Tíminn - 08.12.1979, Blaðsíða 10
10
fc&fllll.
Laugardagur 8. desember 1979
Minning
Jörundur Brynjólf sson
F. 21. febrdar 1884.
D. 3. desember 1979.
I dag er jarösunginn höföingi
og heiöursmaöur, Jörundur
Brvnjólfsson, fyrrverandi al-
þingisforseti. Ég kynntist
Jörundi a árinu 1957, eftir aö
pólitiskum ferli hans lauk. en
hans verður lengi minnst vegna
þessa merkilega ferils og aðrir
munu gera honum skil. Ég
kynntist þá óvenjulegum
manni, aö ekki sé meira sagt
Þaö sem fyrst vakti athygli
mina, var reisn Jörundar og
öryggi. Ekki aöeins glæsibrag-
ur, heldur tiginmannlegt
höföi ngsv iöm ót. ákveönar
hreyfingar og fas, sem undir-
strikaði andlegt sjálfstæöi og
umfram allt frjálsan mann.
Kraftmikiö og hressilegt yfir-
bragð, laust viö uppgerö og
sýndarmennsku, sannfæröi
mann á augabragöi um hinn
innri mann, án þess að orö
þyrftu til aö koma.
Ekki þurfti Jörundurað hætta
i póiitíkinni, af þvi aðskýrieik-
inn væri þá farinn að gefa sig.
öllum er það ljóst, sem hann
þekktu. Hann hefði vafalaust
sem best getaö tekiö við af
Agústi á Brúnastöðum, þegar
hann lét af þingmennsku 1974,
en Agúst þurfti ekki heldur að
hætta ellinnar vegna. Báðir
voru jafnhressir þá.
Er ég kynntist Jörundi, var
hann formaður Veiðifélags Ar-
nesinga, en ég var þá veiðieftir-
litsmaður. Lét Jörundur nýlega
af þeirri formennsku. Siöar átti
ég eftir aö tengjast honum
meira. Ég kynntist viöhorfum
hans og persónuleika náið.
Jörundur var fróöleikssjór, og
hafði kynnst mörgu sem ekki
verður fært i letur. Hann þekkti
þjóöfélag okkar vel, enda var
hann sjálfur blóm i akri þess
gróðurs, sem óx i islensku þjóö-
félagi frá aldamótum. Jörundur
hafði mikla innsýn og tilfinn-
ingufyrir þvi, sem varaö gerast
meðþjóðinni á hverjum tima. 1
minum augum var hann eins og
þjóðhöfðingi i liflegra lagi. Þann
aldarfjórðung sem ég þekkti
hann. átti ég við hann ómæld
orðaskipti og samtöl, sem eru
mér ógleymanleg.
Jörundur hafði rika tilfinn-
ingu fyrir þjóðfélagslegri sam-
kennd. Að sá er ekki mestur,
sem ryöst yfir aöra eöa fram úr
þeim fer i lifsgæöa- eöa
virðingar- og valdakapphlaup-
inu. Hann mat þann mest, sem
ávaxtaði sitt pund og lagði sitt
fram til samfélagsins, eftir þvi
sem hæfni og geta leyföi. sér og
öðrum til uppbyggingar og
þroska. Jákvæð og bjartsýn lifs-
viðhorf skipta miklu um heilsu,
hamingju og langlifi og allt
þetta hafði Jörundur i rikum
mæli.
Jörundur nautmikils óg verð-
skuldaðs trausts. Þessum
kveðjum fylgir hlýr hugur og
þakkfátur. Við hjónin vottum
afkomendum og aðstandendum
samúð okkar.
Jón L. Arnalds.
Minning
Bóthildur
Jónsdóttir
Bóthildur Jónsdóttir andaöist á
sjúkrahúsi Akraness 30. nóv. s.l.
eftir stutta legu þar á 88. aldurs-
ári. Löngum og farsælum ævidegi
hennar er lokiö. Hún var mikil
mannkostakona, sem alltaf og
allsstaöar lét gott af sér leiöa. Þvi
munumargir vinirhennar kveöja
hana með þakklátum huga fyrir
liðnar samverustundir.
