Ísafold - 08.09.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.09.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni ■eða tvisvar í viku. Yerð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. et)a l1/* doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifieg) bundin ví^ áramót, ógild nema komic aje til útgefanda fyrir l.októ* berm. Áfgreibslastofa blabs- ins er i Auaturatrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. september 1894. 59. blað. Millilanda-póstferðir vorar. Þegar siöuðum þjóöum samboðnar sam- •göngur komast á hjer við önnur lönd, sem vonandi er að verði þó með tímanum, og j)að áður en mjög langt líður, mun vitnað 1í það eins og ótrúlega fjarstæðu, að hjer um bil fjórðungi aldar eptir að rikissjóður Danaveldis hatði hátiðlega að sjer tekið að halda uppi póstferðum milli stjórnar- setursins, Kaupmannahafnar, og »hjálend- -anna« nyrzt í Atlanzhafi, hafi póstferðir þar á milli staðið yfir hátt upp í þann tíma, sem menn leika sjer annars að nú •orðið að komast af með til þess að bregða sjer alla leið umhverfis jarðarhnöttinn. Margt þykir útlendingum, — utanrikis- mönnum — er hingað koma eða hjer hafa viðskipti, torneskjulegt og einangurslegt í báttum vorum og högum; en fátt býsnar ^eim meir en að það skuli þurfa 6—-9 vikur til þess að skiptast á brjefum eða. póstsendingum milli þess lands og annara hinna næstu landa. Póstskipið er, svo sem kunnugt er, 9 vikur í skammdegisferðinni sinni hjeðan, -og er það sök sjer. En hitt tekur út yfir, að um hásumar skuli það stundum vera -6 vikur og freklega það í einni póstferð. Það fór núna síðast hjeðan 23. ágúst, og nr væntanlegt aptur 6. október, eptir 6 vikur og 3 daga! Tilhögunin er sú, að fyrst fer það nú sjálfa sjóleiðina með engum tiltakanlegum nsa, og hana í miklum hlykkjum og krók- um. Tefur þar á ofan í Færeyjum þetta 15 daga að jafnaði og stundum lengur. Sömuleiðis nokkuð í Skotlandi. Er með því lagi 10—12 daga á leiðinni, í stað 5—6. Með öðrum orðum: helmingi lengur en þyrfti að vera. En loks kemur það sem kórónar allt saman: það liggur t. d. núna í þessari ferð meira en 3 vikur grafkyrrt í Kaupinannahöfn,—kyrrt og aðgerðalaust allan þann tíma! Nema þá örfáu daga, sem þarf til að ferma og afferma. Það má sjálfsagt þar gora hvort um sig á 1 degi meira að segja. Maður, sem hjeðan skrifar 22. ágúst, þó ekki sje lengra en til Færeyja eða Skot- lands, hann fær ekki svar fyr en 6. októ ber, eptir 6'/s v'ku.—iÞað er svona rjett að eins, að elztu menn muna eptir svo seinfara brjefaviðskiptum á milli hinna ijjarlægari heimsálfna annarsstaðar. * Að aðvífandi aukaferðir bæti stundum nokkuð úr þessum strjálu póstferðum, er ekki hinni dönsku rikisforsjón að þakka, enda koma að litlu haldi vegna stopul- leika. Það var, sem kunnugt er, á dagskrá aukaþingsins núna ráðagerð um hálfsmán- -aðar-millilandapóstferðir að sumrinu og mánaðar á vetrum, og það með svo væg- um kjörum, að miklar likur eru til, að þær hefðu í rauninni kostað landið alls eigi neitt, — miklar líkur til, að hreinn viðskiptaábati á þeim hefði orðið tvöfald- ur eða margfaldur á við hinn áskilda styrk til þeirra um ákveðið árabil. Þing- mönnum þótti þetta að vísu girnilegt, yfir- leitt; en þó lauk svo, að þeir, meiri hlut- inn, reyndu að »prútta« styrkinn niður um þriðjuug til helmings; þeir sniðu það apt- ■''an af tímanum, sem styrkurinn átti að standa. Hafa þeir að öllum líkindum með því móti ónýtt þá ráðagerð alla gersam- lega, og tryggt oss þar með hin glæsilegu(!) kjör, sem nú höfum vjer, að þvi er snertir millilandapóstferðir, um ótiltekið árabil enn. Manndómslegra hefði verið, að lofa rík- issjóði Dana að eiga sínar þannig úti látnu gefnu póstferðir, — sem eru þó síður en eigi gefnar í aðra röndina, með sínu afar- háa flutningsgjaldi og fargjaldi, auk hinna óþolandi timatafar fyrir farþega milli landa hjer með hinum dönsku póstskipum. En halla sjer heldur að hinum ensku