Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 2
ingin nær yfir, og finnast hjer á landi, gjörðar npptækar, og andvirði þeirra renna í landssjóð. 4. gr. Með mál út af brotum gegn lög- um þessum skal farið sem opinber lög reglumál. 5. gr. Akvarðanir þær í opnu brjefi 1. júní 1792 og öðrum iagaboðum, sem komn i bága við lög þessi, eru úr gildi feldar. XIII. Lög til að gjöra samþykktir um hindrun sandfoks og um saudgrœðslu. (Sýslunefndum veitt vald til að gjöra sam- þykktir um hindrun sandfoks og um sand- græðsiu, á þann hátt, sem í lögunum segir, — en það er hin venjulega samþykktarað- ferð, fiskiveiða o. s. frv.). XIV. Stjórnarskipunartög um hin sjer- stöku máiefni Islands. (Obreytt eins og frá alþingi 1893. Samþykkt í einu hlj. í neðri deild, en með 6 : 2 atkv. síðast í efri d.). XV. Um afnám emhœtta, XVI. Um laun landsstjórnar þeirrar, er skipa skal, þá er hin endurskoðaða stjórnarskrá er staðfest, XVII. Um ráðgjafaáhyrgð, XVIII. Um kosningar til alþingis, — öll 4 hin siðastnefndu stjórnarskrárdilkar, þ. e. lög sem standa og falla með stjórn- arskránni, og munu vera alveg sam- hljóða sams konar lögum frá aukaþinginu 1886. Þingsályktanir. Af 12 þingsályktun- artillögum, er fram gengu alls á þinginu, er 4 áður getið. Hinar 8 voru: V. Um að stofna almennan ábyrgðar- sjóð fyrir fislciveiðaþilskip á Islandi. Hver deildin fyrir sig ályktaði, »að skora á stjórnina, að leggja íyrir alþingi 1895 frumvarp til laga um stofnun almenns á- byrgðarfjelags fyrir fiskiveiðaþilskip á ís- landi, þannig, að landssjóður leggi hæfi- legan styrk til stofnunar fjelagsins og við- halds þess fyrst um sinn, en að öðru leyti sje fjelagið bygt á innbyrðis ábyrgð«. VI. Um strandferðir 1895. Hvor þing- deildin um sig ályktaði, 1., að veita stjórninni heimild til að semja um strandferðir fyrir 1895 og nota til þess fjárupphæð þá, sem tilgreind er á fjárlögunum fyrir 1894 og 1895 12. gr. C. a. 2., ef trygging fæst fyrir að ferðunum verði haldið áfram síðari hluta fjárhags- tímabilsins. Skal stjórninni heimilt að verja til þessara ferða 25,000 kr. eða svo miklu af þeirri upphæð, sem nauðsyn krefur, þótt skilyrðum þeim, sem sett eru með ferðaáætluu alþingis 1893, sje eigi að öllu fullnægt, að því er snertir stærð skipsins og farþegarúm, og sömuleiðis þótt sleppt sje úr áætluninni, ef óhjákvæmilegt þykir, viðkomustöðunum Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Vík, annaðhvort Hornafirði eða Papós, Eeyðarfirði, Norðfirði, Ögri, Arngerðareyri og Búðum, og enn fremur þótt fækkað sje viðkomum á Keflavik og Vestmannaeyjum, 2., að skora á landsstjórnina að sjá um. að strandferðum hins sameinaða gufuskipa- flelags verði hagað samkvæmt tilboði fje- lagsins, sem getur um í athugas. stjórnar- innar við frv. til fjárlaga fyrir árin 1894 og 1895 (12. gr. C. a.), svo að þær ferðir standi í haganlegu sambandi við hinar aðrar strandferðir, og þó verði jafnframt tekin til greina þingsályktun alþingis 1893 um strandferðir hins sameinaða gufuskipa- fjelags«. VII. Um bann gegn botnvörpuveiðum. »Neöri deild alþingis ályktar, að skora á ráðgjafann fyrir ísland, að hlutast til um, :ið nauðsynlegar ráðstafanir verði gjörðar til varnar gegn botnvörpuveiðum í landhelgi við Island, þannig, að nægi- lega mörg gæzluskip, sem til þess sje fall- in að útbúnaði og hraða, verði send til Islands í byrjun aprilmánaðar næsta ár og framvegis meðan þörf er á«. VIII. Um amtmannaembœttin. »Neðri deild alþingis ályktar að skora á ráð- gjafann fyrir Island, að hlutast til um, að amtmannsembættið norðan og austan verði fyrst um sinn látað standa óveitt«. (Þetta samþykkti neðri deild með 16 atkv. samhljóða, en felldi með 11:4 svo felda viðbót: »og að gjörðar verði ráð- stafanir til, að það leggist niður og sam- einist amtmannsembættinu sunnan og vest- an«). IX. Um innlennt brunabótafjelag. »A1- þingi ályktar, að skora á landsstjórnina, að leggja fyrir alþingi 1895 frumvarp til laga um stofnun brunabótafjelags fyrir kaup- staði og helztu verzlunarstaði landsins, að fengnu áliti hlutaðeigandi bæjarstjórna og hreppsnefnda«. X. Út af útgáfu Fornbrjefasafnsins. »Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina, að borga Dr. phil. Jóni Þorkels- syni í Kaupmannahöfn út þær 800 kr., sem veittar eru í fjárlögunum 1894 og 1895 13. gr. C. 7. hvort árið »til að vinna að textaútgáfu af íslenzku fornbrjefasafni«, svo framarlega sem hann sýnir að hann hefir tiibúið handrit, sem nemur 50 örkum prentuðum af texta, og skuldbindur sig til að semja registur, þegar þar að kemur, og lesa prófarkir án sjerstakrar þóknunar«. (Samþ. með 13 atkv.). XI. Um alþingishúsgarðinn. Sameinað þing samþykkti: 1. Að þjóðhátíðarsjóðnum sje öllum var- ið til að greiða áfallinn kostnað við þing- húsgarðinn. 