimsins, og væri því mjög svo hentugt, að líffæri þessi hingað hefðu þar upptök sín. Öll þing og ailar iandsstjórnir í heimi legðu langmesta á- herzlu á, að efla og styrkja hin beztu samgöngutæki, og iægi meira fje fólgið í járnbrautum en allir bankar heimsins hefðu að geyma. Yjer hefðum fengið verzlunarfrelsi 1854, og stjórnfrelsi 1874. Nú, að liðnum öðrum 20 árum, árið 1894, ætti vel við að stigið væri hið 3. mikils háttar stig á framfara- braut landsins — : afráðinn nýr ferill land- inu til viðreisnar, með almennilegum sam- göngutækjum. — Móti þessu áformi eða frumvarpinu fyrir i þinginu væri haft meðal annars, að engin I trvg'ging væri fyrir, að neitt yrði af fram- | kvæmd fyrirtækisins, þó að heimildarlögin fyrir því gengi fram. En parlamentið cnska hefði margsinnis geflð út þess kyns heimildariög, er orðið hefðu árangurslaus og væri alþingi iiklega ekki vandara um. Engiendingar væri stórir upp á sig, og mundu firrtast, ef ætlazt væri til, að þeir gengi eptir mönnum hjer (þinginu) um að fá að hætta sjáiflr fje sínu. Mundi þess langt að bíða, að aðrir byðust til, ef þess- ir væri gerðir apturreka. Hitt væri senni- legt, að ætlazt væri til tryggingar fyrir reglu á gufuskipaferðunuin. Að öðru leyti yrðu eignir fjelagsins hjer (bryggja, járn- braut, hús o. fl) sæmileg trygging fyrir skaðabótum af samningsrofum fjelagsins. Færi allt með felldu, ætti Island vissulega að hafa meiri hag af þessu en England. Hitt væri og ekki forsjállegt, ef maður væri ekki fær um eitthvað sjálfur, að meina þá öðrum að gera það fyrir hann. Kvíðbogi fyrir því, að frumvarp þetta mundi eigi fá konungs staðfestingu, ef til kæmi, virtist eigi hafa við neitt að styðjast, þar sem konungur hefði einmitt sjálfur tekið það fram í síðustu auglýsingu sinni til ís- lendinga, að hann vildi fúslega styðja öll þau störf þingsins, sem lyti að heill og framförum landsins, — þó að ekki gæti hann aðhyllzt stjórnarskrárfrumvarpið. Að fyrirlestrinum var gerður mikið góð- ur rómur, enda var hann vel fram fluttur, skipulega og greinilega. Embættispróf á prestaskólanum tóku 9.—-14. þ. m. Eink. Stig. Ásmundur Gíslason...............I. 49 Helgi Pjetur Hjálmarsson . . II. 35 Einn stúdent (utan skóla) stóðst eigi prófið. Spurningar i hinu skriflega prófl voru: Trúfrœði: Hvernig birtist guðleg forsjón? Siðfrœði: Að lýsa eðli frjálsræðisins og röngum skoðunum á því. Bifliuskýring: 1. Korintubrjef III, 1,—-10. v. (incl.). Rœðutexti: Filippíbrjefið IV, 4.—7. v. (incl.). Veörátta. Þerrir var hjer á sunnudaginn 12. þ. m. og aptur I gær og í dag góður, eptir langvinna óþurka eba þerrileysi hjer syhra. Af Austfjörðum að frjetta heztu tið, hita og þurka. Póstgufuskipið Laura (Christiansen), kom hingað í nótt og með henni ýmsir far- þegar: frá Khöfn frk. Jórunn Isleifsdóttir, frú Sigriður, ekkja síra Lárusar Eysteinsson- ar, cand. theol. Jón Helgason með konusinni, Bjarni Sæmundsson cand. mag., Guðm. Björns- son cand. med. & cbir., cand. jur. Jóhannes Jóhannesson og cand. juris Magnús Torfason. Enn fremur 2 þýzkir ferðamenn,og frá Skot- landi 6 enskir ásamt 2 íslendingum fráAme- ríku. Loks frá Fæieyjum cand. Ásmundur Sveinsson, á heimleið af Austfjörðum. Húnavatnssýslu á cand. jur. Jóhannes Jó- hannesson að þjóna frá 1. sept. sem settur