rnilli- landaferðuin, hálfu tíðari og meira en það, miklu tímasparari og sjálfsagt miklu ó- dýrri, aulc þess sem þeim hefði fylgt marg- vísleg hlunnindi önnur og mikilvæg að líkindum landinu til framfara. Ekki eru það hvað sízt kaupmennirnir, sem virðast illa geta unað þessu póstsam- bandi við önnur lönd, sem nú höfum vjer. Eða hvað getur verið meinlegra þeim til handa t. a. m., en að póstferðirnar skuli vera hvað strjálastar einmitt þann tíma árs, síðari part sumars, sem þeir eru að koma vörum sínum sem óðast á útlenda markaði, og þeim ætti því að koma vel, að vita eitthvað, hvað þar líður, öðruvísi en á missiramótum ? Það er eins á vorin afleitlega bagalegt fyrir þá, hversu þá eru áminnztar póstgöngur strjálar. Hafa þeir þó sízt til þess unnið, svo mikið sem þeir ijetta undir kostnaðinn til þessara póstskips- ferða með fargjaldi og flutningskaupi. Þeim stæði því nærri, að reyna að fá lög- un á þessu, þ. e. póstferðunum fjölgað hæfilega. Til dæmis með almennri áskor- un til stjórnarinnar. Það kostaði auðvitað sjálfsagt dálítið aukinn styrk til gufuskipa- fjelagsins danska, sem hefir nokkurra ára samning enn um að þurfa ekki að fara fleiri ferðir en þetta. En svo ríkt virðist þing og stjórn í Danmörku eiga að bera það mál fyrir brjósti, að það þætti tilvinn- andi; því veigamestu tengslin milli vor og Dana eru þó verzlunarviðskiptin eða kaup- mennska þeirra lijer, en sýnilegur hags- munahnekkir fyrir þá, ef úr þeim viðskipt- um dregur til stórra muna. Ab kyrra sjó. Að lægja sjó eða kyrra kann maðurinn ráð til nú orðið, en er heldur hirðulaus og tómlátur að nota það. Ráðið er al- kunnugt í orði, en miður hins vegar, bæði hjer og annarsstaðar. Margt og mikið um það ritað og rætt hjer árum saman, en minna um framkvæmd. Er þó þraut- reynt að vera hið bezta bjargráð í sjávar- háska. Það er þetta: að dreypa olíu eða lýsi í sjóinn kringum skipið. Þá kyrrist sjórinn, bylgjurnar hætta að brotna og skipið er eins og í sæmilega kyrri höfn eða skjóli af landi, þó að öskurok sje. Það er samt farið að nota þetta ráð á hinum miklu mannfiutningaskipum yfir Atlanzhaf. Það var t. d. í fyrra, að hið geysistóra Cunardlínu-gufuskip »Umbria« bjargaðist í öskrandi fellibyl með mikinn mannQölda innanborðs eingöngu fyrir það, að tókst að kyrra sjóinn umhverfis skipið með olíu. Bandamenn í Noröur-Ameríku, sem jafn- an eru framtakssamir, hafa að undirlagi stjórnarinnar þar sett í siglingakennslu- bækur og á sjókort fyrirsögn um, hvernig bezt er að koma fyrir sig áminnztu bjarg- ráði og hversu bjarga megi á þann hátt skipi í sýnum háska. Hefir fyrirsögn þcirri verið snúið á frönsku — segir í út- lendu tímariti, er flytur grein um þetta mál nýlega —, og gerð almenningi kunn þar; verið að reyna að láta alla sjómenn, stýrimenn og skipstjóra hafa hana í hönd- um; en annars vegar verið að berjast fyrir að fá lögleitt, að hvert skip”skuli hafa með sjer nóga olíu í því skyni og einfalt áhald til þess að hagnýta hana sem bezt, er á þarf að halda. Segja menn, sem satt er, að eins góð og gild ástæða sje til að lög- bjóða það, eins og að skipa með lagaboði að hafa bjargsveiga á skipum, góðar dæl- ur o. fl. Það er sjálfsagður hlutur, að gera allt sem tiltækilegt er til þess að minnka manntjón og eignamissi. Kostn- aðurinn er lítilræði, mjög svo smávægileg- ur, þar sem jafnmikið er í húfi annars vegar. Ahöldin eru margs konar og ýmsar að- ferðir til að dreifa út oliunni eða lýsinu. Aðalatriðið er, að geta tyllt lýsisílátinu sem lengst út frá skipinu. Er algengast og bezt, að reynzt hefir, að hafa lýsið eða olíuna í hampi eða öðru þess kyns í poka með gati á, er olían drýpur niður um. Fara 10 pottar af olíu í hvern poka og endist fullan sólarhring að sögn. Það er ekki mikið í sölur lagt til að bjarga skipi og mönnum. Alveg rjett væri að lögbjóða þetta hjer á landi, bæði á hafskipum (fiskiskútum) og róðrarbátum. Það gildir einu hvað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.