Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.08.1894, Blaðsíða 4
224 ábyrgö orða sinna fyrir dótni, ef til kærai og heföi cptir því mátt búast við, að hann hefði sjálfur beinlínis óskað eptir eða krat- izt þess, að engri undanþágu væri beitt við sig. Hitt væri miður karlmannlegt, að taia þessi drýgilegu orð beinlínis í skjóli væntaiilegrar þinghelgi. En ekki er þess getið, að hann hafi neitt látið til sín heyra í þá átt, er lögsóknarbeiðnin kom á dag skrá. Það er engin gild ástæða, þó að meiri hluta þingdeildarinnar, þessum 12, er neit- uðu um leyfið, hafi virzt hin kærðu um- mæli ósaknæm. Það er dómstólanna úr því að skera, en alls eigi þingsins; enda lögsóknin þá hlutaðeigendum enginn miski eður vansi. En reynist þau saknæm, sem varla mun nokkur skynbær maður efast um, var sjálfsagt, að lögákveðin ábyrgð kæmi fyrir. Ónýting dómgæzlu er ekki þingsins hlutverk. Landsbankinn verður opinn frá byrjun næsta mánað- ar kl. 11*/2 f. h. til kl. 2*/2 e. h. hvern virkan dag og stjórn bankans er til viö- tals kl. 1 til kl. 2 e. h. Rvik 29. ágúst 1894. Tr. Gunnarsson. Hús til sölu eða leigu í Reykjavík, 10 al. langt og 9 al. breitt, portbygt, fárra ára gamalt, ágœtt til íbúð- ar, nýmálað, með nýrri eldavjel, 2 her- bergi til íbúðar eru uppi á lopti og 3 niðri, auk eldhúss. Húsið er með járnþaki og klætt með pappa og jdrni á báðum hliðum og stafni. Nýr skúr járnklæddur, 9 ai. langur og 4 al. breiður, fylgir húsinu, og stór lóð með ræktuðum matjurtagarði. Húsið fæst keypt fyrir mikið minna en það er vert, og borgunarskilmálar vægir. En verði húsið ekki selt fyrir lok ágúst- mánaðar, verður það leigt til afnota jafn- skjótt. llitstjórinn vísar á. Fjárkaup í haust. Undirskrifaður kaupir fyrir peninga eins og undanfarið haust sauðfje, heizt sauði og veturgamalt, fyrir hæsta verð, sem hjer verður á sauðfje í haust. Reykjavík 9. ágúst 1894. Kristján Þorgrímsson. Uppboðsauglýsing. Eptir ráðstöfun skiptaráðandans í dánar- búi Nikulásar Sigvaldasonar verður hús- eign búsins í Bergstaðastræti hjer í bænum boðin upp til sölu á opinberum uppboðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. á skrifstofu bæjarfógeta miðvikudagana 12. og 26. september næstk. og í húsinu sjálfu 10. október næstkomandi. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. ágúst 1894. Halldór Daníelsson. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá sem telja til skuldar í dánarbúi Nikulásar Sigvaldasonar, sem andaðist hjer í bænum 28. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum 0g sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavik áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. ágúst 1894. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi P. F. Eggerz verður haldinn hjer á skrifstofunni laugardaginn 8. sept. næstkomandi, og verður þá borið undir fundinn, hvort samþykkja skuli boð, er gjört hefir verið í jarðeign búsins, Saurhól í Saurbæjarhreppi, á uppboði 18. þ. m. Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. ágúst 1894. Halldór Daníelsson. Undirskrifaður selur í dag og næstu daga kjöt af spikfeitum dilkum. í næstu viku mikið af góðu kjöti af sauðum og dilkum. Rvík 29/8 94. Krisfján Þorgrlmsson. Duglegur hestur til reiðar er til sölu fyr- ir gott verð. Ritstj. vísar á seljanda. í verzlun Jóns Þórðarsonar fæst kjöt af ungri spikfeitri kvígu. Mark það er Kristinn Jónsson í Ausu aug- lýsti i 52. nr. Isafoldar f. á., á jeg með rjettu en Kristinn alls ekki. Grund í Skorradal 5. ágúst 1894. Bjarni Pjetursson. Þar eð enn er mjög mikið óselt af lotte.ri- seðlunum fyrir Sauðárkrókskirkju, verður drættinum frestað þangað tilað vori komandi. Þetta gefst heiðruðum kaupendum hjer með til vitundar. Sauðárkrók 