Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.09.1894, Blaðsíða 3
243 Fólkstala íslands. Landsbúum hefir fjölgað dálíticð á tveimur árunum eptir að reglulegt manntal fór fram síðast, nefnii. 1. nóvbs. 1890, samkvæmt mannfjöldaskýrsl um presta í árslokin hvort árið, 1891 og 1892, eða rjettara sagt þó að eins síðara árið. Yfirlitið er þannig: Mannfjöldi 1. nóv. 1890 .... 70,927 ----31. desbr. 1891 . . . 70,494 ----31. désbr. 1892 ... 71,221 Eptir skýrslum um fædda og dána árin 1891 og 1882 hefði mannfjöldi átt að vera 1001 fleiri í árslok en hjer segir, eða 72,222; og ættu eptir því vesturfarir eða mannflutningar af landi hurt að hafa numið einmitt þeirri tölu (1001) það tveggja ára tímabil, um f'ram það lítið er til landsins kann að hafa flutzt af fólki. Eptir venju- legu hlutfalli milli fæddra og dáinna í sóttlausum árum ætti mannfjöldi að haf'a aukizt hjer dálítið árið sem leið, 1893, þrátt tyrir miklar vesturfarir nokkuð, 7—800. En þetta ár,1894, er hætt við að heid- ur fækki, þrátt fyrir óvenjulitlar vestur farir, og veldur því hin mannskæða inflú- enza-landfarsótt, með eptirköstum hennar. Kauptún vor. Eptir síðustu prentuð- um landhagsskýrslum, um árið 1892, átti hjer um bil 7. hver maður á landinu heima í kauptúni, — kaupStað eða verzlunarstað. Ekkert kauptún á landinu hefir nándar- nærri því 1000 íbúa nema Reykjavík ein; enda er hún 5-föld á við stærsta kauptún- ið af hinum. Af þeim 4 kauptúnum, er kaupstaðarjettindi hafa, eru 2 talsvert minni en sum þau, er eigi hafa kaupstaðar- rjettindi. Ekki í helming kauptúnanna nær fólkstalið hundraðinu, nefnil. í þessum 15, og eru kaupstaðirnir 4 auðltenndir með skáletri: 1. Reykjavík........................ 3641 2. ísafjörður.........................767 3. Eyrarbakki.........................654 4. Hafnarfjörður..................645 5. Skipaskagi.....................606 6. Akureyri með Oddeyri .... 588 7. Seyðisfjörður ........ 523 8. Vestmannaeyjar (kauptúnið) . . 298 9. Keflavík.......................267 10. Ólafsvík......................248 11. Stykkishólmur.................233 12. Sauðárkrókur..................181 13. Eskifjörður...................167 14. Húsavík . . . ...........166 15. Flatey........................155 Milli 70 og 100 ibúa hafa 5 kauptún: Patreksfjörður (99), Flateyri (90), Vopna- fjörður (70). Tvö eru með færra en 20 manns : Papós (18) og Reykjarfjörður (15). Hvíldardagur verzlunarmanna. Það nýmæli heíir verzlunarstjettin hjer í bænum upp tekið, að loka búðum sínum og leyfa þjónum sínum öllum að hvíla sig og skemmta sjer 1 rúmhelgan dag á sumri i minnsta lagi. til uppbótar fyrir allt það strit og eril, er þeir hafa í kauptíðinni og optar. Frumkvöðull þeirrar lofsverðu hugulsemi mun hafa verið konsúll Guðbr. Finnbogason. Hugmyndin tekin eptir Englendingum, er hafa slíka leyfis- daga fyrir verzlunarlýð sinn o. fi. fjóra á ári og nefna »Bank Holidays*. Leyfisdagurinn nú, hinn fyrsti hjer, var 13. þ. m. Verzlunar- manafjelagið stóð þar fyrir nokkurs konar há- tíðarhaldi, upp í Artúni, og var áformað að hafa þar, auk söngs og ræðuhalds, hina og þessa leiki, kapphlaup o. fl.; en vegna óheppni með veður, fór það út um þúfur í þetta sinn. Kom þar þó fjölmenni saman, á 3. hundrað manna, og gekk meiri hlutinn hjeðan þangað si prósessíu« með fán'nm og hijóðfæraslætti. Vista hatði verið aflað þangað daginn fyrir, matar og drykkjar, og varð það helzti hátíð- arfagnaðurinn, »upp á gamlan móð«, í tjöld- unum, það lítið sem þau entust. Er nauð- synlegt, að velja beturveður tii slíks hátiðar- halds eptirleiðis, ef samsvara á tilganginum. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Jóns Bjarnasonar kaupmanns í Hafnarfirði verður húseign Benidikts járn- smiðs Samsonssonar í Skálholtskoti hjer í bænum, að undangengnu fjárnámi, boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð fæst, á nauðungaruppboði, sem haldið verður þrisvar, laugardagana 22. sept. og 6. okt. þ. á. á skrifstofu bæjarfógeta og 20. okt. þ. á. i húsinu sjálfu. Uppboðskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. sept. 1894. Halldór Danielsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. opið brjef 4. jan. 1861 er bjer með skorað á alla þá, sem tii skulda eiga að teija í dán- arbúi prófasts Vigfúsar sál. Sigurðssonar frá Sauðanesi og ekkju hans Sigríðar sál. Guttormsdóttur frá Ytra-Lóni, sem andað- ist i júnímán. sem leið, að lýsa kröfum sínum í tjeðu dánarbúi innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköllunar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hinna látnu, að gefa sig fram og færa sönnur á erfðarjett sinn. Skrifst. Þingeyjarsýslu 16. ágúst 1894. Einar Benidiktsson settur. Stóra-Hof á Rangárvöllum 28 hndr. 4 kúg. er nú þegar til sölu ef samið er við landfógeta Á. Thorsteinson. Kaupverð greiðist innan 20. nóvember þ. á. Boð 1 jöröina með ákveðinni upphæð óskast sem fyrst. Kennsla. Eins og að undanförnu tek jeg að mjer kennslu í ensku og öðrum skólafögum fyiir mjög væga borgun. Þingholtstræti nr. 15. Þórður Jensson cand. phil. Fæði geta bæði námsmenn og aðrir feng- ið á hentugum stað í bænum, gott og vand- að, nú þegar eða í haust, hvort heldur vill að öllu leyti eða að eins miðdegisverð. Óskemmtileg fyrirskipan. Gamall liðsforingi amerískur segir svo f'rá; »Það var i einni Indíana-styrjöldinni. Jeg var þá ekki nema flokksformaður. Við vorum 50 riddaraliðs- menn, sem áttum að fylgja 20 vistaflutningsvögnum langt inn í Indíana-hjálenduna. Vjer vissum það fyrir, að oss mundi gerð fyrirsát af Rauðskinnum (Indíönum) við ofur- efli liðs. Blank ofursti, yfirmaður liðsdeildar þeirrar, er hafði stöðvar þar, sem ferð vorri var heitið til, hafði skrifað ofurstanum okkar, er White hjet, að kona sín, frú Blank, ætti að verða oss samferða, og beðið hann að gegna ræki- lega fyrirskipan sinni, er konu sinni væri kunnugt um. Skömmu eptir að vjer vorum lagðir af stað, kallaði ofurstinn okkar,hann White, á mig, og slcipaði mjer að vera samferða vagni þeim, er frú Blank ók i, og skilja aldrei við hana. Jeg játaði því. »Og fyr^rskipan Blanks ofursta, mannsins hennar, er 157 Það var gert. Allir stóðu biðþola. Nú var bezti súgur í ofninum. Það skiðalogaði, reykinn lagði upp um reykháfinn og það kom ekki nokkur eimur afhonum inn í stofuna. Þarna stóðu allir húsameistarar ogofnamenn, iðnaðarmenn og sótarar skömminni iklæddir; Passerand hafði hlaðið þeim öllum. Það lagði ljómann fyrir af hugviti hans eins og sól í heiði. Það hlaut hver sá að vera blindur, er það gat dulizt. »Já, ef það er ! Þetta kalla jeg laglega af sjer vik- ið!« mælti Lamartin, og kunni sjer ekki læti af fegin- leik. Siðan sneri hann sjer að dóttur sinni og tók þann- ig til máls: »Valentína ! Þessi ungi maður er mikill mannvirkja- fræðingur. Sje þjer það eigi móti skapi, þá á hann að verða tengdasonur minn«. »Já, með ánægju, faðir minn góður. Að ári liðnu frá þessum sögulega atburði ól frú Val- entína Passerand (Lamartínsdóttir) manni sínum fríðan og fjelegan son. »Tengdasonur minn«, mælti Lamartin gamli; »gerið mjer nú grein fyrir einum hlut. Nú hafa í fulla 3 mán- uði því nær allar járnbrautir notað uppgötvun yðar og þjer græðið ógrynni fjár. Járnbrautarfjelög um allan heim kaupa af yður einkaleyfi yðar hvert í kapp við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.