Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu sinni tvisvar í viku. Verð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. e<ba l1/* doll.; börgist fyrirmiðjanjúlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(8krifleg) bundin vi^ áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreiðslastofa blabs- ins er i Austurstrœti 8 Reykjavik, miðvikudaginn 29. ágúst 1894. 56. blað. XXI. árg. Afrek aukaþingsins. Smá orti þau. Ekki verður því neitað. Að minnsta kosti ef miðað er við laga- eptirtekjuna. En fleira get.ur þó að vísu að liði orðið en það sem fullgert er. Má vera, að umræður um hin óloknu mál og «mnar undirbúningur þeirra greiði fyrir framgangi þeirra síðar meir. Ilitt er og mikil afsökun, hve vinnutími aukaþings- ins var afmarkaður, meira jafnvel en nauðsyn bar til. Virðist hefði mátt ljúka við nokkur ekki lítils verð mál, er uppi 'dagaði, ef landshöfðingi hefði leyft þing- Setu til mánaðárlokanna, svo sem hann mun hafa haft fulla heimild til. En hann hefir iíklega verið vantrúaður á arðinn af j)VÍ. Alþingisfrjettirnar hjer síðar í blaðinu (og í fyrri blöðum) sýna greinilega, hver mál hafa náð fram að ganga og hver eigi. Þegar stjórnarskrána líður og hennar dilka fjóra, allt nær óbrey ttar apturgöngur frá fyrri þingum, eru hin samþykktu lög öll örsmá vexti og flest heldur veigalítil. Til dæmis fjórar nýjar löggildingar verzlunar- staða, einnar línu lög hver. »Lengi tekur isjórinn við«: lengi má að vera, þangað til búið er að tína upp til löggildingar hvern fjörublett, færan og ófæran, umhverfls ullt ísland. Þá er ekki mikið spunnið í prentsmiðjulagaviðaukann, hlunnindin handa bókasafni Austflrðinga. Eða fast- •eignarsölugjalds-afnámið, ofurlítilfjörlega uppsuðu frá síðasta þingi. Fyrirmælin um auðkenning á eitruðum rjúpum fyrir refi eru og fyrirhafnarlítil hugvitssmíð og líklega þýöingnrlítil. Að hreppsgjöldum megi jafna niður á öðrum tíma en haust- Inu, getur verið til geðs og þæginda mönn- um í sumum sjávarsveitum. Varúðin með hvalleifarnar er sennilega betri en ekki á jjeim fáu hvalveiðastöðvum Norðmanna vestanlands, þar sem þeir hafa ekki enn Lomið sjer upp áburðarverksmiðjum. Heimildin um varnir gegn sandfoki mun og sömuleiðis nokkurs virði fyrir þær sveitir, er undir því andstreymi eiga að búa. Hinn mikli kostnaðarijettir á jafnað- arsjóðunum kemur sveitabændum sjáltsagt vel, ef það nýmæli hlýtur þá staðfestingu; landshöfðingi var því mótfallinn; en í rauninni er það að eins færsla dálítillar álögu, en ekki afnám. Boðorðið um bú- setu fastakaupmanna er meiri háttar, en á langt 1 land og tvísýnt til framkvæmdar, þótt staðfestingu hljóti, er mun harlavafa- samt. Þá er herzlan á botnvörpuveiða- banninu síðasta nýmælið og líklega hið verulegasta, af sýnni og brýnni nauðsyn sprottið; en þó mest undir öðrum komi'ð, hvort lið verður að; þess er því að eins von, að Danir reynist þeir drengir, að auka til nokkurrar hlítar landvarnir sinar hjer gegn hinum ójafnaðarfullu aðskota- dýrum, sem eru að spilla fyrir oss öðrum helzta bjargræðisveg vorum. Þá eru þingsályktanirnar; og má vera, að sumar af þeim beri nýtilegan ávöxt, t. d. sú um síldartollinn rússneska, um stofnun þilskipaábyrgðarsjóðs, um stofnun brunabótasjóðs, um strandferðirnar að ári. Miklu meiri háttar málin liggja í valn- um eða í dái frá þinginu. Er þar til fyrst að nefna og fremst hið mikla og misjafnt rómaða nýmæli um lög- gilding járnbrauta- og siglingafjelags. Sje engu niður slökkt eða hafnað fyrir drátt- inn til næsta þings, getur hann orðið til góðs í aðra röndina. En hitt getur líka vel orðið uppi á teningnum, að vjer þurf- um lengi að bíða viðráðanlegs tækifæris til mjög verulegrar viðreisnartilraunar úr apturkreystingskreppu þeirri, sem þjóðin er og verið heflr í svo ævalengi. Slælegt var það og heldur, að kirkju- gjaldsnýmælið komst eigi