28. júlí 1894. I umboði forstöðunefndarinnar Arni Björnsson. Brjefaveski með peningum og fleiru í, hefir fundizt ínilli Hafnartjarðar og Reykja- víkur. Ritstj. vísar á. Þeir at lærisveinum Flensborgarskólans sem þess æskja, geta íengið þjónustu næstkom- andi vetur hjá undirritaðri, sem veiður til heimilis í skólahúsinu. Reykjavík 29. ágúst 1894. Halldóra Árnadóttir. Gott vasaúr og hagiabyssa (aptanhlaðn- ingur) er til sölu, hvort heldur fyrir fje eða peninga. Nákvæmar á afgreiðslust. isaf. Brjóstverkur og kveisa. Sonur minn 3vetur hefir síðastliðin 2 ár þjáðzt af brjóstverk og kveisu, sem eigi hefir orðið læknað. Jeg keypti því nokk- ur glös af Kína-lífs-elixír herra Waldemars Petersens í Friðrikshöfn í Danmörku hjá herra Einari Brynjólfssyni á Sóleyjarbakka, og eptir að sonur mmn hafði tekið inn úr þessum glösum, hefir hann ekki fundið til hinna umgetnu kvilla. Jeg get þess vegna mælt með þessum heilnæma bitter, sem ágætu meðali við þess konar sjúkdómum. Hrafnkelsstöðum 16. febr. 1894. Sigrtður Jónsdótti,v Kína-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. PTentam lsaíoldar. 138 reyna sig, þurfti eigi mikils viðbúnaðar. Þeir áttust við sama kveldið. Malet ofursti var hólmgönguvottur hins ókunna manns, og annar frakkneskur liðsforingi Ville- neuves. Villeneuve átti að sjer að vera hverjum manni skap- rórri í hólmgöngum. Það var eins og hann væri stadd- ur í dálítilli notalegri samdrykkju. En í þetta skipti var hann ólmur eins 0g tígrisdýr, auðvitað nokkuð af því, að hann hafði verið svívirtur í margra manna áheyrn, en sjálfsagt með fram af þvi, að hinn ókunni maður reyndist vera Englendingur; hann hataði Englendinga eins og sjálfan ósómann. Þó var hitt ægilegra öllum berserks- gangi Villeneuves, hve hinn, Englendingurinn, var stein- gerfingslega kuldalegur útlits, harðúðarlegur á svip og þó oturspaklegur; það var eins og hann vissi sig eiga alveg óskeikult vald á lífi þessa manns. Þeir börðustr um stund svo, að eigi mátti í milli sjá. En þá rasar Englendingurinn snögglega og verður ber fyrir vinstra megin. Villeneuve lagði hann óðara í síð- una 0g lauguðust klæði hans í blóði. En í sömu andrá sáum við hvar Euglendingurinn tók snöggt viðbragð, og lagði saxinu á kaf í brjóst Villeneuves upp að hjalti. Þá skildi jeg, að hann hafði hrasað af ásettu ráði í því skyni að fá öruggari höggstað á Villeneuve. Honum lánaðist það mætavel; Villeneuve sá eigi þessa heims ljós framar.— 139 Um leið og dr. Lanset mælti þessi orð, heyrðist stóll detta, og sáum við, hvar maðurinn spakláti var að reyna að hypja sig út. Dr. Lanset rauk til og þreif um báðar hendur honum. »Eruð þjer þá hjerna!« mælti hann. »Jeg samfagna yður innilega, að þjer hafið jafnað maklega á hinum ó- feilnasta morðingja í heimi. Sárið yðar er vonandi ekki mikið?« »Hvað þá!« hrópuðum vjer allir saman; »var það hann, sem lagði hann Villeneuve að velli ?« »Það var það reyndar!« anzaði dr. Lanset; »jeg hef aldrei á æfi minni sjeð laglegar af sjer vikið«. Vjer þutum allir utan um kappann og hrópuðum af öllum mætti húrra fyrir honum; en hann leit jafnskjótt til vor með svo raunalega augnaráði og þungbúnu, að köllunum slotaði allt í einu. »Æ, piltar! piltar!« mælti hann og varp mæðilega öndinni. »Jeg bið ykkur fyrir að vera ekki að hæla manni fyrir það, þó að hann hafi úthellt blóði og vegið mann. Jeg vann á honum, þessum þorpara, eins og jeg mundi hafa unnið á óarga dýri, til þess að forða þeim, er hann mundi banað hafa að öðrum kosti. En drottinn sje þeim liknsamur, sem vegur mann ekki til annars en að svala drambi sínu og heipt! Ef ykkur fýsir að vita, hvaða gæfa fyrir þeim liggur, sem er sigursæll i hólm-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.