Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.08.1894, Blaðsíða 4
208 Brunabótasjóður. Því máli vill nefnd- in í því fresta, en að þingið skori á stjórn- ina að leggja fyrir alþingi 1895 frumvarp um stofun brunabótafjelags fyrir kaupstaði og helztu verzlunarstaði landsins, að fengnu áliti hlutaðeigandi bæjarstjórna og hrepps- nefnda. Áfengisbannsmálið komst í nefnd í gær í neðri deild, með 12 atkv. gegn 10. Gufubáturinn Elín. Höfundurinn að greininni um gufubátinn >Elín« í síðasta blaði yðar virðist vera þeirrar skoðunar, að farþeg- nnum sje gjört að skyldu að kaupa ferjumiða, hvort sem þeir þurfa að nota hann eða ekki; en þetta er alls ekki svo; ferjumiðarnir eru að eins fyrir þá, sem ekki geta eða vilja hafa umstang með að átvega sjer sjállir fiutning að og frá skipinu; en kaupi einhver ferjumiða og noti hann ekki, fær hann andvirðið endur- goldið. Ferjumiðinn kostar 20 aura, og er þar með horguð ferjan úr landi og í land, en þó ferjan sje ekki notuð nema aðra leiðina, er gjaldið hið sama. Jeg hef ekki orðið annars var en að mönn- um geðjaðist vel að þessu fyrirkomulagi. Guðbr. Finnbogason. Eptirmæli. I fyrra mánuði (júlí) ljezt á Tjörn í Svarf- aðardal konan Stefanía Hjörleifsdóttir, yngsta dóttir síra Hjörleifs sál. Guttormssonar, síð- ast prests að Yöllum Svarfaðardal. Stefanía sál. var gipt Jóni Jóhannssyni sama staðar, sem nú ásamt tveimur börnum sínum syrgir ástríka eiginkonu En það er ekki að eins hennar einkar-ást- vin, er hjer syrgir, heldur mun hver, sem þekkti hana, minnast hennar mað viðkvæmum tilfinningum, eigi að eins góðsemi hennar og alúð, heldur og allrar hennar sjerstöku vönduðu framkomu og umgengni, sem einkenndi henn- ar stutta æfiferil og sem reist hefir henni fagr- an minnisvarða í brjóstum þeirra, er henni stóðu nánast. B. Meira en 40 niiljón króna virði er kóróna Rússakeisara og aðrir tignarkjörgripir. Kór- ónan sjálf er sögð rúmra 22 milj. króna virði. Hún er alsett demöntum svo hundruðum skipt- ir, og eru þeir mörg þúsund króna virði hver, Ðemantasægur þessi gerir höfuðiatið eins út lítandi og rignt hefði niður yfir það mikilli stjörnumergð. Þar að auki eru á kórónunni 54 perlur, allar gallalausar. Þeim er raðað með fram röndinni á djásninu, og er í miðið Ijómandi rúbínsteinn afarstór. Kórónan er ept- ir Panzier, mesta kjörgripasmið á 18. öld/ frá Genúa. Katrín II. Rússadrotning bar hana fyrst. Árstekjur Bismarcks eru sagðar nálægt 870,000 kr. Hötðingjasetur hans Friedsichsruhe með öllu sem því íylgir á að gefa af sjer 220,000 kr., en mælt bann hafi ekki meira en helminginn upp úr því. Auk þess kosta veð. bönd á fasteignum hans hann 100,000 kr. um árið. Frjettaþræðir yíir Atlanzhaf. Þeir eru nú orðnir 17 alls, eða á 17 stöðum, yfir þvert Atlanzhaf, heimsálfna á milli; en ekki nema 7 notaðir sem stendur; 10 liggja ónotaðir, af ýmsum ástæðum. Gizkað er á, að hver þeirra muni hafa kostað til jafnaðar 11 milj. kr. Það eru þá 110 milj. kr., er liggja þann veg arðlausar á mararbotni í Atlanzhafi. Nýjustu fallbyssur eptir Krupp í Essen vega 260,000 pund. Þær eru úr tómu stáli. Fallbyssan sjálf kostar 730,000 kr., og hvert skot með henni 17,700 kr. Skotkólfurinn (kúlan) vegur 2360 pd. og sendist 28 rastir eða 33/4 milur danskar. Svo ramgervar sem fallbyssur þessar eru, endast þær samt ekki nema til að skjóta með þeim 60 skot í hæsta lagi. Hjólhestar (Cycles) verða æ algengari ár frá ári um allan hinn menntaða heim. Hver kynstur eru af þeim á Frakklandi má marka af því, að upp úr 10 franka skatti, sem þar er á hverjum hjólhesti, hafði ríkissjóður í fyrra ekki minna en hálfa miljón franka. Annar vottur um gengi þeirrar fþróttar er það, að á Frakklandi eru 45 blöð, er eingöngu ræða hjólhestamálefni; þar af koma 6 út í París. Til skamms tíma þóttu hjólhestareiðar ekki sóma heldri mönnum. Nú eru þær orðn- ar hin mesta skemmtun og aðaliðja höfðingja- lýðsins frakkneska, þess er lifir á auð sínum. Leiðarvísir ísafoldar. 1459. Jeg er nær fertugu og hef unnið kauplaust hjá föður mínum, sem er sjötugur að aldri og fátæktar vegna ekki gat fengið það sem heimilið þarfnaðist, og jeg þess vegna tók upp á mig að útvega heimilinu, og verð að bera ábyrgðina. Er jeg ekki undanþeginn styrktarsjóðsgjaldi ? Sv.: Jú, sje spyrjandi þar að auki fjelaus. 