Ísafold - 18.08.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.08.1894, Blaðsíða 3
211 En svo koma a.nA-Jjœfendur (svo kalla jeg J)á, því enginn er svo djarfur að þora reglu- lega að and-mœla brennivínsbanninu; sam- vizkan hjá andþæfendum hlýtur sem sje að mæla gegn holdinu, sem svo opt er þyrst) með þá ástæbu, ah borgurum þjóðtjelagsins verði órjettur gerr með vínsölubanni. Svo! Hvað kaupmönnnm viðvíkur, þá er það misskilningur. Þeir mundu selja til muna meira af öðrum vörum, og fá þær borgaðar. En þegar til veitingamanna kemur.þarf áfleira að líta. Það er satt, að þeirra aðalatvinna — nú sem stendurogað undanförnu — er að selja það sem jegkallabjórgruggog brennivínsskólp; en or ómögulegt að þessum mönnum geti iærzt að lifa á öðrum virðulegri atvinnuveg? Ef þessi atvinnugrein væri tekin af þeim. þá hafa þeir þó eptir hina þrjá þættina úr atvinnu- grein sinni: matsölu, gisting og sölu alls, sem er óátengt, og af því yrði meira keypt þegar brennivínsdíkið væri þornað; en þar að auki ætti að leyfa þeim að verzla með ýmsan ann- an almennan varning. án þess þeir væru skyld- ir að hafa hina svo kölluðu nauðsynjavöru. En, látum oss lauslega líta yíir, hverju brennivínsknæpan kemur til leiðar og hvernig það gerist. Brennivínið dregur snemma að sjer athj'gli unglingsins, en þó allra helzt i helgidómi sín- um, knæpunni. Þar inni heyrir hann alls- konar læti, sem hann hefir eigi vanizt áður, en þykir nýstárleg: »húrra«, hlátra, klúryrði og kjaptshögg. — »Sá syngur vel, sá gefur vel á ’ann« hugsar hann með sjálfum sjer. »Þetta væri gaman að sjá; ætli ekki sje ó- hætt að f'ara inn?« — — — »Þetta eru falleg glös, það er víst gott i þeim. — Hvað kostar svona glas?» — Sv. : »25 aura«. — »Eitt«. — En bráðum verða þau 100, svo 1000 — og þá var hætt að télja, þangað til tómur var vas- inn, og svo það sem hörmulegra var: mann- orð og heilsa sálar og líkama var líka f'arið; og fyrir hvað ? Brennivín og kjaptshögg. Eptir því sem jeg heíi sjeð af knæpunni, og jeg heíi sjeð of mikið af henni, þá er það sannfæring min, að meðan brennivínskeldan rennur gegnum hana, þá sje hún hið argasta pestarkýli á þjóðlikamanum, og það »Monte Carlo«, sem tæmir pyngjur manna svo, að þeir eptirtektarlaust en þjáningafullt hverfa í myrkrinu úr þjóðfjelaginu; og þessi endalykt lielir þó kostað mest það fje, er þeir hafa erft eptir góða foreldra eða unnið sjer sjálfir inn, optast nær. Og samt sem áður verða jafnvel hyggnustu menn svo blindaðir að sækja ánægju sina á þessa staði, og þykir heiður að sitja þar inni. — Já. knæpan heiir mikið aðdráttarafl, herrar andþrefendur! Er ekki vert að stinga á þessu kýli? Það er ótrúlegt, að stjórnin hafi á móti slíkri holdnveikis-lœkning. — inus. Blaðaskammir. (Kafli úr brjefl til ritstj. ísafoldar). ......»Það líkar mjer vel, að þjer látið heldur »hegningarlögin strjúka uin bakið« á Þjóðólfl en að vera að svara honum hins veg- ar, í sama tón og hann brúkar. Þessai-sifelldu blaðaskammir eru sannkallað þjóðarhneyksli, einkanlega þegar þær eru eins peysu-durgs- legar, fólskulegar og alveg tyndnislausar eins og hjá »Þjóðólfi« gerist. En þær lika mála- lengingar!