Bóthildur var fædd að Hóli i
Svinadal Borgarfjaröarsýslu 24.
ágúst 1892. Foreldrar hennar
voru hjónin Guöbjörg Jóhanns-
dóttir og Jón Þorsteinsson, sem
þá voru búendur þar. Þau voru
vinsæl og vel metin af öllum sem
þeim kynntust og þeir voru marg-
ir, þvi greiðasemi þeirra var viö
brugöiö. Bóthildur var elst af 5
börnum þeirra hjóna,3 dætrum og
2 sonum. Annar sonurinn lést á
barnsaldri en hin 4 komust til full-
orðinsára. Af þessum systkinum
er nú aöeins eitt á lifi. Siguröur
Jónsson húsasm. Kirkjubraut 46
Akranesi.
Foreldrar Bóthildar voru fátæk
af veraldarauöi, eins og titt var
um flesta á þessum árum. Vinnu-
semi, nægjusemi og sparsemi
voru þær dyggöir, sem i heiöri
voru haföar og uröu Bóthildi far-
sælt veganesti. Ung aö árum fór
hún úr foreldrahúsum til aö vinna
fyrir sér. Ekki var um skóla-
göngu aö ræöa fyrir almenning á
þessum árum og sist stúlkur, aö-
eins nokkurra vikna farkennsla.
Greind börnlæröu þá furöu mikiö
ástuttum tima viö frumstæö skil-
yröi, enda námsleiöinn ekki til aö
spilla fyrir árangri.
Bóthildur var greind og minnug
vel og meö árunum fróö um fólk
og ættir. Hún unni öllum þjóöleg-
um fróöleik, kunni mikiö af ljóö-
um og vfsum, sem voru henni til-
tæk fram á siöustu ár. Sjálf var
hún vel hagmælt, en lét yfirleitt
litíö á þvf bera. Um tvitugsaldur-
inn var Bóthildur 2 sumur og 1
vetur i Reykjavik viö nám I
grasalækningum hjá Ólöfu
Helgadóttur grasakonu. Ekki
lagöi hún þó grasalækningar fyrir
sig aö neinu ráöi, en kunni góö
skil á Islenskum jurtum. Þaö varö
henni til yndisauka þá og siöar á
ævinni, enda var hún náttúruunn-
andi i eðli si'nu. A þessum árum I
Reykjavík kynntist Bóthildur
ungum Vestfiröingi, Ingimari Kr.
Magnússyni, sem var I Reykjavfk
á þessum árum viö nám I húsa-
smiöi. Þau gengu f hjónaband 26.
des. 1916 og voru búin aö vera 61
og 1/2 ár 1 farsælu hjónabandi
þegar Ingimar lést 8. ágúst 1978.
Þau Bóthildur og Ingimar hófu
sinn búskap f Reykjavik á erfiö-
um tima. Þá þurfti fólk aö leggja
hart aö sér til aö sjá sér og sinum
farboröa. En þau voru samhent,
hert i skóla lifsins — létu þröngan
efnahag ekki buga sig og voru
bjartsýn og hamingjusöm.
Sumariö 1922 fhittu þau hjónin
búferlum upp á Akranes meö 4
börnsin, þaöyngstaá 1. ári. Ariö
1925 fluttu þau fyrst i eigiö hús-
næöi. Þaö ár lauk Ingimar viö að
byggja stórt ibúöarhús, sem hann
skýröi Arnardal.
Þetta hús var heimili fjölskyld-
unnar á 2. áratug og viö þaö var
hún kennd upp frá þvi.
Arnardalur siðar Kirkjubraut
48var sföar i mörgár.allt til árs-
ins 1978 dvalarstaöur aldraöra á
Akranesi. A heimili þeirra hjóna
rikti alltaf góöur andi. Þau voru
gestrisin og skemmtileg heim aö
sækja. Þar var mannmargt og
gestakoma mikil.
