Ísafold - 08.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.09.1894, Blaðsíða 3
235 Eptirmæli. Hinn 31. niarz síÐast liðinn, anda5ist á Efri- Hólum undir Eyjatjöilum, af afleiðinguin »in- fluenzunnar« konan Sigurlaug Einarsdóttir, Einarssonar dannebrogsmanns Sighvatssonar frá Skála. Hún var fædd 6. des. 1863 á Stein- um, giptist 2. okt. 1892 efnismanninum Sig- urði Jónassyni á Hól. Sigurlaug sái. var mesta eíniskona; kom þegar í Ijós, ab hún hafði mikla rausn og mannkosti til að bera, enda hafði hún áunnið sjer ást og hylli allra er þekktu hana; sakna hennarþví eigi að eins vandamenn hennar, heldur og vandalausir, sem kynni höfðu af henni. Þau hjón áttu eina dóttur. (Ó. S.) I grafminningu eptir Pál heitinn Guðmunds- son í Nesi/ sem andaðist 4. égúst seinastl.j) hefir láðzt eptir að geta eptirlifandi seinni knnu hans, sem er Kristín Pjetursdóttir, og lifir enn; þau giptust 17. desember 1864 og varð þeim ekki barna auðið. Hægri og vinstri. Fróðleiksstofnun ein i Lundúnum (anthropometrish institute) hefir rannsakað á miklum tjölda manna, hver mun ur sje á hægri og vinstri limum manna að vexti og styrkleika. Á öðrum hvorum karl- manni, eða vel það, reyndist hægri handlegg- urinn sterkari en hin vinstri; á 6. hverjum voru báðir handleggir jafnsterkir, og á tæp- lega 3. hverjum var vinstri handleggurinn sterkari. Á konum var munurinn minni, t. d. ekki nema 4. hver sterkari 1 vinstri hand- leggnum, og miklu algengara að handleggirn- ir væru báðir jafnsterkir heldur en á karl- mönnum. Á flestum var hægri handleggur örlítið lengri en sá vinstri, en vinstri fótur lengri en hægri. Manntjón o£ mannvirhi. Hinn nafn- togaði mannvirkjafræðingur Eiffel i París, sá er turninn gerði hinn mikla þar fyrir nokkr- um árum, sem við hann er kenndur, segir að það bregðist varla, að hinum stórkostlegu mannvirkjum af járni, er smiðuð haf'a verið víðsvegar um lönd hin síðari árin, fylgi svo og svo mikið manntjón af slysum, hversu mikil varúð sem höfð er, og megi nærra því gizka á manntjónið, eptir kostnaðinum. »Það má ætla á að fyrir hverja 1 miljón franka, er smíðin kostar, týni 1 maður lifi við vinnuna að hennic, segir hann. »Til dæmis kostaði brúin nýja yfir Firth of Forth 54 milj. franka, og líf 55 manna. Eiffelturninn kostaði 6^/a milj. f'ranka, °S ,íeg bjóst þar við 7 banvænum slysförum, en þóttist góðu bættur, er þær urðu ekki nema 4«. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi %. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer meö skorað á alla þá, er telja til skuldar í þrotabúi Sigurðar Sigurðssonar frá Björgvin í Seyð- isflrði, er strauk af landi burt til Ameríku sumarið 1893, að bera fram skuldakröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Norðux- Múlasýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessar- ar auglýsingar. Skrifstofu Norður-Múlas., 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius _________________settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið brjef 4. janúar 1861, er hjer með skor- að á alla þá, er tii skuidar eiga að telja í dánarbúi Sveins Þorsteinssonar frá Egils- stöðum í Fljótsdal, er andaðist 19. febr. þ. á., að lýsa kröfum sínum í tjeðu dán- arbúi innan 12 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptai-áðandanum í Norður-Múlasýslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og færa sönn- ur á erfðarjett sinn. Skiptaráðandinn í Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius ________ settur. (ÞAKKARÁV.) Heiðursbóndinn Þorsteinn Olafsson á Gerðum í Garði hefir sýnt mjer það höfðingsstryk, að byggja upp bæinn yfir mig fyrir nær ekki neitt, og tjái jeg honum hjer með innilegar þakkir fyrir. Hallanda í Garði 6. sept. 1394. ____________Kristín Guðmundsdóttir. Handtaska, flossaumuð, mislit, hefir týnzt nálægt Stöðlakoti. Skila má á afgr.stofu Isaf. (Fundarlaun). Proclama. Samkvæmt lögum 12. april 1878, sbr. opið brjef 4. janúar 1861. er hjer mcð skor- að