enn fram. Var þó betra að það dagaði uppi en að það gengi fram svo gallað sem það var fram til siðustu forvaða. Er nú samt lítt trúan- legt, að ekki takist að koma því tii góðra lykta að sumri. Að áfengisbannsmálið kæmist eigi lengra en þetta var raunar lítið tiltökumál. Þaðvar mikið betra en ekki, það sem það komst. Það þarf meira en eitt eða tvö þing til þess að kveða niður þann rameflda vanþekk- ingar- og hjegiljudraug, er mótspyrnan gegn slíkri rjettarbót heflr allan sinn mátt frá. Sóttvarnarfumvarpið var liklegt til góðs árangurs, en mun hafa verið með nokkrum smíðalýtum enn, er það dagaði uppi. Sáttanefndaúrskurðarvaldsmálið var eitt af þvi, sem engin vorkunn hetði átt að vera að ljúka við, eptir að búið var að rogazt með það allt þingið i fyrra, og þó lánað annarsstaðar að. Liklegast þarf það samt enn umbótar, ef að verulegu liði á að verða. Útflutningslaga-viðaukinn hefði endilega átt að komast alla leið í þetta sinn. Reynslan sýnir ár frá ári, að hans er þörf að ýmsu leyti, þó ekki væri nema til að afstýra strokum betur en tekizt hefir með hinum eldri lögum. Sumt hið ókljáða er af þvi tagi, er engin eptirsjá er að, eins og gerist.---- Það er nú sem fyrri síður en svo, að iðjuleysi verði um kennt, þó að þingvinn- an hafi eigi orðið ávaxtameiri. Það er vant að kenna það annars skorti á góðri verkstjórn og verkhygni, er lítið verður að verki þrátt fyrir talsverða elju og kapp. En það mun þykja vandinn meiri að koma að almennum verkstjórnarreglum við þing- vinnuna. Hinn óbundni frumkvæðisrjettur þingmanna og lögheimilað sjálfstæði að öðru leyti er þar til talsverðrar fyrirstöðu. En ótrúlegt er þó, að ekki megi með lagx og góðum samtökum og samvinnuvilja haga vinnunni hyggilegar og drýgilegar en gerist; skipta jafnara með sjer verkum, gera mun á lítilsverðum málum og mikils- verðum, ætla því sem á ríður fyrirrúm fyrir hinu og reyna að sjá því sem bezt farborða með tímann m. m. Andvígismenn járnbrauta- og siglinga- fjjelagsfrumvarpsins kenna þvi mest um, hve litlu varð ágengt um önnur mál á þinginu, og nefna það i hefndarskyni al- drei annað en »járnbrautar-s£ysíð«. En með lagi og fyrirhyggju — haganlegri verkaskipting — var þeim engin vorkunn að láta tímann vinnast til meiri háttar mála annara. Og að minnsta kosti er eigi hægt að segja, að efri deild hafi tafizt mik- ið við það mál. Hitt er og fremur þing- mönnum til lofs en eigi, að þeir leggja syo mikinn hug við stórmál, hið mikilfeng- legasta framkvæmdarmái, er þingið hefir nokkurn tima haft til meðferðar. — Vjer höfum nú tvívegis reynt oss á að halda aukaþing, frá því er alþingi tjekk löggjafarvald. Mun nú mega fullyrða, að sú reynsla geri eigi aukaþing eptirsóknar- verð, heldur hitt, að snjaliast muni að reyna að sneiða hjá þeim i lengstu lög. Nema þá að þau sjeu höfð viðlíka löng og hin reglulegu þing. Það er ekki við að búast, að mikið verulegt verði að verki á skemmri tíma. En það yrði ærið dýrt, ef opt bæri að höndum. Betra væri þó eitt slikt aukaþing á 20 árum, en tvö hin á 10. Er nú vonandi, að langt verði hins næsta að bíða, og líklega óhætt að sþá því. Alþingi 1894. IX. Lög frú alþingi. Þau áður ótalin 7 lög af 18, er afgreidd voru alls á þessu aukaþingi, eru: XII. Lög um búsetu fastakaupmanna á íslandi. 1. gr. Enginn má framvegis stofna nje reka fasta verzlun hjer á landi, nema hann sje hjer búsettur, haldi hjer dúk og disk. 2. gr. Kaupmenn þeir, sem nú eiga fastar verzlanir hjer á landi, en eru bú- settir erlcndis, skulu þó, meðan þeir eiga þær, mega reka slíkar verzlanir á þann hátt, sem lög hingað til hafa leyft. 3. gr. Sá sem gjörir sig sekan í broti eða yfirhylmingu gegn lögum þessum, skal sæta 200—5000 kr. sektum, er renna i landssjóð. Skulu verzlunarhús hans, skip, verzlunaráhöld og vörur, sem yfirhylm-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.