Þau hjónin Bóthildur og Ingi-
mar eignuðust 7 börn og eru 5
þeirra á lifi. Steinunn fædd 1917
var búsett á Akranesi dáin 1962.
Lilja fædd 1919, búsett á Akra-
nesi. Magnús húsasmiöur fæddur
1920 til heimilis aö Miöhúsum
Innri-Akraneshr. Bergdis fædd
1922 búsett I Kópavogi. Guöjón
Sigurgeir fæddur 1923 dáinn 1925.
SteinþórBjarni bóndi fæddur 1925
búsettur aö Miöhúsum i
Innri-Akraneshr. Guöjón Sigur-
geir húsasmiöameistari fæddur
1929, búsettur i Borgarnesi.
Barnabörnin eru oröin 28 barna-
barnabörnin 37 og 1 barnabarna-
barnabarn.
Þegarkraftarþeirrahjóna tóku
aö þverra og aldur færöist yfir
fóru þau til Lilju dóttur sinnar og
manns hennar Arna Ingimundar-
sonar. Hjá þeim hlutu þau um-
hyggju, svo sem best varö á kos-
iö. Ariö 1977 fóru þau Bóthildur og
Ingimar aö eigin ósk á elliheimil-
ið Arnardal Kirkjubraut 48. Húsiö
sem þau byggðu og bjuggu I á
blómaskeiöi ævinnar var þá aftur
oröiö dvalarstaöur þeirra. 1
febrúar 1978 fluttu þau á Dvalar-
heimiliö Höföa, glæsilegt nýtt
elliheimili sem þá var byrjaö aö
starfrækja. Ingimar lést 8. ágúst
1978 hátt á 87. aldursári.- Þar
dvaldist svo Bóthildur áfram, þar
til fyrir 3 vikum. Þá veiktist hún
og var flutt á sjúkrahús Akra-
ness. Þar andaöist hún 30. nóv.
s.l. sem fyrr segir. Útför hennar
veröur gerö frá Akraneskirkju
Framhald á bls. 23
Þorsteinn Stefánsson:
DU SOM KOM,
Frægasta bók Þorsteins
Stefánssonar mun vera skáld-
sagan Dalurinn. Hún hefur
komið út i Danmörku, Englandi,
Bandarikjunum og Þýskalandi,
auk Islands. Þaö er gleöief ni, aö
höfundur hennar hefur farið aö
dæmi Nonna, Jóhanns Sigur-
jónssonar, Guðmundar
Kambans, Gunnars Gunnars-
sonar, Kristmanns Guömunds-
sonar, Jóns Björnssonar og
fleiri garpa, sem lagt hafa i
þessa andlegu viking, og getið
sér góöan oröstir á erlendum
vettvangi.
Þetta er fyrsta ijóöabók Þor-
steins. 1 henni eru einungis
minningarljóö um látna konu
hans Birgitte Hövring, sem
hann tregar mjög og auðsyni-
lega að veröleikum, þvi aö auk
þess sem hún var honum dýr-
mætur lifsfélagi, studdi hún
hann meö ráöum og dáö á rit-
höfundarbrautinni. Bókin
byrjar á þessum ljóölinum:
Du, som kom,
du var som ingen anden
den allerförste
og den sidste dag:
dit hus, dit hjerte
aabned for mig
og mig din fulde
tillid gav,
Ritfrqgn
Bókin er i 13 köflum. Sá fyrsti
fjallar um sól og vor tilhugalifs ,
eins og eðlilegt er, og heitir
Svinger vejen.Annar i röðinni
nefnist Hen ad stranden og
fjallar um leikinn á ströndinni
við „lifsins ólgusjó”, þar sem
lifiö ólgar og kraftarnir heimta
viðfangsefni. Þau reika bæöi tvö
á Grená-strönd, sem er sýnilega
táknrænt nafn, þvi aö það ber
oftar á góma en hér.