sýslumaður árlangt. ísafjarðarsýslu og bæjarfógetaembættinu á Isaíirði hefir landshöfðingi sett cand. polit. Sigurð Briem til að þjóna frá 1. þ. m. Gufuskipið Stamford lagði af stað hjeð- an aptur til Englands í fyrra kvöld með 2^/a hundr. hesta og nokkra farþega: stórkaup- mann Zöllner frá Newcastle, er hingað kom með því um daginn; kaupmann H. Th. A. Thomsen; kaupmann H. Bryde; hjeraðslækni Guðmund Guðmundsson frá Laugardælum, — fór sjer til heilsubótar. Strandferðaskipið Thyra lagði af stað hjeðan í morgun vestur fyrir land og norður — var látið híða eptir Laura — og með því farþegar hinir sömu flestir og komu, ásamt nokkrum fleirum, þar á meðal dr. med. Edv. Ehlers með konu sinni og förunaut, kand. Hansen. Gufuskipið „Egill“, eign O. Wathnes, lagði af stað hingað frá Seyðisfirði 2. þ. m., til að hirtast þingmönnum upp á samkomulag um strandferðir að ári, en á 4. degi eða sunnu- dagskveld 5. s. m. bilaði skrúfan úti fyrir Skeiðarársandi: brotnuðu 2 spaðarnir, sama megin báðir, og þótti þá vænzt aö snúa apt- ur austur; hafnaði sig á Seyðisfirði þriðjn- dagsmorguninn 7. ágúst. Farþegar voru með 7—8, þar á meðal O. 'VVathne sjálfur. ^Yarnú tekið til að koma í skipið nýrri skrúfu, varaskrúfu, og skyldi að því búuu lagt af stað suður hingað af nýju. En brátt hugkvæmist útgerðarmanni annað; það var að senda »Egil« til Skotlands áður, og láta hann síðan koma hjer við á heimleiöinni, í áliðnum þessum mánuði. Urðu farþegar að setjast aptur og hafa svo búið. . Alþingi 1894. v. Stjörnarskráin búin í neðri deild. Samþykkt þar í gær orðalaust og í einu hljóði. Síldartollurinn rússneski. Þeir Tryggvi Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson og Jón Jónsson (þm. Eyf.) bera upp þings- ályktunartillögu um að skora á ráðgjafa íslands, að hann leitist við að fá því framgengt við stjórn Rússlands, að sem vægust kjör fáist að því er snertir inn- flutningstoll af íslenzkri síld, sem flutt er beina leið frá Islandi eða Danmörku til Rússlands. Kirkjugjald. Nefnd í því máli í efri deild, þeir Hallgr. Sveinsson (form.), Sig- urður Stefánsson (skrif. og framsögum.), Jón Jakobsson, Jón Jónsson og Kristján Jónsson, vill samþykkja frumvarpið með litlum breytingum, þeirri helztri, að skyldu- vinna að kirkjum og kirkjugörðum haldist, en nefskatts takmarkið lægra sje að eins 50 aurar (hitt 120); enn fremur, að gjaldið skuli ákveðið fyrir 5 ár í senn og sóknar- nefndir hafa tillögurjett um það. Sandfok og sandgræðsla. Þingmenn Rangvellinga bera upp frumvarp um að veita sýslunefndum vald til að gera sam- þykktir þar að lútandi, með líkum hætti og fiskiveiðasamþykktir. Járnbrautar- og siglingarmálið. Nefndin í því hefir klofnað. Minni hlutinn, Tr. Gunnarsson og J. Jónsson, þm. Evf., ræður frá að samþykkja frumvarpið, vegna undirbúningsleysis og talsverðrar útgjalda- byrði fyrir þjóðina fornspurða, og loks af því, að ísjárvert sje að binda tilhögun á gufuskipaferðum í 30 ár við ástand það sem nú er. Meiri hlutinn, allir 5 hinir í nefndinni, er málinu meðmæltur, en hefir samið nýtt frumvarp, með miklum orða- breytingum, en efnisbreytingum eigi veru- legum, nema nákvæmari fyrirmælum um gufuskipsferðirnar. Málið kemur til um- ræðu frá nefndinni á morgun.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.