— margopt hálft blaðið og þaðan af meira ekki annað en þessi ósómi. Menn segja kannske, að hægur vandi sje að losast við slikan ófögnuð; ekki sje annað en að hætta alveg að halda blöð, sem þannig haga sjer. En það er nú hægra ort en gert.i Þó að inarg ir hinna greindari alþýðumanna hafi andstygð á þessum ósóma, og þó að þeir sjái mikið vel, að frelsisgjálf'rið og stóryrðin, hroðinn og hrokinn er ekki annað en tálbeita fyrirheimsk- | ingja, þáihafa þeir ekki framtak i sjer til að ! sópa frá sjer ófögnuðinum, en annars vegar nóg af »eyrum, sem illt vilja heyra«. Blaða- j skamma-ósóminn leggst ekki niður fyr en blöðin taka sjer sjálf fram um að hætta að ata sig út með honum; og er þeim, sem ekki vilja gera það með góðu, hæfilegt að þeim sjeu | »kenndir mores« [kennt að haga sjer almenni- lega] með illu: þ. e. bæði með vendi laganna og fullkominnifyrirlitningu þjóðarinnar í verki*. - - ■ ■ ■ - I Afengisbann í Norvegi. Norðmenn h.afa í sumar lögleitt heimild til að gera hjeraðasamþvkktir um takmarkað áfengis- bann. Þar hafa hlutafjelög, »samlög«, einkarjett til að selja brennivín eða annað sterkt áfengi (21% vínanda) smásölu, nú allt minna en 250 potta í einu.með eptirlitiog samkvæmt reglugjörð bæjar- eða sveitar- stjórnar. En nú má ekki stofna neittslíkt samlag eða endurnýja einkaleyfi hinna eldri nema meiri hluti atkvæða fáist fyrir því við almenna atkvæðagreiðslu meðal allra íbúa bæjar-eða sveitarfjelagsins, hálf- þrítugra eða eldri, karla og kvenna. Og sje slíkt samlag einu sinni lagtniður, fæst eigi nýtt stofnað nema fyrir því fáist % hlutar fyrnefndra atkvæðisbærra bæjar- eða sveitarmanna. Á Englandi hefir, svo sem kunnugt er, framfaraflokkurinn, sem nú situr þar að völdum, og önnur eins smámenni ráða fyr- ir og þeir Gladstone og Rosebery lávarð- ur, bundizt fastmælum um að lögleiða heimild fyrir hjeraðasamþykktum til út- rýmingar áfengissölu. Samt sem áður þykjast ýmsir hinna is- lenzku löggjafa ómögulega geta verið þekktir fyrir að lögleiða neitt þvi um líkt! Mjói maðurinn og mikli maðurinn. Mikli maðurinn er svo mikill, ah hann hef- ir allt Island i öðrum vasanum, en geheime- ráhið og alla Kaupmannahöfn í hinum, og kemst því að eins fyrir á Englandi, að eng inn annar fái að stiga þar fæti á land af hans þjóökyni. Mikli maðurinn er of mikill til að skrifa sjálfur i blöð. Hann er ákaflega hrifinn af lítakkeri sínu og geheimeráösins, »Danne- brog«. Það er blað, sem hefir það svo. þegar einhver vinur þess — en það eru eintóm mik- ilmenni — vill láta gera sig dálítið dýrðlegan frammi fyrir lýðnum, að þá sendir það ein- hvern af sínum mörgu málugu hlaupasnötum heim til mikilmennisins, hvort sá hinn sami er heldur urtakramari eða geheimeráð. Mik ilmennið lætur sem hlaupasnatinn sje að spyrja sig um hitt og þetta, sem almenningi liggi lífið á að vita, áhrærandi mikilmennsku mik- ilmennisins, en lítilmennsku annara, einkum þeirra, sem hættir við að fýla grön við mik- ilmennum. Mikilmennið segir þá allt af ljetta um það et'ni, en hlaupasnatinn párar það upp og ber heim í hreiðrið til blaðsins síns; eða þá að mikilmennið skrifar sjálft eða skrit'a lætur bæði spurningarnar og svörin, og lætur snatann fara með. Með því að nú einu ónefndu smálandi jafn- an er og