1 næstu köflum birtast
sumarið og haustiö,svo i bókinni
sem á mannsævinni og veltur á
ýmsuum hvort tveggja. Sumar
óskir rætast, en vitanlega ekki
allar. Margterdulið.Mér skilst,
aö sameiginleg vonbrigöi hjón-
anna séu þau, að þeim veröur
ekki barnsauöiö. Framabrautin
reynist ekki heldur eins fljótfar-
in og höfundur hefur vænst.
Loks steöjar aö ólæknandi mein.
Svo aö reynt sé nú aö rekja
efni bókarinnar — en þaö er
sums staöar dálítiö óljóst — þá
viröist i fimmta kaflanum, sem
er meöþeim lengstu, rakin sag-
an forna um bjálkann i auga
sjálfs sfns og flisina i auga
bróöur sins eöa systur. Meö
öðrum oröum: árekstrar veröa,
misskilningur og jafnvel sjálfs-
blekking. En vegna sannleiks-
ástar leiöréttíst þaö, sem úr-
digte
skeiðis hefur fariö ogallt veröur
gott á ný, þvi aö elskan er sterk-
ari en hel. Hafiég misskiliö',biö
ég velvirðingar á þvi.
Veikindi sækja aö, Imynd
vetrarins i mannheimum.
Læknis er leitaö, en þaö ber
engan árangur. Vonin um bata
verður aö engu. Hverju er um
að kenna? Lækninum? Eöa eru
örlögin sjálf á ferð? Hver veit?
Allt er þó óljóst. Hvaö sem þvi
liöur, þá viröist mér miöbik
bókarinnar veikast. Ég hygg, aö
sumir kaflarnir þar heföu mátt
vera styttri.
Undir lokin sækir svo skáldiö I
sig veörið. Þó að nú sé vetur á
Grená-strönd, i likingum talaö
var þar eitt sinn sannkallaö vor.
Meö niunda kaflanum veröur
risiö á kvæöaflokknum hæst,
enda batnar útlitið meö fræög
og frama. Og það hillir undir
hærri laun. Ungu hjónin eru'
milli vonar og ótta sakir heilsu-
leysis, vonar, sem brást, og
ótta, uns yfir lauk.
Eiginlega er öröugt aö dæma
um þessa ljóöabók eöa kveöa
upp úr meö þaö sem á skortir.
Þaðer aö kenna þvi, aö þetta er
aöeins fyrra (eöa fyrsta) hefti.
Má þvi telja, aö ekki sé enn þá
séö, hvaö úr henni verður. Yfir-
leitt finnst mér, aö fyrsti og
siöastí hluti hennar séu lang-
bestir, fyrstu þrir og siðustu
þrir kaflarnir, einkum þó
kvæöin Svinger vejen, Henad
stranden, Pinsesol og De gamle
böge knejsed.Þaö er úrskuröur
minn, eftir aö hafa þaullesiö
'hana.
Ég vil tilfæra tvær vlsur úr
siöast nefndu ljóði. Þar nær
mannlýsingin hámarki. Þar er
lika táknmáliö fegurst:
Din glade latter lyder,
i váren er du födt.
Fuld af hellig iver,
af tro og virkelyst.
Du vilde yde, yde,
for andre sprede lys
— gennem böger, böger —
en ný, stor börneflok.
Der er ogsá pligter,
en mængde göremál.
Din iver aldrig svigted,
om aldrig sá var træt.
Sa meget vilde göre,
sá meget vilde ná.
Til andre gerne lytted
Til andre hensyn tog.
Þessar visur eru ekki aöeins
veröugur minnisvaröi Birgitte
Hövrings, heldur og óbrotgjarn,
heillandi bautasteinn yfir yndis-
lega konu.
Til hamingju meö framhald
bókarinnar og endalok. Þökk
fyrir þaö, sem komiö er, Þor-
steinn minn kær. Mig þyrstir I
þaö sem á eftir kemur.
Þóroddur Guömundsson
skáldfrá Garöi.
Þorsteinn Stefánsson