1460. Eru virðingarmenn skyldir að hera nokkra ábyrgð á því, þótt munir þeir, er þeir virða, gangi ekki út fyrir virðingarverð ? Eða eru þeir skyldir að sjá eiganda fyrir virðing- arverðinu, ef munirnir ekki ganga út fyrir svo mikið verð? Sv.: Nei. 1461. Kirkjur eru sameinaðar í einu presta- kalli og er fyrirfram samið um vissa upphæð sem eigendur hinnar niðurlögðu kirkju, sem er bændaeignarkirkja, skuli leggja til; nú sel- ur einn bændakirkjueigandinn sinn part úr eigninni áður en hann er búinn að borga sinn tilltölulega skerf til hinnar nýbygðu kirkju án þess að taka fram í kaupbrjefinu, að kaup- anda beri að borga skuldina til hinnar nýju kirkju. Hvorum ber nú að borga þessa skuld? Sv.: Seljanda. 1462. Ef seljandanum skyldi nú bera að borga þessa skuld, á hann þá ekki sinn til- tölulega hluta úr hinni niðurlögðu kirkju, sem eigendur hennar skipta tiltölulega á milli sín? Sv.: Ekki nema hann hafi berum orðum svo fyrir skilið í afsalsbrjeíinu (kaupbrjefinu). Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hjermeð skor- að á alla þá, er telja til skulda í dánar- búi Árna sál. Erlendssonar, sem andaðist að heimili sínu Flögu í Yatnsdal 14. maí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir myndugum erfingjum ’dánarbúsins, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 27. júlí J894. Yegna erfingjanna B. G. Blöndal settur. Proclaraa. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á þá, er til skulda teija í dánarbúi Jóns Jónssonar frá Víkurholti í Akrahrepp hjer í sýslu, að gefa sig fram innan 6 mánaða fyrir undirrituðum skiptaráðanda. Sömu- leiðis er skorað á erfingja hins látna, sem ókunnugt er um, að gefa sig fram innan sama tíma. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 28. júlí 1894. Jóhannes Ólafsson. Skiptafundur í dánarbúi drbm. Hafliða Eyjólfssonar í Svefneyjum verður haldinn í Svefneyjum 8. október næstk. kl. 1 e. h. til þess þá að álykta um sölu á eignum búsins o. fl., og eru hjer með skuldaheimtumenn og erf- ingjar búsins aðvaraðir um að mæta þar til þess að gæta rjettar síns. Skiptaráðandinn í Barðastrandas. 13. ág. 1894 Páll Einarsson. Kapt. Nilsen & „Dagmar“. Með því það hefir verið sagt, að »Dag- mar« mundi ekki koma aptur í ár með tirnbur, og ef til vildi alls ekki, læt jeg ekki hjá líða að gjöra skiptavinum hans og öðrum, sem þurfa að kaupa, aðvart um, að Nilsen fór frá Leith 2. þ. m. beina leið heim að sækja timbur, ogkemurhann með Vs farm af kolum & oliu og V* farm með við hingað svo fljótt sem unnt er. M. Johannessen. í dag og næstu daga verður gott kjöt af sauðfje til sölu: í verzlun Jöns Þórðarsonar. Regnhlíf hefir einhver skilið eptir, á laug- ardaginn var, hjá Erlendi Magnússyni gull- smið í Rvík. Húsnæði í góðu húsi í miðjum bænum fyrir einhleypa menn. Ritstjóri vísar á. Brjóstnál úr silfri með gleri og hárlokk í tapaðist í gærkveldi í Pósthússtræti. Skila á afgr.stofu Isaf. Fjármark síra Ófeigs Vigfússonar á Gutt- ormshaga er: Tvístýft fr. h. og tvírifað í sneitt fr. vinstra. í fardögum 1895 fæst heimajörðin Krísuvík til ábúðar. Hlynnindi, sem að nokkru leyti er lýst í 70. 80. og 82. bl. isat. 1892, sbr. Isaf. 1893, 43.—45. tölubl., geta ein, sjeu þau vel notuð, margborgað landsskuld þá, sem ákveðin verður. A sama tíma geta feng- izt til ábúðar nokkrar hjáleigur jarðarinnar og jörðin Herdísarvík. Semja ber við eiganda jarðanna í Krísuvík um byggingarskilmála. Óskilakross. Leirljós foli 3 v. m.: standfjöður f. h. Brún hryssa 2 v. m.: Blaðstýft aptan h. Brúnn foli 1 v. m.: Blaðstýft a. h. Brúnn foli 1 v. m.: Sneitt fr. h. Eigendur vitji ofangreindra hrossa innan 14 daga og borgi áfallinn kostnað, annars verða þau afhent hreppstjóra til sölu. Skrauthólum á Kjalarnesi, 2. ágúst 1894. E. Magnússon. Det Kongelige Octroierede Almindelige Brandassurance Compagni for Bygninger, Varer, Eífecter, Creaturer og Höe &c., stiftet 1798 i Kjobenhavn, modtager Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler. ne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier &c. Islandske Iluse (bæir) op- tages ogsaa i Assurance. N. Chr. Gram. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Bxport Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, ir fæst hjá kaupmönnum. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmi&ja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.