Ísafold - 18.08.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.08.1894, Blaðsíða 1
Kemur út \mist einu sinni ■«ða tvisvar í viku. Verð árg minnst 80 arka) 4 kr.. eilendis B kr. eða l1/* doll.í borgist fyrirmi?»jan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Upp8Ögn(skrifleg) bundin vib Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgroibslastofa blaö®- ins er i Austuratrœti 8 Reykjavík, laugardaginn 18. ágúst 1894. XXI. árg. Ráðstafanir gegn því, að holds- veikin magnist. Eptir dr. med. Ehlevs. Mætti ieg biðja yður, háttvirti herra rit- ■stjóri, áður en jeg legg af stað frá Reykja- vík, að leyfa mjer að koma með nokkrar athugasemdir til alvarlegrar íhugunar, áð ur en tekið er til frekari aðgerða í þessu máli, sem er svo mikilsvert fyrir margra manna velferð og framtíð íslands. Frekari ráðstafanir, er gera ætti, svo sem t. d. stofnun spitala, þurfa vandlega umhugsun og mikinn tíma, og væri ófært að láta ihann líða svo, að ekki sje það gert, sem er allsendis nauðsynlegt að gera hvort sem er og gera má hvað sem því líður, er síðar kann að verða tekið til bragðs. Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um það, sem gera þarf til þess að glæða varhuga almennings við sóttnæminu, við holdsveikinni sem hættulegri og næmri veiki; það tjáir eigi að rengja það nú orð- áð, að það er áreiðanlega næm veiki. Jeg ætla eigi heldur að fjölyrða um Tieilnæmis-umbætur þær, er á þyrfti að koma meðal almennings. Það þarf fyrst -og fremst hjörur og króka á gluggana á bæjunum, til þess að inn komist heilnæmt lopt og birta. Það þarf að þvo lopt eða gólf í baðstofunum optur en gert er. Það þarf að viðra sængurfötin. Almenningur þarf að venjast á að lauga sig, eins og forfeður vorir gerðu, helzt á hverjum degi og allan líkamann. Fæðið þarf að vera betra en almennt gerist og einkum fjöl- breyttara. Mjer liggur við að fela þessa síðustu athugasemd í orðtakinu: »Burt -með þorskhöfuðin«. Jeg ætla að þessu sinni að minnast nokkuð ýtarlega á eina hlið málsins, er i'hefir í sjer fólginn mikinn og átakanlegan háska, þótt eigi haíi því verið veitt eptir- tekt. Það er ráðstöfun holdsveikra niður- setninga. Svo er mál með vexti, að þeir sem holds- veiki fá, verða( vanalega á fárra ára fresti * ófærir til að bafa ofan af fyrir sjer sjálfir, ■og gerast þá upp á sveitina. Sveitarstjórn- in kemur þeim þá fyrir á einhverjum bæ fyrir ákveðið meðlag, þetta frá 70—90 kr.t með því að ómagahús eru ekki til hjer./ Þeir eru þá síðasta og sóttnæmasta stigi veikinnar, mcð vilsusár í andliti og á út- limum, með stór vilsusár í gómnum og) söttnæma uppgöngu frá holdsveikisbólgn- um lungunum. Hinn holdsveiki er þannig innan um heimilisfólkið, borðar saman við það, sefur í sömu baðstofu og það, og stundum jafnvel í sama rúmi og heilbrigt fólk. Á Efstadal i Laugardal lá holds- veiltur sjúklingur (eltki niðurseta) í sömu baðstofu (með 6 rúmum) og 12 menn apr- 'ár heilbrigðir, og hafði hjá sjer í rúminu ■tvö börn, enn heilbrigð. Sjötiu til 90 kr. er svo lítil meðgjöf, að það mun naumast vera hægt að fæða verkfæran mann fyrir svo lítið; en i þessu landi, þar sem peningar eru svo fágæt-ir og megnið af allri verzlun er eigi annað en vöruskipti. er meira litið á dálitia gjald- fúlgu einu sinni á ári heldur en óþægindi þau, sem því fylgja, að hafa á heimili sínu jafn óskemmtilegan gest. Að árinu liðnu kemur það i ljós, að það getur samt ekki svarað kostnaði, að halda hinn holdsveika ómaga, sem er nærri því allt af í rúminu og þarf mikla aðhjúkrun, eða þá að húsráðanda og öðru heimilisfólki býð- ur við hinu herfilega útliti hans, er til lengdar lætur, og vill því eigi hafa hann. Þá verður sveitarstjórnin að koma honum fyrir einhversstaðar annarsstaðar, í ein- hverju eymdarhreysi. Þar myndast þá ný gróðrarstía fyrir veikina, og getur hún þannig færzt bæ frá bæ smám saman. En með því að hún getur leynzt með mönu- um árum saman, þ. e. það líða stundum mörg ár frá því að einhver fær hana af öðrum þar til er fyrst vottar fyrir henni á honum, og ef til vill eins langur tími þang- að til, að þeir sem sem eru samt-íða