2. Að alþingi feli forsetum sínum að ávís með öðrum alþingiskostnaði þessa árs 1200 kr. til að Ijúka áföllnum kostnaði við þinghúsgarðinn og til að fullgjöra hann fyrir næsta þing, og skulu forsetarnir annaðhvort sjálfir, eða með því að fela það einhverjum í sinn stað, sjá um fram- kvæmd verksins og hafa alla nmsjón með garðinn til þess tíma. 3. Að þinghúsgarðurinn sje opinn fyrir almenning nokkrar stundir á helgum dög- um, einkum að sumrinu, vilji bæjartsjórn Reykjavíkur setja þá gæzlu á garðinum við þau tækifæri, sem forsetarnir taka gilda., og jafnframt bera kostnaðinn við þá gæzlu. XII. Ut af 50-ára afmœli alþingis 1895. (Ályktun um nefndarkosning til að íhuga og gjöra tillugur um það mál. Áður um- getið). Ósamþykkt frumvörp. Móti 18 sam- þykktum frumvörpum á þessu þingi eru 20 ósamþykkt. Þar af var að eins 1 fellt (um bann gegn eitrun rjúpna) og 3 tekin aptur (um stofnun brunabótasjóðs, um á. byrgð fyrir eldsvoða í Reykjavik, og um löggilding járnbrauta- og siglingafjelags,— hið upphaflega frv. flutningsmanna), en 16 óútrædd i þinglok. Þessi 16 óútræddu frumv. voru: 1. um nýbýli; 2. um löggilding fjelags með tak- markaðri hluthafaábyrgð, rjettindi þoss og skyldur, til að halda uppi siglingum millj íslands og útlanda og í kringum strendur íslands og til að leggja járnbrautir á ís_ landi; 3. um breyting á lögum 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn; 4. um rjett þeirra manna, er hafa þjóðkirkjutrú, til að ganga í borgaralegt hjónaband; 5. um úr- skurðarvald sáttanefnda, rjettarfar og aðför i minni skuldamálum; 6. um viðauka við og breyting á lögum 14. janúar 1876 um tilsjón með fiutningum á þeim mönnum, er flytja sig í aðrar heimsálfur; 7. um viðauka við lög 13. apríl 1894 um samþykktir til að friða skóg og mel; 8. um breyting á 1. gr. laga 13. janúar 1882 um borgun til hreppstjóra og annara, sem gjöra rjettar. verk; 9. um samþykktir til að banna inn- flutning alls áfengis, sölu þess og tilbúning- 10. um breyting á lögum 12. júlí 1878 um gjafsóknir; 11. um breyting á lögum 12. maí 1882 um umsjón og fj'árhald kirkna; 12. um. að leggja fje á æfinlega erfingjarentu; 13.. um kirkjugjald; 14. um fjárforræði ómynd- ugra; 15. um undirbúning verðlagsskráa;. 16. um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúk- dóma á íslandi. Felldar tillögur. Felldar voru á þing- 3 þingsályktunartillögur: 1. Um kennslu í íslenzkri tungu, frá dr. Valtý Guðmunds. 2. Um að reisa í Reykjavík stórhýsi fyrir söfn landsins o. fl. 3. Um að leyfa lögsókn á hendur 2; þingmönnum fyrir meiðyrði um utanþings-. mann. Fyrirspurn var ein upp borin á þing-- inu, ástæðulaus, af 2. þm. ísfirð., Sk. Thor- oddsen, — út af launum yfirrjettarmálfærslu- manns Lárusar Kr. Bjarnasonar — og sam- þykkt út af því með meiri hluta atkv. i deildinni, neðri d., rökstudd dagskrá, jafn-- ástæðulaus. Járnbrautar- og siglingamálið. Efrb deild hafði það til framhalds 1. umr. í fyrra dag. Framsögumaður nefndarinnar, Hallgrímur Sveinsson, mælti fyrir því, en Jón A. Hjaltalín eindregið í móti. Til 2. umræöu var málinu vísað með 6 atkvæð- um, þ. e. nofndarmanna 5 og Jóns Jóns- sonar, þm. N.-Múlasýslu. Lögsóknarleyfl. Þingsályktunartillaga frá Guðl. Guðmundssyni um lögsóknar- leyfi á hendur 2 þingmönnum, Guðjóni Guðlaugssyni og Jóni Jónssyni frá Múla, af hálfu sýslumannsins í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, Sigurðar Þórðarsonar, fyrir meiðandi ummælum út af kosningunni í Mýrasýslu í vor, var felld í deildinni, neðri deild, í fyrra dag með 12 atkv. gegn 3 (Guðl. Guðm., Jón Jens., Jón Þórarins.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.