verður hollast að »dependera af þeim dönsku« í smáu og stóru, og því má æra þykja að taka upp alla þeirra siði, þá lætur »mikli maðurinn« mjóa manninn þar gera sig sjálfan að hlaupasnata fyrir blaðið sitt og senda sjálfan sig á fund bandamanns »mikla mannsins«— það er enn þá »fínna« —. Spinnst þá milli þeirra fróðlegt samtal, »að dæmi meiri háttar blaða í öðrum löndum«. Mjói maður- inn kallar sig »Spurul«. tipurull hlykkjast inn til bandamanns mikla mannsins og spyr, hvað hann eigi að að setja á prent um þá, hann og »mikla manninn«. Bandamaður mikla mannsins: Ekk- ert annað en það, sera satt er, að mikli maðurinn er mikilmenni, þjóðvinur, framfara- maður, verzlunarauðsuppspretta fyrir alþýðu ■— það erum við raunar báðir —, framúrskar- andi yfir-alþingismaður, ágætt yfirfjárveiting- arvald og margt fleira; en að hver sem okk- ur vill eigi þýðast eða veita okkur hæfilega tilbeiðslu, sje litilmenni eða varmenni, eða þá hvorttveggja í senn; og um fram allt, að eug- inn fótur sje fyrir því, sem þrælmennið N. N. segir um hann og okkur báða bandamenn. Spurull: Fæ jeg þá hitt? Bandam. mikla mannsins: Hvað hitt ? Spurull: Þetta, sem mikli maðurinn lofaði mjer. Bandam. mikla mannsins: Hvað þá? —.....smiðjuna? Auðvitað ! Spurull: Verður hún þá svo stór, að við getum steypt illmenninu á hausinn nmð sína, og að engin önnur geti uppi staðið eð.i þrifizt á landinu, eins og enginn hjeðan getur verzl- að á Englandi nema mikli maðurinn? Bandam. mikla mannsins: Hún verður stærri en stærsta jólakakan á borð- um sjálírar drottningarinnar. P.grinus. Proclaiua. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 18G1. sbr. skiptalög 12. aprí! 1878, er hjermeð skor- að á alla þá, er telja til skulda í dúnar- búi Arna sál. Erlendssonar, sem aud.iðist að heimili sínu Flögu i Vatnsdal 1 1. rnaí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanim þær fyrir myndugum erfingjum dánarbtDins, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 27. júlí^l894. Vegna erfingjanna B. G. Blöndal settur. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á þá, er til skulda telja í dánarbúi Jóns Jónssonar frá Víkurholti í Akrahrepp hjer í sýslu, að gefa sig fram innan 6 mánaða fyrir undirrituðmn skiptaráðanda. Sömu- leiðis er skorað á erfingja hins látna, sem ókunnugt er um, að gefa sig fram innan sama tíma. Skrif'stofu Skagafjarðarsýslu, 28. júlí 1894. Jóhannes Ólafsson. Ómissandi meðal. í mörg ár hef jeg þjáðzt af krampa fyrir brjóstinu og taugaveiklun. Jeg hef leitað ráða bæði til allópaþa og homöópaþa, og varið til þess miklu fje án þess að fá bót meina minna. Þegar allar þessar til- raunir urðu að engu liði, var mjer ráðlagt að reyna 1 glas af Eina-lífs-elixír herra Waldemars Petersens í Friðrikshöfn, og þegar er jeg hafði brúkað þetta eina glas fann jeg sýnan bata, og þvi meira sem jeg brúkaði af þessum ágæta bitter, því heilsubetri erjegorðin. Jeg er þess vegna öldungis sannfærð um, að jeg get eigi verið án þessa lyfs, og jeg vil því ráða hverjum þeim, sem þjáist áf sams konar veiki að útvega sjer í tima þetta ágæta og heilsusamlega lyf. Hörgsholti, 26. jan. 1894. Guðriður Einarsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.