hon- um fara að sjá á honum, þá koma hin nýju holdsveikistilfelli ekki fyrir fyr en löngu, löngu eptir að sá sem veikina flutti með sjer, er farinn burt af bænum, og eru heimamenn jafnvel hættir að hugsa nokk- uð um hann. Þess vegna er svo örðugt að komast fyrir, hvaðan sá eða sá heflr fengið veik ina. Jeg hefi varla nokkurn tíma komið á svo nokkurn bæ, þar sem holdsveiki hefir verið, að hinn holdsveiki hafi eigi orðiðað kannast við, að hann hafi — áður en veikin kom fram á honum —, við og við komið nærri einhverjum holdsveikum. Holdsveikir menn, sem eru á ferð, sofa við sömu rúm- föt og aðrir, án þess að þau sjeu viðruð. Að hjón, er annað þeirra er holdsveikt, geti búið saman langan tima, án þess að hið heilbrigða fái veikina, sannar vitan- lega alls eigi, að veikin sje ekki næm. Neitandi sönnun af því tagi verður yflr höfuð eigi komið að. Eins er háttað um tæring, sem er afarnæm veiki. Hjón, er annað þeirra hefir tæringu, geta búiðsam- an i mörg ár, án þess að hitt fái hana. En hitt ber þó eins opt við, að þau sýkja hvert annað. Hinn ágæti embætt-isbróðir minn,doktor Ól.afur Guðmundsson, sem hefir veitt mjer ómetanlega liðsemd, hitti nú á þossu ári (1894) á einum bæ í Rangárvall arsýslu, þar sem hans var vitjað til sæng- urkonu, hana liggjandi í sama rúminu (án þess að skipt hefði verið um undir henni), sem holdsveikur bróðir barnsföður liennar hafði dáið í daginn áður. Jeg skoðaði kvennmann þennan og mann þann, er hún bjó saman við, bróður hins dána holds- veika manns. Þau höfðu bœði, þegar jeg 53. blað. kom, holdsveiki með eitlum, nýbyrjaða, og kváðuts hvorugt af vita. Jeg þarf víst ekki að vitna í fleiri dæmi til að sýna, að holdsveikum mönnum á ís- lenzkum bæjum má líkja við glæður i mó. En að koma holdsveikum niðursetningum fyrir sitt árið á hverju heimili, svo aumu, að það vill taka við svo erfiðum og við- bjóðslegum sjúkling fyrir 70—90 kr. um árið, það er að sá í frjósaman jarðveg þvi illgresi, er verið hefir fyrrum landplága hjer á landi. Veiki þessi er nú að magn- ast í Rangárvallarsýslu og ef til vill ann- arsstaðar; þegar eldfjall gýs, eru neistarn- ir vanir að berast með vindinum víðsveg- ar. Það þarf að stöðva rás þessarar voða- veiki í tíma. Hún er sögð vera að færast í vöxt um allan hin nýja heim, og er það vitanlega að kenna mannflutningum þeim, er stafa af nýlendustofnunum vorra tíma. Fyrir 10 árum kom það upp allt í einu, að maður einn á írlandi hafði fengið holds- veiki. Hann hafði aldrei stigið fæti úr fyr- ir landssteinana, en sofið hjá bróður sín- um, er hafði fengið þessa hræðilegu veiki í hernum austur á Indlandi. Um sama leyti sást einu sinni holdsveikur maður á einu kjöttorginu í Lundúnum, og varð það til þess, að þar var stofnað mikils háttar fjelag, er nefnist »Nat,ional Leprosy Fund«, og berst af kappi við holdsveikina í öllum löndum, og hefir meðal annars heitið verð- launum, 50 pd. sterl., fyrir úrlausn þeirra vafa-atriða, er jeg hett sett mjer fyrir. Hjer á landi hefir veiki þessi átt sjer hæli í mörg hundruð ár, og hún er hjer enn með fullu fjöri; en þó hefir ekkert verið gert til að útrýma henni siðan 1848, er spítalanefnur þær, er áður voru hjer og betri voru þó en ekki neitt, voru niður- lagðar, af rangri imyndun um, að sýki þessi væri á förum, og eins hitt, að hún væri eigi næm. Þá voru og hinir holds- veiku sjúklingar sviptir sjóði þeim, 144,000 kr., er var lögleg eign þeirra, meöan nokk- ur slikur sjúklingur var á lífi. En það mál er lesendum blaðs þessa kunnugt, meðal annars af greinum síra Ólafs i Arn- arbæli fyrir nokkrum missirum. Alþingi 1894. VI. Lög frá alþingí. Frumvörpin um lög- gilding 2 nýrra vcrzlunarstaða í Borgar- tjarðarsýslu, við Seleyri og Ilrafneyri, eru nú afgreidd frá þinginu sem lög. Sömu- leiðis um löggilding verzlunarstaðar að Stakkhamri í Miklholtshreppi. Þingsályktanir. Þá eru og 3 þingsá- lyktanir afgreiddar frá < þinginu, tvær frá neðri deild, og ein samþykkt í báðum deildum. 1. Um birting á tillögum landshöfðingja til ráðgjafa (i tilteknum málum):

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.