á alla þá, er til skuldar eiga að telja í dánarbúi Jónasar Jónssonar frá Brekku- seli í Tunguhreppi, er andaðist síðastliðinn vetur, að lýsa kröfum sínum í tjeðu dán- arbúi innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköllunar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Norður-Múlasjbslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og færa sönn- ur á erfðarjett sinn. Skiptaráðandinn í Norður Múlasýslu, Seyðisfirði 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. opið brjef 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alia þá, sem til skulda eiga að telja í dán- arbúi prófasts Vigfúsar sál. Sigurðssonar frá Sauðanesi og ekkju hans Sigríðar sál. Guttormsdóttur frá Ytra-Lóni, sem andað- ist í júnímán. sem leið, að lýsa kröfum sínum 1 tjeðu dánarbúi innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköilunar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu. Með sama fyrirvur.i er skorað á erfingja hinna látnu, að gefa sig fram og færa sönnur á erfðarjett sinn. Skrifst. Þingeyjarsýslu 16. ágúst 1894. Einar Benidiktsson settur. Uppboðsaug/lýsing. Eptir ráðstöfun skiptaráðandaixs í dánar- búi Nikulásar Sigvaldasonar verður hús- eign búsins í Bergstaðastræti hjer í bænum boðin upp til sölu á opinberum uppboðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. á skrifstofu bæjarfógeta miðvikudagana 12. og 26. september næstk. og í húsinu sjálfu 10. október næstkomandi. Söluskilmálar verða til sýnis þjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavik 28. ágúst 1894. Halldór Daníelsson. 152 ástæða*, anzaði Lamartin. Við erum allt af voteygð öll saman, jeg og kona mín og börn. Það halda allir, að við sjeum að syi'gja einhvern«. »Jeg verð að leyfa mjer að bera á móti því sem þjer segið. Ofninn yðar er gerður eptir minni fyrirsögn, og hann getur ekki rokið«. »Má vel vera; en hann rýkur nú samt«. »Það er af þvi, að þjer kyndið koium. Ef þjer legg- ið í hann brenni, hættir hann óðara að rjúka«. »Jæja. Jeg skal reyna það«. En ekki stoðaði það hót. Oðara en í því var kveikt, lagði kolsvartan reykjarmökk fram úr ofninum. Lamartin ritaði nú frægasta húsasmíðafræðingnum i borginni og bað hann að rannsaka þetta vandamál. Hann skoðaði ofninn vandlega í krók og kring, og mælti: »Hvaða þorskálfur er það, sem smiðað hefir þennan ofn»?« »Það hefir húsagerðarmeistarinn minn gert, hann Nandelet«. »Sagði jeg ekki það, að hann væri þorskálfur! Þjer þurfið ekki annað en að lengja járnpípuna úr honum um hálfa alin, til þess að auka súginn; þá mun allt komast í bezta lag«. Það var gert; en ofninn rauk engu minna eptir en áður. 149 fyrir henni í stiganum í sama mund og hún var vön að vera þar á ferð, og tók auðmjúklega ofan fyrir henni, til þess þó að minnsta kosti að afsaka háttalag sitt. Hann hjelt uppteknum hætti um þetta dag eptir dag nokkra hríð. Hún kinkaði ofurlitið kolli fyrst, svo sem til að svara kveðju hans; en smám saman fóru undir- tektar hennar að verða talsvert alúðlegri, og varð hann því fegnari en frá megi segja. Þegar mannvirkjafræðingurinn hafði gert þá mikils- verðu uppgötvan, tók hann til að virða sjálfan sig ræki- lega fyrir sjer í búðargluggaspegli; hann átti engan speg- il sjáifur. Hann langaði til að ganga úr skugga um, hvort hinni ungu mey mundi falla í geð útlit sitt, vaxtarlag og limaburður. Honum þótti vænt um, er niðurstaðan þeirr- ar skoðunargerðar var viðunanleg að sjálfs hans dómi þó að vetrarkuflinn hans væri samt nokkuð snjáður! Hann tók þá til að halda spurnum fyrir um, hvað hún mundi heita, þessi ljufa, yndislegxi mær, og varð þess vísari, að hún hjeti Valentína. Vegna hins sífellda erils upp og niður stigann á ýms- um tímum dags vanrækti hinn ungi mannvirkjafræðingur hugvitssmíðarnar sínar, og hinir voðalegu brautarlesta- árekstrar, er hann átti að afnema, áttu sjer enn stad allopt. Fór því að verða mál til komið, fyrir hagsmuna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.